Vörður - 21.08.1926, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgð-
armaður
Kristján Albertsofí
Túngötu 18.
Ife________, , 51
ÐUR
Afgreiðslu- og inn-
heimtumaður
Ásgeir Magnússoif
kennarí.
Út^efandi : BÆiðstjórn ínaldsflokksius.
IV. ár.
íSeylijavík. 31. ágúst 1036.
35. blad.
Grænlandsfiski.
i.
1 síðasta bl. var lítið eitt skýrt
frá fiskiveiðum Norðmanna við
Grænland nú í sumar, og jafn-
framt á það bent, hvílík nauð-
syn oss Islendingum væri á því,
aÖ eiga. þarna hentugt athvarf
til þess að geta stundað þaðan
fiskiveiðar. Svo sem kunnugt
er hafa Danir heimilað oss af-
notarjett hafnarinnar Ravns
Storö í Godthaabshjeraði á Vest-
ur-Grænlandi. En skilyrðin til
þess að færa sjer heimild þessa
í nyt, eru með þeim ríætti, að
trúlegt er að ýmsum þýki þar
allmikill böggull fylgja skamm-
rifinu. Oss er eigi kunnugt um
að nánara hafi vérið skýrt frá
þessum skilyrðum í blöðum
hjer. Málið er hins vegar mikið
'hagsmunamál íslenskum sjáv-
arútvegi. Þykir því rjett að táka
það til nokkurrar athugunar.
Skilyrði dönsku stjórnarinn-
ar fyrir leyfinu eru þessi, í
aðalatriðum:
1. Sækja verður um sjerstakt
deyi'i fyrir hvert það skip,
sem þarna ætlar að stunda
veiðar. Verður skipið að vera
eign islenskra eða danskra
ríkisborgara og skipshöfnin
Islendingar eða Danir ein-
göngu.
2. Skipstjóri verður að sýna
læknisvottorð um, að skip-
verjar sjeu ekki haldnir
næmum sjúkdómum.
3. Hafnargjald er fyrst um sinn
ákveðnT 20 aurar á brúttó
smálest, og greiðist fyrir
hvert skifti, sem skipið leit-
ar hafnar.
4. Hvert það skip, sem ekki
uppfyllir hin settu skilyrði,
sæti sömu meðferð og þau
skip, sem hafnar leita á
Grænlandi leyfislaust, og hef-
ir skipstjóri fyrirgert leyfi,
nema sjerstaklega standi á.
Umsókn hverri verða að
fylgja skilríki fyrir því, að skip-
ið uppfylli skilyrðin, sem sett
eru í tölulið 1 hjer að framan.
Rjettindin, sem um er að ræða,
eru í stuttu máli þessi:
a. Heimilt er skipi að leita
hafnar á Ravns Storö, hve-
nær sem er á vertíð, og haf-
ast þar við.
b. Heimilt er að leggja á land
salt, veiðarfæri, vjelaolíu og
fislc, alt eftir nánari tilvísun
eftiiiitsmanns. Er heimilað
að reisa skýli yfir varning
þenna, en skylt er að rífa þau
niður, ef ekki hefir verið sótt
um og veitt nýtt leyfi innan
tveggja ára frá þvi þau voru
reist. Að þeim tíma liðnum
áskilur stjórnin danska sjer
rjett til þess, að rífa skýlin
niður og ráðstafa varningi
þeim, sem þar kann að finn-
ast, alt án endurgjalds til út-
gerðarmanns.
c. Rjett er skipverjum að vinna
að fiskinum og verkun hans,
bæði á skipsfjöl og í landi, um
leyfistímann. Ennfremur er
heimilt að taka vatn í höfn-
inni.
Leyfið veitist aðeins fijrir
eina vertíð í senn. Gildir það
auðvitað ekki fyrir veiðar
innan landhelgi.
II.
Fyrir nokkrum dögum kom
hingað til bæjarins danski land-
könnuðurinn alþekti, Einar
Mikkelsen. Kom hann hingað á
franska hafrannsóknaskipinu
Pourquoipas beina leið frá Scor-
esby-sundi á Grænlandi. Er E.M.
allra manna kunnugastur þar í
landi, hefir farið þangað margar
rannsóknarferðir og dvalið þar
árum saman. Fiskimiðin við
vesturströndina hefur hann
rannsakað mjög. Hjelt hann þar
sjálfur skipi til veiða í fyrra
sumar, og var það linuveiðari.
