Vörður


Vörður - 24.07.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 24.07.1926, Blaðsíða 1
Ritstfóri og ábyrgð- armaður Kristján Alberfson Túngötu 18. Aígreiðslu- og inn- heimtumaður Ásgeir Magnússori kennari. fe__ „. ..---«3 Útgrefandi : RÆidatjórn íi»al«i»fi©Ulisi»s« IV. ár. Reykjavik 24.\|úlí 1»2«. »>. blað. Síjórnarskifíi í Frakklam í síðasta blaði var minst á hin váxandi fjárhagsvandræði Frakka og þær vonir sem menn gerðu sjer um að Caillaux tæk- ist að ráða fram úr þeim, koma jafnvægi á þjóðarbúskapinn, Driand. stöðva fall frankans o. s. frv. Þær ^onir eru nú að engu orðn- ar. Caillaux er fallinn. í vikunni sem leið ræddi full- trúaþingið fjármáJastefnu hans og er því við brugðið hve meist- aralega hann hafi gert grein fyrir fjárhag ríkisins og hve mikilla yfirburða hafi gætt í vörn hans fyrir skattamála- stefnu sinni. Sætti hún aðal- lega árásum frá jafnaðarmönn- um, en orð fyrir þeim hafði fi^ringi þeirra Léon Blum. Leort Blum. Franska þingið þarf að auka tekjur sínar á þessu ári um 2% —3 miljarða franka til þess að jafnvægi náist við útgjöldin. Sjerfræðinganefndin og Caillaux halda þvi fram, að nýir óbein- ir skattar sjeu heppilegasta og öruggasta leiðin til þess að afla ríkinu þessarar upphæðar undir eins á næstu mánuðum. Með óbeinum sköttum sje enn- fremur sjeð fyrir því, að ef frankinn haldi áfram að falla það sem eftir er ársins, þá aukist tekjur rikisins að sama skapi, því verðfall hans leiði til verðhækkunar á þeim vörum, sem skattarnir sjeu lagðir á. Jafnaðarmemi krefjast hins vegar að skattar af mikilli fjár- eign ög háum tekjum verði hækkaðir stórum. Caillaux hjelt því fram að slíkar ráðstafanir myndu óhjákvæmilega leiða til þess, að sparifje þjóðarinnar streymdi yfir landamærin og leitaði varðveislu í erlendum bönkum, enn örar og óheilla- vænlegar efi þegar væri orðið. Umræðunum um fjárlögin lauk svo, að stjórnin fjekk traustsyfirlýsingu með 22 at- kvæða meiri hluta, og þótti sem tæpar mætti ekki standa fyrir henni. Svo sem Caillaux hafði boðað, lagði hann þvi næst fyrir þing- ið Iagafrumvarp um að stjórn- inni væri heimilt á næsta hálfa ári að gera hverja þá ráðstöfun sem henni þætti nauðsynleg til Herriot. þess að tekjur og gjöld gætu staðist á og til þess að verðfesta frankann. Fjárhagsnefnd full- trúaþingsins lagði þegar á móti frumvarpinu. Caillaux hjelt því til streitu og kvað nauðsynlegt að stjórnin fengi í bili einræði i fjármálum. Frumvarpið fjell á mánudag- inn var. Foringi róttæka flokks- ins, Herriot, varaði þingið ein- dregið við því að afsala sjer rjettindum sínum sem æösta vald i fjármálum. Briand varði frumvarpið og kvað það ein- göngu sprottið af umhyggju fyrir þjóðarheill. Fljótar fram- kvæmdir yrðu nauðsynlegar ef bjarga ætti hag ríkisins. Stjórn- in yrði eins og á stæði að fá i hendur ótakmarkað vald til fjárhagsráðstafana. Þegar eftir fall stjórnarinnar virðist óhugur hafa gripið frönsku þjtiðina. Frankinn stór- fjell að nýju og leiddi það til æsinga og óeirða á kauphöllinni í París. Lögreglan varð hvað eftir annað að dreifa mann- fjöldanum, sem safnaðist um- hverfis hana. Um miðja viku er símað um miklar æsingar víðsvegar um landið og* sagt að allviða hafi verið ráðist á er- Sveinn Björnsson hæstarjettarlögmaður fer utan með Gullfossi á mánudag til þess að taka við embættinu sem sendiherra íslands í Kaup- mannahöfn. lenda ferðamenn, sem auðvitað lifa hátt í Frakklandi um þess- ar mundir, sökum þess hve frankinn er ódýr (hann kostar nú um 10 isl. aura). Herriot reyndi þegar eftir fall ráðuneytisins að mynda nýja stjórn. Hægri flokkarnir neituðu þátttöku, jafnaðarmenn sömuleiðis. Hinir siðarnefndu lofuðu þó róttækri stjórn undir forustu Herriots skilyrðísbundnu fylgi. Nýja stjórnin er nú mynd- uð. Herriot er forsætis- og utan- rikisráðherra, de Monzie er fjár- málaráðherra, Painlevé