Vörður


Vörður - 08.05.1926, Síða 2

Vörður - 08.05.1926, Síða 2
2 VORÐUR ^OOOOOQOOOOOOOOOOOOOOOO* ~ o o V Ö K D U lí kemur út O álaugardögum g Ritstjórinn: § S Krislján AlbertsonTúogölu 18. O Sími: §1961. Afgreiðslan: 5 Laufásveg 25. — Opin g 5—7 síðdegis. Sími 1432. O V e r ó : 8 kr. árg. Ö §° Gjnlddagi 1. júlí. 8 o O ♦OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* Khöjn, 4. maí. Verkamenn halda því fram, að þeir hegi barátta sína til þess að forðast þrœldóm. Stjórnin kveðst miða athafnir sínar við þá hættu, sem frelsi þjóðarinnar sje búin. Verkamenn hindra ekki faeil- brigðisráðstafanir, sjúkrahjúkr- un, miólkutflutninga og þess háttar, enkveðast ábyrgðarlausir, þó alt stöðvist, ef stjórnin notar verkfallsbrjóta. Enn hafa engin friðarspjöll orðið, nema að slagur varð milli kommúnista og facista- sinna út af stöðvun útgáfu Daily Mail. Prentarar heimtuðu breytingu á grein, sem var rituð gegn verkamönnum, en ritstjór- inn neitaði að verða við þeirri kröfu. Öll blöð stöðvast i kvöld, en stjórnarblað birtist á morgun. Liverpool-Street Station og Hyde Park eru matvælastöðvar. Khöfn. 4. maí. Baldwin segir í þingræðu, að tveggja ára verk ?itt sje mol- aá, en samt íiafí hanh ekki tapað áræði til framkvæmda nje trú á að hann muni ná marki sínu. Times segir, að síðan Stú- artarnir fjelluhafi England aldrei verið eins voðalega stalt og nú. Öll umferð í borgum má heita stöðvuð. Einu farartœkin ern úr- eltir vagnar og reiðhjól. Hámarksverð heflr verið selt á ýms matvæli. Kauphöllinn og bankarnir eru enn opin. Skipun hefir verið send til hersins og flotans um að vera við því búnir að gela á tveggja stunda fresti sent liðsauka livert sem þörf er á. Tvö herfylki hafa verið sett á land í Liver- pool. Kommúnistaþingmaðurinn Sa- klatvale hefir verið settur i fang- elsi fyrir að gera tilraun til þess að koma af stað uppreist. í eftirmiðdag var tundur hald- inn, er þeir Baldwin og McDon- ald sóttu. Umræðum haldið leyndum. Símr.ð er frá Berh’n, að eng- in kol veröi send til Englands. Kommúnistar vinna að samúð- arverkfalli. Símað er frá Amsterdam, að International Transportvaerken Counsil hafi simað meðlimum sinum i Evrópulöndum að hindra kolaflutningttl Englandsog skrán- íngar á ensk skip, og heitið verk- fallsmönnum fjárhagslegri stoð. Khöfn. 5. maií Barist á ho/narbökkunum í London. Vörubifreiðum varpað i sjóinn. Enn maður beið bana i bardaganum, en margir scerðust. Lögreglan sigurvegari. Múgurinn gerði tilraun til að hindra útbýtingu stjórnarblaðsins. — Lögreglan dreifði mannfjöld- anum. Blaðið heitir The British Gazette og er Churchill ritstjóri þess. Litil viðskifti í kauphöllinni. Matvælaaðföngnægileg. Stjórnin Varár tnénn við að safna mat- vælum. f dag hafa fáeinar neðanjarð- arlestir verið í gangi. Nokkrar lestir fóru suður á bóginn og 15 norður. — Utanlandsferðir næstum stöðvaðar. — Öllum pakkapósti neitað. Brjefapóstur sendur i flugvjelum. Saklatvala látinn Iaus gegn drengskaparheiti um að halda eingöngu ræður á þingi. Ellefu matvælaskip losuð í Haiwich. Annarsstaðar liggja þau óhreyfð í höfn. Næstum allsstaöar kyr- staða í öllu iðnaðarlifi. Tiu þúsund verkamenn i Cheshire, semvinna við elnageið neita verkfallsboði. Khöfn, 