Vörður


Vörður - 24.07.1926, Síða 4

Vörður - 24.07.1926, Síða 4
4 V Ö R Ð U R j^estu sherry os> porí- víp eru frá firmanu ■ Jerez & Oporto. Biðjið ætíð um þau. \ . sæta vildárkjörum í leigumál- anum við L. J'óh. — „ekki getað fært neinar iíkur fyrir því“! Jeg hefi skýrt frá þeim fregn- um, er jeg hefi haft af þeim leigumála, er L. Jóh. átti að ganga að við flokkinn, ef kvik- myndaleyfið hefði fengist. Þau leigukjör hefðu verið vildarkjör fyrir jafnaðarmenn. Jeg hefi skorað á þá að mótinæla, að jeg færi með rjett mál. Síðan hafa þeir H. V. og St. J. St. skrifað tvær greinar gegn mér — og ekki mútmxlt. Hefi jeg þá „ekki getað fært neinar líkur“ fyrir því, að leigumálinn hefði orðið gróðavænlegur fyrir jafnaðar- flokkinn? 3. Þeir öngþveitisherrar segja: „Kr. A. hefir ekki getað sýnt fram á það, að Lárus Jóhannes- son hafi átt völ á leigu á öðru samkomuhúsi en þvi, sem hjer er um að ræða, nje að hann hafi getað útvegað sjer slik leigukjör nje slíkan stað í bænum með því að bygg.ja sjálfur". Hvílík röksemd! Áttu þeir H. V. og St. J. St. von á því, að jeg gengi milli allra samkomuhuseigenda og lóða- eigenda í Reykjavik, spyrði þá hvort þeir hefðu ekki gert vænt- anlegum kvikmyndahúsrekanda L. Jóh. nein tilboð um leigu á sal eða sölu á lóð — og þá hver kjör þeir hefðu boðið? . Mig rak í rogastans þegar jeg las þennan þriðja lið i siguryf- irlýsingum H. V. og St. J. St. Er ekki eins og mennirnir sjeu blátt áfram að reyna að færa sem átakanlegastar sönnur á það, i hvíliku öngþveiti þeir eru staddir? Aftan við yfirlýsingarnar bæta þessir herrar ærumeiðing- um og svívirðingum í minn garð, svo sem siður er lítilla manna, er þeir liggja kylliflatir í opin- berri viðureign: Þeir gefa í skyn að mjer hafi verið skipað af mönnum, er launi mig til „slíkra skrifa“ að „setja saman þá sögu, að hjer væri um atkvæðasölu að ræða“ — að jeg hafi orðið að ganga að því fyrirfram „að opinberast siðar sem ósannindamaður“, verða að liggja undir ámælum fyrir það, án þess að geta hreins- að mig. Jeg veit ekki betur en að Hall- björn Halldórsson og aðrir blaða- menn Alþýðublaðsins taki laun fyrir starf sitt — og mun þeim aldrei hafa verið láð það. Hins vegar mega þeir menn, sem stjórna andstæðingablöðum jafn- aðarmanna, að staðaldri þola brigsl og svívirðingar fyrir að þeir skuli ekki vinna kauplaust: Þeim á að vera skipað og laun- að o. s. frv. Brigsl H. V. og St. J. St. í minn garð skipa síðustu grein þeirra á bekk með þeim blaða- skrifum, sem mestan skræl- ingjabrag setja á opinbert líf á Islandi. H. V. hefir það sjer til afsök- unar, að vera maður uppstökk- ur og heiptúðugur, ekki síst þegar hann er í öngþveiti stadd- ur. En St. Jóh. St. er næsta geð- spakur maður. Hann er góð- kunningi minn og skólabróðir, jeg þekki hann og jeg veit að hann hefir ekki reiðst skrifum mínum um kvikinyfndamálið svo mjög, að hann hafi eitt and- artak getað íreistast til þess að trúa því, að mjer væri hægt að skipa hvað jeg ætti að segja i blaði minu eða launa til þess að bera á menn sakir, sem jeg vissi lognar. Mjer er lorskilið hvernig St. J. St. hefir getað látið tilleiðast að undirskrifa með H. V. níðið um mig. Vegna hans sjálfs vil jeg vona það, að hann eigi eftir að skammast sín fyrir það til æfiloka. — Að lyktum tala þeir fjelag- ar gleiðgosalega um að jeg hafi ekki enn hreinsað mig af þeim ámælum, að J'afa verið lýstur „opinber lygari og rógberi í þessu máli“. Jeg hefi hreinsað mig af þeim í skrifum mínum um málið. En úr því að þeir fjelagar ekki þykjast skilja það, þá mnn jeg einnig