her- málaráðherra og Loucheur versl- unarráðherra. Gert er ráð fyrir að fjármálatillögur stjórnar- innar fari fram á háa eigna- skatta sem höfuðbjargráð út úr ógöngunum, en talið er ósenni- legt að þingið fallist á þá. Bú- ist er við að stjórnin siti skamma stund í sessi og þvi jafnvel fleygt þegar, að innan hennar riki ósamkomulag um mikilvæg slefnuatriði. m^msammi Eftir að þetta var ritað, barst svolátandi skeyti: Simað er frá París, að stjórn- in sje fallin. Þingið feldi traustsyfirlýsingu til stjórnar- innar, þegar Herriot hafði skýrt frá áformum hennar um eigna- skatta. — Frakklandsbanki kveðst líklega tilneyðast að neita ríkinu um frekari lán, þar sem seðlaforðinn sje á þrotum. — Poincaré reynir að mynda stjórn. Amundsen. Amundsen og förunautum hans var tekið með kostum og kynjum, er þeir kómu til Osló í lok síðustuviku.Fjöldiborgarbúa hafði safnast saman til þess áð taka á móti þeim. Meðal mót- takendanna voru þingmenn all- ir og stjórnin. Konungur veitti Amundsen áheyrn, skömmu eft- ir að hann kom. Bjarni jonsson frá Vogi. Hann ljest á heimili sínu hjer Reykjavík kl. 8 á sunnudags- kvöldið 18. júli eftir langvint heilsuleysi og langa, þunga legu. Bjarni var fæddur i Miðmörk i Stóradalsþingum 13. okt. 1863. Hann var sonur Jóns prests Bjarnasonar, er síðar fluttist að Vogb í Skarðsþingum. Þar ólst Bjarni upp með föður sinum og kendi sig siðan við bæinn í Vogi. Hann kom í latínuskólann haustið 1883 og settist þá i 3. bekk. Vorið 1888 útskrifaðist hann með einni af hæstu eink- unnunum, sem við skólann voru gefnar. Við Hafnarháskóla stundaði hann gömlu málin, latínu og grisku og tók magister próf i þeim 1894. Þá kom hann heim og gerðist kennari við latínuskólann, og gengdi þvi starfi til 1905. Eftir 1909 var hann um stund erindreki ís- lands erlendis, hvarf svo heim aftur og gengdi aðallega kenslu- störfum, og var síðast dócent í grísku við Háskólann. Hvíti skjöldurinn. Bjarni frá Vogi var kennari við latínuskólann til 1905, hann var þá eins og vikingarnir fornu með hvítan skjöld, þegar þeir fóru með friði, og laðaði læri- sveinana svo að sjer, að enginn kennari mun hafa notið meira fylgis og velvildar en hann, eft- ir að Gísla Magnússon leið. — Hann var fyrirtaks kennari í þýsku, og allir hans nemendur töluðu þýsku eftir námið. Hann unni latínu og islensku mest allra mála, þvi þau mál kendu að hugsa rjett. Hann var nokk- uð einstrengingslegur íslensku- maður framan af, og það haml- aði honum oft að taka áheyr- endurna þeim tökum, sem ræðan átti skilið. Til þess að hafa sem mest áhrif á þá, sem til ræðu- mannsins heyra, verður hann að tala eins og þeir, þegar þeir kom- ast i geðshræringu, eins og mað- ur sem er að biðja sjer stúlku, eða eins og maðurinn sem hjal- ar inni í baðstofunni við kunn- ingja sinn. Forníslenskan er köld eins og vetrarnótt, og hrein eins og nýfallinn snjór. Hún gleður eyrað og er dásömuð af smeknum, en gengur ekki til hjartans. Bjarni gerði margar þýðingar og sumar hinar erfið- ustu og vandasömustu eins og Haugtussa og fyrri partinn af Goethes Faust. Síðari partinn ætlaði hann að þýða. Honum Ijetu Ijóð eins og lesmál, sem bendir á yfirburða hagleik i skáldlegri merkingu. Rauði skjöldurinn. Honum var vikið frá ómerk- ustu kennarastöðunni við Lat- ínuskólann 1905. Það mun hafa verið gert eftir tillögum frá þá- verandi rektor, sem kendi Bjarna frá Vogi um óöldina sem þá var að koma upp í Lat- inuskólanum, og áleit að hann stæði þar bak við og bljesi að kol- unum. Áburðurinn var ósannur, en við hann var látið standa. Þá brá Bjarni frá Vogi upp hin- um rauða skildi, sem víking- arnir ljetu bera fyrir sjer, þeg- ar þeir „fóru herskildi" yfir hjeruð eða strandir. Hann var þá orðinn landvarnarmaður i hinu pólitiska lifi voru, og tal- aði hátt og skýrt sinu máli.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.