Vörður


Vörður - 12.07.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 12.07.1926, Blaðsíða 1
Riistjóri og ábyrgð- artnaður Kristján Albertson Túngötu 18. XTt&efajncii s MÉOstiória íhaldeflokksiuB. Afgreiðslu- og inn- heimtumaður- Ásgeir Magrtússort kennari. UL IV. ár. Reykjavík *2. jii',í 1026. 29. blað. Andsvör jafnaðarmanna. I. Ólafur Friðriksson. Síðastliðinn þriðjudag Ijet Ól. Fr. digurbarkalega yfir því í Al- þijðublaðinu, að hann hefði sent nijer með stefnuvottum leiðrjett- ingar til birtingar í Verði. Jeg hef áður hvað eftir annað ljeð Ól. Fr. rúm í blaði mínu fyrir svokallaðar „leiðrjettingar", án þess að hann hafi sent þær með stefnuvottum. Það er þvi bert, að hann hefir ekki ómakað stefnu- vottana af öðru en því, að hann hefur sjálfur fundið hve leið- rjettingar hans voru gagnslaus- ar og vesælar og þótst þurfa að slá ryki í augu almennings með einhverju tiltæki: Sjáið þið hvernig jeg fer með ritstjóra Varðar! Leiðrjettingar mínar eru svo þungvægar og örðugar við að eiga, að vonlaust hefði verið að reyna að fá hann til þess að birta þær nema með aðstoð yfirvalda, og laga! Jeg kúgaði hann til þess að birta þær, góðir hálsar! Leiðrjettingarnar hljóða svo: „Vörður“ fer með margfalt ranghermi 3. þ. m„ og skal nú nokkuð af því leiðrjett. 1. Þar er sagt, að jeg hafi ekki andmælt frásögn blaðsins um Lárus og bíóið. En jeg svndi þvert á móti fram á hve mikil fjarstæða það væri þegar ritstj. „Varðar“ talar um góð lánskjör hjá Lárusi, þar sem honum er ó- kunnugt um, með hvaða kjörum eða verði Lárus átti að leigja sal í væntanlegu Alþýðuhúsi. 2. Það er rangt að jeg hafi sagt að Árni Pálsson ætti að grafast fyrir um, hvort Lárus hefði ekki mútað fleirum en Al- þýðuflokknum, heldnr sagði jeg hvort ekki væri nær að álíta að Lárus hefði mútað þeiin sem hefðu veitt honum víðvarps-sjer- leyfið og banka-sjerleyfið. 3. „Vörður“ segir að leyfi til þess að reka kvikmyndahús hafi ekki verið auðfengið undanfar- ið, og það ekki sist fyrir and- spyrnu jafnaðarmanna. Þetta er að því er snertir jafnaðarmenn, algerlega andstætt sannleikan- uni, því að við höfum altaf verið þeirrar skoðunar að óhæfa væri að einir tveir menn hefðu einka- leyfi til kvikmyndasýninga og höl'um greitt atkvæði samkvæmt því. Þau átta ár sem jeg hef ver- ið í hæjarstjórn hef jeg ellefu sinnum haldið ræðu um þetta. Ef það er fyrir mútur að við jafnaðai'menn höfum þessa skoðun, þá hefur okkur verið rnútað ekki seinna en árið 1918 og má segja að Lárus sje fjandi forsjáll. Reykjavík 5. júlí 192G. Óhifur Friðriksson. Fijrsti liður þessara leiðrjett- inga er rothögg á málsstað jafnaðarmanna í þessu kvik- myndahúss-máli. Hverju í frá- sögn Vurðnr hefir Ól. Fr. treyst sjer til þess að mótmæla á fundinum í Bárubúð? Hefir hann andmælt nokkru af því sem blaðið hermdi um lánskjör þau, er jafnaðarmenn áttu von á hjá L. .Tóh., ef hann fengi leýfi til kvikmyndasýninga? Hefir hann mótmælt því að lánstilboðið væri bundið þvi skilyrði, að jafnaðarmeniiirnir greiddu atkvæði með leyfinu? Nei, hann hefir hvorugu mót- mælt. Hann hefir mótmælt því einu, að Vörður gæti fullyrt að lánsltjörin væru góð, og það með þeim rökum, að blaðið vissi ekki hverja leigu ‘ L. J. ælti að borga fyrir salinn i væntanlegu Alþýðuhúsi. En ef leigumálinn afsannar það, að jafnaðarmenn hafi komist að vildarkjörum við L. .1. — hvers vegna segir Ól. Fr. þá ekki frá ákvæðum hans? Hvers vegna lætur hann sjer nægja að dylgja um, að L. .1. kunni nú að hafa trygt sjer góð leigukjör, svo að það jafni sig, þótt láns- kjör hans sjeu sæmileg? Að því er jeg hefi heyrt, þá á L. J. að greiða mjög hún leigu af kvikmyndasalnum, en' jeg skal taka það fram, að jeg get ekkert um það fullýrt. .Teg hel'i heyrt að hann eigi að greiða 20 þús. kr. á ári í leigu! Er þetta rjett? 