Það lætur að líkindum, að
mönnum ljek hugur á að
kynnast áliti þessa gágnkunn-
ugaa manns á fiskiveiðum við
Grænland, og var hann spurður
spjörunum úr.
Einar- Mikkelsen hefir trölla-
trú á fiskiveiðum við Grænlamk
Telur þó, að ekki sjeu fiskimið
rannsökuð til hlítar. Er það,
sem hjer fer á eftir um aflaskil-
yrði á Grænl., bygt á því, sem
E. M. Ijet uppi í viðtali við menn
hjer.
Veiðitíminn við Grænland er
frá miðjum júni til miðs sept-
embermánaðar. Á þvi tímabili
eru veður hagstæð og ekki að
óttast ís við vesturströndina.
Dýpi á aðalfiskislóðunum er
ekki nema 15—20 faðmar. Fisk-
ur liggur oft við botn, en það
er, eins og skiljanlegt er, skil-
yrði þess, að fiskurinn náist í
botnvörpu. Til samanburðar er
rjett að geta þess, að íslenskir
botnvörpungar stunda oft veiði
á 100 til 120 faðma dýpi, en á
slíku dýpi eru veiðar afar kostn-
aðarsamar og erfiðar. Verða
veiðar ekki stundaðar á slíku
dýpi, nema á stærstu og öflug-
ustu botnvörpungum. Botnvörpu-
veiðar hafa ekki verið stundað-
ar við Grænland, en E. M. telur
allar líkur til, að uppgripa afla
mætti fá þar.
Fiskurinn er eingöngu stór
þorskur og lúða. Er þorskurinn
svo stórvaxinn, að meðalfiskur
þar er á stærð við stærsta þorsk,
sem veiðist hjer við land. Smá-
fiskur er enginn á djúpmiðum,
en gnægð af honum í fjörðum
inni.
Botninn þarna segir E. M. að
ekki sje full-rannsakaður, en
býst við að hann sje góður. Geti
ekki verið um aðrar ójöfnur að
ræða en einstaka steina, sem
flutst hafi með ís. Stór ís geti
ekki kómist á fiskistöðvarnar
vegna þess, hve dýpið sje lítið,
svo varla sjeu mikil brögð að
grjóti í botni.
Firðir allir fyllast þrisvar á
sumri af grænlensku loðnunni,
sem þaiiendir menn kalla ang-
magsettu. Eru torfurnar stund-
um svo þjettar, að Grænlending-
ar ausa fiskinum upp með hönd-
unum i flæðarmálinu. Fiskteg-
und þessi er mjög feit, feitari en
hafsíld, og telur E. M. vafalaust
að um framtíðar atvinnu sje að
ræða við lýsisvinslu úr fiski þess-
um. Þyrfti þá að reisa þarna
olíuverksmiðjur í likingu við
þær, sem hjer eru.
Einar Mikkelsen telur höfn-
ina, Ravns Storö, mjög óhag-
kvæma oss íslendingum, sökum
fjaiiægðar frá fiskimiðunum, 80
—90 sjómílur.
Aftur á móti bendir E. M. á
Tre Brödre Havn, sem liggur að-
eins 10 sjómílur frá bestu fiski-
miðunum. Er þar aðdýpi mikið
og að engu lakari aðstaða til út-
gerðar en á Ravns Storö. Er
auðsær mikill sparnaður á kol-
um, ef útgerð kæmist á frá Tre
Brödre Havn, móts við Ravns
Storö. En kolin verða eflaust ein-
hver þyngsti útgjaldaliðurinn
við útgerð á Grænlandi.
III.
Meðal útgerðarmanna hjer er
nú að vakna mikill áhugi á því,
að færa sjer í nyt heimild
dönsku stjórnarinnar til fiski-
veiða við Grænland, ekki síst
sökum þess að veiðitiminn við
Grænland, sumarmánuðirnir, er
einmitt sá tími, sem óhagstæð-
astur er togaraútgerðinni hjer
við land. En áður en ráðist
verður í nokkrar framkvæmdir
hjeðan, er - auðsætt að Danir
hljóta að breyta nokkuð skil-
yrðum þeim, sem nú eru sett og
rýmka nokkuð heimildina frá
því sem nú er. Því ekki er hlít-
andi við þá tilhögun, sem þeir
hafa hugsað sjer á málum þess-
um.
