Vörður - 12.07.1926, Blaðsíða 4
V Ö R Ð U R
sig andvíga lillegu jafnaðar-
manna voru Hindenburg forseti
og Marx rikiskanslari. Stjórnin
hefur síðan reynt að koma fram
miðlunar tillögu um skaðabætur
til þjóðhöfðingjanna, en ekki
tekist. Hægrimenn draga taum
þeirra, jafnaðarmenn vilja að
þeim sje goldið sem minst og
sameinaðir hafa báðir nóg at-
kvæðamagn til þess að fella
miðlunartillögur.
Samkvæmt ósk Hindenburgs
situr stjórnin áfram að völdum
og vinnur að lausn málsins. —
England.
Kolanámudeilurnar eru enn ó-
utkljáðar, en neðri deild Parla-
mentsins hefur nú samþykt frv.
stjórnarinnar um að vinnutími í
námunum skuli vera 8 klst. í stað
7, og er gert ráð fyrir að kaup-
gjald geti haldist óbreytt með
því móti. Virðist ósamkomulag,
meðal námamanna um hvort þeir
eigi að sætta sig við þessi mála-
lok.
Stjórnin hefur beðið þingið um
3 miljónir sterlingspunda til
kolakaupa erlendis.
Baðmulíariðnaðurinn í Eng-
landi hefur minkað um helming
vegna kolaleysis í landinu.
Prakkland.
Lítið frjettist um áform
Caillaux, hvað hann ætli að gera
til þess að rjetta við fjárhag-
inn og stöðva verðgildi frank-
ans. Briand og hann halda til
skiftis ræður um að stjórnin
verði að fá meira vald, að þing-
ið verði að gerast afskiftaminna
um aðgerðir hennar í fjármál-
um.
5. þ. m. er símað, að nefnd
sjerfræðinga í fjármálum hafi
lagt til að lögleiddir verði nýir
óbeinir skattar, er nemi 5 mill-
jörðum franka á ári. Ennfrem-
ur að fækkað verði starfsmönn-
um ríkisins og loks að tekið
verði veðfestingarlán. Caillaux
tjáir sig í aðalatriðum sammála
nefndinni.
— Járnbrautarslys hafa verið
tíð í Frakkalandi á síðari árum.
Fyrir nokkrum dögum hljóp
hraðlestin sem fer milli Havre
og París af teinunum. 17 biðu
bana en 50 særðust.
Spánn.
27. júní er simað að komist
hafi upp um alvarlegt samsæri
um að afnema konungsvaldið í
landinu. Samsærismenn voru af
öllum stjettum og meðal þeirra
er handteknir voru, eru fyrver-
andi ráðherrar og nokkrir hers-
höfðingjar. Ástandið í landinu er
talið mjög alvarlegt og fullyrt að
meirihluti hersins og menta-
stjettanna sé andvigur alræðis-
valdi de Iiivera. Fregnir berast
um að setuliðið í ýmsum borg-
um hafi neitað að hlýða stjórn-
inni.
Um mánaðarmótin kom Al-
fons Spánarkonungur til París.
Rjett áður en hann kom til borg-
arinnar tók lögregla þar fasta
tvo Spánverja, sem játuðu að
hafa ætlað að gera tilraun til
þess að myrða konunginn með-
an hann dveldi í Frakklandi.
ítalía.
Símað er frá Rómaborg 3. þ.
m. að Mussolini hafi gert víð-
tækar ráðstafanir til þess að
auka framleiðsluna og takmarka
eyðslu í þjóðarbúskapnum.
Vinnutiminn hefir verið lengdur
um eina klukkustund á dag. Þá
hefir verið ákveðið, að frjetta-
Möð megi aldrei vera meira en
sex síður. Loks hefir verið bann-
að, að reisa fleiri skrauthýsi og
að fjölga skemtistöðum í land-
inu.
Jarðskjálftar
hafa orðið víðsvegar um heim
síðasta hálfan mánuð. 28. júní
er símað um mikla jarðskjálfta
austan og sunnan Miðjarðar-
hafs. Á Egyptalandi hrundu hús
svo þúsundum skifti, en fólk
þorði ekki að hafast við í þeim
er eftir stóðu. — 30. júní er sím-
að um mikla jarðskjálfta í Súð-
ur-Þýskalandi og Sviss. — 2. júlí
er simað um jarðskjálfta á Sum-
atra, og sagt að bærinn Padang
sje hruninn og 117 hafi drepist.
