Vörður


Vörður - 03.07.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 03.07.1926, Blaðsíða 1
Riisljóri og ábyrgð armaður Krist/án Albertson Túngötu 18. *r .41 lím^WíA Afgreiðslu- og inn- heimtumaður Ásgeir Magnússotí kennarí. Utgef andi : Miost j órn íhaidsfloUksiiis. IV. ár. Keykjavik. 3. júlí 1026. »8. blað. Atkvæði seld í heildsölu. Fyrir hálfum mánuði bar jeg það á jafnaðarmennina í bæj- arstjórn Reykjavíkur, í grein sem jeg nefndi „Hvað fá þeir fyrir?", að þeir hefðu gert samn- ing við Lárus Jóhannesson lög- mann, um að greiða atkvæði með því, að honum yrði veitt leyfi til þess að reka kvikmynda- hús. Fyrir þessa þjónkun jafn- aðarmannanna við hið væntan- lega gróðafyrirtæki átti L. J. að útvega Alþýðuflokknum 150 þús. kr. lán til húsbyggingar. Skyldi það standa afborgunar- laust í 8 ár, greiðast síðan á 20 árum, en vextir vera 6%. Jeg sagði frá þessu dylgju- laust og afdráttarlaust, af því að jeg vissi fullar sönnur á frá- sögn mína, cn vildi ekki ræða málið frekar fyr en Alþýðu- blaðinu hefði gefist kostur á að flytja skýringar og varnir i því. Eftir þessa grein mína komu 4 tbl. út af Alþýðubl, án þess minst væri á sakargiftir mín- ar í garð jafnaðarmannanna í bæjarstjórn. Blaðið ætlaði bersýnilega að steinþegja um málið og treysta því, að verka- lýðurinn hjer í Reykjavík iæsi ekki alment Vörð og að hin blöðin legðust á eitt með því um að leyna þeirri óhæfu, sem flett hafði verið ofan af. Þótt furðulegt megi heita, þá rættist von Alþ.bl. um hin blöðin, — en samt mistókst að leyna verkalýðinn frásögn Varðar. Fimtudagskvöldið 24. júní kvaddi Árni Pálsson bókavörður sjer hljóðs á kosningafundi, sem Alþýðuflokkurinn hafði boðað til í Bárubúð, sagði frá grein Varðar um samning al- þýðuforingjánna við Lárus Jó- hannesson og bað þess að skýrt væri frá því, hvort blaðið hall- aði í nokkru rjettu máli. Kvað hann það hafa komið fyrir oft og tíðum, að grunur hefði leikið á um að einstakir fulltrúar í bæjarstjórn eða á þingi hefðu verslað með fylgi sitt, en þetta myndi vera í fyrsta sinni sem „atkvæði væru seld í heildsölu". Segja sjónarvottar að fundar- ménn hafi setið undir ræðunni slegnir undrun og dauðakyrð verið í salnum meðan Á. P. talaði. Ólafur Friðriksson, sem sæti á í bæjarstjórninni, tók nú til máls, andmælti ekki frásögn Varðar, en fór að tala um út- varpsmálið o. fl. og ráðlagði A. p. að reyna að grafast fyrir um hvort Lárus Jóhannesson hefði ekki mútað fleirum en Alþýðuflokknum! Árni Pálsson sagði að ef fundarmenn hefðu ekki vitað það fyr, þá ætti þeim að vera það full ljóst nú, að Ól. Fr. væri alls óhæfur til þátttöku í stjórnmálum — maður sem ætlaði að afsaka flokk sinn af að hafa látið múta sjer, með því að dylgja um að sami maður, sem bar fje á flokkinn, hafi ef til vill mútað f leirum! Eftir þenna fund gat Alþ.bl. ekki lengur þagað um málið. Það var óhjákvæmilegt, að það yrði að umtalsefni meðal verka- manna. A föstudag flytur blaðið frá- sögn af fundinum kvöldið áður. Segir þar að Árni Pálsson hafi notað málfrelsi sitt „til að bera á borð fyrir fundarmenn hina óþokkalegu kosningaflugu, sem sendi hafi verið út í „Verði", en