Vörður


Vörður - 26.06.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 26.06.1926, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R »Er ekki til setunnar boðið«, segir gamli málshátturinn. »Mikið dekur mannsins ermeð hin nýju goðina svarar til þess- ara alkunnu orðatiltækja í ís- lensku máli: »Mikil eru lætin með nýja prestinn !« eða »Skárrri eru það lætin með barnið«. Matthias notar hjer nafuorðið dekur, en ekki sögnina að dekra. Það er Margreir, sem segir »að dekra með«, en ekki Matthias. Pá er komið að tvöfalda grein- inum. Snildarsetningin sem höfund- ur Grettissögu lagðiAtlaí munn: »Þau tíðkast in breiðu spjótin«, hefir nú lifað allar þessar aldir síðan Grettissaga var skráð. Og hvers vegna skyldi hún hafa lifað, og hví skyldi hún lifa enn á vörum þjóðarinnar? Líklega er það vegna þess, að hún hef- ir haft til sins ágætis nokkuð. Matthías heldur velli. Hann er kunnugur i ríki andans. Og þéssi listrimaða smástaka lætur hann ekki án vitnisburðar. — Þarft verk og gott vinnur Mar- geir Jónsson, ef honum tekst svo vel að safna stökuminæsta hefti Stuðlamála, að hver ein- asta vísa taki fram þessari Matt- hiasar stöku, sem Margeiri þyk- ir svo mjög málgölluð! — Bíðum nú og sjáum hvað setur.------ IV. I*að er mjer gleðiefni, að Mar- geir tjáir sig nú rímlist hlyntan og að hann hvetur skáldin til að »vanda vfsnasniðið«. Vona jeg hann sýni það í verki, hve mikils hann metur braglist og formfegurð. Mun nú óhætt að búast við góðum stökum í næsta Stuðlamálahefti. þá fer Margeir hlýlegum orðum um sjálfan sig í grein sinni, og skal jeg ekki fjölyrða um það. Hann hefir sjálfsagt unnið eitthvert gagn um dagana, en hann virðist ekki hafa tamið sjer að þræða nákvæmlega götu sannleikans. En það þyrfti hann að gera. Tel jeg mjer skylt að stuðla að því, að hann reyni að venja sig af ósannsögli sinni, þvi að hún skaðar bæði hann og aðra. Skal jeg þess vegna benda hon- um á vers, sem komið gæti honum að gagni. I>að er eftir Hallgrim Pjeturs- son. Ræð jeg Margeiri það ráð að hugleiða vers þetta kvelds og morgna, næstu tugi ára. Mun þá varla hjá því fara, að sann- leiksást hans vaxi, ef ekki er út af brugðið ráðinu. En vers- ið er þannig: Hirt’u aldrei, hvað sem gildir, aö hsetta á ósatt mál, hvort verja’ eöa sækja vildir; veröur það mörgum tál; munnur sá löngum lýgur, frá lukku og blessun hnígur; hann deyöir sina sál. Hallgrimur Jónsson. Aths. Þeir Margeir Jónsson og Hallgr. Jónsson hafa nú ritað tvær greinar hvor um »Stuðla- mál« í Vörð og er deilu þeirra nú lokið hjer í blaðinu. Páll ísólfsson leikur í fyrsta sinni á nýja orgelið í Fríkirkj- unni kl. 9 annað kvöld. 9 Heildsala. V. B. K. Smásala. Verslunin hefir nú fyrirliggjandi mikið úrval af fjölbreyttum og vönduðum, mjög ódýrum "V eínadarvörum JPappír og ritf öngum allsk. Leður og skinn og flest tilheyrandi skó- og söðlasmíði. Conklfns lindarpennar og Vík- ing blýantar. — Saumavjelar handsnúnar og stfgnar. I Vegna hagstæðra innkaupa og verðtolls- lækkunar eru vörurnar mjög lágt verðlagðar. IPantanir afgreiddar ura alt land gegn póstkröfu. Pólland. Herferð Pilsudskis til Varsjár og brottrekstur stjórnarinnar var auðvitað stjórnlagarof. En siðan hefir hann reynt að löghelga framferði sitt með þvi að láta þingið kjósa nýjan forseta og með þvf að láta mynda stjórn sem hefði þing-meiri-hluta að baki sjer. Á sama hátt reynir hann nú að fá þingið til þess að samþykkja þá