Vörður


Vörður - 21.08.1926, Qupperneq 4

Vörður - 21.08.1926, Qupperneq 4
4 V O R Ð U R j3e$tu ^herry port- víp eru frá firmariu CONZÁLEZ BYÁSS & Co. Jerez & Oporto. Biðjið ætíð um þau. V Ö R Ð U R kemur út á laugardögum. R i t s t j órinn: Kvistján Albertson, Túngötu 18. Sími: 1961. A f g r e i ð s 1 a n: Laufásveg 25. Opin 5- -7 síðdegis. — Sími 1432. Verð: 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. höfn fyrir mörgúm árum. Hún var svona: „Ödelæg kun ganske rolig Deres Mave, Islandsk Bitter gör den god igen“. En þetta er alröng skoðun. Ef vjer brjótum til muna í bág við lögmál náttúrunnar, þá verðum vjer fyrir árekstri í mynd sjúk- dóma. Ef mikið kveður að þessu og lengi, kemur hegningin fram í úrkynjun og aldauða. Vjer verðum að taka það 'til greina, að sólin er hin mikla líf og orku- lind alls jarðlífsins, og lifa sam- kvæmt því. En þó líf mannanna barna sje stutt, er leiðin villu- gjörn. Oss hættir við því, að vill- ast út úr ljósinu og birtunni út í myrkrið, að velja skuggana í stað sólskinsins. Vjer erum oft glámskyggnir á hið sanna mann- gildi. Vjer eltum hrævarelda tísk- unnar í flestum greinum en af- rækjum sól sannleikans. Fyrsta sporið til afturhvarfs í þeim efn- um, er að sjá hvert stefnir, og þá er auðveldara að snúa við í rjetta átt. Ásrún. Ferðapistlar. Eftir Stein Emilsson. II. „Er ársólin skín á skrúðgrænan völl hraða jeg för minni suður yfir fjöll“. Það er hressandi, að vera á ferð árla dags að sumarlagi i mátulegum göngukalda. — Jeg geng hratt inn fyrir Bugsmúla, en hugur reikar víða, og fæst við ýmsar rúnir, annars eðlis og nokkru aflmeiri en t. d. hinar fornu glímurúnir, er ristar voru á surtarbrand: ,,Ginfaxi undir hæl, Gapandi undir tá. Styddu mig Kölski því nú liggur mjer á!“ — Jeg geng inn að Arnarhóli þar sem Þórir viðleggur bjó, beygi til hægri handar, og hlas- ir þá við mjer Fróðárdalurinn. Stefni jeg nú viti og reynslu á fund saman, svo skynsamleg rök geti orðið leidd að því, er fyrir augu ber. Er nú mikið í húfi, því vísindalegur sannleiki, ekki alllítill, er falinn í þessum lítt kunna víðavangi. Skeljalagið með samskonar fylgigrjóti og í Hrafnabjörgum, fann jeg frammi í dalnum, og kom það mjer ekki á óvart. Fremst í dalnum, að vestan verðu, er ljómandi fallegt skeifumyndað dalverpi, lukt háum klettum. Eru þeir á ýmsa vegu hlaðnir upp úr strykbeinu stuðlabergi. Foss fellur niður í dalbotninn, — en hvelfingin var himinblá. Væri jeg kraftaskáld, Ásrún, myndi jeg leiða þig inn i þessa fjalladýrð, — þennan stirðn- aða hörpusöng. — Fróðárheiðin er ákaflega grösug. Enn er hún lítt tekin að grænka, en sinuflókinn þjettur og fyrirferðarmikill, ber vott um fagrar sumarengjar, og ónotaða landkosti. Jeg kom að ánni, þar sem Björn Breiðvíkingakappi stökk yfir, daginn sem Fróðárbónd- inn gjörði honum fyrirsát, og heitir þar enn í dag Björns- hlaup. Ofurhugar tuttugustu aldar stökkva að vísu yfir gljúfrið, en fæstir myndu leika það eftir Birni í haustmyrkri. — Er frá ánni frernur stutt upp í Kamhs- skarð. En þá leið fór Björn ætíð, er hann heimsótti hús- freyjuna á Fróðá. — Jeg gekk nú með smátöf- um suður Fróðárheiðina, dvaldi um hríð í sæluhúsinu, og ósk- aði að fornum sið vegfarendum árs og friðar. Ritfesti jeg þar ýmislegt, er tæplega mun birt- ast á íslensku í fyrsta sinni, og hraðaði mjer siðan suður á heiðarbrún . Leit jeg þar snöggvast um öxl og óskaði, að hin fagra Fróðársveít gæti seitt til sín úr sjávarþorpum víðsýna, starf- sama og góða íslendinga. 