Vörður


Vörður - 20.03.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 20.03.1926, Blaðsíða 1
 Ritstióri^og ábyrgð' .armaður'' Kristj'án Aíéérfsoti Tjinsötu'J8._ Afgreíðslu- og inn- \Sl heimtumaður " Ásgeir Magnússon íceiinarif "tJtg^efiincli : IMiðstjóm íhaldsflolílcæinæ. IV. ár. Reykjavík 20. mars 1926 13. biað. Kaupdeilur, Eins og frá var skýrt hjer í blaðinu 27. f. m. hafa utgerðar- menn marga undanfarna mán- uði verið að reyna að ná samn- ingum við verkam.fjel. Dagsbrún og verkakvennafél. »Framsókn« um lækkun á kaupi eyrarvinnu- manna og verkakvenna. Enn hafa engir samningar náðst, en þó hafá þau tíðindi gerst, er i frásögur eru færandi. Fyrir nokkru yar svo komið samningaumleitunum við »Fram- sókn«, að samninganefnd þess fjelags hafði boðist til að semja um 82 aura tímakaup, en það hafði áður verið 90 aurar, og hlutfallslega lækkun á annari samningsvinnu. Útgerðarmenn viídu eigi ganga að þessu boði. Bentu þeir á, að ef kaupið ætti að samsvara kaupinu fyrir striðið, þá ætti það samkvæmt dýrtíð- inni að vera um 50 aurar, en samkvæmt afurðaverðinu að eins 35 aurar. Samt buðu útgerðarm. 80 aura kaup, og svo mun hafa farið, að samninganefnd verka- kvenna sá að hjer var um kosta- boð að ræða, og mælti með því við verkakonur, að það yrði samþykt. Er ekki að efa, að kon- ur myndu hafa gengið að því boði, ef þair hefðu verið ein- ráðar. En svo var eigi. Því er kom til fundar-ákvörðunar í fjelaginu »Framsókn«, mættu þar tveir helstu æsingamenn úr Kom- múnistahóp, þeir Ólafur Frið- riksson og Björn Blöndal, oghöíðu í hótunum við verkakonur, ef þær geogju að slíkum boðum. Báru þeir hærri hlut frá borði í orðasennu við lítt herskáar konur og spiltu samkomulagi. Rjeðu þeir því siðan, að konur auglýstu taxta og skyldi nú tima- kaupið vera 85 aurar, eða 3 aurura hærra en konur höfðu boðist til að staðfesta með samn- ingi og 5 aurum hærra en samn- inganefnd kvenna mælli með. Auglýsingu þessari svöruðu útgerðarm. með því, að bjóða kvennfólki vinnu fyrir 80 aura tímakaup, og fengu þegar í stað nóg fólk. En er æsingamenn- irnir sáu það, geiðu þeir atför að verkakonum og skipuðu þeim að hætta vinnu. Höfðu þeir í hótunum, og kváðust mundu sjá um, að þær konur er ó- blýðnuðust valdboði þeirra, skyldu verða atvinnuíausar að eilifa, því þeir mundu neita að semja við atvinnurekendur nema með þeim skilmáium, að þær yrðu reknar nr vinnu. Að vonum ljetu sumar konur- ^Qdan siga fyrir hótunnm æs- ln§amannanna, en þó voru þær eiS* allfáar, sem ljetu sig hvergi. S«Q Uu öfgamennirnir sitt ó- vænna, og aö eigi mæ'ti við svo búið standa. Þeir 'fólu því málið Alþýðu- sambandi íslands, en þá tók eigi betra við. Alþýðusambandið tilkynti þegar í stað útgeröar- mannafjelaginu, að ákveðið væri að slöðva vinnu við uppskipun fiskjar úr togurunum, þangað til konur fengju goldiðþað kaup, sem þær höfðu auglýst. Það er vert að íhuga, hvað gerst hefir. í haust þegar visitalan var 279, verður það að samkomu- lagi milli form. Alþ.samb. ísl., Jóns Baldvinssonar, og form. Dagsbrúnar, Magnúsar Jóhannes- sonar annarsvegar, en samninga- nefndar útgerðarmanna hins- vegar, að timakaup verkamanna skuli vera kr. 1,25. Fjelagið Dagsbrún hafnaði þessu sam- kqmulagi fyrir undirróður æs- ingamanna. Nú er vísitalan 261. Eyrarvinnukaup ætti samkvæmt henni að vera 91 eyrir, en sam- kvæmt afurðaverði 53 aurar, en er 140 aurar, og hafa eyrar- vinnumenn hjer'i bæ aJdrei átt við svo góð kjör að búa. — Þessum