Vörður


Vörður - 19.06.1926, Síða 1

Vörður - 19.06.1926, Síða 1
Ritstjóri og ábyrgð- armaður Kristján Alberíson Túngötu 18. VORÐUR 0 Utgefandi: MiÖstjórn íhaidsflokksins. Afgreiðslu- og inn- heimtumaður Ásgeir Magnússoti kennari. IV ár. Reýkjavík 19. júní 1926. 36. blaö. Bankamálin á þ ngi 1926. Eftir Jón Þorláksson. íslenskir glímnmcnn í Dnnmörkn. Islenski glímuflokkurinn, sem um þessar mundir feröast um Danmörku og sýnir list sína, hefur hlotið hinar ágætustu viðtökur bæði í blaðaskrifum og hjá almenningi. Dást blöðin mjög að fegurð glímunnar og fræknleik íslendinganna. Heflr flokknum verið boðið í margar skemtifarir, m. a. til Himmelbjærget og Möens Klint. Miklu víðar hafa þeir verið beðnir að glíma, en þeir geta komist yfir. Myndin er tekin á skiþsfjöl við kotnu flokksins til Hafnar. Yst til vinstri stendur Jón Porsteinsson, sem hefur æft flokkinn og stjórnað sýningum hans, en sá er ber höfuð yfir hiua félaga sína er Sigurður Greipsson glimukonungur. Tilgangur bankastarfseminnar. Tilgangur bankanna í hverju þjóðfjelagi er nú á tímum tvenskonar: 1. Að sjá atvinnurekendum, fasteignaeigendum og öðr- um athafnamönnum fyrir nauðsynlegu Iánsfje. 2. Að halda uppi gildinu á gjaldeyri landsins. Hið fyrra verkefnið rækja bankarnir með því: a. Að taka við innlánsfje landsmanna og lána það út aftur, þ. e. gerast milliliðir milli þeirra manna i land- inu, sem hafa fje afgangs og vilja ávaxta það án þess að leggja það sjálfir í atvinnu- fyrirtæki, og hinna, sem vilja fá fje að láni til atvinnu- rekstrar eða annars. b. Að draga til sin erlent fje og verja því til útlána. Hið siðara vei-kefnið, að halda gjaldeyri landsins i gildi, er leyst af hendi með margþættum ráðstöfunum, þar á meðal hækk- un og lækkun forvaxta, aðhaldi eða tilslökun um útlán, minkan eða aukningu á seðlaveltu, eftir því sem ástandið iitheimtir, en úrslitaþátturinn í þessum ráð- stöfunum er allsstaðar og ávalt sá, að halcla uppi verzlun með erlendan gjaldeijri i landinu. Á venjulegum tímum þýðir þetta, að halda gjaldeyri landsins í gildi, sama sem að halda honum i lögnrællu gnllgildi, hjer t. d. sama sem að kaupa og selja hvert sterlingspund á kr. 18.16 eða því sem næst. — Á lág- gengistímum, þegar gjaldeyrir landsins einu sinni er fallin, er verkefnið það að verj- ast gengissveiflum, eða þá að ýta undir hækkun í áttina til löglegs gullverðs, ef svo hefir verið ákveðið. Nú sem stendur er t. d. gjaldeyri þessa lands haldið í föstu en þó ekki löglegu gildi, með því að kaupa og selja hvert sterlingspund á rúmar 22 kr. Ef gjaldeyrisverslunin er rekin þannig, að verð á sterl- ingspundum færist t. d. í 24 kr. þá er islenskur gjaldeyrir þar rneð fallinn i gildi f^rá því sem nú er (úr Sl1/^ í 76 gullgilda aura). Gjaldegrisverzlunin er á- valt sá vigvölliir, þar sem úr slcer lwort hepnast eða mistelcst að halda uppi gildinu á gjaldegri landsins. Seðlainndráttur, for- vaxtahækkun og aðhald um út- lán geta verið nauðsynlegar und- irbúningsráðstafanir til þess að vinna sigur á þeim vígvelli, en koma að engu haldi ef ekkí er hugsað um að halda uppi sjálfri gjaldeyrisvefzluninni. Verkaskifting. f