hreinsa mig af þeim fgrir dómstóhmum og láta sekta þá fyrir orð þeirra. Þeir segja að jeg hafi „hvað eftir annaðj talið það vott um sekt manna" er jeg hafi lýst opinbera lygara og rógbera, að þeir hreinsuðu sig ekki af slíku ámæli fyrir dómstólunum. Þetta eru helber ósannindi. Jeg skora á Jiá H. V. og St. J. St. að tilfæra eitt einasta dæmi þcss, að jeg hafi frýjað mönnum á- ræðis til þess að höfða mál gcgn^ mjer. Jeg hefi aldrci gert það. Jeg hefi sjálfur aldrei höfðað mál, fyr en nú — og aldrei hvatt aðra til málaferla gegn mjer. Jeg er þeirrar skoðunar að yfirleitt sje rjettast að verj- ast blaðaárásum á prenti, fyrir dómstóli þjóðarinnar, en leita ekki rjettarverndar nema sjer- staklega standi á. Jeg hefi einu sinni vikið að því, hvers vegna Jónas frá Hriflu, sem vildi að Alþingi stefndi Sigurði Þórðarsyni og ennfremur Hnn nýlátni forsætis- ráðherra og bæjarfógetinn i Rvík — væri sjálfur fráhverfur því að stefna S. Þ., fyrir að hafa lýst hann „ærulausan lygara og róg- bera“. Jeg lýstl áhættu J. J. við inálaferli á þennan hátt: „Því gerum ráð fyrir þvi, að semdi svo bók um það, hvað J. S. Þ. tæki sig til, færi í gegnum 10 árganga af Tímanum og J. er búinn að Ijúga miklu síð- asta áratuginn — hvílíkt rit gæti það ekki orðið! Ætli J. J. gæti sýnt sig á þingi eða málfundum eftir að það væri út komið?“ Jeg á það ekki á hættu, þótt jeg stefni H. V. og St. J. St., að verða sannur að sök um lygar — hvað þá að rit verði samið um ósannindi mín á prenti. 2) Auðkent hjer. — Ritstj. Frá Þingvöllum tapaðist 5. þ. m. Ijósgrár hestur, dekkri í tagl og fax, 8 vetra, al- járnaður. Mark: heilrifað hægra, bragð framan og biti aftan vinstra. — Finnandi vinsamlega beðinn að geyma hestinn og láta Einar Einarsson, Vitastig 10 i Reykjavík vita um hann, sem mun vitja hans bráðlega og borga áfallinn kostnað. Og er mjer því ósárt um að draga þá báða fyrir lög og dóm, eftir endurteknar svivirðingar í minn garð. K. A. Eiríkur Briem prófessor varð áttræður 17. f. m. Er hann enn hinn ernasti og við góða heilsu. Nokkrir vinir hans höfðu gengist fyrir því að stofnaður yrði sjóður á átt- ræðisafmæli hans. Skyldi hann bera nafn Eiríks Briems og honuni vera falið að ákveða hvernig sjóðnum skyldi varið. 4415 kr. höfðu safnast í sjóð- inn þegar hann var afhentur afmælisbarninu til ráðstöfunar. Skipulagsskráin verður væntan- lega birt á næstunni. Ræktunarsjóðurinn. 1. júlí voru liðnir 9 mánuðir siðan sjóðurinn tók til stafa og hafði hann þá» lánað út rösk- lega hálfa million króna. Talið er að meira en helming þess fjár hafi verið varið til bygg- inga. Sala jarðræktarbrjefanna hefur gengið ágætlega. Selt hef- ur verið fyrir á 4 hundr. þús. kr. Málaferli gegn Krossanesverksmiðjunni. Frá Akureyri er simað: Und- irrjettardómur er nýfallinn í máli því, er verslun Snorra Jóns- sonar höfðaði fyrir rúmu ári gegn Krossanesverksmiðju fyrir notkun á stærri sildarmæliker- um en 150 litra. Áleit verslunin, að með þessu hefði verksmiðjan haft af sjer fje. Dómarinn sýkn- ar verksmiðjuna með þvi, að ekki sje sannað, að verksmiðjan hafi fengið meira en hina um- sömdu 150 lítra úr mælikeri, er sildin kom í bing. Málskostn. fellur niður. Verslunin ætlar að áfrýja inálinu. Vetrarbraut heitir hók eftir Ásgeir Magnús- son. Hún skýrir frá nýjustu kenningum i stjörnufræði og kemur út á næstu dögum. Prentsmiðjan Gntenberg. Reikningitr Sparisjóðs Sauðárkróks 1925. Innborganir : kr. a. kr. a. 1. Peningar i sjóði frá f. á............................. 15711.28 2. Borgað af lánum : a. fasteignarveðslán...................... 