rekin er aftur ofan í ritstjóra hans á öðrum stað hér i blað- inu". En „Ólafur Friðriksson og Jón Baldvinsson sáu fyrir flugunni með nokkrum vel völd- um orðum, og er hún úr sðg- unni". Þessi fundarskýrsla hlýtur að háfa vakið furðu allra þeirra, sem ekki höfðu verið á fundin- um, en kunnir voru sakargift- um þeim, er bornar höfðu ver- ið a bæjarfulltrúa Alþýðuflokks- ins. Því skprar Alþ.bl. ekki á Vörð að sanna sakburð sinn — í stað þess að vona að „þessi fluga sé nú úr sögunni"! Hvað sögðu þeir Ól. F-r. og J. Bald., hverju svöruðu þeír Á. P. og Verði — mótmæltu þeir, að rétt væri hermt frá leynisamn- ingnum við L. Jóh.? Því skýrir blaðið ekki frá með einu orði. Þeir „sáu fyrir" flugunni „með nokkrum vel völdum orðum" — það er alt og sumt, sem mað- ur fær að vita um ræður þeirra! í þessari fundarfrásögn heyr- ist í hverju orði vandræða- hreimurinn í rödd heiguls og klaufa, sem stamandi af feimni og rauður út undir eyru er að reyna að leyna því, hvað fram hafi komið á fundinum — og teksf það hörmulega. Því fund- arskýrsla hins sakbitna flokks- manns ber það greinilega með sér, að hvorugur þeirra ÓI. Fr. og J. Bald. hafa borið það við að andmæla neinu í grein Varð- ar um samninginn við L. Jóh. í sama tbl. Al.þbl. birtist svo einskonar svar til Varðar, sem virðist helst benda til þess, að blaðið ætli hvorki að gangast við sannleikanum nje heldur að þræta fyrir hann, og þykir rjett að birta það hjer i heilu lagi. „Eitt „siðbótar"-afrekið enn. Vandlætarinn um islenska blaðamensku, ritstjóri „Varðar", Kristján Albertsson cand. phil., X&íkisráoæfundin-inii í R.eylij»víU: 1£5. jiiní 1326. Á myndinni sjást, talið frá vinstri til hægri: Jón Þorláksson, Jón Magnússon, Kristján kon- ungur X., Magnús Guðmundsson og Jón Sveinbjömsson konungsritari. hefir sjeð sjer leik á borði að veitast i blaði því, er hann ber á- byrgð á, að fullirúum Alþyðu- flokksins í bæjarlaganefnd bæj- arstjórnarinnar, meðan þeir eru staddir í öðrum landsfjórðungi, fyrir afstóðu þeirra gagnvart leyfisbeiðni Lárusar hæstarjett- armálaflutningsmanns Jóhann- essonar til kvikmyndasýninga. Er gefið í skyn, að afstaða þeirra sje háð (eða keypt með) góðum lánskjórum, er Lárus útvegi, þó ekki þeim til handa sjálfum, heldur alþýðusam- tókunum. Það hefir ein- hvern veginn ekki komist fyrir i hófðinu á greinarhöfundinum, þótt einfalt mál sé, að það þarf ekki að vera neinn svartagaldur að komast að sæmilegum kjör- um fyrir þann, sem á ráð d lóð á ágætum stað og getur lát- ið í té aðgang að henni til arð- vænlegs atvinnurekstrar. Þrátt fyrir þetta má vel vera, að rit- stjóra „Varðar" geti aldrei skil- ist, að unt sje að komast að sæmilegum kjörum fjármuna- lega mcð óðrum hætti en þeim að selja sál og sannfæringu. Að- búðin mótar aumingjann". Er til í þessu landi svo sálar- blindur maður, að hann sjái ekki flóttasvip hins seka í hverri línu í þessu svari? Blaðið kvartar undan því, að Hjeðinn Valdimarsson og Stefán Jóhann Stefánsson sjeu ekki í bænum — þeir sjeu meira að segja í „öðrum landsfjórðungi" meðan jeg hafi sjeð mjer leik á borði að veitast að þeim! En hvar hefi jeg veist sjerstaklega