Vörður - 08.05.1926, Blaðsíða 4
V Ö R Ð U R
því, sem þá heyrðist um fjen-
aðarhöld til sveila.
Æskilegt væri að bæDdur
gætu unnið slæjulönd sín, og
haft til sölu hey nægilega mikið
til þess að ekki þurfi að kaupa
útlenda heyið, úr því verð og
gæði þola vel samanburð, eins
og segir í áminstri grein.
En m?.ö því að jeg er dauf-
trúa á svo mikla heyframleiðslu
í landinu, sem merkisbóndi Lög-
rjettu talar nm, vildi jeg skora
á hið háa Alþingi að veita okk-
ur Vestmannaeyingum undan-
þágu ef innflulnÍDgsbann yrði
sett á útlent hey.
Hjer er orðinn mannmargur
bær, íbúar um 3000 og auk
þess um 200 aðkomumenn um
vetrartímann, eða jafnvel fleiri.
Geta því allir skynbærir menn
sjeð, að hjer er mikil mjólknr-
þörf.
Eins og hjer til hagar og heflr
gengið að ná í hey frá megin-
iaDdinu, virðist að svo búnu
ekki mega missa úllenda beyið.
Það getum við svo fengið smátt
og smátt nieð e's »Lyra« og
verður það efnalitlum mönnum
hægara, en að kaupa miklar
birgðir og greiða slórar upp-
hæðir í einu. Leyfi jeg mjer að
benda á aðra blaðagrein, sem
nýlega birtist hjeðan, sem sýnir
dalitið fram á þá áhættu, sem
heykaup og heyflutningur úr
nærsveitunum hafa bakað okk-
ur Eyjamönnum.
Verði því bannaður innflutn-
ingur á útlendu heyi, er bjer
bersýnilegur mjólkurskortur fyr-
ir dyrum, og er það mikið á-
hyggjuefni fyrir þá sem börnin
eiga, og hina aðra, er umhyggju
bera fyrir lífi þeirra og heilsu.
Vestmannaeyingur.
Heiðursmerki. Ungfrú Póra
Friðriksson: Officier de l'Instruc-
tion Publique; Páll Porkelsson
og Björn Björnsson kgl. hirðbak-
ari: Offlciers de l'Academie
Francaise.
lega. Það má ekki stara á
nokkrar þúsundir króna á ári,
þegar um það er að ræða að
tryggja rjettaröruggið í landinu.
Og væntanlega verða þeir fáir,
sem vilja vinna það til að veikja
það að mun, til þtss 30 spara
einar 20 þús. kr. á ári, þegar
fjárhagurinn er aftur kominn á
ijettan kjöl. Það er ekki meira
en sem þingkostnaði nemur,
svo sem einnar viku tíma, eða
kostnaðinum við dálítinn vegar-
spotta eða símalínu.
Lagabreyting sú, sem gerð
var 1924 er ekki komin í fram-
kvæmd enn, að því er fækkun
dómendanna snertir. Nú hefir
komið fram á Alþingi frumvarp
þess efnis, að dómararnir verði
framvegis 5 að tölu, eins og
verið hefir til þessa. Væntanlega
nær frumvarp þetta fram að
ganga, því fjárhagsörðugleikar
þeir sem knúðu fækkunina fram,
eru nú horfnir. En snúist þing-
ið öndvert við, verður þjóðin
sjálf að krefjast þess, að horfið
verði frá fækkun dómendanna,
svo að traust æðsta dómstóls
vors og rjettaröryggið í landinu
haldist óskert.
Jón Ásb/'örnsson.
V. B. K.
Heiidsala.
Smásala.
Verslunin hefir nú fyrirliggjandi mikið úrval
af fjölbreyttum og vönduðum, mjög ódýrum
Vefnaðarvörum
Pappír og ritföngrum allsk.
Leöur og skinn og flest
tilheyrandi skó- og söðiasmíði.
