Vörður


Vörður - 17.04.1926, Síða 1

Vörður - 17.04.1926, Síða 1
Út^efandi : Miðstjórn íhaldsflokksins. IV ar. Reykjavík 17. april 1926. 17. blað. Gullíundur í Cauadn. í febr.mánuði bárust fregnir um gullfund í óbygðunum í Norð- ur-Manitoba í Canada. Þusti fqlk þangað úr öllum áttum og mest í flugvjolum, sló tjöldum á bjarnið í skógunum og hóf gullleitina. Óbygðir þessar liggja norður af fjölmennustu íslendingabygðunum og má búast við því að eitthvað af löndum sje nú þar norður frá að leita gæfunnar. Myndin er af gullleitarmönnum á þessum slóðum. ,Tlmanlega‘ Leiðinlegri cr pjófurinn en lygarinn, en pó munu Mðir ólukkuna hreppa. v Meistari Jón. Meistarinn í Skáíholti þekti naumast mannorðsþjófa, vóru varla til, og þó segir hann þetta með þeim sannfæringar- krafti, sem þeir einir hafa, sem eru ástvinir guðs. Nú hefir dr. Guðm. Finnbogason sannað það nýlega í tímariti, að sálarfærin eru svo mikils metin hjá liífær- unum, að þau ganga síðast til þurðar, þegar líkaminn sveltur. Er þá eigi kynlegt, þó að mætir menn meti andann meira en munina og þau verðmæti meira, sem lýgin hefir hendur á, en hin, sem lásarnir eiga að gæta. Kitstjóri Tímans ætti að athuga þetta vandlega — af því að hann hefir gert ráð fyrir að helga eitt númer blaðs sins í mánuði andlegum efnum. Hann bjet þessu í hittiðfyrra eða árið þar áður og má búast við að efndirnar verði góðar, þó að seint komi. Vænli jeg þess, að hann taki lýginni tak, áður en hann rnissir áhuga sinn og láti vönd- inn fara um bakhluta þeirrar ónáttúru, sem stelur mannorði margra. — Pess háttar fram- ganga kynni að draga úr þeirri timanlegu ófarsæld, sem því mið- ur fer vaxandi í öllum áttum. Og mætti ætla, að sá sæli bisk- up, sem jeg hefi bak við eyrað, fari nú að rumskast í gröf sinni, ef hans áhugamál verða fótum troðin svo greipilega, sem tim- anlegri uppivöðslu er tamt að gera, bæði í heimahúsum og á mannamótum, í leyni og á kross- götum, út um strandir og inn til afdala. Nú kynni margur að spyrja eitlhvað á þessa leið: Tímanlegri ófarsœld er auð- velt að hrinda og Ijett að bera hana, ef stýrt verður fram hjá" blindskerjum þeirrar eilífu. Pað er nú svo, góðir bræður og hátt- virtu hálsar. Við skulum nú at- huga það svo lítið og draga djúpt fyrir með neti alhyglinnar. t*ar er þá tit að taka, að þeg- ar jeg var á ungum aldri, las faðir rainn á kveldin Mynsters hugleiðingar, sem Konráð og Jónas klæddu i islenskar spjarir, heldur vel gerðar. Faðir minn skifti ræðunum, til að treina sjer og fólki sínu þetta hnoss- gæti. Hann gaf lítið fyrir hug- vekjur Pjeturs, sem Arnljótur Iærði kallaði »hægðalyf sálu- bjálparinnara — sá klóguli^vits- m> aa örn. Nú þekkir enginn ungur maður Mynsters hugleið- ingar — siðan Láru brjef vóru tekin til kvöldlestrar og svo ófarsældin. Spánskar nætur og Haustrign- ingar og Bautasteinar voru gerðir að sálmabók i staðinn fyrir Hall- grims sálma. Vegir evólútionar- innar eru margvfslegir og óút- reiknanlegir fiestum, nema ef til vill Halldóri Kiljan og svo fram- vegis, sem nú er suður i páfa- garði að aðstoða hinn óskeik- ula i embættinu. — En jeg var að minnast á Mynsters kenning- ar. Hann var bisknp og einnig kennifaðir konungsins. Eftir myndinni að dæma, sem fylgdi Hugleiðingunum, var hann svo göfuglegur og gáfulegur ásýnd- um, að flokksmenn Tryggva biskupssonar og Jónasar búanda velkja því fyrir sjer, hvort Mynst- ers mynd slagi þó ekki hátt upp í myndir þessara sinna spá- manna. Og er þá langt jafnað, En um Jónas er það satt að segja, að svo er sagt, að hans andlitsmynd hafi verið höfð til fyiirmyndar, þegar altaristafian i Kaupangskirkju var gerð. Nokk- uð er víst, og það er þetta: að eftir að sú tafla var gerð, flutti Jónas Porbergssou að Kaupangi, liklega í þeim vændum að gera bæn sina frammi fyrir bríkinni, og mun hann eftir þess háttar bænagerðir hafa ritað sumar smágreinar í Dag [t. d. um Sandsbræður og Sigurgeir hrstj.]