7. þ. m. er aftur símað um jarð-
skjálfta á Sumatra og höfðu þá
400 manns beðið bana.
Vatnavextir í Mið-Evrópu.
Símað er 5. þ. m., að vatna-
vextir hafi komið á ný víðsveg-
ár um Mið-Evrópu og valdið
miljónatjóni.
Símað er frá Riesengebirge, að
þar á slóðum hafi margir menn
druknað og búfjenaður farist. I
Dónárlöndum hefir fólk drukn-
að í hundraðatali.
Slys af eldingum.
Símað er að 5. þ. m. hafi kom-
ið eldingar og hellirigningar í
Berlín og valdið miklu tjóni í
nánd við borgina. I gistihúsi
einu biðu 18 bana en 50 særðust.
Verkaskifting stjórnarinnar.
Konungur hefir falið Jóni
Þorlákssgni að gegna störfum
forsætisráðherra og Magnúsi
Guðmundssgni að gegna störf-
um dóms- og kirkjumálaráð-
herra uns Alþingi geri breyt-
ingu á því.
Undir forsætisráðherraem-
bættið heyra eftirgreind mál:
Stjórnarskráin, Alþingi, nema
að því leyti, sem öðruvísi er á-
kveðið. Almenn ákvæði um
framkvæmdarstjórn ríkisins.
Skipun ráðherra og lausn. For-
sæti ráðuneytisins. Skifting
starfa ráðherranna. Mál, sem
snerta stjórnarráðið í heild.
Enn fremur utanríkismál. Þá
er forsætisráðherra og forseti
bankaráðs íslands.
Ragnar Ólafsson
biður þess getið, að það sje
mishermi hjá Verði, að hann
ætli að leggja fram fje til vænt-
anlegs kvikmyndahúss Lárusar
Jóhannessonar. Hann hafi eng-
in loforð gefið um þáttöku í
stofnun þess.
Vörður bygði frásögn sína
um fjárframlag R. Ól. á heim-
ild, sem hann taldi óyggjandi
og honum er engin launung á
að segja hver er, ef krafist
verður.
Hinsvegar er það auka atriði,
sem vjer teljum litlu varða,
hvaða menn leggja fram fje það
sem til þarf að kvikmyndahús-
ið verði stofnað.
Andsvör jafnaðarmanna.
Framhald frá 1. siðu.
„Með því að rætt hefur verið
um að bærinn taki kvikmynda-
sýningar r sínar hendur að ein-
hverju leyti, en ekki þykir tíma-
bært að taka ákvörðun til þess
máls meðal annars vegna vænt-
anlegrar þjóðleikhúsbyggingar,
vill bæjarstjórn ekki að svo
stöddu veita hin umbeðnu leyfi".
Með þessari samþykt tók bæj-
arstjórnin í heild sinni þá stefnu
í kvikmyndamálunum, að veita
engin ný leyfi fyr en rannsak-
að hefði verið, hvernig þau
kæmu heim við hagsmuni vænt-
anlegs þjóðleikhiiss og ennfrem-
ur, hvort tiltækilegt þætti, að
bærinn tæki kvikmyndahúsin í
sínar hendur.
Þessa stefnu aðhgltust jafnqð-
armenn með atkvæðum sínum
— en þessari stefnu hafa þeir
nú horfið frá, og verður ekki
sjeð að annað hafi valdið þvi, en
hagur sá, sem flokkurinn mgndi
hafa af legfinu til L. Jóh. Því
bæjarrekstur er enn jafnórann-
sakað mál sem í fyrra, en hins
vegar hefur bæjarstjórn borist
áskorun um það frá stjórn
þjóðleikhússjóðsins, að veita
ekki ný Iteyfi til kvikmynda-
sýninga, fyr en sjeð verði
hvort leikhúsið muni þurfa á
slíku leyfi að halda.
Það er fleira sem tekur af
allan vafa um, að hagsmuna-
vonir Alþýðuflokksins ráða því,
að flokkurinn hefur nú horfið
frá þeirri stefnu, sem tekin var
i fyrra og leggur nú kapp á, að
leyfið til L. Jóh. verði samþykt.
