Vörður


Vörður - 17.04.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 17.04.1926, Blaðsíða 4
VÖRÐUR til þess að fara úr embætti) 2000 kr. Feldar voru tiilögur um fjár- veitingar til Björns Jakobssonar, til þess að kenua iþróttir í Þingeyjarsýslu (Framsóknarfl. tillaga) 0000 kr,, lil Jóns Stef- ánssonar máiara, Ásmundar Sveinssonar myndböggvara, Sig- urðar Birkis söngvara, Guðm. Hagalins ritböfundar og Jóns Leifs tónskálds (bin siðasta með 14 atkv. gegn 13). Vegnmál. Jónas frá Hriflu flytar svo- hijóðandi tiilögu til þingsálykt- unar: »Efri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina að iáta nú í sumar fara fram rannsókn á því, hve mikið myndi kosta að gera akveg með tilheyrandi brúm á þeim leiðum, sem hjer eru tilgreindar, og leggja niðurstöðuna fyrir næsta Alþingi. 1. Frá Hellisheiði um láglendi Vopnafjarðar yfir Selá. 2. Frá Þórshöfn yfir Þislil- fjörð að Garði. 3. Frá Kópaskeri að mynni Ásbyrgis. 4. Frá Breiðumýri yfir Fljóts- heiði og Skjáifandafljót að Fnjóskárbrúcc. Tiliögunni fylgir svohljóðandi greina rgerð: »Nú liggur fyrir kostnaðar- áætlun um akveg milii Borgar- ness og Akureyrar. Að þeirn vegi verður unnið á næstu ár- um. En um fjögur undirlendin í Þingeyjarsýslum og Vopna- flrði þarf að leggja akbraut samhiiða hinni aðalbrautinni. Tillaga þessi miðar að þvi að gera þinginu fært að hefja á næstu árum mikla vegagerð í þessum hjeröðum«. Samgöognmálancfnd Ed. mæl- ir með tillögunni, eftir að hafa ráðgast við vegamáiastjóra. 9 álshöfðonar-tillaga. Jónas frá Hrifla flytur svo- hljóðandi tillögu: »Efri deild Alþingis ályktar, að nú þegar skuli mál hafið á hendur Sigurði Þórðarsyni fyrir meiðandi ummæli um Alþingi f bók bans »Nýi sátttnáli«. Ennfremur er ályklað að skora á dómsmálaráðherra að höfða mál á hendur nefndum Sigurði fyrir ærumeiðandi ummæli i sömu bók um dómsmálastjórn hans. í þriðja lagi er ályktað að skora á landsstjórnina að skipa bæjarfógetanum í Reykja- vik að hreinsa sig með mál- sókn af þeim þungu ásökunum á dómsmálameðferð hans, sem fram koma í umgetinni bók áðurnefnds Sigurðar Þórðar- sonar«. Hákon Krístófersson aiþm. var fyrir skemstu á heimleið seint um kvöld við fjórða mann. Gengu þeir fram á drukkinn mann er lá sofandi á götunni, reistu hann á fætur og leiddu hann heimleiðis. Kom þá ölóður maður á móti þeim, réðist að óvörum að H. K. og laust hann í andlitið. Bar lögregluþjón að og hirti hann áflogasegginn. — Frá þessu er skýrt hér til þess að sporna við misskilningi út af skopgrein, sem »Stormur« he.íir flutt um þennan atburð. Aflabrögð. Það sem af er verlíðar hafa fiskveiðar ísler.dioga gengið mjög illa. Að vfsu bafa vélbátar í minni verstöðvum aflað vel, en Vestmannaeyja vélbátar og tog- ararnir hafa aflað með lang versta móti, einkum þó togar- arnir. Eo eins og menn vita skiftir það lang mestu fyrir þjóðarbúið hvernig þeir afla. Eins og flestum er kunnugt afla togararnir venjulega best í aprílmánuði. Er talið að von- laust sje um hailalítinn ársrekstur á togurum ef veiði bregst svo í apríl, að ekki sje verulegur hagur af rekstri skipanna í þeim mán- uði. En nú er talið að tekjuhalli muni vera á rekstri sumra tog- aranna, það sem af er vertiðar, en gróði af fáum. Er ekki of- mælt að nú horfi þunglegar fyrir þessum atvinnurekstri en nokkru sinni fyr, enda fer nú alt saman, aflabrestur, lágt verð í