Vörður - 14.08.1926, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyfgð-
armaður
Krjstján Albertsotx
Túngötu 18
Afgreiðslu- og inn-
heímtumaður
Ásgeir Magnússorí
kennari.
XJtj^ef mi<li : Midstjórn ÍhsiicÍsflokksiiiB.
TV. kv.
Key&Javífc 14. ágúst 1926.
34. blað.
Eggert Pálsson
prófastur, alþingismaður.
Fæddur 6. október 1864.
Dáinn 6. ágúst 1926.
I síðasta blaði var getið and-
láts síra Eggerts Pálssonar.
Hafði hann farið utan í síðastl.
júnímánuði sjer til lækningar.
Var skorinn upp á sjúkrahúsi í
Khöfn, en fjekk enga bót meina
sinna. Hann andaðist 6. þ. m.
Andlátsfregn síra Eggerts
kemur þeim, sem kunnugir voru
heilsufari hans, ekki mjög á ó-
hann vorið 1888 og hlaut lofleg-
an vitnisburð.
Hann vígðist að Breiðaból-
stað í Fljótshlíð 1889 og var þar
síðan prestur til dauðadags.
Prófastur var hann frá árinu
1918.
Kvæntur var hann Guðrúnu
Hermannsdóttur, E. Johnsons
sýslumanns, og áttu þau eina
vart. Raunar höfðu menn ekki
búist viðj að dauðann bæri svo
bráðan að, en hitt vissu menn,
að sjúkdómur hans var með
þeim hætti, að naumast var bata
að vænta. Síra Eggert hafði ver-
ið maður heilsuhraustur þar til
nú á síðasta þingi, að hann
kendi sjúkdóms þess,' sem nu
hefir bundið enda á æfi hans.
Gerði hann sjer sjálfur ekki
neinar tálvonir um bata, en bar
veikindin svo sem sómdi karl-
menni og skapfestumanni.
Síra Eggert Pálsson fæddist
6. október 1864 að Meðalfelli í
Kjós. Voru foreldrar hans Páll
Einarsson gullsmiður og bóndi,
prests á Meðalfelli, síðan að
Sogni i Kjós, og-kona hans Guð-
rún Magnúsdóttir, Jónssonar
Waage, aðalsbónda í Stóruvog-
um.
Síra Eggert gekk í Latínu-
skólann haustið 1880 og útskrif-
aðist þaðan vorið 1886. Af
prestaskólanum útskrifaðist
dóttur barna, Guðrúnu að
nafni, sem gift er Óskari Thor-
arensen, bónda á Breiðabólstað.
Auk þess ólu þau upp fóstur-
dóttur.
Síra Eggert var talinn mjög
góður prestur og var vinsæll af
sóknarbörnum sínum. Fremur
mun hann hafa verið íhaldssam-
ur í trúarefnum og lítt aðhylst
hinar nýrri stef nur. \
En auk þess sem hann rækti
embætti sitt með aliið og sam-
viskusemi, var hann jafnframt
forgöngumaður þar eystra á
ýmsum verklegum sviðum. Fet-
aði hann þar trúlega í fótspor
þeirra presta, sem manna mest
hafa unnið fyrir íslenska sveita-
menningu. Jafnframt þvi sem
þeir hafa með kenningu sinni
vakið safnaðarmenn sina til
andlegs lifs, eins og embættis-
skyldan bauð þeim, hafa þeir og
margir hverjir verið helstu
brautryðjendur verklegra fram-
kvæmda og fyrirmynd sóknar-
barna sinna í dugnaði, hag-
sýni og ráðdeild. Einn slíkra
presta var síra Eggert.
Hann var búsýslumaður hinn
mesti. Breiðabólstaður í Fljóts-
hlíð er mikil jörð, en fremur
hafði verið lítið gert þar til um-
bóta fyrir tíð síra Eggerts. Tún
var þar mikið, en kargaþýft og
ógirt. Síra Eggert girti það alt
rammbyggilega og sljettaíSi svo
tugum dagslátta nam. Auk þess
bygði hann jörðina upp að
nýju, heyhlöður, fjós, penings-
hús og ibúðarhús.
