Vörður


Vörður - 10.04.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 10.04.1926, Blaðsíða 4
V Ö R Ð u n huga þarf. Pessum vandkvæðum virðist mjer rikina bera skylda ^til að bæta úr og ef bætt væri úr því, þá flnst mjer Stjórnartíðindm not- bæf sem lagabók, þó nokkuð mikið fari fyrir þeim. Til þess að gera Stjórnartíðindin þægilegri sem lagasafn, mætti hafa i sjerstöku bindi öll þau atriöi, er einungis gilda fyrir það ár sem er að liða og þýðingarlaust er í raun og veru að setja á vetur nema i bókasöfnum. Útbýting ætti ekki að fara fram á »lagabindinu« fyr en i árslok og þá helst sent til hlutað- eiganda bundið í dágott band og selt alþýðu við vægu verði. Ef lög þyrftu nauðsynlega að berast fyr um landiö ætti að vera nóg aö senda þau sýslumönnum og bæjar- fógetum. [Alþingistiöindin segja mönnum einnig hvað til stendur.] Annað atriðið til þæginda væri að ríkið ljeti semja yfirlit yfir öll lög, sem nú eru i gildi með liku sniði og hið árlega yflrlit eftir staf- rófsröð, er fylgir Stjórnartíðindun- um, en nákvæmara flokkað, þar sem til væri greint meðal annars frá hvaöa ári lögin væru og blað- siðutal Stjórnartíðinda. Par værn tekin sjer öll lög og reglugerðir, sem gilda fyrir landið í heild. En svo væri sjerstök skrá yfir ákvæði (reglugerðir, samþyktir og fl.), sem ná að eins til vissra svæða af land- inu og sje þá flokkað í aðalflokka eftir lögregluumdæmum. En prentað sje að eins á aðra hverja blaðsiðu þvi jeg tel liklegt að orðtakið »Guð gefur oft í gerðar spyröur« muni eiga þar allvel við. Yrði þá opinberum starfsmönnum gert að skyldu að færa inn í yhr- litin og sjá um að þau fylgi starf- inu ásaml Stjórnartíðindunum. Pessi yfirlit þyrfti svo að prenta á vissra ára fresti t. d. 15 ára. Níl hefir Alþing heitið styrk til áðurnefnds lagasafns og hiytur það að stafa af þvi að það telur skyldu sina að bæta úr núyerandi ástandi. Vildi jeg því benda þeirri ósk til hins háa Stjórnarráðs og hins háa Alþingis, að ihuga hvort ekki væri rjett að gera lika bragarbót á út- gáfu Stjórnartiðindanna og jeg hefi hjer bent á. Mjer virðist kostnaður ekki muni geta orðið stórkostlegur, þvi unt VI. í formáía bókarinnar tek jeg það einmitt fram, að úrvals- safn þetta »sje ekki gallalans smið«. Jeg hygg, að fáum hafi verið Ijósara en einmitt mjer, að ýmsar visnanna voru ekki sem nákvæmastar að áherslam og kveðandi. Ea — og — sem — stóðu stundum sem auka- atkvæði í byrjun ijóðlínunnar — og stundum var þriliðaö af- leiðsluorð notað í enda 1. og 3. vísuorðs, En þetta ljet jeg þoka fyrir orðhepni, skáldlegri hugmynd, djúpri speki — eöa kjarnyrðum — að öðru jöfnu. Og þá er jeg kominn að því atriði, sem jeg vildi benda á siðast, í sambandi við Stuðla- máladóm H. J. Mjer hefir skilist svo, að hvert ljóð megi gre'ina í tvent: Efni og búning. Einnig hef jeg álitið, og það af góðum og gildum ástæðum, að efnið svar- aði til kjarnans, en búningur- inn til hýðis (eða umbúða). H. J. hefir orðið sú megin- skyssa á, að líta að eins á búning vísnanna — en minnist ekkert á efni þeirra. Það er orðin tíska að meta hlutina eftir ytra útliti þeirra. Samt er það gætnum og hyggnum mönnum áhyggjuefni, hve umbúðatilbeiðslan er fljót- förul og skilyrðin góð fyrir vöxt hennar og viðgang. Form- dýrkun kvæða á að stilla svo i mun að fela einhverjum núverandi starfsmðnnum rikisins þetta starf án launaviðbótar, að því er snertir aukinn undirbúning undir prentun, en sjálfsagt tel jeg að hæstarjettar- dómarar sjeu í ráðum með, aö minsta kosti um hver lög sjeu í gildi, þegar efnisyfírlit er samið. 