neytslu- löndunum og hin öra hækkun krónunnar á síðastliðnu hausti. Talið er víst að togurunum verði lagt í böfn i maílok, eða jafnvel fyr, og mun atvinna verða með minsta móti hjer á komandi sumri. Er jafnvel tví- sýnt að útgerðarmenn sjái sjer fært að gera skipin út svo lengi, meðfram vegna þess að lánsfje er ónóg svo að margir útgerðarmenn fá ekki Ián út á meira en örlítinn hluta af afla skipanna. Enskt siðgæðisofstæki. »Freyr« skifti um eigendur um áramótin og eru þeir nú rit- stjórar hans Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri og Jón H. Þorbergsson bóndi á Bessastöð- um. Tii þess að gefa bændum, sem ekki halda Frey, nokkra hugmynd um hina nýju ritstjórn blaðsins, skal hjer getið helstu litgerða í fyrstu 4 blöðum hans á þessu ári: Sig. Sig.: Um íslenskan bún- að. — Jón H. Þorb.: Hreppa- búnaðarfjelög. — Sig. Sig.: Ræktunarsjóðurinn. — Sig. Sig. og Dmíel Jónsson: Sæþörungur sem fóður. — P. Zóphóníasson: Feiðasmælki. — P. Einarsson: Td minnis við gröít framræslu- skurða. — Sig. Sig.: Sigurður Sigurðsson ráðunautur (æfi- minning). — Sig. Sig.: Suður- landsundirlendi (útdráttur úr fyrirleslri). — Jón H. Þorb.: Félagið »Landnám«. — Kl. Kr. Kristjánsson: Grasfrætegundir og sáðtún. — Um áburð, Jarð- ræktarlög, Styrkur fyrir áburðar- hús, túnyrkju og garðrækt og Um bureikninga, — alt eftir Sig. Sig. — Sig. Sig.: Verðlag í Reykjavík og víðar. Frá ísafirði. Almenn atkvæða- greiðsla fór þar íram 10. þ. m. um hvort stofna skyldi bæjar- stjóraembætti og var það í fjórða skifti sem það var borið undir kjósendur. Á kjörskrá voru 947, þar af greiddu 554 atkvæði, 216 með tillögunni en 300 á móti. Jafflaðarmaðurinn heitir nýtt verkalýðsblað, allmyndarlegt út- lits, sem nýlega hóf gönga sína á Norðfirði. Ritstjóri er Jónas Guðmundsson kennari. Jónas frá Hriflu hefir í vetur bent á það sem fyrirmynd fyrir oss íslendinga, hve kröfuharðir Bretar væru i siðferðisefnum. Hann hefir i því sambandi m.a. bent á það með aðdáun, að hinn snjalli og drenglyndi for- ingi íra Parnell var svívirtur til pólitisks ólífis vegna þess að bann hafði unnað og notið konu annars manns. Aðrir rithöfundar, og sumir engu ómerkari en J. J., hafa lýst af megnri fyrirlitning grimd og ranglæti hins breska siðgæð- isofstækis, sem hvað eftir ann- að hefir gert út at við glæstustu syni binnar miklu eyþjóðar eða flæmt þá úr landi. Macaulag farast svo orð í ritgerð sinni um Byron: »Jeg þekki ekkert hlálegra fyrirbrigði, en almenning á Bret- landi þegar hann fær eitt af þessum siðgæðisköstum sínum, sem endurtaka sig reglulega á nokkurra ára fresti. Venjulegast vekur það liila atbygliþóttkona sje numin á brott, hjón skilji eða ófriður sje innan fjölskyldu. Við lesum um hneykslið, tölum um það einn sólarhring eðasvo og gleymum því. En einu sinni á sex eða sjö árurn gerist dygð vor herská og ægileg. Vjer get- um ekki þolað að lög trúar- bragða og siðgæðis sjeu fótum troðin. Vjer viljum bjóða löst- unum byrginn. Vjerviljum koma lauslætismönnum í skilning um, að enska þjóðin virðir nauðsyn beimilisbandanna. Og svo er bent A einhvern óhamingjumann og honum miskunarlaust fórn- að, — einhvern sem ekki er hóti spiltari en hundruð annara manna, sem brotið hafa af sjer og hlotið milda meðferð. Ef hann á börn, þá á að taka þau af honum. Ef hann hefir stöðu, á að flæma hann úrbenni.Yflr- stjettirnar