Vörður


Vörður - 24.04.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 24.04.1926, Blaðsíða 1
Rifstjóri og ábyrgO .armaður'' \_ Kristján Aít)éri$óii TjlitgdtttCjB.. VORÐUR Útgrefandi : IMUðstjörn íha.ldlsíloí<.lfsííxiís. Aísreiðslu- og inn- v. heimtumaður ' Ásgéir Magnússon '. AennanjE' IV ar. Reykjavík 24. april 1926. 18. blað. Þjóðleikhúsið, Þess ber að krefjast af Al- |)ingi, að jafnframt því sem það fyrst og fremst beinir hug og kröftum að úrlausn þeirra mála er varða atvinnulíf vort og rík- isbúskap, þá sýni það að stað- aldri áhuga á að búa í hagirm fyrir íslenska ménningu. Þess ber að vænta að þeir menn, sem þjóðin hefir Irúað fyrir valdinu, fyrir öríögum sínum, haíi lifandi skilning á því, að á voru landi verður öll æðri menn- ing að eiga að bakhjarli sterk- an stuðning löggjafar- og fjár- veitingavaldsins, að því sem afl- ast til þjóðarbúsins fram yfir það, sem til þarf að halda í oss lífinu — því ber fyrst ogfremst að verja til þess að manna og menta þjóðina, að gera hana vitrari og fegurri að hugsunar- hætti og líferni. Á síðasta mannsaldri, hefir orðið sú breyting á högum og ráði þjóðarinnar, að bæirnirhafa stórurn aukist, en fækkað hlut- fallslega í sveitunum. í Reykja- vík býr nú einn fimti hluti landsmanna, hún er orðin fyrsti vísir til borgar á íslandi. Menn greinir á um hve heilla- vænleg þessi breyting sje, en hitt hlýtur öllum að vera ljóst, að úr því sem komið er verð- ur það eitt af höfuðverkefnum núlifandi kynslóðar, að skapa nýja menningu í landinu — ís- lenska bæjarmenningu. Hún verður að hefjast og eiga sjer miðstöð í Reykjavík. Vjer verð- um að gera höfuðstað vorn að þ)óðlegum menningarb&j, en tvær stofnanir bljóta að eiga stærst- an þátt í því — háskólinn og þjóðleikhúsið. Fyrir nokkrum árum var með Jögum ákveðið að stofna þjóð- leikhús og því lagður til skemt- anaskatturinn í stærstu kaup- túnunum. Þegar þjóðleikhússjóð- urinn er orðinn svo stór, að hægt er að reisa leikhús fyrir liann, þá verður það gert og síðan á skemtanaskatturinn að borga tekjuhailann af rekstri þess. Hugmyndin var frá Ind- riða Einarssyni, en Jónasi Jóns- syni frá Hrifla var mest að þakka að þingið aðhyltist hana. Vega afskifti hans af þjóðleikhúsmál- inu þungt á metaskálunumgegn öllu því, sem miður hefir verið um framkomu hans í opinberu lífi. Skemtanaskatturinn úr þeim kauptúnum, sem hafa 1500 i- búa eða fleiri, netnur 40—50 Þús. kr. á ári. I>að er sýnilegt, að ef tekjur þjóðleikhússjóðsins verða ekki auknar frá því sem nu er> þá mim verða margra ara bið eftir leikhúsinu og því sjeð fyrir of litlu fje, þegar það er tekið til starfa. En svo erfið eru kjör leiklistarinnar íReykja- vík, að stofnun leikbússins má ekki dragast lengi. Húsið, sem nú er leikið í, er allsendis óvið- unandi og Leikfjelag Reykjavík- ur getur t. d. ekki eignast hús- gögn í eina stofu á leiksviði, af því að það hefir ekki umráð yfir neinni geymslu, sem rúmi þau. Til þess" að flýta fyrir þjóð- leikhúsinu og tryggja framtíð þess, hafa sex þingmenn í Nd., þeir Árni Jónsson, Jakob Möller, Tryggvi Pórhallsson, Olafur Thors, Magnús Jónsson og Ásgeir Ás- geirsson flutt frv. um breytingar á lögunum um skemtanaskatt- inn, sem miða að því að auka tekjurnar af honum. Samkvæmt því á að greiða skattinn í öll- um kauptúnum, sem hafa 500 ibúa eða fleiri. Ennfremur eru í frv. ákvæði er tiyggja það, að dansleikar verði skattskyldir, en samkvæmt núgildandi lögum eru þeir nálega allir undanþegnir skatti. Hvað er nú um þá hugmynd að segja, að leikhúsið skuli stofnsett og rekið fyrir tekjur af skemtanaskatti í kauptúnum landsins? Hún virðist í alla staði rjettmæt og heppileg. Skemtanaskattur er sennilega einhver rjettlátasti skattur sem hægt er að hugsa sjer. Og sanngirni mælir með því, að