Vörður


Vörður - 05.06.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 05.06.1926, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgð- - ^rmaður.'' \__ Kristján A$ért$&i •Ij/ngOfuOÉi, '¦ Afgreiðslu- og inn- ^heimtumaður ' Ásgéir Magnússon ¦keanaríf XTtg-efandi : Miðstjói*sí ílnaldlsfiokSisiiis. IV. ár. Reykjavik 5. júnl 1926. 24. blað. Jón Leifs. Þýska hljómsveitirv Eftir Einar Benediktsson. " Pað var mikið fagnaðarefni að sjá íslending, stýra stórri hljótnsveit af Suðurmönnum hjer í höfuðstað vorum og í áheyrn alls hins helsta af þeim bæjarbúum, er unna söng og list. Hr. Jón Leifs hafði full- komið vald yfir flokknum og beitti þvi með afli og smekk- vísi, en algerlega fordildarlaust. Vjer fengum þar bæði að sjá og heyra hve norrænn andi er náskyldur hinni sunnlægari list. Próttur, alvara og innileg þrá eftir fullkomnun sveif yflr saln- um undir sprota þessa hágáfaða uppreisnarmanns á móti vana- heíð ýmsra miðlungsmanna og kákara, er því miður alt of lengi áttu færi á því, að halda niðri listargáfu þjóðar vorrar, i því er lýtur að framkvæm- andi söngsnild. Þessi viðburður, heimsókn hinnar þýsku sveitar, ætti að geta valdið miklu um nánari kynning hiunar mestu og hinnar minstu þjóðar af þeim stofni, er ráðríkur mun verða um afdrif meginmála í vest- lægari hluta álfu vorrar. — Það hefir lítið stoðað þótt ein- stakir Pjóðverjar nokkrir, helst þeir er fást eitthvað við kaup- skap, hafi þóttst geta lýst ís- landi og Islendingum vítt og breitt, að eins eftir stutta dvöl í Reykjavík. Hafd og skrií sumra af þeim fremur lýst anda gamla Blefkens heldur en rithöfundum ei* vilja segja satt, eða þegja ella. Við þetta tæki- færi verður ekki tilefni fyrir slika ritara að koma fram. Hljómsveitin leitar að því besta sem finst í eðli þjóðar vorrar °g mun finna það. »Wo man siDgt —«. iBIg« A En svo mikið er nú uppi i hugum manna um heimsmerk málefni, að eðiilegt er að við- kynning vor við þessa gesli vora veki alvarlegan áhuga á því að komast í nánara sam- band við hámenning Þjóðverja. Aðferð þeirra og allur háttur í vísindum legst dýpra en sagt verður enn um aðrar stórþjóðir. Einnig í þeim fræðum, er lúta að fegurðarefnum, standa þeir fremstir. Enginn mentaskóli heimsins veit það betur en þeir, að listin er algerlega háð á- kvörðuðum lögum, sem manns- andinn getur numið .og skilið. Og i þessu efni leyfi jeg mjer að fullyrða, að íslenskur andi á samleið með þýskum anda langar leiðir fram í átt til jarð- neskrar fullkomnunar. Jeg minnist þessa að eins, meðal þeirra fáu orða, sem hjer er rúm til að setja fram. Tím- inn verður að sýna hvernig þjóð vorri tekst eftirreiðin. Allar álfuþjóðir, utan yjer einir, eiga til þjóðlega list á hástigi, bygða í vísindum og æfing, mann fram af manni. En hjer hefir lífsþráður hins æðsta andlega starfs þjóðarinnar verið slitinn, undir dæmafárri, banvænni kúg- un af erlendri ritfinsku og prangi. Það má telja vist, að vjer sjeum komnir úr lífshættu en á öllu verður að taka sem til er, ef vjer eigum í tíma að geta sagt: »Vjer stöndum jafn- fætis hæstu menning álfu vorr- ar í vísindum og list«. Við þetta er þess samt einnig að geta, að vjer höfum yfir- burða aðstöðu að sumu leyti. Vjer skiljum og tölum norrænu — þetta forngilda upprunamál vort, sem Þjóðverjar einnig sækja til mált sinn og andans megin. Ennfremur eigum vjer, án alls efa, að tiltölu við mannfjölda, hið rikasta þjóðar- óðal, sem sagan greinir um. Og aldaböl kúgunarinnar hefir skílið eftir það sem lifvænt er gegnum þúsund þrautir. Að öllu samtöldu vonum vjer að gestir vorir frá Þýskalandi þurfi ekki að sjá eftir því að kynn- ast oss og landi voru — fóstur- hygð þeirra manna, sem námu stærsta eyland heimsins á sín- um tíma — Grænland. Það er giftusamlegt merki nánara- sambands og vináttu milli gesta vorra og þeirra sem heima fyrir eru, að hljómlistin er sett í fyrirrúm. En allir mega ^ita, að hjer er nú talað mjög alvarlega, á óbundnu málii um hag vorn allan og ekki sist um þau málefni, er lúta að ytra sambandi voru við aðrar þjóð- ir. Vjer eigum enga talsmenn vorra sönnu hagsmuna ytra. En einmitt það, sem yjer þurfum fyrst og fremst að afla oss, er stuðning mikilla og voldugra þjóða um vernd vora og rjett út á við. — Heill sje þeim Suð- urmönnum, er skilja glögt og i tæka tíð hveit