6. maí. Baldwin hefir lýst yfir þvi, að fyrsla skilyrðið til samningatil- raunar sje það, að allsherjar- 1 verkfallið veröi afturkallað. Símað er frá Amsterdam: Internalional Transport Workers lofa 200 miiiónum gyllina hjálp. Khöfn 7. maf. Uppþot viða i London og spor- vögnum og fólksflutningab freið- um velt um. Prir tögregtubílor brendir. Óeirðirnar allstaðar al- varlegar. Mestar óeirðir hafa ver- ið i Newcaslle, Lögbrjólar báru hcerri hlut stundunum samnn i götubardögum. Lögreglan vann að lokum sigur; Fjöldi kalbáta í Tynefljótinu og varalið komið í borgina. Stjórnin hefir birt ávaip I The British Gazetle og segir í því að verkfallið hafi lamað þjóðina slórum. Viðurkennir stjórnin að verkamannaforingj- arnir hafi ekki viljað þjóðar- óhamingju, en kveður þá mátl- tausagegn ofstœkismönnum. Miðl- unarmál nú ómöguleg og jafn- vel stórhæltuleg. Annaðlwort drepi verk/allið þjóðina eða hún verkfallið, Sjáííboðaliðar 15 000 að tölu gengu i varalögregluna í Lon- dou í gær, en 40.000 buðu sig fram til verklegra frainkvæmda. Parísarútgáfa Daily Mail seld á götum Lundúna í gær ettir miðdag og nokkur hlöss af frjettablöðuin utan aflandsbygð- inni voru seld í London í gær eftir miðdág. Fólkið þjáist af blaðahungri. Ö 1 hótel full af aðkomufólki, flestu innlendu. Átla leikhús loka i kvöld. Orðrómur leiknr á þvi, að Lloyd George yeri miðtunartil- raun í eftirmiðdag. Áburðarmálið. Suemma á þessu þingi flulti þm. Strandam. frv. um að rík- issjóður greiddi allan flutnings- kostnað á tilbúnurn áburði frá útlöndum til heistu hafnarstaða i hverri sýslu. Landbúnaðarnefnd Nd. (Há- kon Kr., Jör. Br., Jón Sig., H. Stef. og Árni Jónss.) rann- sakaði svo hvernig nú væri háttað sölu á tilbúnum sbuiði hjer á landi, aflaði sjer skýrslna um málið og kvaddi á fund sinn stjórn B fjel.ísl., framkvstj. B.fjel.ísl., formann Mjólkurfjel. Rvíkur og fl. Álit landbúnaðarnefndar Nd. dags. 16. apr, ber samkvæmt yfirlýsingu nefndarinnar að skoða sem úldrátt úr þeim skýrslum, er fyrir nefndinni lágu og munnlegum yfirlýsingum Búnaöarfjelagsstjórnaiinnar. Vegna þess að nefndarálitið heíir vakið all mikla alhygli og málið, er það fjallar um, er næsta mikilvægt fyrir ræktun Japdsins, þykir rjett að birta það í heilu lagi og fer það bjer á eftir: öÁ síðasta þingi lá fyrir nefndinni samskonar frv. að efninu til, frá þm. Strarida- manua. TilgaDgur flútnÍDgs- manns mun liafa verið að greiða fyrir aukinni ræktun, með því að Ijetla af óburðinum ailþungbæruni flutningsgjöldum, er þá voiu um eða yfir 60 kr. af hverri smálest, og gera áburð- inn á þann hátt ódýrari fyric notendur. Þetta hefir nú breyst mjög til batnaðar, flutningsgjöld frá út- löndum á tilbúnum áburði lækkað meira en urn heiming, ofan í 25 kr. fyrir smálestÍHa, svo nú má telja flutningskostn- aðinn viðunandi. Það viiðist því ekki ástæða til að giípa til þess skipulags, sem frv. gerir ráð fyrir, vegna þungbærs fluta- ingskostnaðar. Flutningsmaður mun heldur ekki hafa haft flutningsgjöidin svo mjög í huga ineð flutningi frv. nú, eins og sjá má af grein- argeiðinni, heldur mun fremur bera að skoða frv. sem tilraun til þess að bjarga áburðarnot- endum frá öðrum og ef lil vill þyngri útgjalda-auka. IJað