stjórnarskrár- Moscicki forseti Póllands. breytingu, sem hann telur nauð- synlegt, að nái fram að ganga. Höfuð-breytingin er sú, að for- setinn fái rjett til þess að rjúfa þing, og enn fremur frestandi neitunarvald gagnvart þingsam- þyktum. Enn fremur á stjórnin að fá einskonar löggjafarvald, þegar þingið ekki situr á rök- stólum, þó þannig, að það verð- ur eítir á að fallast á lagaboð stjórnarinnar. Um fjárlögin er þess krafist, að þingið eigi að samþykkja þau f siðasta lagi 4 mánuðum eftir að þau hafa verið flutt. Ef þingið ekki gerir það, verður frumvarp stjórnar- innar að lögum. Allar þessar kröfur bera nokk- urn keim af fascisma, enda er talið, að jafnaðarmenn, sem styrktu Pilsudski til þess að gera byltinguna, eigi bágt með að fallast á þessar stjómarskrár- breytingar. Staða Pilsudskis er örðug. Hann hefir brotist til valda með stuðningi hersins og jafnaðar- manna, en hætt er við að örð- ugt reynist að stjórna svo að báðum aðilum líki. Fjárhagur Póllands er bágur og Pilsudski hefir krafist sparnaðarráðstafana. En hvar á að spara? Það hefir t. d. verið talað um að lækka laun járnbrautarmanna. En leyfa jafnaðarmenn það? Þá hefir og verið stungið upp á þvi, að spara útgjöld til hersins — en hvað segir hann við því? Síðustu fregnir herma, að þingið neiti að samþykkja stjórn- arskrárbreytingar Pilsudskis og er búist við því, að stjórnin slíti þingi og taki sjer alræðisvald. Enn fremur er símað, að Pilsudski hafi vikið úr embætti öilum hershöfðingjum, sem hafi veitt honum mótspyrnu í bylt- ingunni. Tyrkland, Komist hefir upp um samsæri um að myrða Kemal pasha, og voru merkir Tyrkir við það riðnir. 25 þingmenn úr and- stöðuflokkum Kemal pasha voru handteknir vegna gruns um þátttöku. Stjórnarskifti íSvíþjóð. Sænska jafnaðarmannaráðu- neytið, sem sitið hefir við völd siðan í jan. 1925, varð að lúta í lægra haldi við atkvæða- greiðslu um skipulag vinnu- leysisstyrkja í Neðri deild þingsins um mánaðarmótin og sagði þegar af sjer. Annars hefir ráðuneytið stuðst við minnihluta deildarinnar og oft áður farið halloka í atkvæða- greiðslum, en í þetta sinni þótti stjórninni ekki fært að sitja áfram. Flokkaskipunin í deildinni er þannig: 104 jafnaðarmenn, 65 hægrimenn, 23 bændaflokks- menn, 33 frjálslyndir og 5 kommunistar. Foringi frjálslynda flokksius, Ekmann, myndaði nýju stjórn- ina. Hann er talinn duglegur og fær stjórnmálamaður, en nokkuð þur og ófrjór. Er ráðu- neyti hans ekki spáð langlifi. I’ýskaland. Á mánudaginn fór fram þjóð- aratkvæði um það, hvort ríkið skyldi gjalda skaðabætur þýsku þjóðhöfðingjunum, fyrir eignir þær, er það tók af þeim eftir stjórnarbyltinguna. Eru þær virtar á þrjá milliarda gull- marka. Æsingar voru miklar út af málinu og um helgina sló í blóðuga bardaga í ýmsum bæjum í Pýskalandi. Peir sem gjalda vilja skaðabætur hvöttu skoðanabræður sina til þess að sitja heima. Til þess að skaða- bótalaust eignarnám næði fram að ganga, varð meiri hluti at- kvæðisbærra manna að greiða því atkvæði, en af 40 miljónum atkvæðisbærra greiddu 15 milj. atkvæði gegn skaðabótum en V* milj. með þeim. Tillagan um skaðabótalaust eignanám er þar með fallin. Verður nú þjóð- höfðingjunum greitt eitthvert fje fyrir eignir þeirra, en búast má við hörðum deilum um upp- hæðina. 