snúa við honum bak- inu, lægri stjettirnar gera aðsúg að honum. Hann á að hýðast fyrir alla hina, öllum sem fram- ið hafá sömu afbrot og hann á að hegna með þeirri refsing, sem yfir hann gengur. Vjer hugs- um til þess með gleði hvestrang- ir vjer sjeum, miklumst af því með sjálfum oss hve enskt sið- gæði standi á háu stigi saman- borið við Ijettiiðina í Paris. Og loks er gremju vorri fullnægt. Hinn ofsótti er fallinn, sár og örþrota. Og dygð vor hallar sjer rólega út af og sefur næstu sjö árin. Auðvitað ber að reyna af fremsta megni að halda í skefj- um þeim löstum, sem spilla hamingju heimilislífsins. Ogþað er ljóst að þeim verður ekki í skefjum haldið með hegningar- löggiöf. Það er því rjett og æski- legt að almenningsálitinu sje beint gegn þeim. En það á að beinast gegn þeim undantekn- ingarlaust og af samkvæmni, stöðugt og hófsamlega, en ekki í skyndilegum köstum og á- hlaupum. Það á ekki að vera til nema ein vog og einn kvarði. Það verður altaf ljót hegningar- aöferð, að »decimera«. (=hegna tíunda hverjum manni. Slíkt var algengt f rómverska hernum, þegar glæpur var framinn af herdeild eða innan hennar og úríengleg heimssýnii í New-York 1932. 22. febr. 1932, á 200 ára af- raæli George Washingtons, verð- ur opnuð heimssýning f New- York, sem gert er ráð fyrir að verði stærsta sýning, sem hald- in hefir verið á jörðinni. Kon- gressinn hefir þegar gengið frá öllum áætlunum i höfuðatrið- um, nefod hefir verið mynduð með Coolidge forseta og Dawes varaforseta . í broddi fylkingar, og meðal forgöngumannanna er m. a. gert ráð fyrir Henrg Ford. Miklum lilt rækluðum skemti- garði i útkjálkum New-York (suðaustur af Brooklyn) verður breytt í fegursta skrautgarð af fremstu garðræktar- og bygg- ingameisturum hins nýja heims, og alt. sem gert verður á að haldast óbreytt eftir sýninguna og garðurinn framvegis að heita »Washington-garðurinn«. í byggingum þeim, sem reist- ar verða, á að halda stöðugar sýningar, þannig að þeir tugir þúsunda kaupsýslumanna frá öllum heimsálfum, sem til New- York koma, eigi jafnan kost á að kynnast þar hráefnum og iðnaðarvarningi allra þjóða. 46 erlend lönd og 48 af bandarikj- unum eiga að hafá sjerstakar byggingar til þess að sýna í. í garðinum á að vera ber- svæði þar sem 100 þús. bifreið- ar geta haldið kyrru fyrir, gifur- legt hljómleika- og samkomu- hús á að reisa, iþróttavöll hinn stærsta í heimi á að gera og umhverfis hann sæti fyrir 200 þús. áhorfendur, brautir á að leggja fyrir veðreiðar og kapp- akstur. I miðjum garði á að reisa hæsta turn í heimi. 200 lampar eiga að lýsa úr honum í minn- ingu um 200 ára afmæli Was- hingtons, og varpa birtu 500ensk- ar milur umhverfis hann f all- ar áttir, yfir land og haf og visa skipunum leið til hafnar. Garðurinn liggur út að sjó og hefir BaDdaríkja-þingið þegar veitt milljónir dollara til þess að gera svo aðdjupt við bakka hans, að jafnvel stærstu far- þega-, vöru- og herskip geti lagst rjett framan við sýningar- sviðið. Ennfremur verða gerðir lendingavellir bg lendingahafnir fyrir stærstu loftför og flug- vjelar. Ráðgert er að kostnaður við sýninguna verði 100 millj. doll- ara óg áætlað að yfir 100 millj. manna sæki hana. Fr. de Fontenay, sendiherra Dana, flutti á fimtudag fyrir- lestur í Dansk-íslenska fjelaginu um síslenskan skáldskap á 19. öld«. Talaði hann sjerstaklega um