Vörður


Vörður - 05.06.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 05.06.1926, Blaðsíða 4
V Ö R Ð U R inni frv. nm málið og lands- stjórnin breytti því nokkuð i samráði við meiri hluta umget- innar nefndar. Landsstjórnin lagði svo frv. sitt fyrir þingið og var það samþykt þar, vitan- lega með nokkrum breytingum, en þær breytingar voru gerðar í samráði við stjórnina og með hennar samþykki, eins og þing- tiðindin sýna. Annars var á þing- inu gott samkomulag um mái- ið og unnu bæði íhalds- og Framsóknarflokkurinn að fram- gangi þess. Sig. Eggerz var í rauninni eini þingmaðurinn,sem beitti sjer á móti því og Trgggvi Þórhallsson lagði fyrir þingið annað frv., sem var orðrjett eins og frv. búnaðarfjelagsnefnd- arinnar, en það var orðalaust lagt á hylluna af því að stjórnarfrv. þótti miklu betur undirbúið. Bjargráðasjóðurinn var á þing- inu 1925 orðinn um 600 þús. kr. og stóð allur á vöxtum i Landsbankanum. Af hálfu í- haldsmanna kom fram á þing- inu frv., sem var samþykt, um að lána mætti úr sjóði þessum hreppum sem sjerstaklega þyrftu á að halda, eða vildu koma á fót hjá sjer fóðurbirgðafjelögum eða bústofnslánadeildum. Á siðasta þingi var að tilhlut- un íhaldsflokksins borið fram frv. um 350 þús. kr. framlag úr rikissjóði til kœliskipskaupa. Hafði náðst þannig lagað samkomu- lag við Eimskipáfjelag íslands, að það vildi láta byggja far- þega- og flutningaskip með kæli- útbúnaði, ef rikissjóðnr legði fram ofannefnda fjárhæð og á- byrgðist nauðsynleg lán til skips- kaupanna. Þessu frv. var vel tekið i þinginu og samningar hafa þegar verið gerðir um skipsbygginguna. Hefir ríkissjóð- ur þegar lagt fram sinn hluta og skipið verður alsmiðað snemma á næsta ári. Þess þarf naumast aðgeta,að það er eitt hið mesta framfara- spor fyrir landhúnaðinn, ef unt er að koma kjöti voru nýju á erlendan markað. Við það vinst bæði það, að líkur eru fyrir betri og jafnarí markaði fyrir kjötið og eins hittj að þá má telja nokkurn veginn útilokað, að norski markaðurinn verði yfirfyltur, en yfirfylling myndi vitanlega leiða af sjer verðfall. Annars er rjett að leiða athygli að þvi, að samhliða aukinni kjötframleiðslu í Noregi, sem nú er lagt mikið kapp á þar, sýn- ist óhjákvæmiiegt fyr eða síðar, að norski markaðurinn verði of litill fyrir oss, ekki síst ef yjer aukum líka kjötframleiðsluna, sem öilum mnn koma saman um, að þurfi að veröa. Fyrir þessar sakir var það 1- haldsflokknum óblandin gleði að geta á þenna hagkvæma hátt hrundið í framkvæmd einii hinu mesla áhuga- og þrifamáli land- búnaðarins. Framsóknarmönn- um má segja það til hróss, að þeir studdu málefni þetta með atkvæðum sinum á þingi, en hjer hefir farið sem oítar, að umtalið er mest Framsóknar- megin en framkvæmdirnar í- haidsmegin. Hjer er ástæða til að leiðrjetta það mishermi, sem nýlega stóð í Tímanum, að kæliskipshugmyndin væri frá Framsóknarmönnum. Hugmynd- in mun vera frá framkvæmdar- Betri vara. PíotiÖ isl. vörur. X^segra verd. Allar þjóöir keppa að |iví að anba iðii- að sinn og iilrýma sem íyrst öllum er- lendum vörum. (i Hvað