21. þ. m. er símað um gífur- lega vatnavexti í Saxen og Slezíu og að heil þorp og víða- áttu miklir akrar hafi lagst í eyöi. Herlið var sent til að stoðar fólkinu í þessum hjeröð- um. Elba flóði yör göturnar í Dresden. Frakkland. Eftir mikið þóf hefir Briand loks tekist að mynda nýtt ráðu- neyti og er Caillaux aftur orð- inn fjármálaráðherra. Til greina koin að Poincaré tæki sæti í ráðuneytinu, en Caillaux krafð- ist þess að svo yrði ekki. England. Skeyti frá 23. þ. m. hermir, að enn að nýju muni gerð verða sáttatilraun í kolamálinu, áður en þingið lögbjóði lengri vinnu- tíma í námunum, svo sem stjórn- in leggur til. — 19. þ. m. var símað, að fjárskortur væri byrj- aöur að sverfa að námu- mönnum í einstöku hjeruðum. Noregnr og ísland. Fyrir skemstu kom á dagskrá í norska þinginu fyrirspurn um meðferð á norskum fiski- mönnum við ísland, og segir í skeyti að allir ræðumenn hafi veriö sammála um, að skilyrð- unum fyrir lækkun kjöttollsins hafi ekki verið fullnægt, íslend- ingar ekki látið Norðmenn sæta svo góðri meðferö, sem lofuð hafði verið. Stjórnin kvaðst hafa kvartað undan þessu á íslandi, en vonaðist eftir að samkomulag næðist, því annars yrði að fella samninginn úr gildi. Magnús Guðmundsson ráðherra var staddur á Hjalta- bakka á leið norður í Skaga- fjörð, er hann frétti lát Jóns Magnússonar. Sneri hann þá aft- ur til Reykjavíkur og er væntan- legur hingað á mánudag. Dansk-íslenska ráðgjafanefndin hjelt fundi hjer í bænum frá 14. —20 þ. m. Nefndin tók þessi mál til meðferðar: Síldarsölulögin. Nefndin at- hugaði þau þegar áður en þau voru staðfest, og er svo um bú- ið, að þau verði athuguð nánar, ef til kemur að þau verði fram- kvæmd. Ætlunin er að tryggja öllum hlutaðeigendum, að full- komins jafnrjettis verði gætt, er lögin koma til framkvæmda. Veiðar 'útlendinga við tsland. Nefndin ræddi uin hvaða ráðstaf- anir þyrfti að gera í báðum lönd- unum til að koma í veg fyrir misnotkun rjettarins til veiða f islenskri landhelgi og til að verka fiskinn í landi, á þann hátt að verkað sje og saltað fyr- ir reikning erlendra manna. Rjettur tii vistar á heilsuhæl- um. Nefndin skoraði á stjórnir beggja landanna að koma því til leiðar með brjefaskriftum eða samningi, að sú venja yrði fest, sem hingað til hefir verið ríkj- andi, að Íslendíngar fái inntöku á dönsk heilsuhæli og Danir á ís- lensk. Endurheimt skjala og forn- minja. Loks hefir nefndin sam- þykt uppkast að samningi um skjalaskifti íslands og Dan- merkjir og sömuleiðis gert til- lögur um skil á fornminjum. Óðinn strandvarnarskipið nýja, kom til Reykjavíkur á mið- vikudagskvöíd, og safnaðist xnúgur og margmenni niður á hafnarbakka til þess að fagna því. Jórí Þortáksson fjármála- ráðherra flutti ræðu af stjórn- palli þéss, fór stuttlega yfir sögu íslenskrar strandgæslu og árn- aði skipstjóranum, skipshöfn- inni og sjálfum „Óðni“ allra heilla í nafni ríkisstjórnarinnar og íslensku þjóðarinnar. Sig. Sigurðsson skáld, hafði tekið far á „Óðni“ frá Vest- mannaeyjum eftir tilmælum stjórnarinnar til þess að verða viðstaddur afhendingu „Þórs“ 1. júlí. En S. S. er sem kunn- ugt er, formaður Björgunarfjel. Vestmannaeyja, sem selt hefur ríkinu „Þór“, og var höfuðhvata- maður þess, að skipið var feng- ið í upphafi. í ræðu sem Sig. Sig. hélt um borð í „Óðni“ á fimtu- dag, er hann afhenti Jólmnni P. Jónssgni gullúr frá Björgunar- fjel. Vestmannaeyja, lýsti hann því m. a. hve mikið gagn hefur orðið að „Þór“ við landhelgis- gæslu, veiðafæragæslu og björg- unarstarfið. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.