46141.67 b. sjálfsskuldarábyrgðarlán............... 37052.95 c. lán gegn ábyrgð sveitarfjelaga......... 13213.00 d. lán gegn handveði og annari tryggingu 1650.00 ---------- 98057.62 3. Innleystir víxlar................................... 266929.00 4. Sparisjóðsinnlög.................................... 172573.47 5. Vextir: a. vextir af lánum....................... 24137.10 b. forvextir af vixlum..................... 8499.50 c. vextir af innstæðu í bönkum og af veð- brjefum................................. 5167.68 ---------- 37804.28 6. Bankar og aðrir skuldunautar......................... 154309.52 7. Ýmislegar innborganir.................................. 210.06 ÁIls 745595.23. Útborganir: kr. a. kr. a. 1. Lán veitt: a. gegn fasteignarveði.................... 60840.00 b. gegn sjálfsskuldarábyrgð............... 23703.10 c. gegn ábyrgð sveitarfjelaga............. 30200.00 d. gegn handveði og annari tryggingu .. 4100.00 --------- 118843.10 2. Víxlar keyptir...................................... 282434.00 3. Útborgað sparisjóðsinnstæðufje (þar við bætast dagvextir af ónýttum viðskifta- bókum)............................................ 194285.70 4. Kostnaður við rekstur sparisjóðsins: a. laun.................................... 4200.00 b. annar kostnaður......................... 1801.06 -------- 6001.06 5. Bankar og aðrir skuldunautar ....................... 132816.27 6. Ýmiskonar útborganir................. .. 3000.00 7. 1 sjóði 31. desbr. 1925 .............................. 8215.10 Alls 745595^23 Ábati og halli árið 1925. T e k j u r : kr. a. 1. Vextir af lánum....................................... 24137.10 2. Forvextir af víxlum................................... 8499.50 3. Vextir af innstæðu í bönkum og af verðbrjefum.. .. 5167.68 4. Ýmsar aðrar tekjur..................................... 210.06 ~ AÍIs 38014.34 G j ö 1 d : kr. a. 1. Reksturskostnaður: a. þóknun til starfsmanna.................. 4200.00 b. þóknun til endurskoðenda.................. 175.00 c. önnur útgjöld (húsaleiga, eldiviður, Ijós, ræsting, burðareyrir o. fl.).............. 1563.56 --------- 5938.56 2. Vextir af innstæðufje i sparisjóði (rentufótur 4%%) 25497.26 3. Önnur útgjöld (t. d. kostnaður við fasteignir o. fl.) 62.50 4. Arður af sparisjóðsrekstrinum á árinu............ 6516.02 Alls 38014.34 Jafnaðarreikningur 31. desember 1925. A k t i v a : kr- a. kr. a„ 1. Skuldabrjef fyrir lánum: a. fasteignarveðsskuldabrjef.............. 303291.11 b. sjálfsskuldarábyrgðarskuldabrjef .. .. 45266.65 c. skuldabrjef fyrir lánum gegn ábyrgð sveitarfjelaga........................... 54743.00 d. skuldabrjef fyrir lánuni gegn handveði og annari tryggingu....................... 5750.00 ---------- 409050.76 2. Óinnleystir vixlar................................... 147275.00 3. Ríkisskuldabrjef, bankavaxtabrjef og önnur slík verðbrjef .. ............................ 25000.00 4. Innieign í bönkum..................................... 53555.27 5. Aðrar eignir.......................................... 18952.28 6. Ýmsir skuldunautar..................................... 1740.61 7. í sjóði................................................ 8215.10 Alls 663789.02 P a s s i v a : kr. a. 1. Innstæðufje 1140 viðskiftamanna...................... 591167.11 2. Varasjóður............................................ 72621.91 Alls 663789ÍÖ2 Sparisjóður Sauðárkróks 30. april 1926. liristján Blöndal, Pjetur Hannsson, Hálfdán Guðjónsson.

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.