Conklíns lindarpennar og "Vík:-
ing blýantar. — Satumavjelar
handsnúnar og stígnar.
*
Vegna hagstæðra innkaupa og verðtolls-
lækkunar eru vörurnar mjög lágt verðlagðar.
Pa.nta.nir afgreiddar um alt land gegn póstkröfu.-
Verslnnffl Bjíta Kristiánsson.
Landskjörið.
Framboðsfrestur til landkjörs
var útrunniun 5. þ. m. og hafa
komið fram þessir flmm lislar:
A-listi (Jafnaðarmenn).
1. Jón Baldvinsson,
2. Jónína Jóuatansdótfir,
3. Erl. Friðjónsson, Akureyri,
4 Rebekka Jónsdóttir, ísafirði,
5. Rikharður Jónsson,
6. Pjetur G. Guðmundsson.
¦'i-lihtí (Kvennalisti).
1. Briet Bjarnhjeðinsdóttir,
2. Ouðiún Lárusdóttir,
3. Halldóra Bjarnadóttir,
4. Aðalbjörg Sigurðardóttir.
C-listi (íhaldsmenn).
1. Jón Porláksson,
2. Pórarinn Jónsson, Hjalta-
bakka,
3. Guðrán Briem, Rvík,
5. Jónaian Líndal, Holtastöðum,
5. Sigurgeir Gíslason, Hafnaif.,
6. Jón Jónsson Firði við Seyð-
isfjörð.
D-listi (Framsóknarir.enn).
1. Magnús Kristjánsson,
2. Jón Jónsson, Stóradal,
3. Kristinn Guðlaugsson, Núpi,
4. sr. Porsteinn Biiem, Akra-
nesi.
5. Pall Hermannsson, Eiðum,
6. Tryggvi Þórhallsson.
E-Iisti (Frjálslyndir).
1. Sigurður Eggerz,
2. Sigurður Hlíðar, Akureyri,"
3. Magnús Friðriksson, Staðar-
felli,
4. Magnús Gíslason, sýslum.
5. Eiuar G. Einarsson, Garð-
húsum,
6. Jakob Möller.
Kaupið að eins
Fram-
leiðsla
bestu Golden
vín-
hjeraða
Prakk-
lands.
Kon-
unga
Guineadrykk
Jóhannes Fönss, nafnkunnur
danskur óperusöngvari, söng
bjer í fyrsta sinni á miðviku-
dag. Hefir hann allmikla bassa-
rödd. Áheyrendur virtust rrjög
ánægðir.
Aiþingi.
Fjárlögin
voru afgreidd við eina umr. í
Nd. í gær með 275 þús. kr.
tekjuhalla.
Stýfing lcrónnnnar.
Fjárhagsnefnd Nd. klofnaði
sem við var að búast um frv.
Tr. P. um veröfesting krón-
unnar. Ásg. Ásg. og Halld. St.
vildu Iáta samþykkja það, en
Kt. J., J. Au. J., Lindal, Jak.
M. og Magn. J. vildu láta vísa
því frá með svohljóðandi dag-
skrá:
»Neðri deild Alþingis lítur
svo á, að halda beri núverandi
gengi íslenskrar krónu föslu iil
næsta þings. í fullu trausti
þess, að þetta megi verða án
verulegrar fjárhagslegrar ábættu,
tekur deildin fyrir næsta mál á
dagskrá«.
Málið kom til 2. umr. í Nd.
á íjmtud. Dagskráin var feld
með 15:12 atkv. Já sögðu Bj.
L., Hák. Kr., Jak. M.. J. A. J.,
J. Baldv., J. Kj., J. Sig., J.
Porl., Ki. J , M. Guðm., M J.,
og Þór. J. Néi sögðu: B. Sv.,
Á J., Ásg. Ásg., Bernh. St., H.
Stef., Ing. Bj., Jör. Br., Magn.
Torf., .01. Thors, P. Ott., P.