að þessum tveim mönnum? Jeg hefi haldið því fram, að jafnað- armenn i bæjarstjórninni hafi allir sem einn gengið að samn- ingnum við L. Jóh. — og því skyldi t. d. þeir Ól. Fr. eða Hall- björn Halldórsson ekki geta svarað mjer, þó að H. Vald. og St. J. St. sjeu fjarverandi? Blaðið segir, að jeg hafi „gefið í skyn" að afstaða H. Vald. og St. J. St. til umsóknar L. Jóh. um leyfi til þess að reka kvik- myndahús sje „háð (eða keypt með) góðum lánskjörum" o. s. frv. Jeg hefi ekkert gefið í skyn — jeg hefi fullyrt. Og jeg hefi ekki mælt eitt orð um afstöðu þeirra H. Vald. og St. J. St. sjer- staklega. H. Vald. talaði í grein sinni í Alþ.bl. fyrir munn allra fulltrúa* jafnaðarmanna í bæjar- stjórninni — og jeg gerði afstöðu flokksins í heild sinni að um- talsefni í minni grein. Þá kemur hið eiginlega svar Alþ.bl. Blaðið ber ekki við að afneita samningnum við L. Jóh. — en það dylgjar um, að vildarlánskjör þau, sem Alþýðu- flokkurinn eigi von á, sjeu því að þakka, að hann eigi „ráð á lóð á ágætum stað og geti látið í tje aðgang að henni til arðvæn- legs atvinnui-ekstrar". Með þess- um ummælum segir blaðið frá þvi, sem reyndar áður var kunn- ugt, að gert er ráð fyrir því, að .L Jóh. leigi sal til kvikmynda- sýninga í hinu nýja húsi Alþýðu- flokksins, sem hann ætlar að út- vega fje til að reisa. En nú er mjer spurn: Hvaða gagn má L. Jóh. verða að því, að fá aðgang að húsi á ágætum stað til arðvænlegs atvinnu- rekstrar — ef hann fær ekki jafnframt leyfi til þessa at- vinnurekstrar? Það er nóg til af lóðum í Reykjavíkurbæ — en leyfi til þess að reka kvikmynda- hús hefur hins vegar ekki ver- ið auðfengið á síðari árum, og það ekki hvað síst fyrir and- spyrnu jafnaðarmanna. Og þess vegna er það, að Alþýðuflokkn- um hefur tekist að komast að svo góðum lánskjörum til hús- byggingar, að slíks munu fá eða engin dæmi á seinustu ár- um, nema þá milli vildarvina, En L. Jóh. og jafnaðarmennirn- ir hafa ekki verið vildarvinir fram að þessu. Það er ekki ýkja- langt síðan L. Jóh. var í kjöri hjer við kösningar af hálfu and- stöðuflokka jafnaðarmanna. Nei, — það er augljóst mál, að L. Jóh. hefur ekki farið að út- vega jafnaðarmönnum stór fje til húsbyggingar gegn því lof- orði einu, að hann skyldi fá leigðan sal þar ef honum tæk- ist að fá leyfi til kvikmynda- sýninga. Öll fyrirætlun L. Jóh. veltur einmitt á þessu leyfi og því hlýtur loforð hans um lán til Alþýðuflokksins að vera bundin því skilyrði, að hann rjetti upp hendina með því að leyfið verði veitt. Lánstilboðið er bundið þvi skilyrði. Alþ.bl. endar svar sitt á brígsl- yrðum í minn garð. Jeg var auð- vitað við öllu slíku búinn, þegar jeg ljóstraði upp um leynisamn- inginn. En ritstj. Alþ.bl. má vera þess fullviss, að hver órökstudd svivirðing, sem hann ber á mig í hefndarskyni fyrir hve bersög- ull jeg hefi gerst í þessu máli, vitnar gegn honum sem litil- menni og talar hátt um sektarvit- und hans og fjelaga hans í bæjarstjórninni. — Jeg læt mjer að þessu sinni nægja að sýna fram á, hverjar játningar felast i skrifum Alþ.- bl. um atkvæðasöluna, og mun

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.