Vörður


Vörður - 10.04.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 10.04.1926, Blaðsíða 2
2 v ð n r> u n ♦OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOf o VÖRÐUE kemur út á laugardögum Ritstjórinn: q Kristján AlbertsonTnngölu 18. Simi: 1961. Afgreiðslan: Laufásveg 25. — Opin 5—7 síðdegis. Sími 1432. V e r ð : 8 kr. árg. w Gjalddngi 1. júlí. 8 o ♦ooooooooooooooooooooooS deilur hv. þm. Str. (Tr. Þ.) við hæstv. fjármálaráðh. (J. f*.), en get þó ekki stilt mig um að beDda á hversu rækilega hv. þm. (Tr. t*.) gefur sjálfum sjer á munninn, er hann heldur því fram, að bændur hafi stórtapað síðastliðið ár vegna gengishækk- unarinnar, en upplýsir þó sjálf- ur, að bændur hafi fengið 50°/o meira eftir gullverði fyrir aðal- framleiðsluvöru sína, kjötið, síðastliðið haust en haustið 1924. Það verður þó væntanlega ekki um það deilt, að gengishækk- unin nam ekki50o/o. Og ef ekki var fært að hækka gengi krónu vorrar síðastiiðið ár vegna að- stöðu bænda, þá mun það sjald- an hægt og þá hefði verið rjett- ara af Aiþingi í fyrra ,að taka af skarið og stýfa krónuna. En það var ekki gert, heldur þvert á móti gengið út frá, að hún hækkaði, ef hægt væri. Aths. 1 ræðu sem Tr. Þór- hailsson bjeit síðar viðurkendi hann að lánveitingin til Holts- hrepps hefði verið rjettmæt. Skipstrand. Togarinn »Ása« (eign Ingvars Ólafssonar) strand- aði við Grindavík aðfaranótt síðastliðins laugardags. Allir skipverjar björguðust. Vonlítið um að skipið náist út. Henry Ford og verkámenn hans. Fyrirlestnr eftir Stgr. Mntthiasson. (Framh.). Æfisaga Fords er saga fag- urra hugsjóna. Og það er ekki hikað við að koma hugsjónun- um í framkvæmd, þegar þær eru þaulhugsaðar. Aftur og aftur kemur hann að þessu: Hvað get jeg einn ef verkamennirnir vilja ekki vera mínir samverkamenn til að fram- leiða sem mest þeir geta og sem best þeir geta. Hann hefir margrekið sig á það, að því að eins getur alt gengið þolanlega að verkamenn- irnir njóti fagnaðar af striti sínu. Gott er að allar vjelar sjeu í góðu lagi, en ekki síður er áríðandi að þeir sem stjórna vjelunum og vinna sjálfir eins og vjelar, í sameiningu við þær og þeim til uppfyllingar, sjeu líkamlega og andlega sem heilsubestir. Fannig hugsar Ford og þess vegna hefir hann komið í framkvæmd ýmsu í þarfir verkamanna sinna, bygt góð hús handa þeim til ódýrrar leigu, sjeð þeim fyrir hollu og ódýru viðurværi, góðum klæðn- aði, nógum bókum, frítfmum til leikja og útivistar og annara margskonar dægrastyttinga í frí- stundum. Ennfremur hefir hann — og það er mest um vert — gefið þeim hlutdeild í árlegum arði af iðnaði verksmiðjanna, Ford hefir mestu andstygð á þvf, sem í daglegu tali er kallað góðgerðarsemi. Hann spyr: — »Því skyldi þurfa ölmusugjafir í siðuðu mannfjelagi? Ilugsjónin, sem liggur til grundvallar er að vísu góð, og það er enginn rjettskapaður maður, sem ekki ▼ill hjálpa nauðstöddum náunga. En meinið er, að mestöll svo- nefnd góðgerðasemi nær sjaldan rjettum tilgangi sfnum og geng- ur í öfuga stefnu. Pað er t. d. fallegt í sjálfu sjer að vilja seðja svangan mann, en margfalt feg- urra og ákjósanlegra er þó, að vilja koma í veg fyrir, að mað- urinn verði svangur. Pað er hægðarleikur að gefa, en hilt er örðugra að koma því