Vörður


Vörður - 26.06.1926, Blaðsíða 3

Vörður - 26.06.1926, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R 3 «0000000000000000000000» O " O VÖRÐUTft kemur út o á laugardögum. Ritstiórinn: Kristján Albertson Túngötu 18. Simi: 1961. I I o o Q O O Afgreiðslan: g O Laufásveg 25. — Opin Q § 5—7 síðdegis. Sími 1432. g O V e r ð : 8 kr. árg. O O Ojalddagi 1. júli. § «00000000000000000000000 Þessi aðferð, að þora ekki að beina andmælum sínum til stjórnar Búnaðarfjel. Islands, sem kveðið hefur upp dóminn yfir Sig. Sig., en ráðast í þess stað á eitt af blöðunum, fyrir að hafa birt þingskjal þar sem drepið vai* á skýrslu stjórnar- innar — þessi aðferð er að vísu nýstárleg, en mun þó vart þurfa skýringar. „Þór“ hefur tekið 21 togara við landhelgisveiðar frá áramót- um. ‘Síldareinkasalan. Atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytið hefur tilkynnt, að æinkasöluheimildin í lögum um sölu á síld o. fl. frá 15. f. m., verði ekki notuð á yfirstandandi ári. Frú Sigríður Eggerz, móðir Sigurðar Eggers banka- stjóra og þeirra systkina, andað- ist 10. þ. m. á heimili tengdason- ar síns, Ólafs Thorlacius læknis á Búlandsnesi við Djúpavog. Guðmundur Thoroddsen prófessor var kosinn háskóla- rektor fyrir næsta ár á háskóla- ráðsfundi 17. þ. m. Ragnar Ólafsson og frú hans hjeldu hátíðlegt silfurbrúðkaup sitt 18. þ. m. og gáfu þá 1500 krónur til Heilsu- hælis Norðurlands. Jónas Kristjánsson hjeraðlæknir Skagfirðinga. (Iívæði þetta, eftir Friðrik Ilansen kennara á Sauðárkrók, var flutt í samsæti l>ví er Skagfirðingar hjeldu lækni sinum 6. jan. í vetur). Gall í fornu gylfaliöllu guðafagur háttur Braga. Hlýddi l>jóð er hátt i kvæði hrundi mál af bergi sálar. Ungur bar á örva tungu Islendingur liáttinn slyngan. Hróður flutti og liyggin fræði harla skjótt fyrir kóng og jarli. Kært er mjer ef kynni gerla kvæðalag að liáttum Braga Láta vaka — lífi kvika ljúflings minni, þessu sinni. Hylla í ljóði hjeraðsstilli, heiðursgestinn okkar mestan herjandann á heimskar fyrrur, hreystimann sem veikur treystir. Fylkiskvæði fyrri tlða festu afreksmerkin mestu. Drupu blóðug lönd, en lýða leyndust streymdu tárin gleymdu. Iljer skal afrek hærra bera. Hjer má líta víking ítran vopndjarfan í vörn og sóknum, vega fár en eyða tárum. Hremmast brjóst er lielja grimmist lierjar land með ógnar brandi. Jarðarlífi öllu yfir einatt hlakkar dauðinn blakkur. Fast stóð hjer er feigðin geystist frækinn læknir djarfur og sækinn. Hallaði títt á liel og kvilla, lirökk á flótta kvöl og ótti. Hlaust þú títt i heljarróstum livössum vígri fagra sigra. Unnið hefirðu illri venju ærið tjónið kæri Jónas. Til að hlynna tápi og menning tökum föstum greipstu rökin. Tískan heimska títt í háska tryllir færri l>ví og villir. Þýðar vildi jeg þessu kvseði þakka störfin mörgu og þörfu, þrótt og kjark að hetju hætti hærra mið i vorum siðum. Bjarta vorið hlessun færi brautryðjanda úr mörgum vanda. Gamli fjörðurinn geymi I heiðri göfan dreng og muni lengi. Heill sje þeim er hrekur villu liylli þeim sem raunir stillir. Blessun fylgi brandi hvössum böli mót og sárum kvölum. Stöndum bræður upp til efnda