2. Búðahraun og Breiðavík. Búðahraun er fremu r ungt, en er þó vafalaust gróðurríkast allra íslenskra hrauna. — Það vissi jeg reýndar fyr, þvi Helgi heitinn grasa'fgræðingur hefir mikið um gróður þess ritað, — og lilýja hrosið sem ljek urn andlit hans í hvert sinn er hann mintist á hraunið, full- vissaði mig um, að þar hefði hann lifað marga indæla stund. Jeg varð ekki fyrir vonbrigð- um. Á hinni hægu göngu minni gegnum hraunið í sólskini og blíðviðri 31. maí, sá jeg hetur en nokkurn tíma fyr, hve góð- ur moldarstuðull íslenskt hraun- grjót er. Blómin voru að flýta sjer lit i sólskinið. Björkin var húin að fella brumhjálma, — en fiðr- ildin og flugurnar höfðu ærið að starfa. Gekk jeg upp á búðaklett, hvolfmyndaðan og mosavaxinn gíg, og litaðist þaðan um. Var útsjónin mjer mikill skapbætir, því jeg skildi á auga- bragði, að björkin er að ieggja hraunið undir sig. -— Það er athugavert, að í hvert sinn er hið rjetthverfa sköpunarafl sigrar, þroskast fagurlyndi þeirra inanna, er vita af baráttunni sem háð er. I sjálfu hraungrjótinu glóa hinir Jaukgrænu olivinkrist- allar stórvaxnir og rjettskap- aðir, og fleiri tegundir fagur- steina getur bergrúnafróður maður athugað þarna. Og fuglasöngurinn var óvenju margraddaður. Hefi jeg að eins i Hornafirði sjeð fleiri fuglategundir saman komnar. Rjúpan var að hyrja að verpa. Fann jeg þrjú hreiður, og var eitt egg í hverju. — Stóri spói með hogna nefið, álti þrjú egg á þúfukolli, og har sig aumlega er jeg beygði mig niður að þeim. — Jeg fann mörg hreiður í dag. — — Áður en langt um líður, verður Breiðavíkin ein hin hlómlegasta sveit á Snæ- fellsnesi. Rjett hugsun mun stofna til nýræktar. Víðlendar og súrar engjar verða ræstar fram og þurkaðar. Þá verður öldin önnur, og með áhurð farið af meiru viti, en gefið er í skyn í Rígsþulu, Atlamálum, Njálu og skainma- vísum Kónnáks. Miður kjarngott inýrgresi þokar fyrir þróttmiklum tún- gróðri. Þá mun sá þykja bestur hóndi, er mest veit um mold sína, — og þá verður gaman að líta heim að Kambi. Meðan jeg gekk yfir Breiða- víkurengjarnar, varð mjer tíð- litið upp í Kambsskarð. Skildi jeg til fulls óþreyju Breiðvík- ingakappans og afsakaði haná. Sá jeg þá fyrir mjer glæsimenni, hetju og góðan dreng. — Líparít kemur í ljós í Axlar- hyrnu vestanverðri (Egilsskarði, sjá Eyrbyggju), Tunguhyrnu, neðri hluta Hestfjalls og neð- arlega í Kamhsskarði, er það smákornótt og bleikrautt að lit. Breiðuvíkina takmarkar að vestan Hnausahraun, eða álma úr því er Klifhraun nefnist. Er Hnausahraun að því leyti ein- kennilegt, að undan því koma allvatnsmiklar ár (Torfá, Þrí- fyssa o. fl.). Eigi eru þær skol- lilaðar þó þær komi frá jökl- inum. — Hraunið er að gróa upp. — Frækinn landi. „Heimskringla“ frá 21. júlí segir svo frá: Enn eitt bankaránið var reynt að fremja hjer í Winnipeg á( föstudaginn var. Kl. 11 fyrir há- degi komu þrír vopnaðir ræn- ingjar inn í útibú Royal bank- ans á horninu á Portage Ave. og Good St. Óð einn þeirra að gjaldkeranum og skipaði hon- uin að rjetta upp hendurnar og snúa sjer að veggnum, meðan að þeir fjelagar ljetu greipar sópa. Hinir tveir gerðu útibús- stjóra og bókhaldara sömu kosti. Hlýddu þeir allir umsvifalaust. En ræningjarnir höfðu ekki reiknað með Islending, Jóni Mat- heson húsamálara, sem stadd- ur var i bankanum til þess að taka út peninga. Jafnskjótt og ræningjarnir litu af honum eitt augnablik, rjeðist hann á þann, sem stóð fyrir framan gjald- keraborðið. Ræninginn skaut strax og til ryskinganna kom og kom kúlan í smáþarmana á Jóni. Samt varð ræningjanum laus skammbyssan, og kom svo mik- ið fát á hann og íjelaga hans við þessa óvæntu mótstöðu, að þeir flýðu jafnskjótt án þess að hafa náð nokkru af peningun- um. En aðrir viðstaddir voru hvorki eins snarráðir nje fífl- djarfir eins og Jón, og komust ræningjarnir því í bílinn, er þeir höfðu komið j og óku í brott á fljúgandi ferð, og höfðu allir mist sjónar á þeim, er lögregl- an kom á vettvang fáum mínút- um síðar. Bílinn fann lögreglan síðar um daginn, en