Vörður


Vörður - 31.07.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 31.07.1926, Blaðsíða 1
VORÐUR Útgrefandi : i&Oðstjórn ífaalcLsfloUUsiiis. IV. ár. Keykjaríii 31. Jiili 1030. Frá vinstri eru sitjandi: Rye Holmboe, Michelet, Berge, Klingenberg, Wefring. Standandi: Middelton, Venger. Berges-máliö. Þeir atburðir hafa nýlega gerst í Noregi, er almenna athygli hafa vakið víða um lönd. Hefir Stór- þing Norðmanna samþykt að stefna fyrir rikisþing Berge fyr- verandi forsætisráðherra og ráð- herrum þeim öllum, er sæti áttu i ráðuneyti hans. Tildrög málsins eru þessi: 1 Noregi voru vandræðatímar hin- ir meslu árið 1923. Tveir stór- bankar landsins fóru á höfuð- ið. Aðrir voru á heljarþröm. Jafnaðarmenn lögðu peninga- stofnanirnar í einelti og vildu skara glóðum elds að höfðum þeirra. Norska krónan fjell stór- lega og hætta var á, að vandræði bankanna gæti komið öllu at- vinnulifi þjóðarinnar í hið mesta öngþveiti. Noregsbanki ieitaði þá trausts stjórnarinnar ásamt f jórum stærstu einkabönkunum. Varð endir þess máls sá, að stjórnin veitti Handelsbanken 25 milj. króna ríkisvíxlalán til þess að ráða fram úr vandræðunum. Var þessu haldið leyndu fyrir þingi og þjóð, en sjerstakur reikningur haldinn yfir lán þessi. Þrátt fyrir þessa hjálp komst bankinn i kröggur að nýju og varð að biðja um 15 milj. króna lán árið eftir. Þá hafði vænkast nokkuð hagur Norðmanna svo stjórnin taldi sjer fært að bera þetta undir þingið og var lánveitingin sam- þykt. Þó fór enn ver en skyldi. Bankinn lenti enn á ný á fjár- hagsvandræðum og fór þá að lokum svo, að hann varð að gef- ast upp með öllu. Komst þá alt upp um aðferð stjórnarinnar. Nefnd var skipuð til að ran- saka málið og hefir hún látið uppi það álit, að hið opinbera muni tapa um 5 miljónum kr. vegna þessara ráðstafana. En hinsvegar hafi þetta orðið til þess að bjarga fjölda atvinnu- fyrirtækja frá algerðu hruni og ýmsum opinberum stofnunum frá stórtjóni. Ákvörðun Stórþingsins í þessu tnáli þykir mjög orka tvímælis. Halda styrktarmenn Berges því fram, að hann hafi aðeins haft heill alþjóðar fyrir augum. Hafa staðið um þetta afar langvinn- ar og heitar umræður i norska þinginu. Allir viðurkenna að Berge hafi brotið stjórnarskrána. En fylgismenn hans halda því fram, að hann hafi brotið hana af brýnni nauðsyn og nauðsyn brjóti lög. Telja þeir fullvíst að alment hrun hefði orðið i Noregi, eymd og atvinnuleysi, ef Berge hefði ekki farið svo að, sem hann gerði. Hafi hann sýnt hinn mesta manndóm i máli þessu og ekki hikað við að láta sannfær- ingu sína ráða þvert ofan í lög og reglur þegar heill alþjóðar var í veði. Þykir síst sitja á kommúnistum að berjast nú sem akafast móti Berge vegna þess að hann hafi brotið stjórn- arskrána, því stefna þeirra sje að ríða að fullu núverandi þjóð- skipulagi. O. Thommesen, stofnandi stórblaðsins „Tidens Tegn" hef- ir nýlega skrifað grein um Berg- esmálið i það blað. Farast hon- um orð eitthvað á þessa leið: „Landinu var bjargað úr bráð- um voða. En til þess varð þing- ræðið að lúta í lægra haldi. Ann- ars hefðu