öllum ríkjum Norðurálfu vestan Rússlands og i flestum ríkjum utan álfunnar hefir kom- ist á alveg ákveðin verkaskifting milli bankanna. I hverju ríki er einn seðlabanki, sem hefir það aðalverkelni að halda uppi gjaldeyri landsins. Alstaðar er seðlabankinn annaðhvort ríkis- eign eða bundinn rikinu með sjerstökum samningi (sjerleyfi). Allir aðrir bankar og peninga- stofnanir í landinu eru svo eign einstakra manna og fjelaga, enginn þeirra rikiseign, og þeir inna í sameiningu af hendi hitt verkefnið, að sjá landsmönnum fyrir lándsfje. Þessi verkaskifting á sjer sögulegar rætur, hefir myndast smámsaman eftir því sem bankarnir fjölguðu í hverju landi. Annarsvegar stendur seðlabankinn, annaðhvort rík- iseign eða bygður á sjerstöku leyfi ríkisins, hinsvegar einka- bankarnir allir að meðtöldum sparisjóðum, er starfa sam- kvæmt ákvæðum ahnennrar löggjafar um bankamál. Ekkert ríki i Norðurálfunni, utan Rússlands, rekur nfeinn banka hliðstæðan einkabönk- unum, þ. e. almennan viðskifta- banka. Ástæðan er sú, að öll- um er ljóst að rikisrekstur og einkastárfsemi á þessu sviði geta ekki þrifist saman. Tilvera einkabankanna byggist ein- göngu á getu þeirra til þess að draga að sjer innlánsfje. Ef ríkisstofnun er starfandi við hliðina á þeim, sem byggir sina tilveru á hinu sama, þá er alt of hætt við að þegar kreppu- tímar komi og menn alment ótt- ast að einkabankar og spari- sjóðir kunni að tapa, þá streymi innlánsfje út úr þessurn bönk- um og inn í þann ríkisbanka, sem hefir eiganda sinn að bak- hjarli og þess vegna er álitinn að hjóða betri tryggingu fyrir innlánsfje. Þetta mundi hæg- lega geta orðið einkabönkunum að falli, það er að minsta kosti svo hættuleg_ tilhögun, að hvergi nokkursstaðar hafa menn þorað að taka hana upp. Alt öðru máli er að gegna þó ríkið eigi og reki sjálfan seðlabanlcann. Honum er sum- staðar bannað að greiða nokkra vexti af innlögum, og þar sem það er leyft, þá er heimildin noluð með slíkri varúð, að hin- um bönkunum getur engin hætta af því stafað. Óvenjulegt ástand. Hjer á landi var alveg einstök tilhögun á þessurn málum árin 1904—21 og er að nokkru leyti enn. Ríkið átti og rak banka, Landsbánkann, sem ekki var seðlabanki, heldur hafði á hendi starfsemi alveg hliðstæða einka- bönkum annara landa. Hinsveg- ar var hjer seðlabanki, ís- landsbanki, sem var og er lilutafjelagseign. Samkv. leyfis- brjefi íslandsbanka átti þetta að standa svona til ársloka 1933. I rauninni höfðu báðir þessir bankar ríkið að bakhjarli, Lands- bankinn sem eiganda og Is- landsbanki vegna seðlaútgáf- unnar. Árið 1921 var íslandsbanki svo aðþrengdur af fjárkreppu þeirri, er þá gekk yfir, að nauð- syn þótti á því að ríkið veitti honum sjerstakan stuðning. Var þetla gjört með þvi að láta hann fá til umráða um 280 þús. sterlingspund af enska lán- inu frá 1921. En jafnframt var tækifærið notað til þess að setja honuin ný skilyrði um inndrátt seðla, og skyldi hann mega hafa úti 8 milj. kr. i októberlok 1922, en draga siðan inn 1 milj. kr. árlega þar til veltan væri komin niður í 2% milj. kr., og þar eft- ir jafna upphæð árlega til 1933. Tilætlunin