20. febrúar 1926. Virðingarfylst Hafsieinn Pjetursaon. Alþingi. Trúnaðarraenn íslands erlendia. Tillaga til þingsályktunar frá Jónasi frá Hriflu er svo hljóðar kom á dagskrá í sam. þingi á íimtudag: »Sameinað Alþingi ályktar að lýsa því yfir, að það telur það eina sjálfsögðusta skyldu hverr- ar stjórnar, bæði þeirrar, er nu situr, og annara, er siðar koma, að velja þá menn eina til að vera fulltrúa iandsins erlendis, sem reyndir eru að reglusemi, dugnaði og prúðmensku i allri háttsemi, svo að treysta megi, að þeir komi hvarvetna fram þjóðinni til sæmdar«. Jónas frá Hriílu fylgdi tillögu sinni úr garði með alllangri ræðu, sem hann las úr hand- riti, dræmt og áhrifalaust. Fór hann mörgum orðum um nauð- syn þess að sendimenn og trúnaðarmenn þjóða kæmu vel fram erlendis, og sagði sögur af því að íslendingar hefðu orðið þjóð sinni til smánar ytra, en nefndi engin nöfn. Eftir að Magnás Guðmundsson og Jón Magnússon höfðu svarað ýmsu í ræðu hans með stuttum athugasemdum, fann J. J. á- stæðu til þess að gera utanför hóf, að hún skyggi ekki á efn- ið — kjarnann. Og sje ekki kostur á sam- ræmi hins ytra útlits og innra gildis, ber að láta kostagæði kjarnans ráða, hvort sem um er að ræða verklegt eða and- legt afrek mannsins. Jeg skipa mjer hykiaust þeirra megin, sem telja inni- haldið meira virði en umbúð- irnar, og tel mig vera þar í hollum og heilbrigðum fjelags- skap. Vísnaval Stnðlamála er nokkuð mótað af þeirri skoðun minni, þótt margt fleira komi þar til greina. Yfirborðsdýrkunin — »sel- semgull«-stefnan — byggist á grunnúðlegum smekk og þekk- ingarleysi þeirra manna, sem fjötra sig í böndum aukaatrið- anna, viljandi og óviljandi, og þeir brjóta fæst til mergjar. Menning heimsins á þeim minst að þakka, en geldur þeirra á mörgum sviðum. Þessara manna hafa ýms Stuðlamálaskáldin minst, og þar á meðal Kristján á Brúsastöðum vel og hoittilega með stökunni: * Margra sál af fordild full fegurð ytri metur, en að skíni' í skarni gull skilið hún ei getur. Margeir Jónsson. Árna frá Múla að umtalsefni. Voru ummæli hans um Á. J. svo persónuleg og ósmekkleg að hrópað var til hans af þing- bekkjunum: »Þingmaðurinn skal mintur á að 2. þm. N-Mýl. hefir aldrei verið lýstur æru- laus lygari í blöðum iandsins!« — — »Og heldur ekki þjóð- frægur rógberi!« Sljákkaði nú heldur í J. J. Litlu siðar hélt Jón Auðunn Jónsson all-afdrátt- arlausa ræðu, sem hreinsaði loftið í þingsalaum og virtist koma J. J. í fullan skilning um að þingið hefði ekki þolinmæði til þess að hlusta á siðaprjedik- anir frá honum. J. A. J. sagði að J. J. Ijeti jafnan eins og engar ódygðir væru til aðrar ea sú, að neyta vins — og væri það venjulega til þéss gert að leiða atbygli frá hinum margfalt vítaverðari og skað- vænlegri ódygðum J. J. sjálfs — vrógsnáttúrunni og ósann- söglinnin. »Jeg hefi ekki geð í mér til þess að ganga lengur með þessi skjöl í möppunni minni án þess að notfæra mér sannanir þeirra fyrir því, að háttv. 3. landkj. (J. J.) hefir farið með ósannindi bjer á þingi á lokaðum fundi um kjöttollsmálið«,. sagði J. A. J. og lyfti stóru umslagi með skjölum í. »Jeg skora á þm. að sanna mál sitt«, sagði J. J. »Já, háttv. landk. þarf ekki að halda að hann sleppi við það, að jeg sanni ósannindi á hann!