mál er þannig vaxið samkv. skýrslu stjórnar B.fjel. íslands, að framkvæmdarstj. fjelagsins hefir snemma á síð- as'liðrtu ári, af ástæðum, sern ekki eru kunnar, slept, að því er viið st viljandi, þvert ofau í samþykt búuaðaiþingsins einka- sölu þiirri, er Búnaðarfjel. Is- lands hafði haft frá Norsk Hydro á Noregssalípjetri, í hend- ur firmanu Naíhan & Olsen í Reykjavik, og dulið fjeiags- sljórniua þessa nær hálft aun- að missiri. F rinað Natan og Olsen hafði einnig einkaumboð fyrir Dansk Gödnings Kcma^ni hjer á iandi en það hefir a tur umboð fyrir þýsku kalksaltpjetursverksmiðj- urnar. Allt r kalksallpjetur, er hingað flyst, er því nú á hendi tirmans Natan og Olsens. Nefudin er sammála um, að þelta skipulag sje mjög óheppi- legt 9g geti orðið svo óhag- kvæmt fyiir áburðarnotendur, að það lefði að mun fyrir rækt- un landsins. Leiðin sem frv. bendir til út Hæstirjettur. Dómgæslan. Eitt af þeim vandamálum,sem nauðsyn ber til að Alþingi ráði bráðlega fram úr og komiívið- unaniegt horf, er dómgæslan. Fegar þess er gætt, hversu á- riðandi það er hverju þjóðfje- lagi að rjettarfarið sje í góðu lagi, og að dómstólarnir njóti fulikomins trausts, jafnt utan lands sem innan, þá hiýtur það að vekja undrun, hversu litla rækt vjer íslendingar höfum lagt við dómstóla vora. Síðan dómsvald Hæstarjettar Dana í íslenskum málum var afnumið og Hæstirjettur settur á stofn bjer innan lands, hafa dómstigin að eins verið tvö, undirrjettur og Hæstirjettur. í undirrjelti eru málin venjulega dæmd af einum dómara, og eru engar kröfur til hans gerðar um þekkingu eða æfingu, nema að hann hafi lokið lagaprófi. Hjá flestnm undirdómurum eru dómstörfin alger aukastörf, svo að þeir geta ekki fengið þá æf- ingu, sem nauðsynleg er hverj- um dómara. Við þetta bætist að málin eru einatt flutt af ó- lögfróöum mönnum, t*að er því vart hægt að gera ráð fyrir ör- ugguin máisúrslilum í undirrjetti, nema þar sem valdir menn skipa dómaraembættin. En þar sem frumdómstigið erekki fuilkomn- ara, ber nauðsyn til, að vand- að sje sem best tii æðra dómstigs- ins, ef rjettarörygginu á að vera sæmilega borgið. fStofaun Hæstarjettar. Þetta virðist Alþingi hafa sjeð í upphafi,. er það afrjeð að flytja æðsta dómsvaidið inn í landið og gerði það því ýmsar umbætur á yfirrjettinum gamla um leið, og honum var breytt í Hæstarjett, í úrslitadóm í stað miðdóms. Dómendum var fjölg- að úr 3 upp í 5, og þeir einir skyldu vera hlutgengirsemhæsla- rjettardómarar, sein um tiltekið árabil hefðu gengt vandasöm- ustu lögfræðisstörfum. Og til þess að styðja að því, að mál- flutningurinn yröi sem bestur, voru kröfurnar til málflutnings- mannanna hertar og munnleg mólfærsla leidd í iög. En hún mun hvarvetna hafa þótt reyn- ast betur en skrifleg málfærsla. Með þessum breytingum mátti vænta þess, að dómgæslan yrði viðunandi, enda þótt frumdóm- stigið væri ekki sem fullkomnast. Raddir ijetu þó tii sín heyra á Alþingi 1919, um að betur þyrftiað vera um bnútana búið. Þannig komst dómsmálaráðherrann, Jón Magnússon, svo að orði, er hann fylgdi Hæstarjettarfrumvarpinu úr hlaði, af stjórnarinnar hálfu : «... Kostnaðarins vegna er ekki hægt að hafa dómendurna eins marga og ákjósanlegt hefði verið . . . Peir ern áætlaðir 5, en væri heppiiegast að þeir væri fleiri. Fjölgunin er því að eins kostnaðarspursmál«. Var þetta vel mælt, og munu margir hafa vænst þess, að áður langt um iiði yrði dómendum fjölgað eða frumdóinstigið endurbælt, þótt við þetta væri látið sitja í svip. Veðrabrigði. En Hæstirjettur varekkiiengi óskabarn Alþingis. Bráttfóru að heyrast raddir um það, að alt of mikiu væri til bans kostað, og að rjett væri að fækka dóm- endum aftur niður i 3, til að spara útgjöld. Petta var því furðulegra þar sem síst verður sagt, að vjer íslendingar verjum of fjár til að tryggja rjeltarör- yggið í landinu. Laun hæstarjettardómendanna og bæjarfógetans í Reykjavíkeru það eina, sem tii þess má telja óskert. Aðrir bæjarfógetar og sýslumennirnir hafa skattheimtu og sveitarstjórn að aðalstarfi. Mun nægjanlegt aö áætla, að svo sem fimtungur af launum þeirra geti talist til kostnaðar við dómgæslu. Pelta mundi alls verða 80—90 þús. kr. á ári e.ða tæplega einn hundraðasti af út- gjöldum ríkisins. Hygg jeg þá ekki ofmælt að engin nienning- arþjóð verji tiltölulega minnu til dómgæslunnar en vjer. Og ekki ljeiu menn sjer það í aug- um vsx i, á síðari áratugum 19. aldar, að stofna lijer 5 manna Hæstarjett, ef fengist befði fyrir Dönum, og mundi þó alt að því tínndi hluti aftekjum landssjóðs þá, hafa farið í laun dómend- anna. — Forvígismenn þjóðar- innar á þeirn tímum voru hug- stærri en þorri sljórnmálamanna vorra er nú. Skerðing Hæstarjettar. Pað var því síst að undra þólt slíkar sparnaðartillögur, sem fækkun dóntenda í Hæsta- rjelti, mættu megnri mótspyrnu á Alþingi, bjá víðsýnni mönn- um. Euda voru þær að engu hafðar fyrst í stað. En á Al- þingi 1924, þegar þröngt var orðið í búi hjá ríkissjóði, rnarð- ist breyling þessi í gegn.Hæsta- rjettardómendum skyldi fækkað niður í 3, þegar sæti fastsdóm- ara losnaði næst í Hæstarjetti. Það mælli ætla að um leið hefði fjöldi minni háttar embætta ver- ið lögð niöur. En svo var þó ekki. Að vísu varð Háskólinn fyrir sömu ónáð og Hæstirjett- ur, en þó var hann hvergi nærri eins hait leikinn. Pegar maður iítur til haka og athugar það, að meðan freisis- barátla vor íslendinga stóð yfir, var stofnun Háskóla og inn- lends Hæstarjettar á meðai þess, sem hnrðastur bardagi var um, þá lilýtur það að vekja uudrun, að það skyldu eininitt vera þessar stofnanir, sem Alþiogi bar fyrst niður á, þegar byrjað var að spara. Hitt hefði mátl ætla, að vjer hefðum þá verið aðþrengdir oiðnir, er til þess var gripið, að draga þar saman seglin. Því þess verðnr aðgæta, aö það er ekki einhlíttað koma slikum slofnunum á fót, ogvelja þeim vegleg heiti; jafnvel þótt við það bælist, að brugðist sje reiðu- lega við, ef útlendingar nefna þær minöi háttar nöfuum, (Höjskole). Til þess að stofnun Háskólans og Hæstarjettar verði landi og lýð til gagns en ekki tjóns, til sœmdar en ekki vanvirðu, verður þing og þjóð að láta sjer ant um þessar stofnanir vorar og keppa að því marki, að gera þær svo fullkomnar að þær standi ekki að baki samskonar stofn- unum nágrannaþjóðanna. Ella helði oss verið sæmra að halda áfram að skjóta málum vorum til Hæstarjettar Dana og sækja

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.