Vörður


Vörður - 03.07.1926, Qupperneq 4

Vörður - 03.07.1926, Qupperneq 4
4 V Ö R Ð U R Kvennaskólinn á Blönduósi. Skólinn starfar frá 15. október til 14. maí, en kennsla í haust- störfum byrjar 1. október, svo æskilegt er, að sem flestir nemendúr sjeu þá komnir. Eftir skólauppsögn 14. maí verður garðyrkjunáms- skeið í 6 vikur. Aðalkennslugreinir eru: Hússtjórnarstörf, vefnað- ur, allskonar kvenfatasaumur og karlmannafatasaumur i sjerstakri deild. f bóklegu er sjerstaklega lögð áhersla á íslensku, reikning, heilbrigðisfræði og uppeldisfræði. Inntökuskilyrði á skólann eru þessi: a) . að umsækjandi sje helst ekki yngri en 18 ára b) . að hann hafi engan næman sjúkdóm og sje hraustur og heilsu- góður og sendi læknisvottorð um þetta. c) . að hann hafi vottorð urn góða hegðun. d) . að helmingurinn af skólagjaldi og fæðisgjaldi sje greitt við inn- töku og ábyrgð fyrir eftirstöðvum. e) . að umsækjandi sanni með vottorði, að hann hafi tekið fullnað- arpróf samkv. fræðslulögum, ella gangi undir inntökupróf þegar hann kemur á skólann. Skólagjaldið er 75 kr. yfir námstimann. Nemendur hafa haft matarfjelag og skólinn sjer um allar nauð- synjar. Skólinn leggur nemöndum til rúmstæði með dýnum. Annan sæng- urfatnað verða þeir að leggja sjer lil, svo og handklæði og góðar hlífðarsvuntui< Nemendur hafi með sjer eina eða fleiri flíkur til að sníða uppúr eða gera við. — Æskilegt að sem flestir nemendur hafi með sjer saumavjelar. Þá ættu neinendur að hafa með sjer text- ana við íslenskt söngvasafn, sálmabókina og Passíusálmana. Umsóknir um inntöku á skólann sendist formanni skólastjórnar- innar, alþm. Þórarni Jónssyni, Hjaltabakka, fyrir 15. júlí. Alþýðuskóliryiá Eiðum. Rar sem húsakynni skólans batna að] forfallalausu mjög í haust, verður fært að veita þeim framhaldstilsögn hinn 3. vetur, er lokið hafa prófi 2. árs og kunna að óska hennar.j Sameigin- legar námsgreinar verða: íslenska og íslenskar bókmentir. Eitt erlent tungumál (enska eða danska). íslandssaga (sjerstök tímabil rannsökuð eftir föngum). Stærðfræði eða náttúrusaga. Að öðru leyti geta menn hagað námi sínu í samráði við kennarana og með hliösjón af þvf, er þeir vilja taka fyrir síðar. Kenslan verður að nokkru falin í leiðbeiningum um sjálfsnám. Kennari er ráðinn til þess að kenna stúlkum vefnað og aðrar hannyrðir um veturinn. Einnig mun piltum veitt tilsögn í smíðum. Að öðru leyti verður fyrirkomulag skólans|hið sama og áður„ Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Eiðum 17. júní 1926. Ásmundur Guömundsson. Kaiipnm nll hæsta verði. Eflið hag yðar og aukið notkun t á|íslenskum vörum. — Fatadúkar frá Álafossi eru haldbestir og ódýrastir. — Alkemba (lyppun) á ull er ódýrust. best og fljótast unnin. Verslið við ÁLAFOSS. Sími 404. Hafnarstræti 17. J3s5tu sherry o£ port- víp eru frá firmariu CONZÁLEZ BYÁSS & Co. Jerez & Oporto. Biðjið ætíð um þau. um vjer á alla góða drengi, sem trú hafa á tilgangi voruin og góð- um vilja, að veita oss liðsinni með því að kaupa ritið og hvetja aðra til þess. Lýst sökum að Lögbergi á hendur Þórólfi frá Baidursheimi. Lesendur Varðar munu minn- ast ritgerðar minnar: „30 ára stríðið Sandsbóndans“. — Eftir tilkomu hennar ritaði Þórólfur neðanmáls í Tímann 10 álna langa og tólfræða romsu, mor- andi í ósannindum og ákúrum í minn garð. Jeg nenni ekki að rekja upp allan þann vef, læt mjer nægja að