svo fyrir, að gjöfum sje ofaukið.a Það er þessi hugsunarháttur, sem hefir komið Ford til að upphugsa sem flesta vegi til þess að koma mönnum yfirleiit til að geta hjátpað sjer sjálfir, og þá einkum og sjerílagi öllum verkamönnum sinum og þeim mörgu bágstöddu mönnum, sem knúð hafa á dyr hans sjer til hjálpar. Þegar Ford gaf verkamönn- um sfnum kost á að njóta ákveðins arðs af árlegum ágóða sínum, gerði hann það þvf að eins að þeir uppfyltu viss skii- yrði hvað dugnað snertir o. fl. Pað eru aðallega þrir flokkar verkamanna, sem koma til greina: 1. Giftir menn búsettir, sem sjá vel fyrir fjölskyldu sinni. 2. Ógiftir yngri en 22 ára, sem sýnt hafa sparnað f lifn- aðarháttum. 3. Menn og konur yngri en 22, sem vinna fyrir og sjá um einhvern af æltingjum sínum. Með vaxandi gróða iðnaðar- ins hefir Ford sjeð sjer fært að veita þessum verðugu verka- mönnum sínum vaxandi verka- laun og hafa þeir með þessu móti notið talsvert hærri launa en tíðkast hefir við annan verk- smiðjuiðnað. Það hefir verið einlægur vilji Fords að vilja launa sjerhverj- um eftir hans verkum. í þvi skyni hefir hann látið rannsaka nákvæmlega hvað hver og einn af verkarnönnum sínum leysti mikið og mikilsvert verk af hendi. — Hann lætur verkstjóra sína hafa vakandi auga með starfi verkamannanna og fá beir rífleg launin sem standa sig best. En alment var reglan orð- in sú 1914, að gjalda engum minna en 5 dala kaup á dag. Síðan hefir kaupið vaxið drjúg- um. Þegar Ford byrjaði að veita þessi bættu launakjör (1909) voru það að eins 60°/« af verka- mönnum hans sem uppfyltu ofantalin skilyrði. En að hálfu ári liðnu steig hundraðstalan upp í 78°/o og eftir l1/* ár var að eins 1% eftir, sem ekki upp- fylti skilyrðin. Með þessu móti hefir Ford trygt sjer fast lið og ábyggilegt við verksmiðjur sín- ar og hefir ekki lengur þurft eins og áður að eiga á hættu að stöðugt gengu menn í hóp- um úr vistinni þá og þegar, svo að ráðá þyrfti nýja menn. Til þess að gera verkamönn- um sfnum lífið hollara hefir hann fundið þann veg bestan, að gefa þeim aðgang að frjálsri náttúrunni til að afla sjer auk- reitis arðs af eigin jarðargróða. í því skyni hefir hann keypt allstórt landflæmi kringum verk- smiðjur sínar í Michigan og dreift yfir það verkamönnum sínum þannig, að hver fjöl- skylda hefir sinn bústað og ákveðið jarðnæði til ræktunar. Pessu næst hefir hann með tilraunm í vinnustofum sínum sýnt og sannað, að unt er að veita atvinnu mesta sæg af mönnum, sem áður voru fyrir vanheilsu sakir og örkumla taldir ósjálfbjarga. Niðurstaða hans er orðin sú, að i vel stjómaðri verksmiðju-iðn megi cetið finna stöður, sem krypling- ar, haltir og blindir geti haft « hendi. Og hann fullyrðir, að ef alment yrði hagað rjett ölluin iðnaði í heiminum, þá myndu finnast fleiri stöður til starf- rækslu af blindum mönnum, heldur en til eru blindir menn, og fleiri stöður fyrir örkumla menn heldur en tala þeirra er um allan heim. Og í hverri þessari stöðu hyggur hann að hver sá, sem af skammsýnum mönnum hefir verið talinn ósjálfhjarga aumingi og ómagi, sem verður væri stöðugrar ölmusu, gæti unnið sjer inn nægilega mikið fje til þess að geta notið einmitt sömu lífs- þæginda eins og alheill dugn- aðarmaður. En vfst er um það, að í