20 þús. kr. — það svarar til 10% i vöxtu af 200 þús. kr.! Ef þetta er rjett, þá hafa jafnaðarmenn sannarlega einnig komist að vildarkjörum í leigumálanum við L. Jóh. Annnr liðurinn í leiðrjetting- um Ól. Fr. er svo veigalítill og marklaus, að mjer er með öllu óskiljanlegt hvernig maðurinn hefi,r haft geð i sjer til þess að setja þennan hjegóma á papp- irinn. Skiftir það nokkru máli í þessu sambandi hvort Ól. Fr. hefir sagt: „Árni Pálsson ætti að grafast fyrir um“ eða „væri ekki nær að álíta“? Mergur málsins er auðvitað sá, að Ól. Fr. hefir á fundinum reynt að afsaka leynisainning jafnað- armanna og L. Jóh. með órök- studdum dylgjum um að L. Jóh. hefði áður mútað öðrum mönnum. Og þessnr dglgjur sínar játnr ÓI. Fr. i öðrum lið leiðrjettinga sinna. Þriðja lið leiðrjettinganna er svarað með því, sem siðar segir í þessari grein, til and- svara Hjeðni Valdimarssyni og Stefáni Jóh. Stefánssyni. En áður en jeg skilst við Ól. Fr„ vil jeg minnast á aðra grein, sem hann fyrir skemstu reit i Alþýðublaðið. Eins og sýnt er af 1. lið Teið- rjettinganna, þá hefir Ól. Fr. á fundinum í Bárubúð engu getað andmælt af frásögn Varðar um samninginn við L. Jóh„ en hinsvegar haldið því fram, að það geti verið álita- mál, hvort lánskjör hans megi teljast góð, og yrði ekki úr því skorið fyr en kunnugt sje hvaða leigu hann eigi að borga af sýningasalnum. En eftir Bárubúðarfundinn skrifar ÓI. Fr. grein sem hann nefnir „Tveir íhaldsstjórnar- fundir“ í Alþijðublaðið. Undir þessa grein skrifar hann dul- nefnið Durgur — en siðar hefir hann gengist við henni við mig og þá ekki treyst sjer til þess að neita mjer um leyfi til að segja opinberlega frá faðerninu. Og hvað gefur nú Durgur í skyn — og hvort er það í sain- ræmi við ræðu Ól. Fr. í Báru- búð? Greinin er samtal milli þriggja manna, sem eftir fyrirsögninni að dæma eiga sæti í stjórn íhaldsfiokksins. Þeir eru á ráð- stefnu um hvað þeir eigi að „finna til þess að slá Alþýðu- flokkinn niður með“ — og eftir nokkrar bollaleggingar þá búa þeir til söguna um samning jafnaðarmanna og L. Jóh. og á- kveða að heimta það af ritstj. Varðar, að hann komi henni á framfæri í blaði sínu. Einn af fundarmönnum dregur i efa, að ritstjórinn fáist til þess, en er afvopnaður með útreikning- um um hve mikið ritstjór- inn fái í laun — maðurinn megi ekki ætlast til þess að fá þessa peninga ef hann geti ekki „skrif- að það, sem þarf“ o. s. frv. Fundinum lýkur með því, að sá sem „fann“ söguna um samninginn við L. Jóh„ segir: „Jeg er oftast nógu góður að búa til sprengikúlur“. Á síðari fundinum eru sömu menn að ráðgast um, hvern þeir eigi að fá til þess að tala um L. Jóh. og jafnaðarmenn á fundi, sem halda á um kvöld- ið. Þeim kemur saman um að vonlaust sje að reyna að fá sæmilega viti borna menn til þess — og enginn þeirra vill gera það. „Við þurfum að fá einhvern, sem ekki botnar neitt í þessu frekar en Kristján", segir einn. „Þá skulum við fá Árna Pálsson bókavörð“, segir annar — og það verður úr. — Jeg vil nú biðja menn að bera þessa dulnefnisgrein Ól. Fr. saman A’ið yfirlýsingu hans sjálfs um það, hve miklu hann hafi getað andmælt á Báru- fundinum af frásögn Varðar um viðskiftin við L. J. Og þeim mun þá skiljast það, hve ÓI. Fr„ sem að ýmsu leyti er vel gefinn maður, þrátt fyrir alt er mikið ræfilmenni — inn við beinið. Það getur verið að það verði langt þangað til jeg næst virði Ól. Fr. svars, og áður en jeg skil við hann langar mig að lokum til að segja frá því, mönnum til skemtunar, að í þriðjudagsgrein sinni í Al- þýðublaðinu segir hann að grein mín „Atkvæði seld í heildsölu“ „virðist orðrjett skrifuð upp úr Ólafi Thors“! Aumingja — vesalings Ólafur Friðriksson! Á jeg að trúa því, að hann ali i brjósti tálvonir um, að fá talið mönnum trú um, að Árni Pálsson sje græningi og að jeg geti ekki skrifað blaðagrein hjálparlaust! Einhverntíma hlýtur hann að komast að því, að þessar fögru, göfugu vonir hans hafa ekki ræst — má búast við að þau von- brigði verði sár og þung, að þau opni