Síra Eggert breytti fyrstur
manna, austur þar, um búnað-
arhætti. Framan af búskap sín-
um bjó hann með þeim hætti, er
þá tíðkaðist hvarvetna í sveit-
um hjer á landi. Aðaláherslan
lögð á sauðfjárbúskapinn, hvað
sem leið landkostum eða mark-
aðs skilyrðum. En eftir nokk-
urra ára reýnslu komst hann að
raun um, að sauðfjárbúskapur
svaraði illa kostnaði. Breytti
hann því til um aldamótin og
hefir síðan rekið kúabú sem
meginþátt í búskap sínum. Það
er eftirtektarvert, að hann skyldi
verða fyrstur manna til þess að
koma auga á þetta og sýnir hve
hagsýnn og framsýnn búmaður
síra Eggert var. Nú eru allar
framtíðarvonir manna um
blómabú á Suðurláglendinu
bundnar við nautfjárrækt.
Það gefur að skilja, að maður
með hæfileikum og mentun síra
Eggerts muni ekki hafa setið
auðum höndum. Enda var það
svo að hann mun hafa gegnt
fleslum þeim trúnaðarstörfum,
sem hægt er að hlaða á einn
mann. Hann var hreppsnefndar-
maður og uni skeið oddviti,
sýslunefndarmaður og auk þess
löngum í stjórn Sláturfjelags
Suðurlands. Kunnastur er hann
þó alþjóð manna fyrir hinn
langa stjórnmálaferil sinn. Var
hann þingmaður Rangæinga ó-
slitið frá 1902, þegar undan er
skilið tímabilið 1919—1923.
Fylgdi hann framan af Heima-
stjórnarmönnum að málum, en
var einn af stofnendum íhalds-
flokksins á þinginu 1924 og ein-
hver ákveðnasti og öruggasti
stuðningsmaður þess flokks
upp frá því.
Síra Eggert var atkvæðamað-
ur á þingi, starfsmaður ágætur,
fljótur að átta sig á málum og
harðfylginn sjer. Hann gegndi
oft hinum vandasömustu þing-
störfum, var t.d. framsögumaður
fjárveitinganefndar á mörgum
þingum. Prestástjettinni var
hann hinn þarfasti maður á
þingi. En þó munu hagsmunir
bændastjettarinnar hafa legið
honum einna þyngst á hjarta.
Fylgdi hann hverju því máli er
fram kom landbúnaðinum til
viðreisnar með festu og dugn-
aði. Hann var framsögumaður
landbúnaðarnefndar Efrideildar
á þinginu 1925 þegar lögin um
Ræktunarsjóðinn voru til um-
ræðu. Taldi hann það merkasta
mál þess þings. Hjelt hann hið
besta á málinu og sýndi skilning
sinn á þörfum landbúnaðarins
og trú sína á framtíð hans.
Járnbrautarmálið var heitasta
áhugamál hans nú, enda var
járnbrautin, að hans áliti, sú
framkvæmd, sem mesta og
heillavænlegasta þýðingu hefði
fyrir islenskan landbúnað.
Síra Eggert var vel máli far-
inn. Hann talaði hægt og var
fastmæltur. Laus var hann við
hugaróra og mælgi. Hverju orði
fylgdi þungi og alvara. Ræður
hans höfðu þvi ávalt nokkur á-
hrif.
Síra Eggert var mikill maður
vexti, karlmenni að burðum og
traustur í spori. Manna höfðing-
legastur ásýndum og snyrti-
menni í klæðaburði og fram-
komu allri. Fremur var hann
þungur undir brún, enda ljett-
úðarlaus að luhdarfari. Hann
var starfhæfur, hagsýnn og
framkvæmdasamur alvörumað-
ur. Gaspur og flysjungsháttur
var honum fjarri skapi. Undan-
hald í skoðunum þekti hann
ekki. Hann var glöggsl<ygn
fremur en víðsýnn, en slíkt er
einatt merki hinna traustustu
kjarnmenna í hverju þjóðfje-
lagi.
Þjóðin á bak að sjá rammís-
lenskum atorkumanni. Ihalds-
flokkurinn hefir mist einn af
sinum gegnustu mönnum.
Hvað skilur?
ii.
Nú skal minst nokkrum orð-
um á Ræktunarsjóðinn. Stofnun
hans er stærsta sporið, sem stig-
ið hefir verið enn, til eflingar
landbúnaðinum. Af viðhorfi
manna til þeirrar stofnunar, má
nokkuð marka hug þeirra til ís-
lensks landbúnaðar og trú á
framtíð hans.