leikhúsið sje kostað af kaup- túnunum í landinu, fremur öðr- um landshlutum. — í flestum kauptúnum út um land er leik- list iðkuð meira og minna, hún mun taka framförum og eflast þegar til verður sá skóli, sú fyrirmynd, sem þjóðleikhúsið hlýtur að verða. Hún mun á margan hátt njóta góðs af leik- húsinu og gera má ráð fyiir, að leikkraftar þess sýni að staðaldri list sina í bæjunum út um land um sumartímann. Starf þjóðleikhússins verður til- raun til þess að styrkja bæjar- menningu á íslandi. í öllum kaupstöðum landsins mun gæta áhrifanna af vaxandi menning í Reykjavík og því er rjett að þeir leggi henni lið sitt. En úr þvi að sú stefna hefir verið tekin, að kosta þjóðleik- húsið af skemtanaskatli, þí( er auðvitað ekkert rjettlæti í því, að leggja hann að eins á örfáa stærstu bæina. Er nokkur sann- girni í því, að leggja skatt á skemtanir á Akureyri og Isa- firði, en hlífa öilum bió-sýning- unum og dansleikjunum á Siglufirði? Því miður virðist skemtana- skatturinn ætla að verða ágrein- ingsefni á þessu þingi. Sjö þing- menn íjNd., þeir Sigurjón Jóns- son, Jörundur Brynjólfssan, Pjetur Ollesen, Jón Sigurdsson, Pjetur Pórðarson, Soeinn Ólafsson og Hákon Kristófersson flytja breyt- ingartillögu þess efnis, að skatt- inn skuli leggja á í þeim kaup- túnum einum, sem hafa 4000 íbúa eða fleiri — m. ö. o. í Reykjavík einni. » Það er auðvitað rjettmætt, að Reykjavík leggi meira af mörk- um til leikhússins en aðrir landshlutar — enda gerir hún það samkvæmt, núgildandi lög- um, því hjer er skemtanalíf margfalt meira en í nokkrum öðrum bæ á landinu. En ætlast tillögumennirnir sjö til þess, að Reykjavík ein beri allan kostnað af leikhúsinu — eða eru þeir þess reiðubúnir, að beita sjer á þessu þingi fyrir fjárframlagi í þjóðleikhús-sjóðinn úr rikis- sjóði, svo háu sem tap hans nemur, ef tillaga þeirra verður samþykt? Ef þeir eru það ekki, þá er iillaga þeirra tilraun til þess, að tefja fyrir stofnun þjóðleikhúss- ins um nokkra áratugi, og gera framtíð þess óglæsilegri og ó- vissari, en menn hafagert sjer vonir um að hún gæti orðið. Ef þeir eru það ekki, þá er það vottur þess, að þeir skilja ekki að það er alþjóðarmál, al- þjóðar lífsnauðsyn, að gera höfuðstað íslands að frjóvum og vel ræktuðum gróðurreit tímaborinnar æðri menningar — að sterku ogheilbrigðu hjarta vors andlega lífs, senor veitir næringu út í allar æðar þjóðar- líkamans. Ef þeir eru það ekki, þá ættu þeir, til þess að vera sjálf- um sjer samkvæmir, að flytja tillögu um, að framvegis skuli Reykjavík ein bera allan kostn- að af háskólanum, landsbóka- safninu o. s. frv. Ef þeir eru það ekki, þá er tillaga þeirra sprottin af þröng- sýni og hreppa-sjerhlífni, og bendir til litillar umhyggju fyr- ir vexti íslenskrar menningar. En nú er að bíða átekta, og sjá hverja framtíð tillögumenn ætla þjóðleikhússmálinu. Ef þetta þing gerir nokkuð i málinu, þá á það að sjá leik- húss-sjóðnum fyrir auknum tekjum, en síst að skerða hlut hans. K. A. Cjri»il£l£la.ncl. Danmerkurkvikmyndin, semtek- in hefir verið að tilhlutun danska utanríkisráðuneytisins og sýnir þjóðlíf, atvinnuvegi, borgir og landslög í Danmörku, var sýnd hjer fyrsta sinni á mánudag og boðið þangað stjórn, þingi, bæj- arstjórn o. fl. Myndin var hin skemtilegasta og fróðlegasta og gaf góða hugmynd um Dan- niörku. Verður hún sýnd víðs- vegar um heim. Spáni, ítalíu og Giikklandi er nú stjórnað af alræðismönnum. Nýlega fór fram forsetakosning á Grikklandi. Kosningalöggjöfin og kosningaaðferðin höfðu áður verið »endurbætt«, eftir fyrir- myndum frá ítalíu, og Pangalos general var kosinn með miklum meiri hluta atkvæða. Nokkrum dögúm eftir að kosningarnar fóru fram, var gerð tilraun til byltingar í Grikklandi. Nokkur hluti hers- ins i Saloniki gerði uppreisn, krafðist