Vörður


Vörður - 17.07.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 17.07.1926, Blaðsíða 4
VÖRfiUR fjelagsskapur vær.i til í hverjum hreppi á landinu, og þa'ð gleður mig, að nú þegar hafa menn úr tveim hreppum norður í landi beðið um afrit af lögunum. Með þessu fjelagi virðist ekki mikið gert, en meira þó en marg- ur hyggur. Þarna er mörgum smákornum, sem ekki eru mik- ilsvirði hjá hverjum einstökum, safnað saman á einn stað, til þess að gera eitt hið fegursta miskunarverk. Þarna er tekið traustataki fje, sem engan ein- stakan munar um, og oftast yrði eyðslueyrir. Það sannast hjer sem oftar, að „mikið má ef vel vill" og að það er hægt að vinna stórvirki með litlum fjárútlát- um, ef fyrirhyggja er viðhöfð. Við eigum að grafa brunna þar sem þeir verða aldrei uppausnir. Það má segja að það sje gott og blessað að safna í dag saman tugum þúsunda til að seðja með hungur fátækra, en það er alt bú- ið þegar búið er að útbýta þvi; og fólkið fer að hungra aftur. Þessvegna er enn þá meira varið í það, að geta þegar í dag haft fulla vissu fyrir því, að enginn þurfi eftir litinn tíma að vera svangur eða fátækur. Hversu oft höfum við ekki tækifæri til að gera þessu líkt. Hversu oft geta ekki einstakling- ar, hreppaf jelög og þjóðin í heild sinni sparað fje sjer að skað- lausu, og látið það með fram- sýni og hjálp tímans verða að þeim krafti, sem mundi veitast ljett að lyfta stóru steinunum af yegi framtíðarinnar. En það gengur illa að fá okkur til að hugsa þannig, sjálfselskan er rík í eðli okkar og hún er á of háu stigi ef við getum ekkert gert nema í eigin hagsmunaskyni. Við erum á framfaraskeiði og hvers vegna ættum við þá ekki að taka steina úr götunni og ljetta þeim gönguna sem á eftir koma. Ef t. d. helmingur af íbúum Reykja- víkur legði fram aðeins eina krónu á hverju ári í 5 ár, þ. e. um 50 þús. kr. og stæði óhreyft í 70 ár, þá mundi upphæðin verða um 1600 þús. kr. — ein miljón og sex hundruð þúsund. Það er laglegur skildingur. Við hugsum sjaldan út í það hvað peningarnir velta á sig. Vinsamlegast. Ól. B. Björnsson. Lðg fjelagsins. 1. gr. Fjelagið heitir „Afmælisgjöfin á Akranesi". 2. gr. Fjelagsmaður getur hver sá orðið, er á afmælisdegi sínnm greiðir árlega að minsta kosti 1 krónu í fjelagssjóð. 3. gr. Af sjóði þeim, er þannig safnast árlega, má fyrir hver jól úthluta alt að % hlutum til þeirra, sem að dómi úthlutunarnefndar (shr. 5. gr.) eru helst hjálparþurfa innan Ytra-Akra- neshrepps. En afgangurinn a. m. k. % hluti skal á ári hverju lagður inn i Söfnunarsjóð íslands með þeim skil- málum, að vextir leggist allir við höf- uðstólinn þar til hann nemur 20 þús. kr. Þá falli % ársvaxtanna til útborg- unar til stjórnar sjóðsins, og skal hún verja því svo sem segir í 5. gr. % árs- vaxtanna leggjast ávalt við höfuðstól- inn. 4. gr. Stjórn fjelagsins skal skipuð 3 mönnum o. s. frv. 5. gr. Úthlutunarnefnd skipar stjórn fje- lagsins. En auk hennar eru sjálfkjörn- ir í nefndina, sóknarprestur, hjeraðs- læknÍT og elsta lögskipuð yfirseiuk«na á Akranosi. Skal nefndin árlega hafa á liondi • úthlutun fjár þess er raéðir um í 3. gr., og þá