Vörður


Vörður - 10.04.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 10.04.1926, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgð- .arniaður' Kristján AlíértsQíi ¦TjíngðtuýJ'tí.. !&»--------„ ¦ 3) Afgreiðslu- og ínn- itlheimtumaður Asgek Magnússon íennari£ Ife - . .^—.3 Útg-efatndi : JMUÖstjóni íh&Icl&fioUlcssinis. IV ar. Reykjavík 10. aprll 1926. 1 6. b:að. Ræða Magnúsar Guðmundssonar atv.m.ráðherra við framhald 1. umr. fjárlaganna (á eldhúsdaginn). (Eldhúsdagur pessa pings var með daufasta móti. Af stjórnarand- stæðingum tók Tiyggvi Þórhallsson einn til máfs. »Timinn« hæfir hon- wm fyrir frammistöðuna og er svo á blaðinu að hej'ra sem ráðherrun- nm prcm hafi veitt erfitt að eiga við berserkinn. Ræöa sú, er hjer fer á leftir er ekki um stórmái, en hún er um eina atriðið í framkvæmdastjórn atvinnumáiaráðherra á liðnu ári, sem Tr. P. gerði að árásarefni. Geta menn af henni nokkuð glöggvað sig á peim yfir- burðum málstaðar, vits og fræknleiks, sem manni skilst á Timanum að einkent hafi eldhúsdagsárásir Tr. P.) Jeg varð fyrir stundu síðan að gera fyrirspurn lil hv. þm. Strm. (Tr. Þ.) um, hvað hann ætti við, er hann með ákveðn- um orðum bar mjer á brýn, að jeg hefði farið rangt að i stjórn minni á Bjargráðasjóðnum síð- astliðið ár. Jeg hefi nú fengið það svar við þessari fyrirspurn minni, að þessi hv. þm. (Tr.Þ.) sakar mig um hlutdrægni í lán- veitingu til hrepps eins í mínu kjördæmi, Holtshrepps í Skaga- fjarðarsýslu, að jeg hafí í lán- veitingum úr sjóðnum farið á móti einróma tillögum Bjarg- ráðastjórnarinnar, sem hv. þm. Str. (Tr. Þ.) á sæti i. Til þess er því að svara, að það er alveg rjett, að jeg hefi í lánveitingum úr sjóðnum farið jafnvel þvert ofan í till. Bjarg- ráðastjórnar, ekki einungis að því er snertir Holtshrepp í Skaga- fj. sýslu, heldur ýms önnur lán. Og þetta er mjer fyllilega heim- ilt, Bjargráðasjóðslögin frá síð- asta þingi veita ráðherra slíkt vald. Samkv. 1. gr. laga þessara á hann að fá tillögur Bjarg- ráðastjórnar, en er engan veg- inn skyldur að fara eftir þeim, enda væri það samaogaðleggja lánveitingarvaldið í hendurBjarg- ráðastjórnai'iunar, en það var ekki tilætlun laganna. Ætti jeg að fara nærri um hana, þar sem jeg er höf. þeirra og AI- þingi gerði engar breytingar á þeim. En með þessu, er vitaskuld ekki hrundið þeirri ákæru hv. þm. Strm. (Tr. Þ.), að jeg hafi verið hlutdrægur í lánveitingum úr sjóðnum. Mun jeg því at- huga það atriði nánar. Hv. þm. Str. (Tr. '!».) tilkynti mjer það hátiölega í gær, að bann mundi í dag ráðast á mig út af stjórn minni á Bjargráða- sjóðnum. Jeg hefi því hjer öll gögn við hendina er að hanni lúta. En í fyrri ræðu sinni kom þessi hv. þm. (Tr. Þ.) að eins með dylgjur í minn garð, svo aö jeg varð að beiðast frekari skýringa. Jeg hefi nú fengið þær, og eru þær á þá lund, sem íeg átti von á, því jeg hafði heyrt þvf fleygt, að hann sak- aði mig um hlutdrægni. Mjerer því tækifærið kærkomið til þess að sýna, að þetta er á alls eng- um rökum bygt. Þegar Bjargráðástjórnin átti fund um lánveitingar úr sjóðn- um, lágn fyrir beiðnir frá 3 hreppum um lán vegna fjár- hagsvandræða. Þessir hreppar voru: Stokkseyrarhr. í Árnes- sýslu, Holtshr. í Skagafj.sýslu og Borgarfjarðarhr. í Norður- Múlas. Tveim hinum síðarnefndu hefi jeg veitt lán, en Bjargráða- stjórnin lagði á móti öilumlán- unum. Um Borgarfjarðarhrepp vil jeg geta þess, að hann beiddist bjálpar þingsins 1924 og var því erindi vísað til fjárveitiuga- nefndar. Áltum viðþm. Str. (Tr. Þ.) þá sæti þar og man jeg ekki betur en að við værurn þá sammála um, að hann þyrfti hjálpar, þótt ekki þætti þá fært að veita hjálp úr ríkissjóði, sjer- staklega vegna þess, að ýmsar fleiri slíkar beiðnir lágu fyrir. Báðir þm. Norðmýlinga hafa mælt með þessari lánveitingu, svo að jeg býst ekki við, að þeir sjeusammála hv. þm. Str. (Tr.