Vörður


Vörður - 15.05.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 15.05.1926, Blaðsíða 4
4 VÖRÐUR Konur mótmœla vorldöllum og verkbönnnm. Ekki alls fyrir löngu gengu 30 þús. konur af öllum stéttum gegnum götur Lundúna og báru áritaða fána og spjöld með ávarpsorðum, þar sem verkföll og verkbönn voru fordæmt og kveðið hart að orði um alt það tjón, sem af þeim hlytist. í fylkingarbroddi var riddarasveit, og var hún skipuð konum af hæstu stigum hins breska þjóðfjelags. Er efri myndin af kvenriddurunum, en hin neðri af alþýðukonum í fylkingunni. Pótti hún hin tilkomumcsta — en árangur mótmælanna virðist ekki hafa verið að sama skapi mikill. (Framh. frá 1. síðu.) lestinni aj teinunum. Soo gijlu- samlega tókst til, að þetta var uppgoivað jáeinum minútum áður en lestin kom að þessum stað. Merkjaturnar /Signal Sgstem TowersJ haja verið egðilagðar á 18 stöðum. / Edinborg haja verið uppþot og hefir veiting ájengra drgkkja verið bönnuð frá kl. 3 eftir há- degi daglega. Verkamannasambandið hefir sent tilkgnningu nm það til Moskwa, að það neiti hjálpar- tilboði þaðan, og endursendi pen- ingaávisun þangað. Khöfn, 10. maí. Baldwin forsætisráðherra hefir haldið útvarpsræðu og sagt, að- þólt hann sje friðarsinni, þá vilji hann verja frelsi og rjettindi borgaranna. Vegna bardaganna sje nauðsyn á, að allsherjar- verkfallið verði afturkallað. Enn fremur, að fulltrúar aðilja hafi takmarkalaust vald til sáttmála- gerðar í kolatnálinu. Sáttatillögu frá biskupunum í York og Canterbury, þess efnis, að verkfallinu skuli lokið, launa- tillaga kolanámueigenda tekin aftur, rikisstyrkurinn framlengd- ur og núverandi kaupgjald hald- ist, uns samningar takast, hefir verið hafnað af stjórninni. Khöfn, 11. maí. Simað er frá Moskwa, að enska verkfallið sje aðalumræðuefnið í landinu og mikil gleði sje yfir því, að byltingaraldan hafi náð til elsta þingræðislandsins. The British Worker átelur stjórnina harðlega fyrir að hafa ekki útvarpað miðlunartillögu biskupanna. Enn fremur áfellir það stjórnina fyrir hlutdrægni. Hún heimti, að verkfallið sje afturkallað, en geri engar kröfur til vinnuveitanda. Símað er frá Plymoulb, að þar hafi alt verið með kyrrum kjörum yfir helgina. Verkfalls- menn og lögregluþjónar fóru i knattspgrnuleik og unnu verk- fallsmenn. i kolanámuhjeruðunum er lög- unum best hlgtt á öllu landinu. Hoergi i þeim um ncin friðar- spjöll að ræða. Uppskipun fer fram í flestum höfnum, nema London. Stjórnin sendi fjögra kíiómetra langa vörubílalest í dokkurnar og Ijet flytja mjöl og sykur í Hyde Park. Garðurinn er varinn með fall- bgssum og pansarabilum. Fimm vopnaðir menn eru i hverjum bil. Um helgina voru uppþot, verst í Hull og Glasgow. Herdeildir með stingi á bgssum sinum hafa nú löggœslu á hendi á götunum i báðum bœjunr. Fregnir um járnbrautarslys hafa borist frá Newcastle, Stoken- ford og Edinburgh. Margir dauð- ir, fjöldi særður. Orsök tveggja slysanna óæft járnbrautarlið, en Newcastle-slysið af manna völd- um. Farþegar voru 500 og hlutu lítil meiðsl. írskir verkamenn hafa stöðv- að matvælaflutning til Englands. Blöðin heimta að umboðs- mönnum rússnesku stjórnarinnar og starfsfólki þeirra, um 500 manns, verði vikið úr landi. Friðarhorfur minni en nokkru sinni áður. Khöfn, 12. maí árdegis. Opinberlega er tilkynt, að allmargir verkamenn á Eng- landi sjeu farnir að vinna aftur af sjálfshvötum og almenningur sje oiðinn þreyttur á*verkfall- inu. Hvorki verkamenn eða stjórnin þora að hefja tilraun til sátta af hræðslu við almenn- ingsálitið, af því að svo verði litið á, að sá aðilinn, sem hefji sáttatilraun, hafi gefist upp. Dönsk verkalýðsfjelög hafa samþykt að styrkja ensku fje- lögin fjárhagslega og verja sennilega 50.000 í þeim tilgangi. Khöfn, 12. maí