Mikinn undirbúning þarf til
þess að byrja togaraútgerð á
Grænlandi, og er ekki við því að
búast að hafist verði handa á
þessu sumri. En næsta sumar
má búast við að einhverjir hinna
framtakssömu útgerðarmanna
leggi skipum sinum út á þessi
óþektu mið, svo framarlega sem
málið verður þá koiriið í viðun-
andi horf. Ekkert skal um það
fullyrt hvort útgerðarmenn
treystust sjálfir til að taka á sig
alla áhættu af hinum fyrstu til-
raunum. En ef svo væri ekki,
væri ekki óeðlilegt að þing og
stjórn ábyrgðust halla, sem
verða kynni á fyrstu tilraunum.
Er það í fullu samræmi við þann
stuðning sem veittur hefir verið
á öðrum sviðum.
Skal nú minst örfáum orðum
á galla tilhögunar þeirrar, sem
Danir hafa hugsað sjer. Er hjer
aðeins minst á þá annmarka,
sem öllum hljóta að liggja i aug-
um upp, án þess þar með að
loku sje fyrir það skotið, að fleiri
annmarkar sjeu á fyrirkomu-
laginu.
1. Skal þá fyrst á það bent, að
í leyfisskilyrðunum er hvergi
gert ráð fyrir, að lögð sjeu á
land kol eða matvæli.
Hvergi er heldur gert' ráð fyr-
ir að geistir sjeu verkamannabú-
staðir í landi.
Hvergi minst á bryggju.
Nú er við því að búast, að
fyrst og fremst yrði þarna um
togaraútgerð að ræða. En til
þess að geta stundað hana
þarna, er öldungis óhjákvæmi-
legt að hafa nægilegt rúm til
kolageymslu og matvæla. Verka-
fólk yrði að flyta hjeðaii, því
ekki er um grænlenskt vinnuafl
að ræða á þessum slóðum, og
þarf þá að sjá verkafólkinu fyr-
ir húsnæði. Bryggjur þarf auð-
vitað að byggja til fermingar og
affermingar á kolum, salti,
fiski og oðru, sem útgerðinni
heyrir til.
2. Þá er það litt skiljanlegt
hversvegna dönsk stjórnarvöld
hafa ekki frekar opnað fyrir oss
Tre Brödre Havn, sem liggur
mjög nærri fiskimiðunum en
Ravns Storö, sem liggur í mik-
illi fjarlægð. Verður að álíta, að
hjer sje aðeins um vangá að
ræða af hendi nýlendustjórnar-
innar grænlensku, en ekki hitt,
að hún vilji gera oss erfitt fyr-
ir að óþörfu um rannsókn og
hagnýtingu fiskimiðanna græn-
lensku. Er ekki að efa, að úr
þessu verður bætt, er á það verð-
ur bent af íslenskum stjórnar-
völdum.
3. Þá er ótalið mikilvægasta
atriðið: Leyfið veitist aðeins til
einnar vertíðar í senn. Með þessu
ákvæði er svo kipt að sjer hend-
inni, að óhugsajtidi er að nokkur
hjerlendur maður vilji líta við
málinu meðan svo stendur. Eng-
um dytti í hug að leggja í þann
gífurlega kostnað, sem samfara
er útgerð á Grænlandi, ef hann
ætti það á hættu, að þurfa að
hröklast burtu eftir eina vertíð.
Þessi atriði öll verða að takast
til nákvæmrar og skjótrar yfir-
vegunar. Ættu útgerðarmenn að
taka málið til meðferðar nú þeg-
ar, því ekki veitu* af tímanum ef
úr framkvæmdum á að verða
að sumri.
Ekki er að efa það, að Danir
hafa gert þessar breytingar á
Grænlandsmálunum af góðum
hug til vor, en þá er einnig þess
að vænta, að þeir verði fúsir til
að bæta úr þeim augljósu ann-
mörkum, sem hjer hafa verið
gerðir að umtalsefni, og þeim
öðrum, sem finnast kunna við
nánari rannsókn málsins. ís-
lendingar bera ekki fram aðrar
kröfur í þessu fiskiveiðamáli en
þær, sem eru á fullkominni
sanngirni bygðar, og þarf ekki
að efast um, að þær hljóti góð-
an byr hjá sambandsþjóð vorri.
Utan úr heimi
Frakkland.
Bjargvættir frankans.
Poincaré,
Morgan.
Mellon.
Fjármál Frakka hafa verið
tíðasta umræðuefni erlendra
blaða mánuðum saman. Þar
hafa setið við völd 3 ráðuneyti
hvert á fætur öðru tvo síðustu