drepa á eitt atriði, sem helst skiftir mál, og sýnir bardagaaðferð þessa vagna-borg- armeistara. Hann mælir á þá leið, að jeg hafi fengið frændur mina — í Þingeyjarsýslu — til að biðja Jónas Þorbergsson vægðar, í erj- um þeim, sem voru milli okkar í Akureyrarblöðum. Þá segir Þ. S., að jeg hafi beðið Jónas um vopnahlje, eða boðið honum sætt- ir, og ennfremur, að jeg hafi rofið griðin við Jónas að fyrra bragði. Þessi ummæli Þórólfs drótta að mjer ragmensku, lítil- mensku og griðníðingshætti, og eru í mesta máta ineiðyrðakend fyrir mig, ef sönn væru. En þetta er þreföld lýgi. Og til árjettingar lýsi jeg nú Þórólf Sigurðsson, kendan við Baldursheim, fyrir þessi umyrði og önnur slík í nefndri Tímagrein opinberan rógbera og ósanninda mann. 18. júní 1926. Guðmundur Friðjónsson á Sandi. Stórstúkuþingi er nýlokið hjer í bænum. 92 fulltrúar sátu það og hefur aldr- ei verið háð jafnfjölment þing hjer á landi. Reglan hefur og aldrei verið fjölmennari en nú; telur hún 7276 fjelaga, en hefur áður talið flesta árið 1907, þá 6743. Síðastliðin tvö ár hefur fjölgað í reglunni um 1462. Brgnleifur Tobíasson var end- urkosinn stórtemplar með 49 at- kv„ Sigurður Jónsson barna- skólastjóri fjekk 45. Fram- kvæmdastjórn reglunnar situr á- fram á Akureyri. Helstu samþyktir þingsins voru þessar: Stórstúkuþingið skorar á framkvæmdanefnd sína að vinna að því við þing og ríkisstjórn: I. Að upp verði teknir nýir viðskiftasamningar við Spán- verja, er undanþiggi íslendinga þeirri kvöð, að leyfa eða líða innflutning áfengis til landsins og sölu þess í landinu. II. Að bæja- og sveita-fjelög- um verði veitt heimild til að á- kveða með almennri atkvæða- greiðslu, hvort þau vilji hafa á- fengissölu eða ekki, meðan Spánarundanþágan er í gildi. III. Að numin verði úr gildi heimild lyfsala og lækna til að selja mönnum áfenga drykki eftir lyfseðlum. IV. Að fá samþykt lög um sjerstakan rannsóknardómara í öllum málum, er snerta bann- lagabrot, og nái valdsvið hans yfir Reykjavik, Gullbringusýslu flóa eftir nánaria- rai ETAOA og sveitirnar umhverfis Faxaflóa eftir nánari ákvörðun. Hann sje skipaður eftir tillögu fram- kvæmdanefndar Stórstúkunnar, og V. að koma á sem fullkomn- astri bann- og toll-gæslu á Siglu- firði yfir veiðitimann. Að gefnu tilefni er þess sjerstaklega kraf- ist, að ríkisstjórnin fari eftir til- lögu framkvæmdanefndarinnar í þessum efnum. VI. Stórstúkan felur fram- kvæmdanefnd sinni að vinna að því, að allir frambjóðendur við næstu' alþingiskosningar skuld- bindi sig til að vinna að því, að ekkert áfengi verði haft um hönd við veitingar þær og veislur, er ríkisstjórn eða „hið opinbera“ kann að halda við væntanleg há- tíðahöld alþingis 1930. Stórstúkuþingið samþykti og tillögur þess efnis, að reyna að stofna nokkurs konar bann- bandalag með áhugasömum bannmönnum viðsvegar á land- inu. • Skeggi heitir nýtt blað, sem hóf göngu sína í Vestmannaeyjum nú fyrir kosningarnar. Ritstjórinn er V. Hersir. Blaðið fylgir Sigurði Eggerz mjög eindrægið. „Eng- um mentuðum andstæðing Sig- urðar kemur til hugar að leggja honum nokkurt hjóðsyrði“, seg- ir blaðið. „Sigurður Eggerz er óhrekjanlega einn af okkar vitrustu og reyndustu stjórn- málamönnum, af því að hann, bæði andlega og líkamlega ber höfuð og herðar yfir andstæð- inga sína. Þess vegna vilja þeir hann ekki, þeir vilja helst fá einhverja miðlungsskussa inn á þingið, það passar í kramið“. Blaðið er afar tillöguhart í menta- og sjálfstæðismálum. Um háskólann segir það, að i stað þess að ríra hann „væri meiri á- stæða fyrir oss að gera hann svo úr garði, að hann gæti orðið öndvegisháskóli Norðurlanda.