eftir minnið drukkið inni. Vel að fylgja vitru máli veit jeg mest að heiðra gestinn. Friðrik Hansen. Missagnir Margeirs Jónssonar. i. í*að er varla hægt að komast hjá því að skifta enn orðum við safnanda Stuðlamála, þótt leiðinlegt sje að eltast við mis- sagnir hans og útúrsnúninga. Margeir Jónsson svalar hinu lakara eðli sínu í 22. tbl. Varð- ar. Er Margeiri það skaði, hve litla stjórn hann heíir á sjálfum sjer. Inn betri maður hans verð- ur að lúta þar í lægra haldi. Andi hans er ekki sembestsjá- andi. — Margeiri er óljúft að fallast á það, að einu atkvæði sje aukið í ljóðlínunni: »Finna í stríði bætur«. Nú ætti Margeir að vita, »ð í þessari Ijóðlínu áttu að vera sex atkvæði, en ekki sjö. Einu atkvæði er aukið. Retta sjá þeir, sem ekki er sjónarinn- ar varnað. En ský á andans augum Margeirs meina honum að sjá þetta, nema hrokinn banni honum að snúa frá villu sinni. Og er hvorttveggja alltítt. þegar Míirgeir kemst í rök- þrot, gripur hann hiklaust til ósanninda. Hann kveður mig telja stef Sigurðar Grimssonar hámark braglistar. Rað hefi jeg aldrei gert. Þegar jeg tilfærði stef Sig- urðar, ætlaði jeg að sýna, að verðmæti væru 1 »hinni grugg- ugu skáldelfi« síðari ára. Og til þess ljet jeg nægja þaustef, sem jeg birti. Og stef Sigurðar Gríms- sonar er fagurt, þótt rímið gæti nákvæmara verið. Margeir segir mig telja gott hjá Sigurði það sem jeg víti hjá Kristjáni. En þarna er hallað rjettu máli. Aldrei sagði jeg stef Sig- urðar gallalaust, en Margeir taldi vísu Kristjáns gallalausa. II. Þessa stöku birti jeg í fyrri ritgerð minni: Ljóðum hinua líka af lengjast vonir mínar; vorið engu einu gaf allar raddir sínar. St. G. St. En svo óvandaður er Margeir, að hann segir: »— en þetta tel- ur Hallgrímur fagurt dæmi glæsi- legrar hástuðlunar 1« — Allir þeir, sem greinina lásu, hlutu að sjá, að jeg vakti eftir- tekt lesenda á því, að hjer væri undantekning frá hástuðlun. Athugasemd mín var þannig: »Engu vorið eínu gaf — var há- stuðlun«. Og þar að auki vakti jeg enn athygli lesandans á þessu, að stefunum loknum. Gerði jeg það með þessum orðum : »AIt er þetta hástuðlun, og endarím nákvæmt, nema St. G. stakan«. Retta læst Margeir ekki sjá. Lætur hann drenglyndið þoka fyrir hinu illa eðli og selur sóma sinn við litlu verði. f*á fer Margeir vísvitandi með rangt mál, þegar hann birtir rimleysu þá, er jeg sýndi sem dæmi þess, að ekki myndi hún fleyg verða, af því að hún fjelli ekki í stuðla. Snýr Margeir þar ýmsu öfugt og lætur sig litlu skifta, hvort hann fer með rjett mál eða rangt. Loks hefir Margeir það eftir mjer, að jeg hafi ritað »Stuðla- máladóminn« stökunum til vansa. Sjá allir, sem lesa fyrri rit- gerð mína, hve óráðvandlega Margeir fer með orð mín. Og er litt skiljanlegt, hve kennir hjer mikillar fávísi og lítillar góðgirni. Siðuðum mönnum þykir ó- sæmilegt að ljúga sjer til máls- bóta. En Margeir gerir sig að margföldum ósannindamanni í þessari grein sinni. Ekki tekst Margeiri sem best, þegar hann fer að leiðbeina mjer og benda mjer á hástuðlaða visu. Hittir hann þá á stöku, sem er svo gölluð, að ekki var hægt að benda á hana sem ágærtis- visu, þótt