Vörður


Vörður - 22.05.1926, Blaðsíða 3

Vörður - 22.05.1926, Blaðsíða 3
V O R Ð U R 3 £0000000000000000000000» yÖBÐUK kemur út á laugardögum Ritstjórinn: Kristján Alberlson Túngötu 18. Simi: 1961. Afgreióslan: Laufásveg 25. — Opin 5—7 siðdegis. Simi 1432. V e r ð : 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. íooooooooooooooooooooQoS þess að sanna hvernig fjúrhag rikissjóðs var komið og þó mun hann bafa versnað frá snmri 1923 þangað til í tnars 1924, er íhaldsflokkurinn tók við stiórn. Skuldir landsmanna við út- lönd voru gífurlegar í ársbyrj- un 1924 og bankarnir höfðu þá notað lánstrausl sitt svo sem frekast var hægt. Þannig var ástandið þegar í- haldsflokkuiinn tók við völdum. þegar þetta er athugað er það síst að undra, að flokkurinn mat það mest af öllu að koma fjárreiðunum í rjett horf. Það sýnir skilning flokksins á því, að engu er hægt að koma fram sem til framfara horfir, nema með því að hafa reglu og at- hygli á fjármálunum. Flokkur- inn sá að ekki var til neins að lofa framkvæmdum nje öðrum fríðindum fyr en fjárhagurinn væri sæmilegur. Pess vegna sneri bann sjer óskiftur að end- urhótum á þessu sviði, lofaði fyrst um sinn engu öðru, nema stuðningi við atvinnuvegina, og ljet hiua flokkana um að lofa landsmönnum gulli og grænum skógum. Eu hvað gerði svo íbalds- flokkurinn til þess að hrinda fjármálunum í lag og hver hef- ir árangurinn orðið ? Um það verður rætt i frambaldi þessarr ar greinar i næsta blaði. Framh. t Sjera Pjetur Jónsson á Káifafellsstað andaðist af heilablóðfalli 28. april síðastliðinn að heimili sinu, tæpra 76 ára gamall. Hann var fæddur 12. júni 1850 á Hamri í Þverár- hlíð i Borgarfirði. Faðir hans var Jón Pjetursson hávfirdómari, en móðir hans var Jóhanna Soffía Bogadóttir á Staðarfelli. Sjera Pjetur fluttist á fyrsta aldursári til Reykjavikur. Faðir hans hafði árið 1850 verið skip- aður assessor við yfirrjettinn. Ólst sjera Pjetur siðan upp í Reykjavik. Hann varð stúdent 1871, las síðan um tíma lækn- isfræði, en hvarf frá henni og tók guðfræði. Hann lauk prófi i henni árið 1881 með 1. einkunn. Sama ár var honum veitt Fjalla- þingaprestakall. Svo Presthóla- prestakall 1882, Hálsprestakall 1883 og loks Kálfafellsstaðar- prestakall í Austur-Skattafells- sýslu árið 1892 og þjónaði hann því til dauðadags. Hann kvænt- ist árið 1886 eftirlifandi konu sinni Helgu Skúladóltur frá Sig- ríðarstöðum í Fnjóskadal, er reyndist honum i öllu góður lifsförunautur, enda hefir sú kona unnið sjer traust og virðingu allra þeirra, er kyntust henni. Gestrisni þeirra hjóna er við- brugðið. Margan ferðamanninn bar þar að garði, og voru þau hjón samhent í því að gera heimilið sem ánægjulegast fyrir gesti sina. Það var ekkert það til á heimilinu, er þótti of gott handa þeim, er að garði báru. Þau bjón eignuðust 4 börn, sem öll eru á lifi. þau eru: Jóhanna Sigþrúður, gift Helga H. Eiriks- syni verkfræðing, Jarþrúður, gift Sigfúsi Johnsen fulltrúa í dóms- og kirkjumálaráðaneytinu, Eiísa- bet, gift Georg Jensen kaup- manni í Danmörku og Jón, guð- athuga, og vona jeg að mjer vinnist timi til þess bráðlega. Fjórða skrítla Hallgrims er skemtilegust. Hann lýkur miklu lofsorði á þessa riraleysu: Falleg ertu Rósa mín , eins og