þess að Pangalos legði niður völd, og að ný forseta- kosning færi fram hið bráðasta. Hótuðu uppreísnarmenn að skjóta á Saloniki, ef kröfur þeirra væru ekki teknar til greina. Var þessi hótun því harðneskjulegri sem bærinn var algerlega á valdi uppreistar- manna. Höfðu þeir sest að í öllum opinberum byggingum og skipað herliði á hæðirnar kringum bæinn. — En áður en þeir höfðu efnt hótun sína, hafði stjórnin sent flotann frá Piræus til Saloniki og hóf hann þegar skothríð á borgina. Gáfust upp- reisnarmenn þá von bráðar upp og voru forkólfar þeirra handteknir. Skömmu síðar talaði Pangalos á stórum fundi i Aþenu og sagði að uppreistin væri siðustu dauðateygjur hins pólitíska flokkadráttar. Enginn mýndi framar dirfast að stofna til byltingar. Hin misheppnaða uppreisn sannaði, að það væri vilji þjóðarinnar að friður hjeldist í landinu og að hin rikjandi stjórn sæti áfiarn að völdum. Pangalos. Áf dönskum iandbúnaði, Frá aldamótum hefir smábýla- ræktin í Danmörku verið eitt af aðal áhugamálum þings og stjórn- ar. Lðgin frá 24. mars 1899 um smá- býlaræktun hafa reynst hin ágæt- asta lyftistÖDg dönskum landbún- aði. Þeim heflr oft verið breyttsið- an og allar breytingarnar hafamið- að að því, að bæta lánskjörin og auka fjárframlagið frá hinu opin- bera til hægðarauka fyrir smábænd- ur. Pýðingarmestu breyticgarnar á lögum þessum voru gerðar 1921 og 1922. Til byggingarkostnaðar hefir rikð lagt fram eftir peim lðgum 12 milj. kr. árlega sem beinan styrk. Upphæö lána eftir þessum lög- um og ríkisstyrkir ákveðast afland- búnaðarráðherranum í samráði við fjárveitinganefndir pingsins. Frá pví um aldamót til ársins 1923 hafa Danir komið á fót 10,825 smábýlum. Lán og styrkir úr rikis- sjóði til þeirra nema 76 milj. kr., með viðbótarláni að upphæð 12,333,333 kr. Lánin og styrkirnir, er ríkið heflr veiti til búnaðarframkvæmda, hafa borið margfaldan ávöxt og afurða- magn landbúnaðarins aukist mjög siðustu árin. 1925 voru ílutt út lifandi dýr fyr- ir 50 milj. Jjr., sláturafurðir fyrir 581 milj. kr., smjörbúsafurðir fyrir 616 milj. kr. og egg fyrir 123 milj. kr. Útfluttar landbúnaðar afurðir árið 1925 hafa pá numið alls 1370 milj. kr. Alifuglaræktin er góð tekjugrein fyrir danska bændur, og hún fer í vöxt með hverju ári. 1914 var í Danmörku á 15. milj. hænsni, en 1924 20,286 þús. A síðustu árum hefir minkað markaður í Bretlandi fyrir landbún- aðarafurðir Daná, sem sjá má af þvi, að 1913 fór 93,3> af útfl. land- búnaðarafurðum til Bretlands, 1923 —24 80,9»/o og 1924—25 69,9°/o. Aftur á móti hefir útfl. til Pýskalands aukist. 1913 fór til Pýskalands 1,4°/» af útfluttum landbúnaðarafurðum 1923-24 5,4"/o og 1924—25 24,l°/o. Seinna mun jeg skrifa um smá- bylarækt Dana, sem verður að telj- ast einsdæmi i sögu landbúnaðar- framkvæmda í Evrópu. Sig. Sigurðsson, frá Kálfafelli. Tryggvi Þórhallsson hefir verið dæmdur til þess að greiða Garð- ari Gislasyni stórkpm. 25 þús. kr. í skaðabætur fyrir ummæli sem hann hefir haft um hesta- kaup G. G. í blaði sínu. Auk þess á Tr. P. að greíða 300 kr. sekt í landssjóð og 300 kr. í skaðabætur. Páll Sveinsson hefir verið skip- aður fastur kennari við Menta- skólann. Björgiinarskipið Geir er aftur komið til lslands og hefir und- anfarið verið suður í Grinda- vik til að rannsaka hvort hægt myndi að ná »Ásu« út. Dánarfregnir. Jakob Jónsson (f. 1870) verslunarstjóri Duus- verslunar ljest úr heilablóðfalli 19. þ. m. —Frú Maria Ámunda- son (f. 1863), ekkja Ólafs heit. Ámundasonar kaupmanns, en dóttir Ole Finsens póstmeistara, andaðist 18. þ. m. hjer í bæ. Prestskosning í Dvergasteins- prestakalli fór þannig, að Sveinn Víkingur Grimsson var kosinn með 369 atkv., en SigurjónJóns- son fjekk 149 atkv.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.