hlutverk saga, lífskjör og uppruni islensku þjóðarinnar fær oss og vinum vorum erlendis í hendur. Auö- ur lands vors, þjóðerni vort, tunga vor og hnattstaða, valda því að aldrei verðurgengiðfram hjá oss með öllu í samkeppni og farmensku um Atlantshaf. Og aldrei má heldur gleyma þvi hvern rjett vjer eigum þar enn óheimtan landi voru til handa. En af öllu þessu krefst trygg undirbygging af efnalegum á- stæðum, til þess að haldgóð vinátta stofnist með oss og þeirri þjóð, - er nú sendir oss, fyrst allra, mikla og stórvirka hljóm- sveitj í kynnisför. Yms veðurmerki þess virðast nú hækka á lofti, að íslending- ar muni gerast víðspurðari og glöggvar kunnir, sem sjálfstæð þjóð, heldur en verið hefirund- ir skugga hinna erlendu yfirráða. Heimsókn hljómsveitarinnar þýsku er eitt meðal annars vott- ur um það álit annara þjóða, að vjer eigum kröfu til hærri menn- ingar í list, heldur en vjer get- um enn fullnægt sjálfir. Rang- læti tímanna grúfir enn þúng- lega yfir þessu fagra og mikla landi voru. En með hyggileg- um og sannþ]óðlegum ráðstöf- unum íslendinga sjálfra út á við, má stökkva yfir ýms milfi- stig sem aðrir hafa orðið að ganga — og þannig stytta bilin á milli vor og þeirra. Allir rjettsýnir menn munu fallast á það, að mannafla, fjár- magn og hærri verklega og vls- indalega starfsemi skortir hjer, til þess að framkvæmdar verði ýmsar umbætur, bæði andlegar og efnalegar, sem álfumenning- in hefir annarsstaðar fyrir löngu innt af höndum. Þeir sem þessu neita og berjast á móti lær- dómi frá þeim, sem lengra eru komnir, eru bergþursar einir. Þá dagar upp og þeir verða að Amundseu og; Mussssolírii (myndin var tekin í Róm i voi). steini. Með hljómsveitinni frá Hamborg er oss flutt margradd- að ákail til náttvætta og trölla, að leita inn, tii hinnar eilífu þagnar, þar sem þau eiga heima. Fyrstu hljómleikar Hamburger philharmonischen Orkesters. Þetta er draumur. Gamli timburhjallurinn Iðnó er orðinn Parthenon, Reykjavík er stór- borg í nokkra daga; tónarnir flytja hingað öll ríki veraldar og þeirra dýrð. Við höfum hingað til vonað, að fá ein- hverntíma að heyra hjer or- kesturverk meistaranna í nokk- urnveginn óbjagaðri mynd — einhverntíma, þegar íslendingar hefðu eignast það samband aga og kunnáttu, sem er skilyrði hljómsveitar — 1930, þá á alt að ske, 1940 — que sais je? Við- burðirnir hafa flogið langt fram úr »utopiskum« vonum. 2. júní 1926 varð sá merkisdagur í íslensku tónlistalífi, er tónar Coriolan-forleiks Beethovens luku upp Edens-hliðum, leiknir af fullkominni lítilli symfoni- sveit, úrvalsliði úr einni allra- bestu hljómsveit á Pýskalandi. Nú getum við að eins óskað: að við ættum þá, þessa fjöru- tiu, að við gætum þannig stokkið yfir þróun áratuga í einu vetfangi. En okkur er ein- ungis Ijeð leikfang um örstutta stund — brátt fylgjum við gest- unum úr garði; þá er tónmust- erið spítnakofi sem áður, borgin aftur sjóþorp norður undir is- hafi. Fyrstu hljómleikarnir fóru mjög hátíðlega fram. Sjóvolk og margskonar erfiðleikar virt- ust eigi hafa lamað listamenn- ina, en hrifning áheyrendanna var hóflaus og einlæg. Áður en leikurinn hófst, bauð Krislján Albertson sveitina velkomna, f nafni móttökunefndar, fagnað- aróp gullu, en karlakór i saln- um söng »Die Wacht am Rhein« og blásturssveit Pjóð- verja svaraði með íslenska þjóðsöngnum. Hljómbrigðin í Iðnó eru ekki bætandi; strokhljómurinn deyf- ist mjög, en blásturshljóðfærin eru kæfð í afturhluta leiksviðs- ins. Á slíkum erfiðleikum sigr- ast ekki epglahörpur. En þrátt fyrir óhagstæð húsakynni, máfti fljótt heyra kosti sveitarinnar. Strokhljóðfærin mjúk og breið, aðdáunarverðir trjeblástrar, lið- ugir og blíðir, hornin óskeikul, en samtök og agi allra svo, sem frekast verður á kosið. Jóni Leifs hefir farið mjög mikið fiam í Orkesturstjóm, siðan jeg heyrði hann sijórna pbilharmonisku sveitinni í Dresden fyrir nokkrum árum. Pá var einnig Coriolan-for- leikurinn fyrstur á skránni. Hreyfingar Jóns eru enn all- stirðar (enda virðist Gyðingum einum það gefið, að stjórna AVilUems Ameríkumaðurinn, sem ætlaði að fara á loftskipi frá Alaska til Spitsbergen í vor. Eftir ör,ð- uga ferð komst hann til Point Barrow en var svo óheppinnað handleggsbrotna þar og varð ekkert ór flugför hans.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.