sjerstaklega leitast við íi'í ljetta undir með þeim mönn- um er söknm sjúkdóma elli eða óvið- ráðaíilegra óhappa verða illa staddir. Þé er úthhitnnar»efadinni heimilt þegar ártekjur sjóðsins eru orðnar 50 þús kr. og ef henni þykir einstök þörf, að veita styrk efnalitlujn, dugnaðar- og reglumönnum, til þess að koma þörf- um atvinnufyrirtækjum í framkvæmd, til að styrkja áhugasama efnismenn til þess náms, er þeir virðast hafa mikla hæfileika eða sjergáfu til, og til að styrkja önnur nytsemdarfyrir- tæki, til heilla almenningi innan kaup- túnsins. Leggist f jelag þetta niður, skal stjórn sjóðsins skipuð sóknarpresti, hjeraðslækni og elstu lögskipaðri yfir- setukonn á Akranesi. I öngþveiti. Hjeðinn Valdimarsson og St. Jóh. Stefánsson svara mjer aft- ur í Alþýðublaðinu í gær. Grein þerra er eftirtektarvert dæmi þess, að það er ekki öllum hent að halda áfram ritdeilu, eftir að þeir eru kómnir í argasta öng- þveiti. Þeir H. V. og St. J. St. hafa fallið fyrir þeirri freistni, að vilja láta það heita svo i lengstu lög, að þeir hafi ekki gef- ið upp vörnina. Þeir munu reyna hvort það ekki hefnir sin, — hvort það er ekki berar en áður, eftir síðustu grein þeirra, að Al- þýðuflokknum er engrar undan- komu auðið frá þeim sakargift- um, sem jeg hefi á hann borið. Hverju breytir það, þó að H. V. og St. J. St. neiti því að jafnaðarmenn hafi gert „samn- ing" við L. Jóh., en segi að þeir hafi fengið „tilboð" frá honum, sem þeir hafi „fallist á"? Dettur þeim í hug að slíkar upplýsing- ar villi nokkrum manni sýn að kjarna málsins? Það éru aðallega tvær spurn- ingar sem máli skifta í sambandi við ráðagerðir L. Jóh. og jafnað- armanna. Hin fyrri er þessi: Átti Alþýðuflokkurinn von á óeðlilega gróðavænlegum samn- ingi við L. Jóh., ef tekist hefði að útvega honum leyfi til kvik- myndasýninga? Hjer kemur tvent til greina, lánskjör þau er jafnaðarmenn áttu að fá hjá L. Jóh. og leigu- kjör þau, er hann átti að fá hjá þeim. Því hefur ekki verið mót- mælt, að jeg hafi hermt rjett frá lánskjörunum og því verður ekki mótmælt að þau eru vildarkjör — enda gera H. V. og St. J. St. engar nýjar tilraunir til þess í síðari grein sinni. En leigumálinn — hvernig er hann? H. V. og St. J. St. gáfu í skyn að hann hreinsaði flokkinn af öllum grun um, að hann hefði óeðlilegan hag af væntanlegum viðskiftum við L. Jóh. Hvers vegna birta þeir þá ekki ákvæði hans? Jeg skýrði frá því, að jeg hefði heyrt, að L. Jóh. ætti að borga afarháa leigu fyrir sýning- arsal í húsi Alþýðuflokksins — 20 þús. kr. og spurði hvort þetta væri rjett. Hverju svarar þeir H. V. og St. J. St.? Þeir segjast „enga ástæðu" sjá til þess að skýra mjer eða „öðrum óviðkom- andi mönnum" nánar frá tilboði L. Jóh. En ef leigumálinn sann- ar að ofsögum hafi verið sagt af þehn hagsmunum, er jafnað- armenn ættu von á af samningi 3e$tu sherry o£ port- víq eru frá firmaau CONZALEZ BYÁSS & Co. Jerez & Oporto. Biðjið ætíð um þau. við L. Jóh. — þá sje jeg fylstu ástæðu til þess að þeir væru óð- fúsir á að birta ákvæði hans — ekki til þess að svala neinni for- vifcni hjá mjer eða öðrum, heldur til að hreinsa sjálfa sig. En