siðdegis. London: Vinna sjállboðaliða hófst í gær í stórum stil, sjer- staklega allskonar flutninga- vinna. Aðalráð verkamanna samþykti í gærkveldi, að senda stjórninni tilkynningu þess efn- is, að það æskti viðtals við hana. Stóð fundurinn frá kl. 11 f. h. til kl. 12,20 e. h., en þá sendi aðalráð verkamanna út opinbeia tilkgnningu um skil- grðislausa ajturköllun allsherjar- verkfallsins. Nánari upplýsingar vantar um hvernig sáttaumleitunum og samningatilraunum í kola- iðnaðardeilunni verður hagað. Khöfn, 13. maí. Símað er frá London, að borgin sje prýdd flöggum. Fá- dæma fögnuður ríkir, svo eins dæmi eru, síðan vopnahljesdag- inn 1918. Baldwin hefir haldið ræðu f þinginu. Kvað hann heilbrigða skynsemi haía sigrað. Khöfn, 14. mai. Símað er frá London, að úl- litið hafi. versnað, sumpart oegna þess að verkamenn hafa gert mótspgrnu gegn afturköllun verk- fallsins, en sumpart vegna þess að atoinnurekendur hafa gert tilraunir til launalœkkunar, Mörg verkalgðsfjelög hafa op- inberlega tilkgnt verkfall. Miklar œsingar við höfnina i London og i Doncaster kola- námusvœðinu. 1 fyrradag komst upp um til- raun til þess að sprengja i loft upp hluta af járnbrautarteinun- um á milli Edinborgar og Glas- gow. Khöfn. 14. maí, síðdegis. Vinnuástand i Englandi er á meiri ringulreið en var á sein- ustu dögum allsherjarverkfalis- inn. Verkamenn hafa sumstaðar gert aðsúg að foringjum sinum og heimtað áframhald allsherjar- verkfallsins. f Poplari (í East End í London) leituðu foringj- arnir aðstoðar lögreglunnar og voru 40 ófriðarseggjanna hnept- ir í fangelsi. Margir atvinnurekendur, þar á meðal járnbrautarfjelög, neita að veita verkamöunum atvinnu á ný nema þeir segi sig úr verkamannafjelögunum, en aðr- ir heimta launalækkun. Miðstjórn verkamanna telur þetta dráps- tilraun við samheldni verka- manna. Thomas sagði í þingræðu, að í rauninni væri um algert verk- bann að ræða í landinu. Fjórar miljónir manna eru nú atvinnulausir i landinu og fjöldi manna sveltur. Baldwin skorar á vinnuveitendur að nota ekki ástandið í eigin hagsmuna skyni. Stjórnin veili enga aðstoð til kúgunartilrauna gegn verkamönn- um. Blöðin í morgun voru vjel- ritaðar smáútgáfur og 'stendur í þeim, að svo virðist sem öll heilbrigð skynsemi sé að hverfa úr sögunni. Khöfn, 15. maí. Simað er frá London, að út- litið hafi skyndiiega bathað mjög mikið. Samkomulag hefir náðst við járnbrautarmenn og viður- kenna þeir allsherjarverkfallið ólöglegt. Verkamenn verða teknir aftur i vinnu, nema þeir, sem tóku þátt í spellvirkjum. Fjölmenn verkamannafjelög hafa byrjað að vinna aftur, t.d. prentarar og hafnarvinnumenn. Kosningar í sam þingi. í gær var samþ. í sam. þingi svohljóðandi tillaga frá Ásg. Ásg. og Jak. M.: • »Alþingi ályktar að kjósa 6 manna nefnd með bluffallskosn- ingu, sem geri lillögur um há- tíðahöld 1930 í minningu um stofnun Alþingis og þær ráð- stafanir, sem gera þarf i því tilefni hvað^Þingvelli snertir«. Nefndin á að vera ólaunuð og voru í hana kosnir þeirÁsg. Ásg., Jóh. Jóh., Jónas frá Hriflu, Magnús Jónsson, [Ólafur Thors og Sig. Eggerz. í gær fór einnig fram í sam. þingi kosning tveggja manna i orðunefnd, þriggja yfirskoðunar- manna landsreikninganna 1925 og kosning hins islenska hluta hinnar dansk-íslensku ráðgjafa- nefndar fyrir ‘Umabilið frá 1. des. 1926 til 30. nóv. 1934. í orðnnefndina voru kosnir Guðm. Björnsson landlæknir og Klemens Jónsson. (Ben. Sveinss. stakk upp á Gunnari Sigurðs- syni frá Selalæk [og Hallbirni Halldórssyni ritstjóra »til þess að setja fjölbreytilegri svip á nefndina en verið hefir« — en sú tillaga fjekk ekki nægan byr i þinginu). Yfirskoðunarmenn landsreikn- inganna voru kosnir þeir Árni Jónsson frá Mála, Jör. Brgnjólfs- son og Magnús Jónsson. I ráðgjafarnefnd