mönnum skipa nú Jón Baldvinsson, Hjeðinn Valdi- marsson og hinir forkólfarnir að hefja verkfall, til þess að reyna að þröngva útgerðarmonn- um til að gjalda kvennfólkinu það kaup, sem Björn Blöndal og Ól. Fr. hafa skipað þvi að heimta, kaup sem kvenfólkið sjálft alls ekki fer fram á, vegna þess a5 það skilur, að útgerðin getur ekki greitt það, og finnur að 80 aurar nú er hœrra kaup en 90 í fyrra. Hjer er greinlegt hvert stefnir. Óbilgirnin hefir aldrei náð slíku hámarki hjá forkólfunum. Nii um .hávertiöina hefja þeir stríð á slíkum grundvelli. Þarf engan að undra þó að útgerðarmenn standi þjelt saman og láti sig hvergi. Nokkrir togarar hafa komið inn siðan verkfallið hófst. Hafa þeir ekki fengið afgreiðslu hjer. Fóru sumir vestur og voru af- greiddir þar þrátt fyrir bann forkólfanna reykvísku, en aðrir fóru lil Hafnarfjarðar. Sem vita mátti, reyndi Alþ.- sambandið að stöðva afgreiðslu þeirra, og svo fór að þrátt fyr- ir mótmæli aðalalþýðuforingjans í Hafnarfirði, þess mannsins sem sagt er að verkafólkið trúi og treysti á, tókst æsingamönn- unum hjeðan að fá stjórnir verkalýðsfjelaganna í Hafnarfirði til að samþykkja, að ekki mætti afgreiða togarana þar. Þegar hjer var koiuið sögu lágu 2 togarar og biðu afgreiðslu í Hafnarfirði. Og er sljórnar- samþyktin hafði verið gerð, fóru þeir Hjeðinn og Björn Blöndal niður að skipunum og tilkyntu verkamönnum, að nú gætu þeir farið heim, því bann væri við afgreiöslu togaranna. En nú var þolinmæði Hafnfirðinga lok- ið. Lustu verkamenn upp ópi, kváðu gestina ábyrgðarlausa æsingamenn, er skyldu hafa sig í brott hið bráðasta eða hafa verra af. Skifti nú engum tog- um að billinn brunaðimeð hina sigruðu foringja heim til reyk- víksku átthaganna, en Hafnfirð- ingar losuðu skipin í friði. Er þetta vottur um sjálfstæði Hafnfirðinga og þeim til hins mesta sóma. Hjer í Reykjavík er nú stöðv- uð öll hafnarvinna fyrir útgerð- ina. Er ekki að vita hve lengi það ástand heist, en fyrir gæti komið að verkamenn Reykja- vikur gerðu foringjunum sömu skil og Hafnfirðingar, rækju á flótta hina ábyrgðarlausu æs- ingamenn, sem með óbilgirni sinni hafa nú svift verkafólk mikilli vinnu ogreynt að stöðva framleiðsluna um hávertfðina og baka þar með þjóðarbúinu stórtjón. Mannskaðar i Gríndarlk. Það- an er simað 15. þ. m.: í gær- morgun reru nokkrir bátar. Veður var gott, en mikið brim. Fjórir bátar lentu nálægt Þor- kötlustöðum. Einn báturinn fórst í lendingu. Voru á honum ellefu menn og druknuðn níu þeirra: 1. Guðjón Magnússon, bóndi í Baldurshaga. 2. Guðbrandur Jönsson, Nesi, lausamaður. 3. Guðm. Sigurðsson, frá Helli, Holtum, lausamaður. 4. Hallgrimur Benediktsson, Kirkjubæjarklaustri, lausam. 5. Lárus Jónsson Hraungerði, Grindavfk, vinnumaður. 6. Stefán Halldór Eyjólfsson, lausamaður, Hólmavík. 7. Sveinn Ingvarsson, Holti, Grindavík, bóndi. 8. Ouðm. Guðmundsson^Núpi Dalsmýri, bóndi. 9. Erlendur Gíslason, Vik, Grindavík, vinnumaður. Þessir björguðust: Guðm. Kristjánsson, Lundi, Grindavik, bóndi. Valdimar Stefánsson, Lang- stöðum, Hraungerðishreppi, Flóa. Mönnum þessum bjargaði Guðmundur Erlendsson Grund, Grindavík, og yarð hann að ryðja mestu af fiskinum úr bátnum, til þess að geta bjarg- að þeim. Skipið rak i gær og voru 2 lík í þvi, flækt i linu. Ti'ö blöö af Verði koma út í dag. dr. Luther, þýski ríkskanslarinn. Hús þjóöbandalagsins í Genf. JESrjur inna.n JPjóda.ba.nclaÍEig'sins. Þeir sem bjuggust við aö naeö Locarnosamningnum myndi