Vörður


Vörður - 14.08.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 14.08.1926, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R ftestu sherry o£ port- vírf eru frá firmaau GOMALEZ BYA8S & Co. Jerez & Oporto. Biðjið ætíð um |>au. Gagnfræöakenslu hefja undirritaðir aptur 1. október í haust og verður að þpssu sinní kent í tveimur bekkjuin, fyrsta og öðrum. ^ Námsgreinar og stundafjöldi hinn sami og í sömu bekkjum hins Almenna mentaskóla (íslenska, danska, enska, sagnfræði, stærðfræði, landafræði, náttúrusaga, dráttlist og eðlisfræði) og verður alt miðað við það, að nemendurnir verði færir um að ná gagnfræðaprófi við þann skóia. Kensla stendur til 30. maí, og verða próf haldin um miðjan vetur og í lok lcenslutímans. Til kenslu verða teknir piltar og stúlkur á hæfilegum ahlri, sem hafa venjulega barnaskólaþekkingu, eru heilbrigð, og setja tryggingu fyrir greiðslu kenslukaupsins kr. 35.00 á mánuði er greiðist fyrir fram við hver mánaðamót. Þeir, sem kynnu að vilja setjast í annan bekk sýni auk þess, að þeir hafi næga þekkingu í fyrsta bekkjar námsgreinum. Menn gefi sig fram. við meðundirritaðann Guðbrand Jónsson, Lindargötu 20 B. Guðbr. Jónsson. Sigfús Sigurhjartarson. Lciðrjetting. Eitt af því, sem veldur kyrr- stöðu í meltingarfærunum og þar af leiðandi rotnun í ristlin- um, er ónóg hreyfing eða kyrr- setur. Það, að rnenn hafa ekki nægilegt líkamlegt erfiði úti undir beru lofti, eða eru ekki nægilega mikið á hreyfingu eða við starf háðir áhrifum lofts og sólar. Starf og hreyfing úti und- ir beru lofti örfar efnaskifti lík- amans, til þess að leysa starf sitt betur af hendi. Menn anda dýpra, melta betur, hafa örari hægðir og losna fljótar við öll þau eiturefni, sem lífsbruninn framleiðir, ef menn eru iðulega háðir áhrifum lofts, sólar og lík- amlegs erfiðis. Fjöldinn allur af kvennfólki hjer á landi, og ekki síst húsmæður lifa kyrsetulífi í húsum inni. Er ekki ólíklegt að þetta kyrsetulíf, oft í ljeleg- um húsakynnum hafi haft veikl- andi áhrif á þjóðina. Berkla- veikin er tíðari í konum en körl- um hjer á landi. Það stafar efa- laust mest af því, að kvennfólk- ið hefur meiri kyrsetur strax frá barnsaldri i lcöldum og sól- arlitlum húsakynnum. Islensk kornmylna. Mjólkurfjelag Reykjavikur hefir komið upp stórri korn- mylnu af fullkomnustu gerð. Mylnan er knúin með 22 hestafla rafmótor sem fær straum frá bæjarrafveitunni. Hún getur malað ca 1 smálest af rúgmjöli á klukkustund, eða rúinar 200 tunnur á sólarhring. Mylnusteinarnir vega 2% smál. Er hún svo afkastamikil, að fjárhirðingu á vetrum; það er ekki langt síðan að 4 menn urðu úti við það starf sama dag- inn, og fyrir rúmu ári varð kona úti við fjárhirðingu. • Lögin tryggja að engu leyti afkomu eftirlifandi vanda- manna þessa fólks, eftir að það hefur orðið að leggjast til sinn- ar hinstu hvílu iiti á hjarninu, við það að gera tilraun til að bjarga því, sem í mörgum ■ til- fellum var aleigan, og verða þeir atburðir þó að teljast al- varlegri, en þó að svo illa takist til, að maður stingi sig í fingur við fiskverkun, og gangi með hendi í fatla noltkra daga, eða jafnvel vikur. Fleiri slík dæmi mætti telja, en jeg læt þetta nægja að sinni. Þetta tryggingarmál er stórt siðferðis- og menningarmál, sem verðskuldar betri úrlausn en það fjekk hjá hinu háa al- þingi árið 1925. Jeg álít, að í stað þessara sjerstöku iðntrygginga, þá eigi að stofna almennar •slysatrygg- ingar, sem nái til allra verkfærra manna og kvenna i landinu, án tillits til stjettaskipunar. Sú stofnun ætti að tryggja menn fyrir öllum slysum, hvernig sem þau atvikuðust, án tillits til þess hvort nokkuð sjerstakt starf væri orsök þeirra, enda verða afleiðingarnar