Vörður


Vörður - 17.07.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 17.07.1926, Blaðsíða 1
Útgefandi: MiOstiórn íhaldsflokksins. IV. ár. Kcykjavík 17. Jiili 1036. 30. blað. Skrifstofur Pjóöbandalagsins. Þessa byggingu hefur Stóra-Bretland látið reisa í Genf og gefið hana Þjóðbandalaginu. Verður hún aðsetur allra þeirra skrifstofa, er vinna að alþjóðlegum efnum undir stjórn bandalagsins. Eins og á myndinni sjest er byggingin mikil og ásjáleg, en hið innra er hún sögð fögur og mjög vandað til húsgagna og alls útbúnaðar. Fjármál Frakka. Fjárhagur franska rikisins hefur farið síversnandi ár frá ári eftir ófriðarlok, skuldir aukist og frankinn fallið. Fram á síð- asta ár hafa stjórnmálamennirn- CaiIIaux. ir veigrað sjer við að viðurkenna hve óvænlega horfði og talið þjóðinni trú um að þýsku skaða- bæturnar myndu smám saman rjetta við fjárhag Frakka. En rannsóknir á getu Þjóðverja til skaðabóta og samningur sá, er á þeirn var reistur, Dawes-sam- þyktin, komu Frökkum smám saman í skilning um að þeir höfðu gert sjer hinar hættuleg- ^stu tálvonir i þessum efnum og brýn nauðsyn var bráðra að- Serða til þess að rjetta fjárhag- inn við. Siðastliðið ár hefur öll frönsk sijnrnmálabarátta snúist um þelta ejna mikla vandamál. Stjórnarskifti hafa verið tíð, hver fjármálaráðherrann tekið við af öðrum og flestir farið frá eftir skamma stund. Þingið hefur enn ekki getað fallist á neinar þær ráðstafanir, er að fullu sjá fjár- hagnum borgið. Viðreisnartillög- ur fjármálaráðherranna hafa þótt of harðar aðgöngu, of milc- il neyðarúrræði — og vandræði hafa aukist, frankinn stöðugt lækkað í verði. Meðal þeirra, er reyndir hafa verið í fjármálaráðherrasæti á siðasta ári, er Caillaux, maður metnaðargjarn, harðvítugur og óvinsæll. Hann þykir einn mesti fjármálavitringur Frakka og menn væntu kraftaverka af ráð- snild hans og skarpsýni — en brátt gafst þingið upp á að bíða þeirra og honum var steypt. í siðasta mánuði þurfti enn að Það er ekki nema rúmur mánuður siðan hermálaráðherran í Portúgal, Comes Costa, gerði uppreisn gegn forsætisráðherranum, stefndi byltingarliði til höfuðstaðarins, rak hina ráðherrana frá og tók sjer alræðisvald í landinu. En nú i vikunni herma simfregnir að einn af ráðherrum Costa, er hann nýlega hafði rekið frá, Carmona hershöfðingi, hafi steypt alræðisstjórninni og myndað ráðuneyti með stuðningi hersins. Hefur Costa nú verið gerður landrækur og fluttur til Azoreyjanna. Myndin er af upprisnarsveitum Costa á leið yfir Frelsissviðið i Lissabon. Prófessor Lessing. Stúdentar í verkfræði-háskól- anum í Hannover hafa undanfar- ið hvað eftir annað krafist þess með óeirðum og gauragangi, að ríkið viki frá einum af prófess- orunum, Theodor Lessing, fyrir afskifti lians af stjórnmálum. Er hann eldheitur jafnaðarmaður, en stúdentar flestir andvigir jafnaðarstefnunni. Stjórnin í Hannover hefur látið hegna þeim er staðið hafa fyrir óeirðunum, en það hefur síst bætt úr skák, því nú hafa um 3000 stúdentar hótað að hætta námi við háskól- ann ef Lessing verði látinn halda embætti. Hinir prófessorar há- skólans hafa nú lagt til að Less- ing verði vikið frá og færa það til, að kennarastarf hans sje ekki svo mikils virði, að vert sje að láta