hefjast nýtt tímabil trausts og friðsamlegrar samvinnu millí Evrópu-þjóðanna, virðast fljótt ætla að verða vonwiknir. Nú þegar, nokkrum mánuðum eftir sam- ingsgerðina, virðist gamli þjóðarígurinn aftur i algleymingi og Evrópa vera að greiDast að nýju í rikjasambönd, sem líta hvort annað augum tortrygni og jafnvel fjandskapar. Þegar Locarnosamningurinn var | gerður, var það ráðgert að Þýska- -, land skyldi leita upptöku í þjóða- \. bandalagiö og fá fastan fulltrua í ráðinu. Svo sem kunnugt er kemur þing bandalagsins saman einu sinni á ári, og sækja það fulltrúar allra þjóða, sem i því eru. En þess á i^i milli stjórnar ráðið, sem hefir aö- setur i Genf og heldur stöðugt W ** W: fundi. Ráðið skipa 10 fulltrúar. Af þeim eiga fjórir fast sæti í þvi (frá England', Frakklandi, ítalíu og Japan), en 6 eru kosnír af þinginu og eru þeir sem stendur frá Bélgíu, Spáni, Svíþjóð, Tjekko-Slóvakíu, Bra- silín og Uruguay. Páu ríki, sem stóðu að Locarno- samningunum, höfðu heitið að styðja aö pví, að Pýskaland fengi fastan fulltrúa í ráðinu. En þegar fram i janúar kom, kröfðust Pól- land, Spánn og Brasilia, að þeim væri jafn hátt undir höfði gert sem Þýskalandi. Krafa Póllands, sem er studd af Frakklandi, heflr valdið miklum deilum og mestu vandræðum. Ef Pólland fær fastan fulltrúa i ráðinu um leið og Þýskatand, þá verða áhrif Frakka OLireytt frá því sem nú er, því Pólverjar eru þeim háöir á ýmsa lund og vísir til að styrkja þá að hverju máli. Frönsku blöðin hafa óspart látiö þá skoðun i ljósi, í sambandi við kröfu Póllands, að Þjóð- verjum sje ekki treystandi, aö ekki veiti af að styrkja samheldni nágranna þeirra, að hindra verði að þeir gerist of miklir fyrir sér að nýju o. s. frv. í öllum þvílíkum umma^l- um felst ótrú ó þá, að Locarno- samningurinn einn veiti næga trygg- ingu fyrir samlyndi og framtíðarfriði — ótrú á gildi þess verks, sem átti að fyrirbyggja það, að Evrópa skift- ist að nýju í fjandsamleg ríkjasam- bönd. Ráðið á sjálft að leggja samþykki á, að ný ríki fái fulltrúa í þvi, og verður samþyktin að vera einróma. En i síðasta mánuði tilkynti Sviþjóð að fulltrúi þess myndi greiða at- kvæði gegn þvi að ny riki önnur en Þýskáland fengju fulltrúasæti í ráðinu og ensku blöðin tóku ein- dregið i sama streng. Noregur Danmörk, Holland og Sviss kváðust og samþykk yfirlýsingu Svía. Hinsvegar hótuðu frönsk blöð að Frakkland myndi beila sjer gegn upptöku þýsks fulltrúa i ráðið, nema að pólskur fulltrúi fengi samtímis sæti i því. Þjóðbandalagsþlngið kom saman i Genf 8. þ. m. 48 ríki sendu fulltrúa. 6 forsætisráðherrar og 14 utanríkisráðherrar sóttu þingið, þar á meðal Þjóðverjarnir dr. Luther og Stresemann, ennfremur Briand og Chamberlain. í byrjun fundarins kvisaðist út að Þólland hefði í hótunum um að ganga úr þjóðabandiilaginu, ef kröfu þe*s yröi synjað. Síðan haía skeyti hermt, að miklar erjur hafl risið í Genf út af þessum málum, og nú sið- ast að Brasilía hafi krafist þess skilyrðislaust að fá fastan fulltrúa í ráð- inu og að öðrum kosti hótað að neita að leggja samþykki á að Þjóðverjar fái fulltrúa þar. Ettir þetta var inntöku Þýskalands i Þjódabandalagið frestað þangað til i haust. Siðasta skeyti hermir, að riki þau er undirskrifuðu Locarno-samning- inn, hafi gefið út yfirlýsingu um, að þessi atburður skuli enginn áhrif hafa á samninginn nje þann anda, sem hann er af getinn. Briand forsætisráðherra Frakka.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.