Þ.) um þetta. (Tr. Þ.: Jeg hefi ekki talað nm þetta lán). Nei, ekki sjerstaklega, en þar sem hv. þm. Str. (Tr. Þ.) hefir kvartað yfir að jeg hafi ekki farið eftir til- lögum Bjargráðastjórnar, þá kemur það einnig þessu máli við. En vitaskuld var aðalatrið- ið hjá hv. þm. lánið til Holts- hrepps og við það átti hlut- drægnisásökunin. Jeg sný mjer þess vegna að þessu láni. Um þetta lán hefir hv. þm. Str. (Tr. Þ.)bókaðþettaífunda- bók Bjargráðastjórnar. (Tr. P. : Ekki jeg heldnr öll stjórnin). Nei, það er hv. þm. sjálfur sem hef- ir fært fundarbókina. (Tr. P.: Telur hœstv. ráðherra ^að /eg hafi falsað , bókunina ?) Jeg kem að því síðar hversu rjett bókun hv. þm. (Tr. Þ.) er, en hún er svo hljóðandi, að því ér Holtshrepp snertir: »Aðalástæður til erfiðleika »Holtshrepps eru: óheppileg »jarðakaup hreppsins og van- »skil hreppsnefndaroddvita og »kaupfjelags. Virðist svo sem »skuldir hreppsins sjeu að »miklu leyti samningsbundn- »ar, svo að lánsins sje óskað »aðallega í því skyni að fá »lægri vexti«. Með hliðsjón þessara ummæla leggur hv. þm. Str. (Tr. í\) ein- dregið á móti því, að Holtshr. verði veittur einn einasti eyrir að láni. í brjefi oddvita Holtshr., þar sem hann sækir um lánið, er meðal annars þessi kafli, sem jeg skal leyfa mjer að lesa upp orðrjett: »Til þess hvernig skuldirnar »hafa orðið til, liggja sjálfsagt »margar orsakir. Fyrst tap á »jörðinni Bakka, sem keypt »var á þeim tíma þegar all »var í vitlausum spenningi. »Ábyrgð hreppsins á skuldum »gamla kaupfjelagsins. Afskap- »leg vorharðindi 1920 og af »því stafandi feikna mikill »kostnaður ogtap. Mikill fólks- »flutniugur út úr sveitinni til »Siglufjarðar og síðastenekki »síst þeir tnikiu mannskaðar, »sem hjer hafa orðið við skips- »töp á undanförnum árum. »Flest af mönnum þessum »hafa verið heimilisfeður.sem »hafa skilið eftir fátækar ekkj- »ur og fjöldabarna.sem sveit- »in hefir orðið að annast að »meira og minna leyti. Lik- »lega mætti telja fleiri orsak- »ir þess, að sveitin er svona »stórilla komin efnalega, en »jeg vona að hátlv. atvinnu- »málaráðherra láti þettanægja, »þar sem hann er töluvert »kunnugur ástæðum sveitar- »innar og þeimóhöppum.sem »hún hefir orðið fyrir«. Þetla brjef hafði hv. þm. Str. (Tr. Þ.) fyrir sjer, er hann lagði á móti lánveitingunni. (Tr. P.: Ekki jeg einn, heldur öll Bjarg- ráðastjórnin). Veit jeg vel, en enginn nema hv. þm. Str. (Tr. f\) hefir fundið að gerðum mín- um í þessu máli, svo að jeg svara einungis hv. þm. Ef nú hin áður tilfærða bókunhv.þm. Str. (Tr. Þ.) er borin saman við frásögn oddvitans, sjest það greinilega, að í bókuninni er slept aðalatriðunum fyrir því að hréppurinn er kominn í fjár- hagsvandræði. Hv. þm. gleym- ir alveg hinum gífurlegu vand- ræðum 1920 og mannsköðun- um 1922. Bókun hv. þm. Str. (Tr. f\) er því alveg röng, hún gefur alveg skakka hugmynd um ástandið. Og vissulega hefði jeg meiri ástæðu til þess að segja. að hv. þm. Str. (Tr. f\) hefði bókað hlutdrægt, af því að hreppur í mínu kjör- dæmi átti í hlut, heldur en hann heíir til þess að bera mjer hlut- drægni á brýn. Til þess að sýna það enn betur bversu villandi þessi bókun hv. þm. Str. (Tr. Þ.) er, vil jeg leyfa mjer að Jesa upp kafla úr nýkomnu brjefi frá oddvita Holtshrepps. Hann er svo: »Druknun í Holtshreppi hefir »öðru hvoru átt sjer stað, en »nú um æði langt skeið hafa »druknanir ekki átt sjer stað X.