Kjartan Sveinsson sækir nú aft-
ur um leyfi til kvikmyndasýn-
inga — en þeir H. V. og St. J.
St. neita að taka afstöðu til um-
sóknar hans að svo komnu. Þeir
bera því við, að K. Sv. hafi ekki
„sýnt nein skilríki" fyrir því að
hann hafi „nauðsynleg skilyrði
til að koma upp góðu kvik-
myndahúsi". K. Sv. hafði látið
fylgja umsókn sinni vottorð frá
mikilsmetnum lögfræðingi hjer í
bæ. Þórði Eujálfsatjiu bæinr
fógetafulltrúa, um að hann hefði
nægilegt fjármagn til þess að
stofnsetja gott kvikmyndahús.
En L. Jóh. hefur engin slík skil-
ríki sent bæjarlaganefnd. Þau
skilriki, sem hann kann að hafa
hefur hann sýnt H. V. og St. J.
St. — en þeir hafa hins vegar
ekki farið fram á það með einu
orði við Kj. Sv. (að því er hann
sjálfur segir mjer), að hann
færði frekari sönnur á aðstöðu
sína til þess að stofna gott
kvikmyndahús.
Ástæður þeirra fyrir því, að L.
Jóh. beri að veita leyfi á und-
an Kj. Sv., eru því fyrirsláttur
einn og að engu hafandi. Þeir
vita sem er, að þriðja leyfið til
kvikmyndasýninga í Rvík er
mikilla peninga virði. En fjórða
leyfið er fyrst um sinn alveg
einskisvirði, því enginn lætur
sjer til hugar koma að 4 kvik-
myndahús verði rekin með á-
góða hjer í bænum fyr en hann
hefur stækkað að miklum mun
frá því sem nú er. Eg verð því
að telja fyllilega sannað:
1. Að Alþýðuflokknum sje
mikill fjárhagslegur fengur að
því, að L. Jóh. fái leyfi til kvik-
myndasýninga.
2. Að flokktirinn hafi i hags-
munaskyni horfið frá þeirri
stefnu í kvikmyndamálunum,
sem hann studdi með atkvæðum
sínum í fyrra.
3. Að flokkurinn sýni nú ó-
verjandi hlutdrægni og sjer-
drægni, þar sem hann vill veita
L. Jóh. leyfi til kvikmyndasýn-
inga hið bráðasta, en neitar að
taka afstöðu til umsóknar Kj.
Sv.
Þeir H. V. og St. J. St. enda
grein sína með þvi að lýsa mig
ósannindamann að þeim um-
mælum mínum, að stuðningur
Alþýðuflokksins við leyfisum-
sókn L. Jóh. eigi rót sína að
rekja til þeirra hagsmuna-
vona, sem bundnar eru við hið
væntanlega lán til húsbyggingar.
Jeg veitekki hvort jeg hirði
um að draga þessa herra fyrir
Iög og dóm og fá þá dæmda í
fjesektir fyrir ósvífni þeiri'a.
Jeg skýt því óhræddur fyrir
þjóðardóm, hvort jeg hafi
hreyft þessu máli til þess að fara
með fleipur og róg og hvort jeg
hafi nokkuð ofma>lt um afstöðu
Alþýðuflokksins til leyfisum-
sóknar Lárusar Jóhannessonar.
Málið hefur nú verið rætt til
nokkurrar hlítar.
Almenningi ætti að vera vor-
kunnarlaust að átta sig á því án
hjálpar dómstólanna, hvort þeir
Hjeðinn Valdimarsson og Stefán
Jóh. Stefánsson eru menn að
merkari, þótt þeir hafi borið á
mig lygar og rógburð fyrir þær
sakir einar, að
jeg hafi sagt satt.
K. A.
NÁMSSKEIÐ I
MATREIÐSLU,
framreiðslu og ýmsum öðrum
heimilisstörfum, hefst 1. október
n. k. Nánari úpplýsingar gefur
Theódóra Sveinsdóttir,
Kirkjutorgi 4 Sími 1293;
Reykjavík.
(Júlí og ágústmán. sími:
Þingvellir).