þeir gera það ekki. Og þeir mótmæla ekki fregnum þeim, er jeg hefi haft af leigumálanum. Ef þær hefðu verið rangar — málstað þeirra i óhag — hvers vegna skyldu þeir þá ekki hafa andmælt þeim? Jeg hlít að skilja þögn þeirra svo, að leigan hafi verið ákveðin ekki minni en 20 þús. kr. á ári — og virðist þá augljóst að flokkurinn hafi átt von á mikl- um hag bæði af lánsskjörum L. Jóh. og af leigumálanum við hann. En þá kemur hin spurningin: Hvernig tókst Alþýðuflokkn- um að komast að svo hagkvæm- um kjörum við L. Jóh.? H. V. og St. J. St. mótmæla því að þeir hafi skuldbundið sig gagnvart L. Jóh. til þess „að greiða atkvæði á ákveðinn hátt í kvikmyndamálinu"! Hvað vildi L. Jóh. jafnaðar- mönnum — hvers vegna fór hann að gera þeim .tilboð'? Hann hefur fjárráð til þess að byggja sýningarskála. Hann fer með fjeð til jafnaðarmanna, biður þá að byggja hús fyrir það — lofar því gegn lágum vöxtum og með góðum afborgunarskilmál- um, ef hann aðeins megi fá leigt hjá þeim á eftir fyrir hátt verð. Hvers vegna gerir hann það? Hvers vegna fer hann einmitt til jafnaðarmanna? Fyrir þrem árum var hann í kjöri við þing- kosningar hjer í Reykjavík. Hann bauð sig fram gegn jafn- aðarmönnum. Hann hjélt þá ræðu, sem er prentuð í Morgun- blaðinu haustið 1923. Hann hraksmánar bæði stefnu jafnað- armanna og sjerstaklega for- ingja þeirra hjer i Reykjavík. „Þjóðnýtingin á enga stoð i veruleikanum, en er orðagjálfur og skýjaborg, sem fellur um sjálfa sig", sagði L. Jóh. „Menn eru farnir að sjá það, að Jón Bald., Hjeðinn & Co. muni ekki til þess fallnir að flytja Himna- riki á jörð ofan". Hann segir að jafnaðarfor- íngjunum hjer í bæ láti betur „að gaspra á fundum en að standa í verklegum framkvæmd- um". Hann sakar H. V., Ól. Fr. o. fl. um ódrengilega bardagaað- ferð gegn sjer. Hann kallar sendiför Jóns Bachs til Englands „fólskuverk" og „fjörráð við togaraútgerðina". Hvers vegna fór svo L. Jóh. þrem árum síðar til þessara sömu jafnaðarforkólfa og bauðst til að útvega þeim f je-til að koma sjer upp samkomuhúsi, þar sem þeir gætu „gasprað", lagt á ráð- in um ný „fólskuverk" og brugg- að höfuðatvinnuvegi þjóðarinn- ar ný „f jörráð". Hvers vegna? Var það af þvi einu, að þeir áttu lóð á góðum stað? Vantaði L. Jóh. ekkert nema lóð, til þess að geta stofnsett kvikmyndahús sitt? Hvers vegna halda þeir H. V. og St. J. St. áfram að skrifa um þetta mál? Halda þeir að nokkr- um geti dulist samhengi þess? Ólafur Friðriksson virðist steinþagnaður. Og ber það vott um betri greind en hitt, að reyna að halda áfram að fara í kringum sannleikann í máli, sem öllum er nú ljóst, hvernig er vaxið. K. A. Nýjar bækur. 1. Hugur og tunga eftir Alexander Jóhannesson dócent. Bókin greinist í þrjá kafla: Hljóðlögmál og orðaforði, Hljóð- gervingar („eftirhermur náttúru- hljóða, orð þau er lýsa sjálf at- höfnum og viðburðum og kend- arorð eða upphrópunarorð") og Ummyndun orða (eða alþýðu- skýringar — Folkeetymologi á dönsku). Ritið er auðugt af skemtilegum fróðleik um tungu vora og svo alþýðlega skrifað, að hverjum manni ætti að geta ver- ið ánægja að að lesa það. 2. Barnið, bók handa móður- inni