Jónas Hallgrimsson af ást og skiiningi á ljóðum hans. Bar fyrirlesturinn fagran vott um al- úð sendiherrans við að kynn- ast bókmentum vorum. ekki unt að vita hver eða hverj- ir hefðu i rauninni átt sök á. Þá var líundi hver maður val- inn með hlutkesti og dæmdur til dauða). Bandalag svikinna kvenna. Amerísk hngmynd. í Norðurálfu fara menn eklti í mál út af »ástastuldi«, í Ameriku er þaö ekki ótítt. Par virðist fleira til fjár metið en hjer, meðal ann- ars ástartilflnningar. Konur, sem sviknar eru f trygðum, geta iátið dæma sjer stórkostlegar skaðabæt- ur — og fyrir nokkrum árum fjekk lækuir í Chicago 1000 dollara sekt fyrir að hafa þrýst kossi á háls konu, sem hann sór og sárt við lagði að hefði um langa hriö gefið sjer undir fótinn. Nylega hefir einn af dómstólun- um í New-York enn á ný orðið að skera úr þvf, hve margra dollara virði væri ást eiginmanns, hve miklar skaðabætur kona ætti rjett á frá annari konu, sem hafði tælt manninn hennar, »stolið« ást hans. Málið var höfðað af frú að nafrii Mrs. Brewster gegn núverandi fllmleikkonu Miss Palmer. Fyrir tæpu ári var hin siðarnefnda fátæk skrifstofumær, sem dreymdi blóm og æfintýri yflr rilvjelinni. Pá las hún dag nokkurn i Mmariti einu um fegurðarsamkepni fyrir ungar stúlkar — hinni fegurstu var heitiö allhaum verðlauuum. Miss Palmer vann þau. Hvað var nú eðlilegra en að rit- stjórinn, Mr. Brewster, sem var for- maður dómnefndarinnar, færði sjálfur sigurvegaranum verðlaunin? Og hvað var eðlilegra en að Miss Palmer þakkaði honum með sinufeg- ursta brosi og að augu hennar ljóm- uðu af ungri og eftirvæntingarfullri lífsgleði?EnMr.Brewsterstóðst ekki þetta bros og þessi augu, hann ját- aði það fyrir rjcttinum. Hann fjekk ást á Miss Palmer. En dómstóllinn Ijet ekki fegurð hennar hafa áhrif á rjettvisi sina og dæmdi hana til þess að greiða Mrs. Brewster 200 þús. dollara i þjáningarbætur, þar sem hun hefði »stolið« ást eigin- manns hennar. Blaðamaður einn birti viðtal við Mrs. Brewster. Hún kvað sterkt að orði um, aö það heföi ekki verið peninganna vegna að hún höfðaði málið — af þeim heföi hún nóg. En hún hefði viljað sína »ástar- þjófunum« í tvo heimana, því þeir væru hætta fyrir þjóðfjelagið. Pessar »blóðsugur« ættu ekki að geta spilt friði hiónabandsins án þess að sæta hegningu. Hún væri ekki eina konan sem hefði verið rænd hamingju og hjartans rósemd af sþessum daglaunakonum ásta- lifsins«, eins og frúin komst svo finlega að orði. Hún sagði að það yrði að stofna »Bandalag svikinna kvenna í Amerfku«. Samtök og skipulag væru nauðsyn — líka í ástarmálum. Frúin ætlar að gang- ast fyrir stofnun bandalagsins. Hún býst við að því verði mikið ágengt Pó má auðvitað ekki gera sjer of miklar vonir um árangurinn af starfsemi bandalagsins. Pað er hætt við að fögur bros og tötrandi augnaráð ungra stúlkna haldi enn um langan aldur áhrifum sinum og að erfitt verði að hafa eftirlit með hvernig þeim er beitt. Leikfjelag Reykjavikur. Næsta sýning þess og bin síðasta á þessum vetri verður »Þrettánda- kvöldið — eða hvað sem vilkeftir Shakespear í þýðingu eftir Ind- riða Einarsson. Er ráðgerl að frumsýning verði í næstu viku. Dánarfregnir. Emil Wuage caud. phii. ljest 4. þ. m. eftir margra ára vanheilsu. — Magnús Sig- urðsson á Hjartars'Qðum í Eiða- þinghá Ijest 9. þ. m. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.