hástuðluð væri.Fjórða ljóðlinan er mjög gölluð, ogvar stöku þeirri ekki skiftandi fyrir lágstuðlaðan seinni hluta vísu þeirrar, sem jeg birti. III. Þá víkur nú sögunni að mál- vendni Margeirs. Ekki vantar hann viljann til þess að rýra visu þá, sem jeg birti eftirMatt- hias og sagði gallalausa. Enget- an er viljanum nokkuru minni. Ressi visa Matthíasar var ein af þremur, er jeg birti. Lauk jeg lofsorði á vísurnar í heildsinni. Og standa þau orð mín óhrak- in enn. Munu þau og gera það þótt vísurnar sje aðgreindar og dæmdar hver í sínu lagi. Vísa Matthíasar er tekin úr visunum: Merkisþorskurinn. Er hún þannig: Sje jeg þú viö sólu ber - seta mun ei boðin, — mikið dekur mannsins er með hin nýju goðin! »Sje jeg þú við sólu ber« er gott og gilt mál. »Veitk það sjálfr í syni mín- um vasa ills þegns efni vaxiðff, segir Egill í Sonamissi. Rað væru spjöll, ef hnoðað væri »að« inn í þessa ljóðlínu Matthíasar og þetta stef Egils. »Seta mun ei boðin« er per- sónulaus setning, rjett mál og rammíslenskt. lcenslustunda voru ýmsar hand- iðnir kendar og handavinna, unnið að garðvinnu og farið í ýmsa leilci. Og nokkra tíma á dag lágu börnin í leguslcála. Hjúkrunarlcona frá stöðinni mældi hita barnanna tvisvar á dag og eftir ástandi þeirra rað- aði hún niður deginum fyrir hverju þeirra, hvernig slcyldi varið tímanum til lcenslu, hann- yrða, leilcja og útilegu. Þar voru þrennskonar börn: Þau, sem frískust voru, sem nutu 6 lclst. kennslu eins og í venjulegum harnaskólum, þar næst voru veiklaðri börn er að- eins fengu 4 stunda lcenslu, og loks þau lölcustu, sem aðeins fengu 2 tíma tilsögn eða minna. Ef börnin þurftu vegna sótthita að seridast heim, leit hjúkrunar- konan eftir þeim þar. Stöðvarlælcnirinn kom tiF skólans tvisvar í vilcu, en hafði daglega viðtal við hjúkrunar- konuna. Barnakennararnir (bæði konur og lcarlar) sýndu hinn mesta áhuga fyrir starfi sínu. ■Jeg sá börnin bæði í kenslutím- únuin og við leiki og vinnu í skólagarðinum. Það var gaman a®sjá hvað drengirnir voru öt- ulir að hlúa að lcartöflum sín- um og reita arfa í rófugarði sin- um. Skólinn starfar bæði sumar og vetur, en lcenslútímar eru færri á sumrin og þá eru þau börn sem frískust eru send til slciftis upp í sveit í álcveðna sumarbú- staði. Þegar börnin útskrifast sem læknuð, eru þau enn um hrið undir eftirliti stjórnarnefndar- innar (The School Care Com- mittee), sem sleppir ekki af þeim hendi fyr en öllu er óhætt. Því verður varla með orðum lýst, hve vel var sjeð um öll þessi fátæku sjúku börn. Allra hestu meðferð berlcla- veikra, sem jeg sá á Englandi, var þó sú er jeg sá í Papworth Colony í Cambridgeshire. Það er sveitaþorp, sem eingöngu er ætlað berklaveilcum fjölslcyld- um. Hver fjölslcylda hefir sitt eigið hús (Villa) með einbýlis- herbergi fyrir sjúklinga, eða sjúklingarnir eru látnir liggja bæði vetur og sumar úti í dálitlu lystihúsi í trjágarðinum. Það eru 80 slilc heimili i þessari ný- lendu. Best þótti mjer það, að sjúlclingarnir fá að vinna eftir getu, sumir alt að 6 klst. á dag. Jeg sá einn sjúkling, sem verið hafði á heilsuhæli og sjúkrahúsi í 6 ár, nú vinnur hann 6 