sum- um iðnaðargreinum nútímans eru störf, sem að eins er hægt að fá í hendur þeim, sem eru afbragð annara að kröftum, handlægni eða verkhj’gni og sem útheimta meiri þekkingu í faginu heldur en jafnvel nokk- urntíma tfðkaðist meðal bestu handiðnamanna á miðöldunum. Störfin eru harla ólík og sitt hæfir hverjum. Pað er afleit sóun á kröftum að fá fullorðn- um og fullsterkum manni það verk í hendur, sem eins vel hæfir veikluðum örkumlamanni. i>Öll góðgerðasemi«., segir Ford, »á að ste/na i þá átt, að koma mönnum til að starfa og hjálpa sjer sjálfir og njóta fagn- aðar af striti sínu. Það er eini vegurinn til að skapa heilbrigða lífsnautn, samfara trausti á sjálf- um sjer, en þar með verður þó ekki sagt, að neinn eigi að verða um leið svo ánægður með sjálfan sig að hann telji sig hafa náð fullkomnun, heldur á öllu heilbrigðu starfi að vera eiginlég stöðug óró yfir þvi, að aldrei sje Stuðlamáladómur Hallgr. Jónssonar. I. í jólablaði Alþýðublaðsins 1925^ birtist ritdómur eftir HaUgrim Jónsson um »Stuðlamál 1«. Yfir- leitt er þar rætt af kurteisi um ritið, og því bygg jeg. að at- hugasemdir þær, sem þar eru settar fram, sjeu spuDnar af toga góðviljans. En þeim er þó flesl- um þann veg háttað, að grund- völlur þeirra er misskilningur og ekki nægilega traust þekk- ing á sumum þeim atriðum.sem þar eru nefnd. Afleiðingin verður vitanlega sú, að sumir höfundar Stuðla- mála, sæta ómaklegum áfellis- dómum frá höf. og mjer er því skylt bæði mín vegna og þeirra að láta þá misskilningsdóma velta um sjálfa sig. Þetta gefur mjer þá jafnframt ástæðu til að láta ungum og efnilegum al- þýðuskáldum uppi álit mitt um efni, orðaval, rím og kveðandi vísna. Kemur þá fyrst til greina hvern mælikvarða leggja skuli á kveðskap liðins tíma. II. Því hefir verið haldið fram af vitrustu og rjettdæmustu mönnum heimsins, að öll verk beri að skoða og dæma í því Ijósi og eftir þeirri þekkingu, sem einkennir hvert einstakt tímabil. Það er með ö. o., að setja sig i spor samtíðarmanna, eftir því sem unt er, og þess vegna dæmum vjer ekki breytni heiðinna forfeðra vorra eftir mælikvarða hins æðsta og feg- ursta i kristnum trúarbrögðum. Því er eins varið með kvæði, sem hvað annað. Þau ber að meta eftir þeim viðurkendu regl- um, sem gilda á þeim og þeim tima, sem þau eru kveðip. Og kostir bestu kvæðanna koma í ljós, þegar þau eru borin sam- an við samtíðarkvæðin og áður kveðin kvæði. Jeg vona því að enginn lái mjer það, þótt jeg geri þá sanngirniskröfu til þeirra, sem dæraa Stuðlamálavísurnar, að leggja á þær sama mæli- kvarða, sem önnur velgerðverk er teljast til liðins tíma. Flestar vísurnar eru kveðnar frá árunum 1900—1915 —nokkr- ar síðar, fáar eldri. Reglur fyrir fastbundinni stuðlaskipun í bundnu máli, hafa islensk skáld notað frá upphafi vega til þessa dags ogeftirþeim reglum eru Stuðlamálastökurn- ar orktar. En nákvæmari stuðlaskipun en áður hefir alment þekst, mun Sig. Kr. Pjelursson hafa orðað fyrstur manna, ogeru þær kenn- ingar svo glænýjar, að enn þá skortir mjög á, að þær sjeu al- þjóð kunnar. Og Stuðlamálavísurnar eru nálega allar kveðnar, áður en þessar kenningar voru birtar. H. J. hefir nú orðið það á, að meta formgildi vísnanna, eftir þessum mælikvarða, sem einn maður hefir