« — Eftir þetta lognuðust um- ræðurnar út af. Jakob Möller hafði borið upp svo hljóðandi dagskrá: »Með því að Alþingi telur óþarft, að bera fram ályktun um jafn sjálfsögð atriði og tillagan ræðir um, og það beri að skoða sem óskráð lög, að vanda sem best val á trúnaðarmönnum landsins, tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá«. Þessi tillaga var samþykt með 28 atkv. gegn 13, og sögðu já allir íhaldsmenn, Sjálfstæðis- mennirnir Ben. Sveinsson, Jakob Möller og Sigurður Eggerz og Framsóknarmennirnir Ásg. Ásg., Halldór Stefánsson og Klemens Jónsson og Ágúst Helgason. — Á móti dagskránni voru 11 Framsóknarmenn, Magn, Torfa- son og Jón Baldvinsson. Sigurður Nordal flutti fyrir- lestur um fsl. tungu á annan í páskum. »Um málfrelsi« nefndi S. N. fyrirlestur sinn. Fór hann sönnum orðum um gildi og helgi tungunnar og benti á bve það væri mikils virði, að bjer væru engar mállýskurog engin stjetta- mál, sem staðfestu djúp milli landshluta og stjetta og vörn- uðu þess, áð sameiginleg menn- ing gæti tengt þjóðina í eina heild. Lagði hann ríka áherslu á hve mikilvægt það væri að halda tungunni hreinni — að forðast sem mest útlend orð, sem menta- menn skyldu en alþýða ekki, að reyna að finna hverjum nýj- um hlutognýju hugtaki íslenskt heiti, sem allir skyldu. Fyrir- leslurinn var hiun þarfasti og prýdd mörgum skemtilegum- ihuguaum og athugunum. Utan úr heimi Útvarpið og stjórnmálabaráttan í Spáni. Laust eftir miðjan síð- asta mánuð tók til starfa i Spáni leynileg útvarpsstöð, sem vinnur í þjónustu stjórnarand- stæðinga. Spánska hervalds- stjórnin hefir fyrir löngu bundið fyrir munninn á andstæðingum sínum, bannað fundi þeirra og blöð þeirra o. s. frv. Nú hefir þeim hugkvæmst það snjallræði að varpa daglega út frjettum, sem ekki má prenta og fá þær allir sem mótttökutæki hafa. Spánska lögreglan hóf þegar leit um alt land að hinni leyni- legu útvarpstöð, en leitin hafði engan árangur borið þegar 10 dagar voru liðnir frá því stöðin tók til starfa. Var þá gert ráð fyrir að banna alt útvarp um hríð, ef ekki tækist bráðlega að finna stöðina. Stjórnin í Spáui virðist beita vaxandi ofríki við mentamenn landsins. Professorar og lögmenn i Madríd hafa komið sainan vikulega i salakynnum laga- deildar háskólans til þess að ræða áhugaefni sín. Nýlega til- kynti stjórnin að hún myndi framvegis senda einn af embætt- ismönnum ríkisins á þessa fundi, svo að hann gæti gefið skýrslu um það sem þar færi fram. Roald Amundsen kom um miðjan síðasta mánuð til Norð- urlanda úr fyrirlestraferð um Ameríku. Hefir hann haldið sama fyrirlesturinn þar yfir 100 sinnum á skömmum tíma. Politiken birti viðtal við hann nýkominn að vestan. »Mín hefir sjaldan á ferðalagi verið freist- að jafnoft með sterkum áfeng- um drykkjum sem í þessu bann- landi«, sagði hann. »1 öilum stórum veislum var gnægð víns og víðast hvar keptust góðir vinir minir við að fylla koffort mín af wisky-flöskum áður en jeg hjeldi förinni áfram. Jeg varð að gæta mín og varast að gleyma, að jeg átti að flytja fyrirlestur annaðhvort kvöld«. Um mánaðarmótin var Amund- sen í Róm að sækja loflfarið »Norge«, sem hann ætlar að fljúga í til pólsins í vor. Christian Collin prófessor í Osló ljest 3. þ, m. Hann var nafnkunnur bókmentafræðingur og rithöfundur, alvörumaður, gáfumaður og