augu hans fyrir því, hve hugsjónamennirnir fá oft litlu á- orkað í þessum heimska heimi. II. Hjeðinn Valdimarsson og Stefán Jóh. Stefánsson. Þessi tveir fulltrúar jafnaðar- manna i bæjarlaganefnd birtu svargrein til mín í Alþýðublað- inu á fimtudag. Þeir játa að flokkurinn hafi gert samning við L. Jóh. um lán til húsbyggingar, þeir mótmæla engu í frásögn minni um láns- kjörin, en vilja hins vegar ekki fremur en ÓI. Fr. kannast við það, að þau verði talin vildar- kjör, og færa tvent til gegn þeirri fyllyrðing minni. í fyrsta lagi segja þeir: „Láns- kjörin og húsaleigan, ef til kemur, eru auðvitað í samræmi hvort við annað, svo að ekki er um nein „vildarkjör" að ræða“. En ef svo er, hvernig i ósköpun- um stendur þá á þvi, að þeir birta ekki leigumálann — þenn- an leigumála, sem einn gæti sannað það, að ekki hafi verið bornir hagsmunir á jafnaðar- menn, til þess að vinna fylgi þeirra við kvikmyndahús-leyfi L. Jóh.? Því hin síðari rök þeirra gegn fullyrðing minni um vildarkjör, eru bláber hégómi. Þeir vitna í það, að lögum samkvæmt megi ekki taka liærri veksti en 6% af peningaláni frá einstökum mönnum gegn fasteignaveði. En eru til nokkur lög, sem skykli menn til þess að lána stórfje til 28 ára (afborgunarlaust i 8 ár) gegn G% í vöxtu? Eru slík lán yfirleitt fáanleg, nema á móti komi einhver sjerstök hlunn- indi? Þau eru það ekki. Um það mun öllum bera saman, sem nokkuð þekkja til þess, með hvaða kjör- um einstaklingar lána fje til húsbygginga nú á tímum. Þá játa þeir H. V. og St. J. St. að Alþýðuflokknum sje mik- ill fengitr og stór hagur að samn- ingnum við L. Jóh. Þeir segja: „Verklýðsfjelögin hafa ágæta lóð og vilja koma upp Alþýðuhúsi, sem teikning liefur fyrir löngu verið gerð af. Til þess þurfa þau að fá lánsfje og jafnframt fyrst um sinn að tryggja sjer leigj- endur, sjerstaklega að hátiða- salnum, sem mjög vel er fallinn til kvikmyndasýninga.“ Verkalýðsfjelögin þurfa láns- fje og leigjanda að salnum — að öðrum kosti geta þau ekki bygt. Hvorttveggja fá þau, ef L. Jóh. fær leyfi til kvikmyndasýninga — en annars ekki. Þarf frekar vitnanna við um að það er fjár- hagslegt keppikefli Alþýðu- flokksins, að L. Jóh. verði veitt leyfið? En nú segja þeir H. V. og St. J. St.: Við höfum ekki unnið það fyrir neina hagsmuni „að breyta um stefnu í kvikmynda- málinu frá því, sem verið hefir“ Þeir vitna til þess að jafnaðar- menn hafi lýst sig fylgjandi því, að bærinn tæki að sjer rekstur kvikmyndahúsanna, en meðan ekki sjeu vonir til að sú tilhög- un nái fram að ganga, þá vilji þeir veita „öllum þeim umsækj- endum leyfi, er feanna, að þeir hafi fje og aðstöðu til fullkom- innar starfrækslu slíkra fyrir- tækja.“ Þeir halda því fram, að þeir mundu hafa greitt atkvæði með leyfinu til L. Jóh„ jafnvel þótt Alþýðuflokkurinn hefði engan hag haft af því. En hvort vegur nú þyngra í þessu\máíi, ellefu ræður Ó. Fr. og allar stefnuskráryfirlýsingar jafnaðamanna — eða hitt, hvernig þeir 'hafa greitt atkvæði þegar umsóknir uin leyfi til kvikmyndasýninga hafa borist bæjarstjórn? Þeir hafa aldrei greitt atkvæði með slíku leyfi. I fyrra sóttu tveir menn um leyfi til kvikmyndasýninga, þeir Haakonscn, eigandi Iðnaðar- mannahússins og hr. Kjartan Sveinsson. Að þvi er fyrri um- sóknina snertir, þá sýnir fund- argerð bæjarlaganefndar, að ekki hefur verið talið fært að veita nýtt leyfi til kvikmyndasýninga í timburhúsi. En gegn hinni um- sókninni var engum sjerstökum andmælum hreyft. Ivj. Sv. Ijet fylgja henni vottorð frá lög- manni hjer í bæ um að hann hefði nægilegt fje til að stofn- setja kvikmyndahús — og það verður ekki sjeð, að vottorðið hafi verið talið ónóg trygging fyrir þvi að fyrirtækið yrði vel starfrækt. Samt sem áður greiddu jafn- aðarmenn atkvæði með þvi að báðum umsóknum væri vísað frá með svoliljóðandi samþykt: (Framh. í 3. dálki 4. síðu).

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.