tíma á dag og getur unnið fyrir fjöl- skyldu sinni. Þar eru margskon- ar vinnustofur. Sjúklingum er þar lcomið niður eftir því sem kraftar þeirra og hæfileikar leyfa: Þar eru snikkarar, timb- urmenn, söðlasmiðir, bókbind- arar, klæðskerar o. s. frv. — og þar er verslun, bólchlaða, brauð- gerðahús, pósthús, stórt hænsna- hús, jarðrælctarstöð o. fk, sem sj úklingar eingöngu hirða um. Þeir byggja sjálfir hús sín að því undantelcnu, að þeir eru undanþegnir grjótvinnu og öll- um erfiðum aðdráttum og þungavinnu. Á laugardögum er vinnustof- unuin lolcað kl. 12, og um eftir- miðdaginn er tímanuin varið til útileilcja (sport). Ógift fólk býr í smáhúsum í garðinum, en lief- ur sameiginlegar borðstofur og samkomuskála við hina. I nýlendunni er bæði spítali og heilsuhæli, fagur trjágarður, kirlcja, leilchús og kvilcmynda- hús. Næstum allir sjúklingarnir hafa smitandi uppgang frá brjósti, en er kend öll varúð til að tsýkja ekki aðra — og sjest árangurinn af þeirri kenslu í því, að í þau 8 ár, sem nýlendan hefir starfað hefir ekki komið fyrir að afsýking ætti sjer stað. Sem stendur eru 85 heilbrigð börn innan um þetta berklaveika fólk, og eru öll við góða heilsu og áhugasöm í skátafjelagsskap sínum. Enginn sjúklingur má fara út fyrir nýlendutakmörkin án leyf- is vfir læknisins. Ánægjulegt fanst mjer að at- huga daglega starfið í þessari sjúklinga-nýlendu. Hjer er sam- ankominn hópur manna, sem alt eru sjúklingar — margir þungt haldnir — en allir ánægðir og glaðir fyrir það, að þeim er leyft að hafa ofan af fyrir sjer við störf, sem kraftar þeirra eru færir um að leysa af hendi til þess að þeir geti orðið nytsamir meðlimir mannfjelagsins og þurfi ekki að vera sveit sinni til byrði. Það er öðruvísi en i Dan- mörku, þar sem þvínær ómögu- legt er að útvega berklaveikum vinnu. Enginn vill hafa þá í. þjónustu sinni, og fyrir stöðug vonbrigði þróast hjá þeim beiskja, þunglyndi og vonleysi. Og fjöldinn af þeim, sem á margan hátt getur unnið og að miklu leyti sjeð fyrir afkomu fjölskyldu sinnar, eiga þann eina útveg að yenjast iðjuleysi (heilsuhælis-kúrlífi) og að lifa upp á sveitarreikninginn og verða landsómagar“. Vjer íslendingar getum sann- arlega tekið undir með dönsku hjúkrunarkonunni, að þrátt fyr- ir sjúkrahús og heilsuhæli erum vjer enn litlu nær að bjarga mörgum berlclasjúklingum frá skipbroti þó svo eigi að heita að þeir enn haldist á floti. Sem bet- ur fer hefir nú þing og stjórn hafist handa til að bæta úr þessu með því að undir búa stofnun hressingarhxlis austur i Ölfusi. Jeg gislca á, að enn sje það engum orðið ljóst hve stórt þetta hressingarhæli þurfi að vera til að fullnægja öllu land- inu. En áður en það verður á- kveðið væri gott að telcið væri til íhugunar hvort ekki væri heppilegra að haf tvö lítil hæli heldur en eitt stórt — og hafa annað þeirra syðra en hitt á Norðurlandi. Og dettur mjer þá í hug að hentugt væri að sameina hið siðara við hið fyrirhugaða Heilsuhæli Norðurlands í Ivrist- nesi. Jeg er sannfærður um, að með því móti gæti þetta nýja hæli orðið til enn meira gagns en ella.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.