var sú, að hann jafn- framt minkaði útlán sin sem inndrættinum næmi, en 1922 var ákveðið að Landsbankinn skyldi setja í umferð seðla í staðinn eftir þörfum, og var þá hugsunin væntanlega sú, að til- svarandi upphæð útlána eða við- skifta færðist árleg frá íslands- banka til Landsbankans. Reynsl- an hefir sýnt að þetta var elcki íramkvæmanlegt, sem síðar verður að vikið. íslandsbanki hefir ekki minkað útlán sín sem seðlainndrættinum nemur, held- ur hefir hann yfirleitt haft til- svarandi upphæð að láni frá I.andsbankanum. Það er ekki eins auðgert og menn hjeldu 1921 að draga inn útlán og færa sömu viðskiftin á skönnnum tíma yfir i annan banka. Lánsfjárþörf atvinnuveganna. Þingið 1925 hafði báðar hliðar bankamálanna til meðferðar. Lánsfjárþörf atvinnuveganna hér á landi hefir farið hraðvax- andi siðari ár, vegna niikils vaxtar, einkum á sjávarútvegin- um. Hinsvegar hafa báðir bank- arnir orðið fyrir miklum töp- um, og fjármagn þeirra m. a. þess vegna engan veginn farið vaxandi að sama skapi og láns- fjárþörf atvinnuveganna. Þingið afgreiddi tvenn lög, sem miða beinlínis að því að bæta úr lánsfjárskortinum. Löggjafar- valdið getur auðvitað ekkert gjert til þess beinlínis að auka innstæðufje landsmanna sjálfra. Það getur einungis greitt fyrir þvi að erlent lánsf je fáist hingað. í fyrsta lagi voru sett lög um framhald á Veðdeild Landsbank- ans, heimilað að stofna nýja flokka. Með breytingum frá eldri löggjöf um veðdeildina var reynt eftir því sem unt er að tryggja það, að lánin úr hinum nýju flokkum þurfi ekki að sæta eins miklum afföllum og verið hefur undanfarið. Ennfremur var stjórninni heimilað að taka alt að 3 milj. kr. lán erlendis til kaupa á veðdeildarbrjefum. Þetta hefir verið gjört áður (1909) og reynst alveg áhættulaust og koslnaðarlaust fyrir rilcissjóð. Að vísu er sem stendur bæði pen- ingaekla og háir vextir í nálæg- um löndum, og því erfitt um hag- stæð lán, en þetta er þó sem stendur álitlegasta leiðin til að fá hingað erlent fje í fasteigna- veðlán, og vonandi að árangur verði af. I öðru lagi voru sett lög sem heimiluðu stjórninni að veita ýms hlunnindi nýjum banka, ef stofnaður yrði, og áskilið hluta- fje minst 2 og mest 6 milj. kr. Ekkert verður enn vitað um hvort þetta ber tilætlaðan árang- ur, en tilraunir eru þegar byrj- aðar til þess að hrinda slikri bankastofnun í framkvæmd. Ekki verður annað sjeð en að þingið hafi með þessum tveim- um lögum gjört það sem fært er að svo stöddu til þess að bæta úr lánsfjárþörf atvinnuveganna. Seðlaútgáfa og lánsfje. Hjá einstaka manni hefir orð- ið vart við þá skoðun, að með einhverri sjerstakri og nýrri skipun á seðlaútgáfunni mætti auka lánsfje það, er landsmönn- um stendur til boða. Þetta er misskilningur. Úr seðlaútgáfu getur aldrei sprottið upp annáð eða meira lánsfje en það, sein nemur seðlafúlgu þeirri sem úti er, að frádregnum gull- forða þeim, sem geymdur er henni til tryggingar. Seðlaveltan er nú nálægt 8 milj. kr. að með- altali yfir árið, og þar til ætli að svara gullforði nálægt 3 milj. kr., og lánsfje frá seðlaveltunni

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.