stúdentana fara til þess að háskólinn geti orðið þess að- njótandi áfram. skifta um fjármálaráðherra. Ýmsir höfðu nú verið reyndir og ekki þótt duga. Blöðunum kom saman um, að ef hinn næsti fengi ekki leyst vandræðin, þá væri vonlaust um framtíð frank- ans, þá biðu hans sömu örlög og þýska markið hrepti, hann myndi stefna hröðum skrefum að algerðu verðleysi. Briand átti að mynda ráðuneyti, en hver af öðrum hinna merkari stjórn- málamanna veigraði sjer við að taka að sjer fjármálin. Þá boð- aði hann Caillaux á fund sinn, og er þeir höfðu setið lengi nætur á ráðstefnu, þá varð það úr, að hann lofaði að gerast f jár- málaráðherra. En hann setti m. a. þau skilyrði fyrir þátttöku sinni í nýrri stjórnarmyndun, að hann rjeði valinu á nokkrum hinna ráðherranna — og Briand gekk að þvi. Caillaux ljet það verða sitt fyrsta verk, að víkja frá yfir- bankastjóra franska þjóðbank- ans, Robineau, sem er áhrifa- maður hinn mesti í viðskifta- og fjármálaheiminum, ekki síst vegna þess, að hann er skyldur Rothschild-unum. Bar Caillaux það á hann, að bankastjórn hans stæði frankanum fyrir þrifum, og kvað vonlaust að reyna að festa gengið nema með sterkri stoð Banque de France. Vakti frávikning þessi hina mestu furðu, og þótti sýna að Caillaux ætlaði ekki að láta neinum hald- ast uppi að veita fyrirætlunum hans mótspyrnu. Enn hefur Caillaux ekki gert nákvæma grein fyrir því í þing- inu, hvað hann ætlaðist fyrir til þess að rjetta við fjárhaginn. Þó hefur hann tjáð sig samþykan i höfuðatriðum tillögum sjer- fræðinganefndar, er fyrir skemstu hefur haft fjárhaginn til rannsóknar, enda áttu sæti í henni ýmsir af nánustu vinum hans og samherjum. Til þess að ekki verði tekjuhalli á þessu ári þarf nú á síðari helmingi þess að auka tekjurnar um 3 mill- jarða franka, en næsta ár þarf að sjá fyrir tekjuauka sem nemi 5 milljörðum. Báðar upphæðir eru miðaðar við að frankinn ekki falli frá þvi sem nú er. Ráð nefndarinnar eru stórum aukinn sparnaður í rikisbúskapnum og nýir óbeinir skattar. Þessa stefnu hennar aðhyllist Caillaux. En auk þess krefst hann að aukið verði vald stjórnarinnar til þess að taka ákvarðanir i fjárhags- málum án íhlutunar þingsins. Hann fer fram á að sjer verði veitt takmarkað einræði i fjár- málum — og siðan á að gefa þinginu tveggja mánaða sumar- leyfi. Síðustu fregnir herma að tví- sýnt sje talið að þingið gangi að þessu, en úr þvi verður bráð- lega skorið. Eitt hið örðugasta atriði sem bíður bráðrar úrlausnar stjórn- ar og þings i Frakklandi, er hvort játa skuli eða hafna skuldasamningi þeim, er Banda- ríkin hafa boðið og tjáð vera hinn hagkvæmasta, er Frakkar geti vænst að fá. Samkvæmt hon- um eiga þeir að greiða Banda- ríkjunum stórfje árlega næstu 62 ár, hærri upphæðir en þeir telja kleift að borga. Oaillaux neitaði í fyrra að ganga að þess- um samning. En neyðist hann til þess nú? Allir eru sammála um, að fall frankans verði ekki stöðvað nema með hjálp Breta og Bandaríkjanna, en hinir síð- arnefndu neita að veita Fröklc- um veðfestingarlán, nema að þeir fallist á samninginn um stríðsskuldirnar. í samningnum eru óaðgengi- leg ákvæði, sem ekki eru í samn- ingum þeim, er Bandaríkin hafa

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.