morgunstjarna; jeg þckki, hvað þú ert góð betur en flestir aörir. það er áreiðanlegt, að Hall- grimur fær engan mann tii þess að trúa þvf, að jeg hallist að rimleysisstefnu hans. Jeg hefi ekki farið i launkofa með álit mitt um ágæti íslenskrar braglistar og þjóðlegrar vísna- gerðar. Og meira hef jeg unnið að þvf, en Hallgrfmur, að afla fslenskri ferhendugerð álits og og vekja áhuga hagyrðinga fyrir þjóðlegustu bragformstegund Ijóðmálslistar. Jeg vona að lesendur »Varð- ar« iái mjer það ekki, þótt jeg lengi ekki svar mitt að sinni —. En fleira skrttið er i grein Hallgrims, m. a. sú yfirlýsing hans — að bann hafi skrifað Stuðlamáladóminn astökunum tii vansaal Má rita betur um það siðar. Hallgrimur hælir nú Kolbeini allmikið fyrir wskáldfegurð vfsna hans og hugnæmt efnia — og engann höfundinn segist hann hafa »viljað meiða«. Er þetta fallega sagt. Lagstuðlun lætur hann í friði, viðurkennir að hann rimi sjálfur ónákvæmt, yfirborðsstefnuna dýrkar hann ekki með sama fjálgleik og áð- ur, þótt ekki sje hann nærri því laus við umbúðaviðjurnar enn, og yfirleitt reynir hann að milda orð sin um Stuðiamála- skáldin. Misskilnings kennir hjá hon- um á sumu þvi er jeg segi i formáia visnasafnsins og þar hef jeg þó einmitt sagt, að safnið sje »byrjunartilraun« og ekki »gallalaus smíð«. Kippi jeg mjer ekkert upp við slíkt. Stuðlamálaskáldin mega ekki heldur láta flugnasuðu fávísra manna hafa nein áhrif á sig, en yrkja skulu þeir óhræddir sem áður, og vanda vísnasniðið. En neins og þú heilsar öðr- um ávarpa aðrir þig«, segir gamalt orðtæki, og þess vegna ætla jeg i bráð að kveðja Hall- grím með sörau stöku og bann sendir mjer i greinarlok: Heimskur þykist hygginn, þvl hrokaryk hann blindar; sfnum mikill augum i auiastrykin myndar. 11. mai 1926. Margeir Jónsson. fræðinemi hjer á háskólanum. — Sjera Pjetur gengdi mörgum vandasömum störfum i hjeraði og leysti þau öll samviskusamlega af hendi. Hann var fræðimaður mikiil, einkum var hann mikili sögumaður. Ættfræðingur var hann með afbrigðum. Hann var svo minnugur, að þess mun fá dæmi vera. En það eru þó ekki hans miklu gáfur er gera oss hann minnisstæðan, erbeztþektu hann, heldur mannkostir hans. Blessuð veri minning hans. Skaftfellingnr. Opið brjef til Guðm. Friðjónssonar skálds. I 18. tölubl. »Varðar« þ. á. birtist greinarkorn eftir yður, með fyrirsögninni: »Brjef úr Pingeyjarsýslu«, og gerið þjer þar dýrleik okkar augnlækn- anna, og þá fyrst og fremst minn, að aðalumtalsefni. Vegna þess að jeg þekkiyöur af afspurn sem góðan dreng og sanngjarnan, neyðist jeg til að svara yður nokkrum orðum fyrir hönd okkar augnlæknanna. Skal þá fyrst vikið að því, sem þjer skrifið um tekjurmín- ar á Húsavfk síðastliðið sumar, og árstekjur okkar yfirleitt. Samkvæmt bókum minum hef jeg í fyrra sumar rannsak- að á Húsavik 116 augnsjúklinga. Gerði á einum þeirra handlækn- isaðgerð, en rannsakaði hins- vegar suma þeirra ókeypis. Nú hafið þjer með aðstoð »vitra og kunnuga« heimildarmannsins yðar reiknað út, að jeg hafi borið úr býtum 4—5 þús. kr. meðan jeg dvaldi á Húsavík; samsvarar það því, að hver sjúklingur hafi að meðaltali orðið að greiða mjer 40—50 kr. í læknishjálp. Hvernig nokkur maður hefir komist að þeirri niðurstöðu, er