sett eftir að vísurn- ar voru orktar, og er það álíka mikil sanngirni, eins ogaðkrefj- ast þess af sagnariturum fyrri alda, að í mannlýsingum sínum tilgreindu þeir hæð mannsins og gildleika í sentrimetum ! III. Þessari nýju stuðlaskipun skifti S. K. P. i þrent: Hástuðlun.fall- stuðlun og lágsluðlun. Hanntaldi lágstuðlun tilkomuminsta stuðla- gerð, en ekki minnist jeg þess, að hann kallaði hana hreinan og beinan stuðlagalla. En það þótti honum fegurst, að hvert erindi — (og helst sarafeld kvæði), hefði sömu stuðlategund frá upphafi til enda. H. J. virðist gera þá kröfu til vísnanna í »Stuölamálum« og auk þess telur hann hverja vísu gallaða, sem ekki er hástuðluð. Það kemur þá líka upp úr kaf- inu, að íslensku skáldin hafa ekki kunnað að yrkja gallalaus- ar — »fullkomnar, ferskeytlur«, betur en það, »að fátítt er að rekast á þær, jafnvel hjá bestu rímsnillingum« segir H. J. Peir falla á þessari reglu eins og strá fyrir ljá, sem dáðir og vegsam- aðir hafa verið í íslenskri ljóða- gerð, Egill Skallagrímsson og aðrir skáldjöfrar fornaldarinnar, sem Matth. Jochumsson, Einar Benediktsson og aðrir skáldkon- ungar vorra tíma. Eigi að kalla þá »formleys- ingja«, verður þunnskipuð fylk- ing á skáldaþinginu islenska og mega þau þá vel við una, Stuðla- málaskáldin að lenda í hópn- um með Einari Benediktssyni, Steingrimi, Matthíasi, Guðmundi Guðmundssyni og öllum öðrum, sem kveðið hafa snjallast á ís- lenska tungu. Pótt svo væri, að stuðlaregl- urnar, sem áður eru nefndar, væru viðurkendar, sem er alls ekki enn, þá gat naumast meiri misskilning en þann, að meta vísnabúning liðins tíma við mæli- kvarða framtíðarinnar. Og jeg get bætt því við, að hefði jeg valið í safnið með þessari reglu — og starað mig blindan á bún- inginn, hefði ekkert orðið úr safni þessu, og þá hefði týnst margt af efnisfegurstu vísunum, eða þær verið eignaðar hinum og þessum, þegar höfundarnir voru fallnir frá. IV. En nú langar mig til að í- huga ofurlitið stuðlaskipun þá, sem H. J. dæmir eftir og þá sjerstaklega lágstuðlun, sem hann telur gallaða stuðlaskipun. Jeg hygg að rjett sje að nefna tvo fimustu rímsnillinga eftirsíðustu aldamót, og sjá hvort þeir hafa nokkuð hykað við að nota lág- stuðlun í stökum sínum ogljóð- um. Og einnig hvort þair há- stuðla allar vísur sínar. Jeg á við þá Porstein Erlingsson og Guðmund Guðmundsson. Lág- nættisvísur Þorsteins byrja eins og allir vita á þessari stöku : Margoft pangaö mörk og grund mig að fangi draga. sem þær anga út’ viö Sund eftir langa daga. Fyrsta vo. er hástuðlað.þriðja vo. er aftur á móti lágstuðlað. Einnig rímar Porsteinn saman draga — daga. Pessi vísa hefir verið talin ó- gölluð að stuðlasetningu og rími, en eftir mælikvarðanum nýja, yrði hún tví- eða þrigölluð: 1. lágstuðlun, 2. ónákvæmt rim, 3. tveimur s-hljóðum lendir sam- an í 3. vo. Pvf verður ekki neit- að, að lágstuðlun fer stundum illa en ekki ætíð. í hringhend- um getur hún oft farið vel af þeirri ástæðu, að á miðrím þeirra fellur meiri áhersluþungi, en ella. Pess vegna gætir lág- stuðlanna betur og er því eng- inn galli á áðurgreindri vísu. Sama er að segja um þessa þjóðkunnu stöku eftir Guðmund: Yfir grund er orpið snjó.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.