vorn kosnir: Bjarni Jónsson, Jöh. Jóhannes- son og Jónas frá Hrifiu. Konungskoman. Konungsbjónin fara frá Danmörku 3. júni og koma til Rvíkur 12. júní. Tvö herskip verða í förinni, »Niels Juel« ogg»Geysir«. Samtök eru hafin á ísafirði um konungsmóttöku og gekst bæjarfógelinn fyrir þeim. Bæjarstjórn Akureyrar hefir samþykt að veita fje til kon- ungsmóltökunnar. Aðeins einn bæjarfulltrúi var þessu mótfall- inn: Erlingur Friðjónsson. Fimm manna móttökunefnd var kosin. Tillaga frá Halldóri Friðjónssgni þess efnis, að ekkert vín yrði haft um hönd i veisluhaldi bæj- arins, var samþykt. Karlakór K. F. U. M. söng fyrsta sinni í Osló þann 7. þ. m. og hafði 11. þ. m. haldið ellefu söngskemtanir á tólf dögum. Kórið hefir allstaðar fengið á- gæta dóma segir símfregn. Við- tökur hafa og verið hinar alúð- legustu ekki hvað síst i Osló, þar sem söngmennirnir voru gestir Handelsstandens Sangfor- ening. Stórhríð gekk yfir Suður- og Vesturland aðfaranótt síðastlið- liðins sunnudags og var fann- koma víða allmikil. Hvassviðri og kuldar voru á Norðurlandi um helgina en snjór lítill. í veðrinu strandaði þilskip- . ið »Hákon« hjeðan úr Rvík. Kendi þaðgrunnsnálægtGrinda- vik kl. 9 að sunnudagsmorgni " og kom þegar sjór í skipið. Blindhríð var og brim mikið fyrir landi. Skipverjar voru 21 að tölu, og fóru þeir allir í skips- bátinn. en ekki var viðlit að reyna að lenda og hjeldu þeir því vestur með landi. Eftir 91 stunda róður freistuðu þeir lend- ingar i bás einum hjá litla vit- anum á Reykjanesi og komust heilir á húfi i land. Voru þeir auðvilað allþjakaðir afkulda og þreytu. Tók vifavörður hiðbesta á móti þeim. »Hákon« var með 7 þús. af fiski. Vonlaust er að skipið geti bjargast. — Var það bygt i Englandi 1878 og keypt hingað til lands fyrir 20 árum. Var það siðasta þilskipið af gömlu gerð- inni, sem gert var út hjeðan úr bæ. Eigendur voru Geir Sigurðs- son skipstjóri o. fl. Nokkuð af bátum og skipum mun hafa brotnað og sokkið í veðrinu, bæði norðan lands og sunnan á höfnum inni, enmann- skaðar’-urðu engir. Símslit urðu viða. Á Sigluíirði skemdust bryggjur. Allvfða á Suðurlandi urðu til- finnanlegir fjárskaðar, sjerstak- lega í Árnessýslu. Hraktist fjeð undan veðri í gil og skurði, ár og forir og fanst ýmist dautt, hálfdautt eða vel lifandi. Frá sumum bæjum fórust 20 — 30 kindur. Friðfinnur Gufijónsson átti 35 ára leikaraafmæli á miðviku- daginn.-Kom hann fyrsta sinni á leiksvið þegar Akureyringar ljeku »Helga magra« eftir sira Matthías, í minningu um að þúsund ár voru liðin frá land- námi í Eyjafijði. Leikfjelagið sýndi á miðvikudaginn »Þrett- ándakvöldið« til ágóöa fyrir F. G. og var húsið fullskipað ogaf- mælisbarninuóspartfagnað. Eftir leikslök ávarpaði Jens Waage bankastjóri hann á leiksviðinu, þakkaði honum ágæta samvinnu í nafni þeirra, sem fyr og síðar hafa unnjð með honum i Leik- fjelaginu, og hinar mörgu gleði- stundir, sem hann befði veitt Reykvíkingum með list sinni. Skeyti bárust Fr. G. mörg þennan dag þar á meðal þessar vísur frá Jakobi Thorarensen : Pú gafsl pig við kukli — í galdramóði gleðinnar o/t pú stegplir flóði á sveklan og fergðan svanna og rckk y>sárlega pýnd« á grenibekk. Lif pú i friði,—hinn fgndni og káti og flýti ekkifherrann pinu láli. Pigg ávísun vora « gnfu og guð og gleðin er samt ei fullpökkuð. Sildareinkasalan. Fundur vest- firskra útgerðarmanna, sem stóð á ísafirði í fyrra dag, skoraði á Alþingi að samþykkja frv. sjávar- útvegsnefndar um slldarsöluna og að banna Norðmönnum al- gerlega að salta sild í landlrelgi. Áskorunin var samþykt með öllum atkvæðum gegn tveim en viðstaddir voru allir síldar- útgerðarmenn og síldarkaupmenn kaupstaðarins. Prentsmiðjan Gutenberg.\

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.