Vörður


Vörður - 08.05.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 08.05.1926, Blaðsíða 1
p£ i m •í* ÍJ, . *! ;;r J5 Mussolini (X)talai' aí svölura Chigi-hallarinnar, þar sera utanríkisraðu- neytið hefir aðsetur. Paðan er liann vanur að ávarpa Rómverja við hátiðleg tækifæri. Afríkuför Musssolinis. Vjer höfum áður skýit lauslega frá Afríkuför Mussolinis, sem um allnn heim vakli hina mestu athygli. Hann sigldi af slað yíir Miðjarðarhafið 8. f. m. t*að var daginn eftir banatilræðið (og hann halði slóran plástur ytir nef- inu). Á því augnabliki er hann stje á skipsfjöl, l)ljesu öll itölsk akip í höfnutn og á höfum til heiðurs við il duce, á ráðhúsnnum í öllum ítölskum hafnaibæjum voru fánar dregnir við hún og um kvöldið voru þau skreylt Ijósum frá mæni til jarðar. Herskipið Cavour flutti Mussolini yfir haíið, en mikil floladeild fylgdi. Mussolini hefir hvað eflir annað í vetur talað beroit og djarflega um endurreisn Rómaveldis, um nauðsyn þess að Ítalía verði voldugt nýlenduríki. Landið er of þjeltbýlt, hráefni vanlar og markaði fyrir ftalskar vörur o. s. frv. Engum gat dulist, að lör Mussolinis lil Tripolis var fyrst Og fremst gerð í þeim tdgangi, að auglýsa heiminum að ítalir leggja nú allan hug á að efla ný- lenduríki sitt. 1 Tripolis var Mussolini auðvitað tekið með kostum og kynj- um, bæði af innbornum Aröbum og ítölskuin landnemum. Hann stje á heslbak niður við liöfnina, reið inn í bæiun og upp á toig- ið. Þar hjelt hann ræðu og sagði m. a.: »Hans hátign konungurinn, sem guð varðveilir og þjóðin elsk- ar, hefir geíið mj'er umboð til þess"að flytja þessu landi kveðju sína — þessu landi, sem um eilífð mun verða ítalst. Hann veit að þjer virðið lögin, og því mun hann veinda yður í dag, á moigun og um eilífð. Sem fulltrúi hans veitist mjer sá lieiður að fæia þessu elskaða Iandi þær óskir, að það og íbúar þess megi um aldir alda vera auðug, blómleg og hamingjusöm. Fðr mín má ekki verða skilin sem hver önnur ejlirliisferð. Hún cr stað/esling á valdi itölsku þjóðarinnar og takn þess krafts, sem kemur jrá Rnm og flglur mcð sjer heiður og sigurtUfmmng á þessar strendur. Örlögin hafa lagt leið okkar að ströndum Afríku, og ekkert getur framar komið i veg fgrir þessi örlög — ekkert fœr beggt vilja ítala«. Meðan hann talaði svifu sex flugvjelar yfir torginu og flof- inn á höfninni skaut viðhafnarskotum. Seinna sama dag hjelt hann aðra ræðu og komst svo að orði: »Miðjarðarhafið var einu sinni vort haf. Jeg vona að það verði það afturn. Mussolini var fekið með afsknplegum fögnuði þegar hann kom aítur til Róni. Síðan hefir hann flutt hverja ræðuna á fætur annari um hina glæsilegu framtíð, sein Ítalía eigi lyrir sjer, uui kraft og vilja ítölsku þjóðarinnar, heilagan rjett hennar á nýjum löndum, herstyrk hennar og framkvæmdahug o. s. frv. Fascistar hafa lögleilt nýjan hálíðisdag, »fæðingardag« Rómaborgar. Hann var skömmu eftir heimkomu Mussolini og fluttu þá öll blöðin greinar um hina fornu frægð Rómaveldis. Hið opinbera málgagn stjórnarinuar, Tribune, birti kort af Miðjarðarhafinu og þekur það lljúgandi rómverskur örn, er yfir stóð Mare nostrum (vort haf). Auðvitað hafa erlend blöð, sjerstaklega ensk og frönsk, farið hörðum orðum um yfirlæti og ógnanir Mussolinis — ummæli hans verða ekki öðru vísi skilin, en að hann sje reiðubúinn að hefja stríð til landvinninga. Flotatnálaráðherra Frakka svaraði honum í ræðu í þinginu og s«gði að Miðfarðarhafið grði aldrei framar ha/ neins sjerstaks stórveldis. Ræðu þessari svöruðu ítölsk blöð »æði gleiðgosalega«, að því er skeyti herma, og hlökkuðu yfir því, aö Frakkar gerðust nú óróir ut af vaxandi krafti Itala. Merkur franskur blaðamaður, sein aðallega ritar um evrópsk stjórnmál, Jules Sauerwein, hefir í Le Matin stungið upp á því að England og Frakkland láti Ílalíu og Pgskaland fá eitthvað af þeim nýlendam, sem þau fengu við friðarsamningana. Með því megi komast hjá mörgu erfiðu deiluefni í framtiðinni, því bœði löndin sjeu nú of ibúamörg og vanli hrávörn. MlalliJ lilla á Bretlaiði. Siðastliðið sumar fóru enskir kolanámueigendur fram á launa- lækkun hjá verkafólkinu, og gátu sýnt fram á, að megnið af námunum væri þá rekið með tapi. Verkamenn harðneituðu launalækkun Qg til þess að skirra vandræðum lofaði stjórnin kola- námuiðnaðinum nllmiklnm iiyrk til 1. maí þ. á. Gat framleiðsl- an þannig haldið áfram án