menningarfröm- uður. Kunnastur er hann af riti sínu um Björnson, sem hann elskaði og dáði — riti sem hann aldrei lauk við en er . hin merkasta heimild um uppruna, æsku og fyrstu starfs- ár skáldsins mikla. Um eitt skeið vakti Collin mikla athygli fyrir baráttu sína gegn hinum svonefndu ósiðlegu bókmentum. Hann krafðist þess að listin væri i þjónustu menningar og siðferðis, að hún styrkti menn- ina til lifs og dáða en gerðist ekki þerna eyðandi og spill- andi krafta. Frakkland. Loksins eftir langa mæðu, miklar erjur og mörg ráöherraskifti á þessum vetri hefir franskri stjórn (öðru ráðu- neyti Briands i vetur) tekist að fá samþykt fjárlagafrumvörp sín í báðum" þingdeildum. Með- 4, tbl. I. árg. Varðar ósk- ast keypt á afgreiðslu blaðsias. an þessar deilur um fjármálin hafa farið fram hefir frankinn stöðugt fallið í verði, en ef til vill verður gengi hans nú aftur stöðugra. Clemenceau, sem engin afskifti hefir haft af sfjórnmálum Um langt skeið og lifað i friði uppi i sveit, kom íyrir skemstu i öldungadeildina, þar sem hann hefir ekki sjest árum saman. Hann kom til þess að lána nokkrar bækur um Goethe úr safni þingsins, hafði lesið verk hans mikið undan farið. Þegar Clemenceau fór sagði hann við þingmennina: »Þegar jeg dey — þá fær enginn að vita það. Lát mitt mun ekki spyrjast fyr ea jeg er kominn undir græna torfu. Jeg hefi gert allar naað- synlegar ráðstafanir til að svo verði«. Stýfing í Koregi? Símað er frá Osló, að allir prófessorar há- skólans skori á stjórnina að verðfesta krónuna á þeim grund- velli, sem gengisnefndiu stakk upp á. Benda þeir á, að rjett- asta aðferðin muni sú, að Nor- egsbanki taki að sjer gullinn- lausn seðlanna, þannig að 24 krónur jafngildi sterlingspundi. Grænlandsrannsóknir. Símað er frá Bergen, að frjettaritari það- an, staddur í Canada, skýri i símskeyti frá viðtali sínu .við pólkönnuðinn Barnes i Montreal, að fyrirhuguð sje dansk-amerísk Grænlandsferð, í þeim tiigangi, að athuga íshreyfingar, land- fræöileg, veðurfræðileg og segul- fræðileg atriði og auk þess fiski- lifið í sjónum. Daninn Peter Freuchen , fer með og ætlar á komandi vetri að hafast við í skýli, gröfnu i snjó, langt inn í landinu, og gera ýmsar athuganir. Tvær flugvjelar verða teknar með. — Freuchen staðfestir fregnina hjer í Höfn, en segir þó, að ekki sje fullráðið enn um ferðina, þar eð enn muni skorta nokkurt fje til hennar. íbúatala Bandarikjanna hefir aukist um 11 miljónir siðan 1920 og er nú 117 miljónir. Japan. Símað er frá Tokíó, að kviknað hafi í flugvjelaverk- smiðju og breiddist eldurinn út um heilt hverfi í borginni. Atta hundruð hús brunnu til kaldra kola og eru fjögur þúsund manna húsnæðislausir. Frá Færeyjum. Þar hafa verið mikil brögð að infláensu undan- farið. Fyrir skemstu var símað frá Þórshöfn, að fólk hafi þyrpst utan um landrekin grindhval og varð þetta til þess að inflúens- an breiddist afarmikið út. Mörg þúsund manna eru veikir og hefir skólum í Þórshöfn verið lokað. Þetta stórhnekkir vorver- tíðinni og hafa margir kúttarar orðið að fresta íslandsför. Jámgerð. Símað er frá Málm- ey, aö verkfræðingur að nafni FJodin hafi fundið upp nýja að- ferð til þess að búa til járn. Vekur það mikla athygli. Am- eríski stálhringurinn hefir sent mann til Málmeyjar til þess að rannsaka þýðingu þessarar upp- götvuuar. xpn Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.