mjer ráðgáta, og verður víst fleirum en mjer. — Jeg býst nú við, að þetta framtal miU raski að einhverju leyti grundvelli þeim, er þjer reiknið út 60—80 þús. kr. árs- tekjurnar á, en úr því jeg á annað boið er farinn út í þessa sálma, skal jeg gjarnan gefa yður frekari upplýsingar við- vikjandi ferðalagi mfnu í sum- ar. Alt ferðalagið stóð yfir 69 daga (8. júií til 13. sept.). A þeim tima rannsakaði jeg alls 468 sjúklinga (er það mestur sjúklingafjóldi sem jeg hefi haft á ferðalagi), og gerði þar að auki örfáar handlæknisaðgerðir á augum. Ferðalagið og undir- búningur undir það kostaði mig tæpar 3 þús. kr. en þar afvoru mjer endurgreiddar úr lands- sjóði 500 kr. Viljið þjer nú í fullri alvöru halda því fram, að það semjeg bar úr býtum þessa 69 daga, samsvari 60—80 þús. kr. árs- tekjum, eða álitið þjer ef til vill að ferðatfminn sje svo miklu ó- arðsamari, en hinn timi ársins ? En »ágóði af gleraugnasölu er vfst mikilio, segið þjer. Petta má vel vera, en sá ágóði renn- ur ekki i okkar sjóð augnlækn- anna lengur. Auknar og endur- bættar rannsóknaraðferðir á augum, hafa aftur leitt það af sjer, að gleraugu þau, sem augn- læknar fyrirskipa sjúklingum sínum núna, eru ímiklumhluta tilfella svo margvislega löguð, að til að setja þau saman og útbúa, þarf mann með sjernámi, og þess utan vinnustofu með dýrum vjelum. Fyrir þvi hefir nú augnlæknum reynst ókleyft að hafa á hendi gleraugnasölu, hjer og annarsstaðar, en þess i stað er að aflokinni rannsókn, skrifaður gleraugnaseðill til gler- augnasalans, líkt og þegar lyf- seðill er skrifaður fyrir sjúkling til lyfsala, en án sjerstakrar borgunar frá sjúkling eða gler- augnasala. — Þetta var alt á annan veg áður. Gleraugu þau sem fyrirskipuð voru þá, voru i langsamlega mestum hluta til- fella ekki margbrotnari en svo, að augnlæknar gátu selt þau sjálfir hvar sem var, en þar sem meira þurfti með, var pant- að frá útlöndum eftir á, eftir gleraugnaseðli.----- Pá væri ekki úr vegi, að minnast á taxta . okkar fyrir rannsókn á augum — fjerán þóknaðist yður að kalla hann. í fljótu bragði gæti virst svo, að 8—10 kr. væri óþarflega há borgun fyrir augnrannsókn — ef aðstaða væri ekki athuguð að öðru leyli. En hana hafið þjer sannar- lega ekki athugað. Pess i stað farið þjer i sam- anburð við laun skattanefndar- manna i sveit og ritlaun íslenskra skálda. Aðstaða okkar er þessi: Til þess að leggja stund á augn- lækningar, útheimtist fyrst og fremst alm°nt læknapróf, siðan þarf að vinna á sjúkrahúsi i 1 ár, eða gegna almennum lækn- isstörfum { 2 ár. Sjálft augn- læknisnámið tekur 2—3 ár, ef vel á að vera, og verða læknis- efnin á þeim tima að greiða ærið fje fyrir kenslu i sumum námsgreinunum, hvað þá fyrir alt uppihald. Að náminu ioknu þarf verkfæri og rannsóknará- höld fyrir 6—10 þús, kr, með ö. o. 6—10 sinnum meira en almennir hjeraðslæknar þurfa til þeirra hluta. — Pegar heim er komið, verða læknarnir að lifa á sinum handafla, án nokk- urs stuðnings af þvi opinbera, leigja dýrar lækningastofur (mun dýrari en aðrir læknar), og standast ótakmarkaða samkeppn. Ekki er heldur svo, að þeirgeti Iengur haft sjálfir gleraugnasölu, sjer til stuðnings, til þess yrðu þeir að launa kaupdýrum sjer- fræðingi, leigja vinnustofu