“ Fræðslumálin segir blaðið, að frjálslyndi flokkurinn hafi „á- kveðið að taka til alvarlegrar í- hugunar, því eins og menn vita er þeim mjög ábótavaant". Blaðið segir ennfremur að Sig. Eggerz vilji „berja niður allan stjettaríg og einokunarsvínarí“, og að því sje eðlilegt að Fram- sókn sje hrædd við að hann nái kosningu. Þetta nægir til þess að gefa nokkra hugmynd um stefnu blaðsins í landsmálum og af- stöðu þess við landkjörið. Landkjörið. 1 Reykjavik kusu um 3800 manns af 6114, sem á kjörskrá eru, á Akureyri 670 af um 900, í Hafnarfirði 530 af rúmum 800 og í Vestmannaeyjum 550 af 880. Viða til sveita hefur kosningin verið mjög fásótt. íþróttamál. Aðalfundur íþróttasambands íslands var haldin hjer þ. 19. f. m. Ýms íþróttamál voru til um- ræðu t. d. um undirbúning næstu Olumpíuleika og þúsund ára há- tíðina á Þingvöllum 1930. Forseti íþróttasambandsins, Axel V. Tulinius framkvæmda- stjóri, baðst undan endurkosn- ingu, en í hans stað var kosinn Benedikt G. Waage. Axel V. Tul- inius hefir verið forseti 1. S. í. frá stofnún þess (þ. 22. jan. 19Í2), og hefir starfað mjög mikið fyrir íþróttamálin. Enn- fremur voru kosnir tveir með- stjórnendur og hlutu kosningu Halldór Hansen læknir og Mag- nús Kjaran kaupmaður. En fyr- ir voru í stjórninni: Guðm. Kr. Guðmundsson bókhaldari og Pjetur Sigurðsson bókavörður. Íslandsglíman verður háð hjer um miðjan þennan mánuð, þeg- ar glímuflokkur sá, sem nú er í Danmörku, er kominn heim aft- ur. Verkfall á Akureyri. Þaðan er símað 28. f. m.: Fisk- verkunarkonur hafa gert verk- fall. Krafa þeirra er 65 aurar fyr- ir þvott á hverjum 100 pundum fiskjar til miðs júlí og 80 aurar úr þvi lil hausts. Vinnuveitend- ur vilja borga 50 aura nú og 60 aurar síðar. Tímakaupskrafa kvenna er 65 aurar og 80 aurar frá 15. júlí. Vinnnveitendur vilja borga 60 og 70 aura síðar. Þverá. Byrjað er að undirbúa stíflun Þverár, og stjórnar Óskar Thor- arensen á Breiðabólstað verkinu, en Jón ísleifsson verkfræðing- ur hefur umsjón með því fyrir rikið. Skógur hefur verið grisj- aður inn á Þórsmörk og á að nota hrísið í stífluna, sem á að bægja ánni frá Fljótshlíðinni og koma í veg fyrir frekari land- spjöll þar af hennar völdum. Fyrirhleðsunni' er hagað svo, að malarfyltir pokar eru bundnir innan í hrís og sökt niður. Hl.eð- ur þá áin með framburði sínum sandi að böggunum svo að þéttur garður myndast. 43 nýir stúdentar útskrifuðust 30. f. m. Þann dag við skólauppsögn gáfu 25 ára og 40 ára stúdentar Bræðrasjóði 1000 kr. hvorir. Pálmi Hannesson hefur lokið meistaraprófi £ náttúrufræði við háskólann og er væntanlegur hingað heim bráð- lega. Manngildi Tímaritstjórans o. fl. heitir nýútkominn bæklingur eftir Árna Árnason frá Höfða- hólum. Einar Þveræingur heitir Dýtt blað á Akureyri, málgagu frjáls- lyndra manna. Ritstjóri er Sig- urður Hlíðar dýralæknir. Norsk-íslenzkt knattspyrnumót í sumar. Knattspyrnufélögin í Rvík hafa boðið hingað í sumar knattleikaflokk úr íþróttafélaginu »Djevö« í Bergen. Koma þeir með Lyru 13. júli, dvelja hér þrjá daga og keppa tvisvar við úrvalslið Reykvíkinga. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.