íklci&ta. Lovisu ekkjudrotniiig?a.i- a Amulíuboru-. »í stórum stíl, að undanskyldu »árinu 1922. Þá fórust 12 »menn á einu skipi ailir úr »FIjótum, en helmingurinn af »þeim var úr Haganeshreppi. »Sá var munurinn, að þeir »sem voru úr Holtshr. voru abláfátækir fjölskyldumenn (3 »að mig minnir 8 barna feð- »ur). Á því sama hörmunga- »ári druknuðu 2 fátækir fjöl- »skyldufeður, sem að sönnu »áttu ekki heimili í Holtshr., »en áttu þar sveitfesti, og af »því að menn þessir áttu »heima í kaupstöðum, varð »það sveitinni enn þá tilfinn- »anlegra, en þó að þeir hefðu »átt heimili i hreppnum, því »að kaupslaða þurfalingar eru »regluleg plága á hlutaðeig- »andi sveitum«. Lengra held jeg ekki að þurfi að lesa, til þess að fullvissa sig um rjettmæti þess, að veita þess- um hreppi lán. Hann uppfyllir svo greinilega sem verða má öll skilyrði laganna, til þess að fá lán úr Bjargráðasjóði. Ogjeg vil spyrja : Hvenær á að veita lán úr þessum sjóði, ef ekki þegar eins stendur á sem hjer ? Og hvað er Bjargráðasjóður og til hvers á að nota hann? Bjarg- ráðasjóður er sjóður, sem hver sýsla og kaupstaður safnar,. fje í með árlegum nefskatti, til þess að geta hjálpað, ef ínauðirrek- ur. Er nú rjettara að láta það liggja i Landsbankanum, en að leyfa illa stöddum, bláfátækum hreppum að taka sitt eigið fje heim um nokkurra ára skeið, þar til um hægist? Jeg seginei, því að jeg tel það rangt, að fá- tækir hreppar láni þannig Lands- bankanum fje, meðan þeir eru sjálfir í sárustu neyð. Hvaðan hv. þm. Str. (Tr. Þ.) hefir þá vitneskju, sem kemur fram í bókun hans, að skuldir hreppsins sjeu að miklu leyti samningsbundnar, veit jeg ekki, en það veit jeg, að úr skjölum málsins er þessi vitneskja ekki fengin og jeg veit ekki betur, en að hreppnum hafi verið ómögu- legt að standa við lánssamninga sina undanfarið, svo að þeir sjeu burtu fallnir. Að minsta kosti veit jeg vel, því að um það liggja fyrir upplýsingar í skjölum málsins, að hreppurinn hefir ekki getað greitt sýslu- sjóðsgjöld sin 2 síðastliðin ár. Jeg vona, að jeg með þessu hafi sýnt það greinilegt, að brigsl hv. þm. (Tr. Þ.) um hlutdrægni eru tilhæfulaus, og þar sem þetta er eina atriðið, sem fund- ið hefir verið að í framkvæmda- stjórn minni siðastliðið ár, finst míer Jeg geta látið mjer vel líka. En íyrst minst hefir veriö á þessi Bjargráðasjóðslán, þá þyk- ir mjer rjett að geta þess, að hv. þm. Str. (Tr. Þ.) hefir í til- lögum sinum til mín, um lán til búslofnskaupa, lagt til, að þau væru veitt að eins til 7 ára, en jeg hefi veitt þau til 20 ára. Þess verður sem sje að gæta, að lán þessi eru veitt fá- tækustu mönnum hvers hrepps og jeg lít svo á, að þeir verði að fá lánin til talsvert langs tíma, ef þau eiga ekki að verða hlutaðeigendum óbærilega þung. Þessar tillögur hv. þm. Str. (Tr. Þ.) komu mjer yfirleitt talsvert á óvart. Hannkveðstvera bænda- vinur, en þegar hann hefir að- stöðu til þess að gera þeim greiða, þá eru tillögur hans þannig, að hann gengur miklu skemra, en lög leyfa. (Tr. Þ.: Hefir sjóðar- inn ótakmarkaða peninga ?) Nei, jeg þekki engan sjóð sem hefir ótakmarkað fje. Spurning hv. þm. er auk þess þessu máli ó- viðkomandi, því að hjer er um að ræða hvernig eigi að lána út það fje, sem til er, hvort sem það er mikið eða Ktið. Jeg mun ekki blanda mjer i

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.