ggera ísleii<ÍIiigar *? Klv. »Álafoss« hefir fullkomnað svo dúkagerð sína með nýjum og fullkomnum vjelum, að nú geta allir góðir íslendingar verið vel klæddir í fötum frá Ála- fossi. — Verilið við »Álafoss«. Þar fáið þjer íslenska dvjka afgreidda fljótt. Peir sem fyrst panta fá fyrst af- greitt — sendið ull yðar til »Álafoss« — i band dúka og- lyppu. Talið við umboðsmenn vora. — Ef þjer náið ekki í þá — sendið okkur ull yöar vel merkta. — Sjáið sýnisborn vor og kynnið yður verðið. — Kaupum ull' hæsta verði. Klæðaverksm. s^Jafos&' Símn. ,ÁIafoss* Póstbox 404. Hafnarstræti 17 Keykjavík. v í stjóra Eimskipafjelags íslands, þótt hann til þessa hafi talið rjettara að slá henni á frest, en fyrstu framkvæmdirnar í mál- inu komu frá íhaldsmönnum á þinginu 1924 og leiddu þær til þess að nefnd var skipuð. í þeirri nefnd stóðu Framsóknar- mennirnir saman um að óska kæliskips og íhaldsflokkurinn hefir aldrei látið annað í Ijósi, enda hefir hann nú í verkinu sýnt hug sinn til málsins og raunin er jafnan ólygnust. Fyrsta framkvœmd jarðrœktar- laganna frá 1923 kom í hlut í- haldsfiokksins og samkvæmt þessum lögura hafa bændum landsins verið greiddar milli 130 og 140 þús. kr. í styrk til jarðabóta, er unnar hafa verið árin 1924 og 1925. Verður ekki annað sagt en að það sje mynd- arlega af stað farið, enda hefir aldrei fyr verið veittur nándar- nærri svo mikill styrkur tiljarða- bóta. Og við þetta mun bænd- um vaxa ásmegin til framkvæmda á þessu sviði, er þeir sjá að hið opinbera hleypur þannig undir bagga með þeim. Það sem hjer hefir verið tal- ið af aðgerðum íhaldsflokksins i landbúnaðarmálum, nægir væntanlega til þess að gera ó- merka þá kosningabrellu Tíma- manna,að íhaldsflokkurinnskeyti ekkert um landbúnaðinn. Á 2 árum hefir íhaldsflokknum heppnast að leysa að fullu og með ágætom árangri 2 hin stærstu og örlagaríkustu vandamál þessa atvinnuvegar. Erlendum tollum hefir hann fengið ljett af báð- umaðalframléiðsluvörum bænda, kjöti og ull, tollum, sem settir voru á í stjórnartið Framsókn- armanna. Hvaða flokkur annar en íhaldsflokkurinn getur sýnt slík afrek? Það mun standa á svarinu að vonum, en þótt reynt verði að hrinda þessu með orða- flaumi, inunu staðreyndirnar tala og standa sem klettur. Framhald. Meðalannara ovða- Þýska hljómsveitin kom með Lýru 1. þ. m. og dvelur til hins 17. þ. m. Eru jafaaðarmannalistarnir þrír ? Kvennablaðið 19. júni segir í grein um landskjörið að konur sjeu yfirleitt utan flokka, en »ýmsir álita þó að efsta kona listans (þ. e. kvennalistans) til- heyri Alþýðuflokknum« bætir blaðið við. Það treystir sjer ekki til þess að mótmæla því að svo sje, enda er það alkunnugt að Bríet Bjamhjeðinsdóttir hefir fylgt jafnaðarmönnum við allar kosn- ingar hjer í Reykjavík á síðari árum. Fyrir skemstu rjeðist cand, jur. Jón Steingrímsson (sem er jafnaðarmaður) allhart á flokks- bróður sinn Erling Friðjónsson i Akureyrarblaðinu »íslendingi«. Veittist hann meðal annars að E. F. fyrir það, að undir for- ustu hans- hefðu jafnaðarmenn á Akureyri aldrei haft mann- dóm í sjer til þess