hörmungarnar dunið yfir. Þingið hlaut að bíða um stund, vegna þess að Berge fanst meira um vert að afstýra hruni atvinnulífsins í landi sínu, held- ur en gefa þinginu skýrslu. Nú hefir þakklát fósturjörð fyrir munn hinna „kjörnu" framborið þakkir sinar. Þingið hefir náð sjer niðri. Enginn skyldi dirfast að hrófla við heilögum rjettindum hinna „lUvöldu", jafnvel þótt landi og þjóð sje voðinn vís. Kommúnistar, sem telja það skyldu sina að grafa rætur þing- ræðisins eins og rottur og koll- varpa þvi með ofbeldi er fylling timans kemur, gerðust postular laga og stjórnarskrár gagnvart Berge. Flettner-skip. Fyrir rúmu ári bárust hingað fregnir um nýstárlega að- ferð og útbúnað til að beisla orku vindsins og hagnýta sem hreyfi- afl fyrir skip. Mönnum er eflaust i minni hið einkennilega skip Þjóðverjans Flettners, „rótor"- skipið svonefnda, sem hvorki var útbúið seglum nje skrúfu, en bar i þess stað tvo risavaxna sivaln- inga, á þeim stöðum í skipinu, sern siglutrjen eru á venjulegum skipum. Þessum sívalningum var snúið um ás sinn með litlum hreyflum (mótorum) og var því- næst ætlað að knýja skipið á- fram með aðstoð vindorkunnar. Reynsluskipið, sem „Buckau" hjet, fór fyrstu ferðina yfir Norð- ursjóinn síðastliðið sumar, og þótti árangur svo góður af ferð- um þess, að nú hefir verið byrj- , uð smíði á öðru skipi af sömu gerð, sem ætlað er til vöruflutn- inga. Það er 300 tons að stærð, hefir 3 sivalninga, 12 feta gilda og 80 feta háa, sem beisla eiga 2000 hestöfl. úr vindorkunni, þegar best lætur, og knýja þá skipið 11 sjómílur á kl.st. Á myndinni sjest skip þetta eins og það á að Vera útbúið til ferða. Með því að ráðist hefir verið í byggingu þessa nýja skips, sem ætlað er til venjulegra siglinga um höfin, þykir það sýnileg,t að hinn nýji útbúnaður sje annað en orðin tóm og að mikilla fram- fara megi vænta af uppgötvun- inni og ágæti hennar, ekki ein- ungis i siglingum, heldur einnig á öðrum sviðum, þar sem afls er þörf. í blöðum hjer hefir litið verið minst á þessa mikilsvarðandi uppgötvun og engar skýringar verið gefnar á henni, og þó munu fæstir geta ráðið í það af eigin rammleik, hvernig hægt sje að knýja skipið áfram á þennan einkennilega hátt, og hvaða kosti slíkt hefir i för með sjer. Þegar Jitið er á útbúnað segl- skipanna, eins og þau eru nú úr garði gerð, með seglfeldi þanda stafna í milli og upp á efstu toppa siglutrjánna, er mönnum það ljóst, að ekki er hægt saman að jafna þeim flötum, sem vind- straumnum mæta á seglskipum og á þessum „rótor"-skipum, sem þrátt fyrir risavöxt sívalning- anna' hafa eigi stærri áveðurs- fleti en sem svarar rúmum þriðj- ungi þeirra flata, sem siglutrje, rár og reiði mynda á jafnstórum seglskipum. En „rótor"-skipið á heldur ekkert skylt við seglskip í öðru en því, að nota vindork- una sem hreifiafl. Með seglum er notfærð orka hins streymandi lofts, eins og því er háttað i gufuhvolfinu, en þegar sivaln- ingnum er snúið um ás sinn myndast öflug loftlægð umhverf- is mestan hluta hans, sem sogar 32. hlað. þess skyndilega. Með því að breyta