þær sömu. hún gæti meira en komist yfir að mala alt rúgmjöl og alt maismjöl, sem notað er i land- inu. Þó Mjólkurfjelagið ætli sjer ekki að mala alt korn, sem til landsins flytst , þá er mjög hag- kvæmt að hafa mylnuna svona stóra, því þess ódýrari verður mölunin. Mylnan vinnur alt verkið sjálf. í stóra korn- byrðu, sem er á neðra gólfi, er látið í einu 4—500 kg. af ómöl- uðu korni. Þaðan flytst kornið eftir lóðrjettum ferstrendum trjestokk upp í turn, sem hygð- ur er upp úr þaki hússins, en þaðan fellur það í mylnuna sem er á efsta lofti. Það sem flytur kornið upp trjestokkinn, er ó- tal ausur, sem festar eru á breiða reim, en sú reim snýst altaf meðan vjelarnar eru í gangi. Ef of mikið flyst af korni til mylnunnar, fellur það eftir öðrum trjestokk aftur til korn- byrðunnar. Mjölið, sem frá mylnunni kemur, fellur niður í samskonar lyftu og þá sem flyt- ur upp kornið, en frá þessari lyftu fellur það inn i sigti, sem aðskilur hið fullmalaða rúgmjöl. Kemur það frá sigtinu niðúr i pokann, og er þá ekki annað eftir, en að vigta hann og binda fyrir. Það mjöl sem er of gróft malað, kemur aftur frá sigtinu og fellur saman við hið órnal- aða korn, og malast aftur. Alt rusl og þessháttar, hreinsar mylnan frá og skilur i sjer- stakan poka. Þar sem allar þess- ar vjelar eru svona haganlega útbúnar, að geta unnið verkið sjálfar, þá er það aðeins eins manns verk að stjórna öllum vjelunum og ganga frá mjölinu í afvigtuðum pokum. Það hefir oft verið talað um þá nauðsyn að koma upp öfl- ugri kornmylnu hjer á landi, en hingað til hafa það aðeins ver- Gjöldunum mætti jafna niður og innheimta þau á sama hátt og ellistyrktarsjóðsgjöldin. Ríkissjóður ætti að styrkja stofnunina, og það sjerstaklega vel á meðan hún væri ung, og meðan henni væri að safnast fje. Útgerðarmenn ættu að greiða sinn hluta inn í ríkissjóð með hækkuðum lestargjöldum, þó mætti halda slysat'ryggingu sjó- manna alveg sjerstakri, ef það virtist heppilegra. Það, sem við þetta myndi vinnast er þá þetta: I. Það myndi tryggja öllum bætur, sem yrðu fyrir slysum. II. Það myndi bæta úr því mis- rjetti, sem framið er með því, að slengja allri kostnaðarbyrð- inni við þessa stofnun, að mestu, á herðar einni stjett í landinu, og það þeirri stjett, sem rekur þá atvinnu, útgerðina, sem eru mesta fjárhættuspilið af öllum þeim atvinnugreinum, sem þar eru reknar. III. Það myndi spara inn- heimtulaun. IV. Það myndi spara stórfje í prentun og pappír, sem öllu þessu skýrslu- og skriffinsku- fargani fylgir. V. Þaðimyndi vonandi spara þinginu fje og fyrirhöfn, við það að taka lögin til athugunar, ef til vill á hverju ári, og gera við þau sífeldar hreytingar, og ið ráðagerðir, þangað til nú að Mjólkurfjelagið er, öllum að ó- vörum, búið að koma upp þess- ari fyrirmyndar-mylnu. Eyjólf- ur Jóhannsson framkvæmdar- stjóri Mjólkurfjelagsins mun hafa kýnt sjer all-rækilega þennan iðnað s. 1. vetur í Dan- mörk, Noregi og Þýskalandi. Vonandi verður þetta fyrirtæki öllum til góðs. Er þess að vænta, að kaupmenn og kaup- fjelög versli með hið innlenda mjöl öðru fremur, því ekki mun standa á bændum eða öðrum kaupenduin að nota hið is- lenska mjöl fremur en erlent. enda er mönnum i fernsku minni sá niikli munur sem var á heima-möluðu rúgmjöli og þvi sem fengist hefur í verslun- um undanfarið. Veiðar við Grænland Hafa verið tregar fyrra hlut veiðitímans. Nýr floti gerður út. Norðínenn hafa sent skip til fiskveiða vestur fyrir Grænland í vor. Eitt þessara skipa kom aftur til Noregs fyrir miðjan Júlímánuð. Hafði veiðin verið treg. — Nú sakir þess, að ís- lendingum er nauðsyn að vita sem gerst, hversu til hagar um veiðarnar þar vestra, þá viljum vjer skýra nokkru nánara frá