launalækkunar, meðan nefnd sjerfræðinga rannsakaði alla málavöxtu og gerði lillögur um framtíðarskipulag iðnaðarins. Nefndiu komst að þeirri nið- urstöðu, að liöfuðáslæðan til þess, hve illa er komið fyrir kojaiðnaðinum væri sú, að fram- leiðslan hefði minkað frá því sem áður var, og það enda þótt 10°lo fleiri verkamenn vinni að kolavinslunni nu en fgrir striðið. Og minkun framleiðsiunnar er aftur því að kenna, að daglegur vinnutími hefir verið styttur úr 8 stundum niður i 7. Nefndin segir að framleiðslan geli því að eins haldið áfram, að annaðhvort verði launin lækkuð eða vinnutíminn aftur lengdur um 1 kl.st. Og hún legg- ur til að gripið verði til fyrra úrræðidns. Verkamenn hafa hins vegar neitað algerlega að fallast á hvort heldur væri launalækkun eða lenging vinnutímans. Þeir heimta þjóðnýting námanna og segja, að með því móti megi auka framleið.slumagn þeirra. Nefndin kveðst ekki koma auga á neitt þjóðnýtingarskipulag.sem hún hafi von um að geíist bet- ur en rekstur einstaklinga og fjelaga. Allan síðasta mánuð sátu full- trúar verkamauna og námueig- enda á fundum í Londoti til þess að reyna að ná samkomu- lagi, en það reyndist ómögulegt. Námueigendur fjellust á tillög- ur nefndarinnar — en verka- menn stóðu fastir á þjóðnýting- arkröfum sinum. Baldwin forsætisráðherrareyndi hvað eítir annað að sætta, en árangurslaust, Meðallaun enskra kolanámu- txiánna hafa verið 76 skildingar Baldwin. á viku, en rnikill munur er á laununum i hinum ýinsu lands- hlutum. Sumstaðar (íbetiinám- unum) fá verkamenn 90 sk., annarsstaðar 70 og hinir lægst launuðu enn minna. Þessi laun fengu verkamenn 1924. Þá ár- aði vel fytir kolaiðnaðinum enska (vegna Ruhr-ieiðangurs Frakka) og verkamönnum tókst þá að fá ll°/o launahækkun. Seinna náði sterlingspundið gull- gildi og vöruverð fjell. Siðan 1923 hafa laun verkainanna því í raun og veru hækkað um 20°/o. Nefndin segir að þcssi taun geti ekki haldist. Rún leggur til að launalækkunin lendi á hinum best launuðu, og af þeiin aftur aðallesa á hinum ókvæntu (gift- ir menn fá launauppbót eftir barnafjölda). Einn tólfti hluti ensku þjóðar- innar liflr beinlínis á kolanámn- reksirinum, en ársframleiðslan af kolum er 6000 milj. ísi. kr. virði og nemur lO°/o af öllum útflutningi Englands. Af þessum tölum má gera sjer nokkra hug- mynd um, hve mjög veltur á gengi koiaiðnaðarins um allan hag bresku þjóðarinnar. Verkfallið hófst 1. maí og hafa síðan borist hingað þessi Skeyti: Khöfn, 1. mai. Simað er frá London, að vegna verkfallsins sje ýmsum skemtistöðum iokað, t. d dans- leikakúsum. Ennfr. hefir radió- stöðvum verið lokað eöa þær takmarkað starfsemi sína. Sorg- arvoltur þjóðarinnar er þannig í ljós látinn á ýmsa vegu. Námumenn, er taka þátl í verkfallinu, eru 1.200.000. Á þriðjudaginn hefst samgöngu- verkfall um alt land. Samkvæmt konúngsbrjefi hefir verið útnefnd- ur yfirumsjónarmaður með öll- um matvælaflutningi yfir Erma- sund. Herforingjar hafa fengið skip- anir um að vera við búnir, að slikt negðarástand komi, að inn- köilun varaliðsins verði undirbúin. Ef blaðaútgáffj hinflrast verða allar ptvsirpssföðvaF fekjrar f þjónustu stjórnarinuar. Verkam. og frjálslyndir ásaka stjórnina um seinræði við sáttaundirbúning. Times vonar enn, að úr rætist, en Morning Post hefir fyrir yfirskrift greinar um málið: Sinovjev sigraði. Telur blaðið enga von um úrlausn í málinu eins og sakir standa. Khöfn, 2. mai. Símað er frá London, að Iandinu hafi verið skift í tíu umdæini, til þess hægra verði að sjá fyrir nauðsynjum og þörfum landsbúa, á meðan á verkfallinu stendur. Miichell Thomson hefir verið útnefndur alræðismaður. Herdeildir hafa verið sendar i námuhferöðin i Wales, Lanca- shire og Skotlandi. Ársgamalt fjelag, sem starfar um land alt, undirbgr almenna hjálparstarfsemi, rekstur n auð- sgnlegustu stofnana, malmœla- flutning o. s. frv. Verkjallið nœr nú alls til 5 milljóna manna að meðtöldum járnbrautamönnum, bifreiðastjórum og sporvagnastjór- um. Flutningar á vegum, sjó- ferðir og hafnarvinna mun leggj- ast niður nœr með öllu, gas- stöðvar og rafstöðvar lokast vida. Framkvœmdanefnd vcrkamanna krefst stillingar og þolgœðis. Bald- win gerir ngja tilraun til sátla. Khöfn, 3. mai. Allar friðarvonir í kolamálinu brostnar. Allsherjarverkfallið ó- hjákvœmilegt. Blaðið Dailg Mail þegar hælt að koma út.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.