snúningshraða sívalning- anna minkar ferðin strax, og ef snúa þarf skipinu í vind eða und- an vindi, er það framkvæmt á svipstundu með því að breyta um snúningsátt fremri eða aft- ari sívalnings. Það hefur enn- fremur sýnt sig, að þótt breytt sé um vindstöðuna á hliðar skips- ins stöðvast það ekki, en þýtur i vindinn að vörmu spori eins og besta siglingasnekkja. Þegar breytt er um snúningsátt beggja sivalninga, leitar skipið sam- stundis aftur á bak, og má þann- ig stöðva það fljótlega. Á öllum sviðum i stjórn skipsins og með- ferð tækjanna, er „rótor"- skipið talið hafa mikla yfirburði fram Flettner-skipið. skipið í ýmsar áttir, eftir því hvernig er stýrt. Ef sívalningur- inn er ekki á hreifingu gætir loftlægðarinnar ekki vitund. Sog- aflið er mest i ákveðna átt und- an vindi, og er að jafnaði tífalt meira en það afl, sem hægt er að beisla með segli af sömu flatarstærð og sivalningurinn. Aflmagnið er háð vindhraðanum og snúningshraða sivalningsins, o*g er mestu afli náð, þegar snúningshraðinn er 3 til 4 sinn- um meiri en vindhraðinn; sje hann þaðan af meiri eða minni rjenar aflið. Það sem sjerstaklega einkenn- ir seglskipin, er hinn flókni og margbrotni útbúnaður siglingar- tækjanna, og hin umstangsmiklu og áhættusömu sjómannsstörf ofanþilja, hvenær sem eitthvað þarf að breyta seglbúnaðinum. Þegar óveður er í aðsigi eða skellur skyndilega á, er sjó- mönnum nauðugur kostur að hafast við á þilfarinu, eða í reiða skipsins, til að bjarga nið- ur seglum 'og forða skipinu frá grandi, og er þá oftast þörf margra og skjótra handbragða, svo að óhjákvæmilegt er að hafa marga menn á stórum seglskip- um. En öðru málí er að gegn í „rótor"-skipunum. -,Ef hvassviðri magnast svo, að skipinu stafi hætta af, þarf eigi nema eins manns handtök til að minka ferð skipsins, eða breyta stefnu yfir seglskip, og skákar að auki öllum skipategundum, að því er snertir vinnusparnað. Einustu aflvjelarnar sem skipi§ þarf til ferðanná, eru hreiflar fyrir si- valningana. Til þess eru notaðir rafmagnshreiflar, en raforkan er framleidd með diselvjelum. Þeg- ar þess er gætt, að fyrir hvern sívalning er aðeins þörf 15 hest- afla vjelar, má sá kostnaður heita hverfandi lítill. Rannsóknir Flettners ná lengra en til hreifitækja fyrir skip. Mun þegar vera byrjað á tilraunum með vindafls hreifla, til notkunar á landi, og takist að smiða nothæfa hreifla á þessum grundvelli, er vænst gagngerðrar byltingar i orkuframleiðslunni í framtiðinni. Á. Þ. Leiðrjetting. 1 grein um Bjarna Jónsson frá Vogi, sem var í sið- asta blaði Varðar og merkt er I. E., stóð: „Það kveikti í Reykjavík að nefndarmennirnir okkar ætluðu ekki að voga að koma upp á bæjarbryggjuna". Það er rjett að allmikill ys og þys var i Reykjavík út af þessu máli, en það er tilhæfulaus til- búningur, sem reyndar gekk hjer um bæjinn, að nefndar- mennirnir okkar hafi haft nokk- urn beyg af þvi að ganga á land hjer i bænum. Þeir voru hvorki hræddir nje kviðnir, enda höfðu þeir ekki ástæðu til að vera það. I. E.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.