eftir Davíð Scheving Thor- steinsson lækni, með 64 mynd- um. Bókin fjallar m. a. um ung- barnsaldurinn, hvitvoðungsald- urinn, nokkur sjerkenni á ný- fæddum börnum og almennustu kvilla, á hverju ungbarn á að nærast, um gerfifæðu ungbarna, blandaða fæðu, brjóst og pela, ýmsa lífstarfsemi barnsins, ald- urinn frá tanntöku til 6. árs, á hverju barnið eigi að nærast eft- ir að búið er að venja það af brjóst og pela, sjúkdóma á börnum 1— 6 ára o. fl. 3. Sláttuvélar eftir Árna G. Ey- lands, ritgerð sjerprentuð úr búnaðarritinu, leiðarvísir um samsetning vjelanna, meðferð þeirra og notkun. Ritgerðinni fylgir fjölda mynda. 4. The Iceland Year-Book eftir Snæbjörn Jönsson, handbók fyr- ir útlendinga með allmiklum fróðleik um land vort og þjóð, at- vinnuvegi, viðskiftalíf, samgöng- ur, stjörrmrfar og menningu á íslandi. Útgáfan er hm vandað- asta og bókin prýdd mörgum á- gætum myndum. Embættismannasambandið norræna heldur stjórnarfund sinn hjer í bæ þessa dag- ana og sækja hann inerk- ir embættismenn frá Dan- mörku, Finnlandi Noregi, Sví- þjóð og Islandi. Klemens Jónsson landritari stjórnar fundunum, en þeir fara fram í sal Neðri deildar í þinghúsinu qg blakta norrænu fánarnir fimm fyrir framan það þessa dagana. Nokkrir fyrirlestrar verða fluttir í sambandi við fundinn, og hefir m. a. Guð- mundur Finnbogason talað um hugmyndir þær, er hann setur fram í bók sinni „Stjórnarbót". Finnlands-kvikmynd var sýnd hjer í Nýja Bíó á fimtudag að tilhlutun hr. Loi- maranta, fyrv. kirkjumálaráð- herra Finna. Ávarpaði hann gestina áður en sýningin byrj- aði og kvað utanrikisráðuneyti Finna hafa látið taka myndina til þess að hún gæti flutt út um heim þekkingu á lífi og þjóð- högum Finna, landi þeirra og bæjum. Myndin var hin prýði- legasta. Thorstina Jackson, merk vestur-íslensk kona, sem er að semja mikið verk um landnám Islendinga í Ameríku, er komin hingað til lands. Flutti ungfrúin fyrirlestur um Vestur- íslendinga i Nýja Bíó á þriðju- dag og sýndi skuggamyndir til skýringar á búnaði þeirra, lífs- háttum o. fl. Var gerður hinra besti rómur að erindinu. Páll ísólfsson hefir verið ráðinn organleik- ari við messugjörðir Haraldar Níelssonar í Fríkirkjunni. Guðm. G. Bárðarson, náttúrufræðingur og kennari gagnfræðaskólans á Akureyri, hefir verið skipaður aukakenn- ari í Mentaskólanum frá 1. okt. n. k., og tekur hann þar við kenslu í náttúrufræði. Messugerðir. Á siðustu prestastefnu gaf biskup skýrslu um messugerðir á árinu 1925. Alls hafði Verið messað 4205 sinnum á ðllu land- inu, en messuföllin orðið 2589» (en 1924 urðu þau 2931). Aldarafmæli Helga lectors Hálfdánarsonar er 19. ágúst. i sumar og verður þess minst í kirkjum landsins. Kvikmyndaleyfin. Bæjarstjórnarfundur í fyrra dag feldi að veita Lárusi Jó- hannessyni leyfi til kvikmynda- sýninga. Greiddu jafnaðarmenn einir atkvæði með leyfinu. — Á sama fundi kom fram tillaga frá Haraldi Guðmundssyni um að bærinn tæki að sjer rekstur kvikmyndahúsa. Var hún einnig feld. Hjónaband: Sigríður Eiríks hjúkrunar- kona og Finnbogi R. Þorvalds- son verkfræðingur. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.