Þórð., Sigurj. J., Sv. Ól., Tr.
Þ'. og Þorl. J. Frv. sjálft var
síðan samþ. til 3. umr. með
15: 12 atkv. Þeir sömu, sem
felt höfðu dagskr. greiddu nú
atkv. með frv., þó með þeirri
breytingu, að J. Möller var með
frv. en P. Ott. á móti því.
Þeir Árni Jónsson, Ólafur
Thors og Sigurjón Jónsson
greiddu atkv. með frv. til 3.
umr., af því þeir voru óánæjiðir
með dagskrána (eins og P Ott.)
og vildu fá frest til þess að at-
huga lausn málsins.
Málshöfðnnin.
Tillaga Jónasar frá Hriftu um
málshöfðun gegn Siðnrði Pórð-
arsyni var til umræðu i Ed. á
þriðjudag og miðvikudag. Var
Reynid og saranfærist*
henni vísað frá með svohljóð-
andi rökstuddri degskrá, er Gunn-
ar Ólafsson bar fram:
»Með því að ríkisstjórnin get-
ur ekki skipað embættismönn-
um að fara i meiðyrðamál, og
með því að ílutningsmaður til-
lögu þessarar hefir í opinberu
víðlesnu blaði, verið lýstur æru-
laus lygari og rógberi af hinum
sama manni, sem hann nú vill
láta lögsækja, án þess að hafa
svo vitanlegt sje, gert ráðstafan-
ir til að hreinsa sig af þeim á-
burði, þá verður deildin að lita
svo á, að henni sje með tiliögu
þessari lítilsvirðing sýnd af
flulningsmanni hennar. Hún sjer
því ekki ástæðu til að sinna til-
lögunni að neinu leyti, og tek-
ur fyrir næsta málá dagskrá«.
Dagskráin var samþ. með 8 :
4 atkv. Já sögðu: Gunnar Ól.,
Ingibj. H. Bj., Jóh. Jós., Jóh.
Jóh., Jón Magn., Bj. Kr., Egg.
Palss. og H. Steinss. Nei sögðu:
Ein. Árn., Guðm. Ól., Ingv.
Pálss. og Sig. Egg. Tveir greiddu
ekki atkv.: Ág. Helg. og J. J.
Karlakór K. F. U. M. hefir
sungið í Bergen og fleiii bæjuin
vestan fjalls i Noregi og hlotið
mikið lof í blöðunum.
Einar Benediktsson skáld og
frú bans komu tii bæjarins á
þriðjudag með »Lyru«. Hefir
E. B. dvalið í Ameríku f vetur.
Barnaskólinn nýi. Bæjarstjómin
heíir samþykt barnaskóla-upp-
drátt Sigurðar Guðmundssonar
húsameistara. í skólanum eiga
að vera 20 kenslustofur (30
börn í hverri), teiknisalur,
söngsalur, salur lil þess að sýna
kvikmyndir í með 130—140
sætum, salur til matgjafa og
skólaeldhús, náttúrufiæðissalur,
baðstofa og sundlaug. Skólann
á að hita upp með vatni úr
laugunum. Er ætlast til þess að
hyggingu hans verði hraðað
svo, að hann verði tekinn til
notkunar haustið 1927.
Nýja orgelið, sem setja á i i
Fiíkirkjuua og Páll ísófsson sá
um kaup á í utanför sinni, er
nú komið hingað. Er það í 42
hlutum og vegur 11 tonn með
umbúðum. Þýskur orgelbygg-
ingameistari varð samferða því
hingað og annast um aö koma
þvi fyrir í kirkjunni.
Til Danmerkur fara 14 glimu-
menn í næstu viku og munu
þeir sýna list sfna þar í mörg-
um bæjum í sumar. Foringi
fararinnar og glímustjóri verður
Jón Porsteinss^n iþróttakennari.
Preutsmiðjan Gutenberg.