. Pó leikur það á tveim tungum. En hitt er víst, að Mynster bisk- up byrjar hugleiðingar sínar á andvarpi yfir þreytn sálarinnar og Iöngum erli; eftir sannleika og rjettlæti leitaði hann. Ójá! hann byrjaði á andvarpi, sá sæli biskup, en biskupssonur byrjaði blaðamensku sina með loforðum sem-------— sem lent hafa út á svellbunka tímanlegrar van- hyggju — það gengur nú svo í henni veröld. Mynstér biskup endar hugleið- iugar sínar á sundurgreining sauða og hafra, dauða og dómi. Og eitthvað minnist hann á lúðurhljóm. Líklega hefir rilstjórn Timans farið yfir þessa bók; því að hún hefir uppáhald á lúðri og notar mikið. Pad hefir þó i þeim toll- að. En það sem jeg vildi benda á í Mynsters hugleiðingum er það, að ófarsæidin byrjar i hug- skoti mannsins. Biskupinn — og svo þýðendurnir — er afar orð- prúður, en þó kveður hann svo að orði, að vont innræti sé nokkurskonar helviti. Hann nefn- ir: mannhatur, rógburðarástríðu, illkvittni, ósannsögli, þrætugirni. Og af þessu er auðséð, að ófar- sældin er fyrst og fremst tíman- leg. Súndar Sing, Indverjinn nafn- togaði, kemst að svipaðri niður- stöðu, — sá berfætti guðsmað- ur, seni gengur i krypluðum kyrtli, bafandi ekkert bálslin. Og það held jeg nú að Halldóri kaþólska þyki ófínt, og þó er þessi áslvinur Krists af báum aðli og stórauðugs höfðingjason. Eo — Halldór var ekki orðinn þjóðkuunur, þegar Súndar Sing hóf kennimannsgöngu sína um þjóðlöndin og gat ekki þess vegna tekið mark á honum. Pessi spámaður fastaði úti i skógi 40 daga og jafnmargar nætur. En sú fasta hófst og end- aði áður en Halldór gerði kvæð- ið: »Unglingurinn i skóginum.« Og þess vegna komst Indverjinn hjá truflun. — Þessi spekingur kennir að ófarsældin sje fyrst og fremst timanleg og verði svo utan enda. Pvi er það, að þeir mættu fá rauðan kjamma, sem valdir eru að upphafi svo illrar endaleysu. Peir sem orka þannig á fjölda fólks, að það fyllist af úlfgrárri tortryggni til fyrirmanna þjóð- fjelagsins, en tekur til að dýrka snápa og rógbera og ósanninda- menn og valdagráðug greymenni, þeir eru- valdir að timanlegri ófarsœld, sem getur tognað svo, að hún verði ævarandi og teymi fóikið niður fyrir hellurnar, sem undir er falinn eldur eldanna — og þó ekki falinn, því felhellan þar er brunnin upp fyrir langa iöngu. Pessar stöðvar eru nefnd- ar i Sólarljóðum, þar sem Niða- fjöll eru nefnd. t*ar er drekinn Glævaldur, sem dr. B. M. Ólsen segir að þýði þann, sem er vald- ur að eða hefir vald yfir eldi. Glær er sama sera eldur, sbr, sögnina, að kasta einhverju á glæ. Niðafjöll eru sama sem myrkurfjöll — skuggahæðir. Þau sjást ekki i landafræði Ivarls Finnbogasonar, sem er vel samin. En ef Jónas kennari gefur út landafræði, munu þau sjást þar. Sumir halda að Niðafjöli séu á Ströndum — í kjördæmi Tr. Þóihallssonar og byggja þá ætl- un á sennilegum líkum. Aðallík- urnar felast í ferðasögu Tryggva, þeirri er bann samdi eftir fyrstu ferð sína norður þangað og alt út í Bjarnarfjörð, þar sem Svan- ur bjó hinn fjölkunnugi. Mælt er að Tryggvi hafi kvakað á Svan og heitið á hann til full- tingis sjer. Svanur kunni að búa til þoku meðan hann bjó á Svanshól. Og nú bljes hann þoku á veg Magnúsar