ferðum skips þessa. Einn skipsmanna segir frá á þessa leið: „Vjer tókum kol til fararinn- breytingar við breytingar, á hreytingum. Það myndi gefa nokkuð til- efni til að íhuga, hvort eðlilegra og rjettara sje, að stíla slíkar kröfur á aðra eða sjálfa sig. Undanþegnir tryggingarskyldu ættu þeir að vera, sem trygðir eru, annaðhvort hjá sjerstökum stofnunuin, eða öðrum lífs- ábyrgðarfjelögum. Hvað sem mönnum kann að sýnast um þessa grein, þá þyk- ist jeg hafa með línum þessum gefið nokkurt tilefni til þess, að menn fari að hugsa rækilega um þetta tryggingarmál yfir- leitt, gæti svo árangurinn orðið sá, að við það fyndist heppilegri leið, málinu til framkvæmdar, þá er tilganginum náð, þvi jeg óska þess og vænti, að þessu mikla máli verði sem fyrst ráð- ið til farsældlegra lykta. Aths. Vörður hefir ekki vilj- að synja höfundi greinar þess- arar um rúm í blaðinu, þótt nokkurs misskilnings kenni all- víða. Mun birtast hjer í blaðinu grein um slysatryggingar inn- an skams og verður hún að nokkru svar við þessari grein. Ritstj. ar í Björgvin, svo mikið, sem skipið tók og bættum við í Fær- eyjum. Vjer komum vestur í Davis-sund (milli Grænlands og Hellulands-óbygða) 28. mai, en gátum ekki byrjað veiðar fyrr en 30. maí, sakir þoku og ísreks. Fengum vjer síðan veiðiveður í níu daga til 19. júní. Þann dag var veðrið hest, og öfluðum við þá sex smálestir af spröku. En nú voru kolin svo að þrotum komin, að vjer urðum að hahla á braut; höfðum vjer þá fengið alls einar 23 smálestir. Vjer stefndum til Hull, en seinkaði sökum andviðra, og urðum að i'ara til Shields. Feng- um vjer þar kol með mestu nauðung, kostaði smálestin 54 skildinga. Aflann seldum vjer í Hull fyrir krónu ldlo til jafnað- ar. Þótti oss verðið lágt, en fiskurinn var mest svartaspraka og hefir lítið gengi í Englandi. Skipshöfnin var 20 manns, þar af 13 fiskimenn. Árangurinn var því harla Ijelegur. Vjer kippum oss þó ekki upp, þótt svona gangi stundum. Svipul er sjávargjöf. Þessar veiðifarir vor Norðmanna eru aðeins til rcijnslu, enn sem komið er. Enginn ber kensl á fiskigrunnin og aflamiðin. Verð- ur því að leita fyrir sjer um alt Davis-sund. / annan stað komum vjer að minsta lcosti hálfum mánuði of sncmma. Á heimleiðinni mættum vjer tveimur skipum við Hvarf. Ann- að var stórt vjelskip frá Ála- sundi, hitt færeysk skúta. Nú er mikill floti að búast vestur, stærri en nokkru sinni áður. Skipin eru ensk, en sigla undir norskum fána. Formaður fararinnar er Baldersheim í Nið- arósi. Öll útgerðin kostar nær Fyrirsögn greinarinnar í síð- asta blaði: Til umsækjenda, átti að vera: Til umsækjenda (á íjósmæðraskólann í Reykjavík), svo sem efni greinarinnar og. ber með sjer. tveimur miljónum króna, enskt og norskt fje. Grænlandsfiski verður eigi rekin nema á stórskipuin vegna kola. Vjer urðum að hverfa heim einmitt þegar aflinn hófst,, sakir kolaleysis. ísrek er nú með mesta móti í Davissundi, cn engu að síður heldur flotinn vestur.“ Af þessu sjest, að Norðinenn eru ekki af baki dottnir, þótt ekki verði allar ferðir til fjár. Skip þau hin ensku, sem hjer er getið um, munu hafa farið vestur um miðjan júlímánuð. Fregnir þessar staðfesta það,. sem áður var ætlan manna, að best sje að hefja veiðar í júní- lok. Veiðitíminn verður þá í júlí og ágúst, og líklega öndverðan september. — Eins sjest af því, sem hjer segir, hver stórbagi er að því, að hafa ekki frjálst at- hvarf í Grænlandi sjálfu, hafnir til kolageymslu og lendingar afla, hvar sem vill. Firðirnir sjálfir eru og ónotaðir með öllu, en þar mætti einatt stunda veiði, þá cr ísar og stormar hamla veiðuin í hafinu. Útlendar frjettir bíða næsta blaðs. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.