að hafa mann í kjöri úr sinum hóp við þingkosningar. Hverju svaraði E. F. ? Hann mælir þessumorð- um til J. S. í Verkamahninum 10. apríl þ. á.: »Pjer vitið ekki einu sinni, að M, J. Kristjánsson var boðinn hjer fram við siðustu þingkosn- ingar af gftrstjórn Alþgðusam- bands íslands, en ekki af sam- vinnumönnum. Má vel vera að M. J. K. láti minna gfir sjersem jafnaðarmaður, heldur en þjer gerið um gður sjálfan, enn sem komið er, heftr starf hans sem jafnaðarmanns orðið landi og Igð öllu happadrggra en gðar starfn. Og 18. maí segir í ritstjórn- argrein í Verkamanninum • »Einnig mun »Verkamaður- inn« spara sjer umræður um Framsóknarlistann. Maðurinn sem þar er efstur (þ. e. á Fram- sóknarlistanum) stendur mjög nærri jafnaðarmönnum, eins og allir óviltir framsóknarmenn, en þar sem annar flokkur hefir tekið hann á lista sinn, virðist Kaupið að eins Pram- jf :J & Kon- leiðsla ' ^^^ ¦ ung"a bestu Golden Guineadrykk" vín- hjeraða Frakk- lands. Reynid og sacnfærist* óþarfi fyrir Alþýðuflokksmenn að fara yfir á þann lisla með atkvæði sín, þar sem vissa er fyrir að flokkurinn, sem að list- anum stendur, er viss með efsta manninn, hjálparlaust«. 10. aprll kallar E. Fr. Magn- ús Kristjánsson jafnaðarmann — 18. maí, eftir að M. K. hefir hlotið efsta sæti á lista annars flokks, segir Verkamaðurinn að hann standi »mjög nærri« jafn- aðarmönnum, og bætir við á- nægjuorðum yfir þvi, að nú eigi að brúka Framsóknaibændurna til þess að koma jafnaðar- manni á þing — og geti flokks- bræður hans því snúið sjer að því einhuga að koma öðrum jafnaðarmanni að, Jóni Bald- vinssgni. En Tíminn — hvers vegna segir hann Framsóknarmönnum ekki frá því, að M. K. hafi verið í kjöri af hálfu jafnaðarmanna við síðustu kosningar — og standi þeim enn »mjög nærri?« Maður skyldi þó halda, að það stæði næst stuðningsblaði M. K. að skýra rjett frá stjórnmála- skoðunum hans. Kurt Lubinsky blaðamaður við Vossische Zeitung og fleiri Berlín- arblöð er hér staddur um þess- ar mundir til þess að kynnasl Iandí voru, þjóðhögum og menn- ingu. Hefir hann áður víða far- ið um Evrópu og ritað um ferðir sínar. Kom hann fyrst til Aust- urlands, hé t norður um land: og mun ferðast héðan austur í sveitir. Sigurður Sigurðsson búnaðar- málastjóri hefir látið af stööu> sinni. Metúsalem Steíánsson ráðunautur hefir verið settur úl þess að gegna stöðunni. Katrín Thoroddsen, sem verið^ hefir læknir í Flatey, er flutt hing- að til bæjarins og sest hjer að.. Er ungfrúin sérfræðingur í barna- sjúkdómutn. Henry Erichsen heitir norskur harmonikuleikaii sem heldur hljómleika hér í bæ um þ<sssar mundir. Leikur hann á hljóð- færi sitt af frábærri Ieikni og er hinn skemtilegasti. Pó eru óþol- andi hinir klúru tilburðir hans er hann leiknr danslög. Oýrasýning er hér í Bárubúð um þessar mundir og halda hana erlendir farandtrúðar. Sýnd- ar eru hvitar mýs japanskar, skjaldbökur, apar, slöngur og rússneskur björn. Aparnir og björninn leika ýmsar listir. Börn skemta sér dátt á sýningunni, fullorðnir lika. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.