Pjeturssonar, svo að hann viltist og varð þvi Tryggvi einn á sumum fund- unum. Síðan gaf Svanur þessum skjólstæðingi siuum þoku í stór- an langsekk, og úr honum hefir Tryggvi sent þessa grávöru upp í Borgarfjörð við hátiðleg tæki- færi — í sitt gamla prestakall. Og fáeinar skjóðufyllir hefir hann gefið Jónasi vini sinum, þegar hann hefir brugðið sjer austur fyrir fjallið. Jeg sem þessar línur rita, ferð- ist eitt sinn á bolnvörpungi, og barst þá i orð, hvar Dökkumið væru. Þetta atvikaðist þannig, tal- ið að tarna, að jeg var að raula fyr- ir munni mjer kvæði Daviðs, sem svo heitir, og hafði jeg þann kæk, að jeg tvítók ljóðlínuna, »þvi dimt er á Dökkumiðum«. Jeg sagðist halda að þau væru úti fyrir Ströndum og mundu þessi mið vera eitthvað annað en vanaleg þorskamið. Þannig dreg jeg saman líkurnar, sem nú skal greina: Tryggvi getur þess í ferðasögu sinni um Straödir, að viða sje sæbratt þar og tæp gata framan i hávöðum, forsæla sjálfgefin og grœnn sjór fyrir framan. Parna eru þá Niðafjöll og drekar bjuggu fyrrum í sæbröttum fjöllum. Svo var háttað bústað Vals dreka, sem Gull-Þórir heimsótti, og var i helli hans bæði gull og eldur. Nú! Tryggvi fjenaðist óneitanlega við Strandaförina og ekki hefir hann skort eldglæringar síðan. Þarna mundi þá drekinn Glæ- valdur vera inni í eða þá undir Nsða þ. e. Myrkurfjöllum. Og svo Dökkumið fyrir framan. Þessi þríeina ónáttúra er stór- furðuleg og hlýtur sá maður að ráða yfir miklum kyngikröftum, sem tamið getur hana sjer til nytja — hjer i tímanum. Ea eitt- hvað er óhreint á eða niðri í Dökkumiðum, eftir þvi sem Da- víð lætur í veðri vaka. Þetta skáld sjer stundum undarlega fiska undir steinum og stundum sjer Davið kynleg kykvendi á landi, t. d. hundinn Vask, sem hann lýsir mjög nákvæmlega en nefnir þó alls ekki að ferfættur sje. Það kvæði gerði hann um það bil, sem siðustu kosniugar til Alþingis fóru fram — og faðir hans var feldur. En það er ritað í dagbókum — svart á hvítu — að um þær mundir hafi verið mikið Spangól á bæjunum Lauf- ási og Hriflu og svo i Jónkakoti. Það er kölluð i fornu máli óáran i mannfólkinu, þegar mann- hlómið verður að arfa. Þesshátt- ar umhverfing kemur f Ijós eða verður, þegar timanleg ófarsœld nær tökum á sálum mannanna. Sú andlega þoka eða hugræna hjela verður til og er framleidd í verksmiðjum þeirra manna, sem eru stóriðjuhöldar lýgi og rógburðar, Vér höfum orð meistara Jóns fyrir þvi, að lygararnir muni hreppa ólukkuna. Það er ilt, því öllum mönnum skyldi liða bæri- lega. En hitt er hörmulegt, þegar fjöldi manna er gerður að attan-i- ossum þessara glævalda, ogseil- in siðan dregin út á Dökkumið. Guðmundur Friðjónsson. Sildarmarkaður. Björn Ólafsson sem nú er ytra til þess að leita nýrra markaða fyrir ísl. síld, hefir fengið að sýna hana á stórri vörusýningu í Prag. Leið- arvfsir um næringargildi og notkun síldar var úlbýtt meðal sýningargesta. íslenski fáninn blakti yfir sildarsýningunni. Tel- ur B. Ól. horur á að takast megi að kenna Tjekkó-Slóvök- um að jeta síld. — Nú er B. Ól. í Khöfn. Birta dönskublöð- in viðtöl við hann og áskoran- ir til manna um að reyna hina ódýru og næringarmiklu fæðu, íslensku sildina. Aðatfundur Kaupfélags Eyfirðinga er ný- afstaðinn. A liðna árinu voru seldar erlendar vörur fyrir kr. 1.150.000, en inn keyptar innlendar vörur fyrir kr. 1.110.000. Arður af erlendum vörum varð 83 þús. kr. í árslok voru óskiftilegir sameignasjóðir 222 þús. sjereignasjóðir og innstæður félagsmanna rúm 1 milj. kr.

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.