og búð, og auk þess leggja út þús- undir ef ekki tugi þúsunda fyrir vörur og vinnuvjelar. En að afloknu námi og verkfærakaup- um munu flestir hafa nóg á sinni könnu, þótt þessu sje slept. — Pjer farið i upphafi greinar yðar í samanburð á þvi sem augnrannsókn kostar núna og 1895, hjá Birni ólafssyni. Mjer er kunnugt nm, að venjuleg gleraugu kostuðu hjá honum þá 2 kr., svo eftir því hafið þjer orðið að greiða honum2 — 3 kr. í læknisbjálp. Jeg leyfi mjer nú mikillega að efast um, að 2—3 kr. hafi haft rýrara verðgildi árið 1895, en 8—10 kr. núna. En þar að auki kemur hjer margt fleira til greina. Björn heit. Ólafsson var prýði- lega að sjer i sinni grein og enginn vafi er á, að hann hef- ir varið löngum tima til náms. Hins vegar er það vist, að náms- kostnaður hans hefir orðið til- tölulega miklu minni, en núver- andi augnlækna, þótt ekki væri fyrir annað en það, að verk- færi voru þá fábreyttari en nú, og dýru rannsóknaráhöldin, sem nú hleypa verkfærakostnaðinum fram úr öllu hófi, þektust þá alls ekki. Litlu eftir að hann tekur til starfa, eruhonum veitt föst meðalembættismannslaun (2000 kr.), og nægur fjárstyrk- ur til að standast kostnað við ferðalögin. Auk þessa hafði hann mikla gleraugnasölu.Sam- keppni þurfti bann ekki að ótt- ast. Á þeim tíma hefði það þótt ganga vitfirringu næst, að ætla, að 2 augnlæknar gætu þrifist á landinu, og sjáfur ætlaði hann sjer upphafiega að gegna hjer- aðslæknisstörfum, en hafa augn- lækningarnar í hjáverkum. Pjer spyrjið siðast í grein yð- ar um, hvort ekkisje landlækn- is-efiirlit með sölu okkar. Jú vissulega er það svo, en hingað til hefir það verið óþarft. Sam- kvæmt gjaldskrá Læknafj. R.vík- ur — og það er landlæknir, sem fyrst og fremst hefir unnið að þvi að semja hana — er heimilt að setja upp fyrir venju- lega augnrannsókn alt að 16 kr. En okkar venjulega verðlag er yður þegar kunnugt um. Öðrurn atriðum greinar yðar hirði jeg ekki um að svara, þar sem þau eru mjer óviðkomandi. Pó þykir mjer frásögn yðar um hjeraðslæknirinn, sem að sjálfs sin sögn hafði aukatekjur svo tugum þúsunda skifti áriega fyr- ir tannlækningar, vægast talað ótrúleg. En jeg renni nú grun í hvaða mann þjer eigið við, og býst við að bann svari þessu sjálfur, ef honum finst það svara vert. — — Að siðustu vonast jeg til, að þjer eftir að bafa Jesið ofanrit- að, komist á alt aðra skoðun á sanngirni okkar augnlæknanna gagnvart sjúklingum okkar, en þjer virtust hafa, er þjer rituð- uð grein yðar. Og fyrir mitt leyti álit jeg yður alt of góðan til þess, að gera yður að at- hlægi með því að hlaupa i blöð- in með óiökstutt slúður, sem eitthvert flónið hefir latið sjer sæma að bera í yður, er sjálfir voruð ókunnugir öllum mála- vöxtum. Yðar Helgi Skúlason. Kæliskipið. Emil Nielsen for- stjóii hefir dvalið I Kbofn und- anfarið til þess að gera samn- inga um kaup á kæliskipinu nýja. Lægsta tilboðið var frá Fiydedokken i Kböfn og voru samningar undirskri'aðir um fyrri helgi. Geit er ráð fyrir að skipið verði tilbúið á næsta vori. Tofte, fyrv. bankastjóri I íslands banka, befir nýiega veiið dæmd- ur fyiir landsrjetti í Khöfn, að greiða hingað tekju- og eigna- skatt — samtals 4,381 kr.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.