Stauning
forsætisráðherra Dana og frú
hans komu hingað til lands með
e. s. íslandi í gær, og fara aft-
ur með sama skipi 21. þ. m.
Búa hjónin hjá sendiherra
Dana, hr. de Fontenay, meðan
þau dvelja hjer.
Knud Berlin
kom hingað til lands með
e. s. ísland í gær. Hann
er kunnur maður hjer á
landi fyrir skrif sín í
dönsk blöð gegn sjálfstæðiskröf-
um íslendinga. Var hann and-
vígur þvi að Danir gengju að
því að halda áfram nokkru sam-
bandi við ísland sem fullvalda
ríki. En hins vegar mun hann
altaf hafa talað með virðingu
um íslensku þjóðina og oft lok-
ið lofi á hana. Ritstjóri Varðar
minnist þess, að hafa heyrt Ber-
lin segja á fjölmennum fundi í
Khöfn veturinn 1917—18: „Jeg
beundrer Islændingene for de-
res Fædrelandskærlighed og Tro
paa sig selv og jeg vilde önske
at vi Danske besad blot en Brök-
del deraf". Þessi orð mælti K.
B. á fundi, sem yfirleitt var
fjandsamlegur í garð sjálfstæð-
ismáls Islendinga.
K. B. hefir oft verið talinn ó-
vinur íslensks sjálfstæðis o. s.
frv., en þess er vert að minn-
ast nú við komu hans hingað,
að hann er í tölu þeirra Dana,
sem loflegast hafa skrifað og
talað um Islendinga á síðustu
áratugum.
Arngrímur Valagils söngmaður
hefur dvalið hjer um stundar
sakir. Hjelt hann söngskemtun i
Khöfn í vor og hlaut loflega
dóma hjá flestum dönsku blöð-
unum. Socialdemokraten skrif-
ar: „Valagils hefur auðsjáanlega
hlotið góðan skóla; söng hann
með mikilli tilfinningu og bar
meðferðin vott um talsverða
dramatíska hæfileika.....Er á-
gætt efni í þessum söngmanni,.
sem nær sjerstaklega góðum tök-
um á þýðum lögum eins og t. d.
nokkrum indælum söngvum eft-
ir Rob. Franz og íslensku lögun-
um. Bar meðferð þessara laga
vott um músikalskan fínleik. —
Honum var vel fagnað af áheyr-
endum og varð hann að endur-
taka sum lögin."
Frú H. Quiding skrifar í ZL
T.: „Arngr. Valagils hefur mikla
rödd sem er tamin eftir reglum
sönglistarinnar. Söng hann
nokkur lög eftir Rob. Franz
mjög laglega en best tókust þó
íslensku Iögin eftir Á. Thor-
steinsson og Sigf. Einarsson.
Báru tónsmíðir þessar vott um
ótvíræða hæfileika."
Landkjör í haust?
Óvist er enn hvort landkjör
eins fulltrúa í stað Jóns Magn-
ússonar fer fram í haust. Vara-
maður hans Sigurður Sigurðs-
son búfræðingur er látinn. En
hinsvegar þykir orka tvímælis
um, hvort ákvæði laganna heim-
ila að nú sje gefið varamanns-
kjörbrjef þriðja manni þess
lista, er J. M. var kosinn á,
Sveini Benediktssyni á Búðum
í Fáskrúðsfirði. Úr þessu verð-
ur væntanlega bráðlega skorið.
LjóöskeYti.
Á nýaístöðnu móti 25 ára
stúdenta barst þeim þessi sím-
kveðja frá fjarstöddum fjelaga::
Ht er isbirni
einum á barði frera
þurbrjósta þreyja,
meðan bræður hans,
hinir bragðnæmu,
drekka dýran mjöð.
Þakkar þýðlega
þegn á barði
Jöngu liðna daga
sveit, er sama bekk
sat og hann
fyrir fjórðung aldar.
Sje jeg svipbrigði,
sje jeg lífsteiti
glampa í guma augum;
heyri hlæja dátt
hrausta drengi.
Við erum enn þá ungir!
Gangið greiðlega
götu fram
enn til gæfu og gengis!
Farið heilir heim,
hittumst á ný
eftir aldarfjórðung!
Björn.
PrentsmiSjan Gutenberg.