Mál þetta var borið fram af
stjórninni á þinginu 1925. Hafði
verið skipuð nefnd sjerfróðra og
áhugasamra manna til þess að
undirbúa það. Áttu sæti í þeirri
nefnd Halldór Vilhjálmsson,
skólastjóri á Hvanneyri, Sigurð-
ur Sigurðsson, þáv. búnaðarmála-
stjóri og Thor Jensen, útgerðar-
maður. Á tillögum þessara
manna bygði stjórnin frumvarp
sitt. Að vísu gekk stjórnarfrum-
varpið nokkru skemmra en frum
varp það, er nef ndin haf ði undir-
búið, um það, að efla fjármagn
sjóðsins, þegar í byrjun, en það
var alls ekki sprottið að andúð
við fyrirtækið. Til þess lágu
aðrar orsakir. Tr. Þ.' bar fram
frumvarp nefndarinnar óbreytt
og voru tekin ýms ákvæði úr því
inn í stjórnarfrv., í meðferð
þingsins.
Mikinn og almennan fögnuö
vakti það um land alt, er mál
þetta kom fram í þinginu. Menn
m ¦¦?¦
höfðu svo lengi hrópað á sjer-
staka lánsstofnun landbúnaðin-
um til handa. Hjer kom hún þá.
Þingið gekk svo frá málinu, að
ef bændur færðu sjer í nyt alla
þá möguleika, sem stofnun þessi
býður, mundi það valda stórfeld-
ari framförum í íslenskum
landbúnaði enn þekst hefir á síð-
ari öldum.
Fyrst framan af þinginu bar
ekki á öðru enn að Framsókn-
arflokkurinn fylgdi máli þessu
með hinum mesta áhuga. Þá var
boginn spentur hátt. Kröfurnar
ákveðnar um styrka stofnun og
mikið fjármagn. Þá var talað fag-
urlega. Var tilgangurinn sá, að
vera nú svo kröfuharður land-
búnaðinum til handa, að íhalds-
menn drægi sig í hlje. En íhalds-
mönnum var alvara rneð þessa
sjóðstofnun. Og þá fór að
sljákka í hinum. Bæði Tr. Þ. og
Sveinn í Firði stofnuðu málinu
í voða á siðasta augnabliki með
tillögum, sem sumpart voru aló-
þarfar, sumpart fjarstæðar.
Jónas tók ekki til máls um
sjálfan Ræktunarsjóðinn, en
hann talaði þegar frv. um út-
flutningsgjald, sem borið var
fram samhliða ræktunarsjóðs-
frumvarpinu, var til umræðu í
Efri deild. Sú ræða er ein af
perlunum í höfuðdjásni þess
göfuga bændaleiðtoga.
TryggVi talaði aftur á móti
mikið i sjálfu Ræktunarsjóðs-
málinu. Meðal annars lýsti hann
því mjög skorinort yfir, að þing-
ið, eins og það var þá skipað,
væri sjerstaklega vel skipað til
þess að hrinda áfram áhugamál-
um landbúnaðarins. Bjóst Tr. Þ.
tæplega við, að nokkurt þing í
framtiðinni, yrði betur skipað í
þessu efni. Þessi ummæli Tr. Þ.
eru mjög eftirtektarverð þegar
tekið er tillit til þess, að Ihalds-
flokkurinn var í meiri hluta, en
Framsókn í stórum minni hluta.
Þau eru eftirtektarverð þegar
vitað er, að trú Tr. Þ., hins
bjartsýna manns, er sú, að flokk-
ur hans eigi eftir að komast i
meiri hluta innan skamms. Og
þau eru ekki síst eftirtektarverð,
þegar þau eru borin saman við
ummæli þessa sama manns síðar,
um íhaldsflokkinn og afstöðu
hans til landbúnaðarins.
Nú gætu forkólfar Framsókn-
arflokksins skýrt framkomu sína
á þinginu 1925 með því að
þeir hafi aðeins viljað
koma andstöðu flokknum
í bobba. Og sennilega hefði
þeim tekist að telja þjóðinni trú
um, að þeir hefðu borið góðan
hug til þessa máls, ef þeir hefði
getað setið á strák sínum síðan.
En því er ekki að heilsa. Öll við-
leitni þeirra hefir gengið í þá
átt, að draga úr trausti bænda á
þessari stofnun, draga úr fram-
kvæmdaþrá þeirra og fögnuðin-
um yfir því að landbúnaðurinn
hefði fengið lánsstofnun. Jafn-
framt grobba þeir þó og stæra
sig endalaust af þvi að þessi.til-