ræningjarn- ir auðvitað allir á bak og hurt, og hefir ekkert spurst til þeirra síðan. Jón mæddi þegar blórás, og var hann fluttur á almenna sjúkrahúsið. Lá hann þar með- vitundarlaus í meira en sólar- hring og var talinn af. Þó hrestist hann, fjekk rænu og ei nú talinn úr hættu að miklu eða öllu leyti. Vonar „Heimskringla“ að hann komist heill á fætur, og liljóti makleg verðlaun karl- mensku sinnar. Jón Matheson er sonur Matthí- asar kapteins Þórðarsonar frá Selkirk og hefir sjálfur verið lengi í siglingum um öll höf. Það er efalaust að tiltæki hans var fífldjarft. En karlmannlega var það afráðið engu að síður, og' ekki hefir sá maður úrgangs- negg í hrjósti, er svo fer að. Mað- ur sagði, er hann heyrði, að Jón væri íslendingur: „Það lá að, svo óskelfdir eru ekki aðrir en vitfirringar og íslendingar. Skijli Guðjónsson læknir hefir nýlega verið skipaður aðstoðarmaður prófessorsins í heilbrigðisfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla. Verður starf lians að kenna alla verklega og nokkurn hluta bóklegrar heil- brigðisfræði. Margir læknar sóttu um starfann, en Skúli fjekk hann fyrir meðmæli læknafjelagsins í Kaupmanna- höfn. Danskir læknar virðast kunna að ineta betur hæfileika Skúla og kunnáttu en emhætt- isbræður þeirra hjer á landi Hefir tvívegis verið gerð tilraun til þess á alþingi að fá lítilshátt- ar styrk úr ríkissjóði til þess að gera honum kleyft að vinna að heilbrigðismálum hjer á landi, en verið felt í hvorttveggja skift- ið. Er ekki kunnugt um, að læknar hjer hafi hreyft hönd eða fót Skúla til hjálpar. Upp- haflega fjekk Skúli styrk úr rilc- issjóði til þess að leggja sjer- staka stund á heilbrigðisfræði, fyrir atbeina og meðmæli lækna- deildar háskólans. Er tómlæti læknanna því einkennilegra þegar þessa er gætt, því Skúli rækti nám sitt með stökum á- huga og hefir þegar vakið eftir- tekt á sjer sem efnilegum vís- indamanni. Læknar töldu þörf á heilhrigðisfræðingi árið 1923. Nú var völ á manninum, en þá vildu þeir ekki við honum líta. Lík síra Eggerts Pálssonar var flutt hingað á „Guílfossi“ nú í vikunni. Jarðarförin fer fram að Breiðahólstað fimtu- daginn 26. þ. m. Einar Mikkelsen, danski landkönnuðurinn al- þekti, kom hingað frá Scoresby- sundi á Grænlandi i vikunni sem leið með franska hafrannsókn- arskipinu „Pourqouipas“. Hefur Mikkelsen látið í tje ýmsar mik- ilvægar upplýsingar um fiski- veiðar við Grænland, og er það mál gert að uintalsefni annar- staðar í hlaðinu. Hann fór heim með íslandi á miðvikudagskvöld. Doetor Charcot, vísindamaðurinn franski, sem er foringi rannsóknarfararinnar með „Pourqouipas", sýndl liif- andi myndir í Nýja Bíó á mið- vikud. af förinni. Fór sýning- in fram að tilhlutun Alliance francaise, aðgangur ókeypis. Að myndasýningunni lokinni hafði Alliance francaise hoð inni í bústað franslca ræðismannsins hjer, fyrir yfirmenn skipsins og ýmsa bæjarbúa. Jarðskjálftar hafa verið tíðir á Reykjanesi nú undanfarið, hafa þeir stund- um verið allsnarpir, en þó eigi svo, að til tjóns hafi leitt. Minningarrit hefur Kaupfjelag Eyfirðinga gefið út nú er 40 ár eru liðin frá stofnun þess. Rilið er myndum prýtt og hið vandaðasta að ytra frágangi. Höfundur er Jónas Þorbergsson, ritstjóri á Akur- eyri. » Nýtt dilkakjöt er selt.hjer í bænum um þess- ar mundir á kringum 3 kr. tvi- jmndið. Fryst kindakjöt frá fyrra ári er selt á 1.70. Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, er nýkominn heim úr visindaleiðangri með rannsóknarskipinu „Dana“. Fór skipið hjeðan 21. júní, var um skeið við rannsóknir hjer við Faxaflóa, en hjelt síðan norður fyrir land. Allan júlímánuð var skipið á flökti fyrir norðan land og komst alla leið norður að Kolbeinsey, sem er á 67° n. br. Aðalverkefni var að rannsaka lifnaðarhætti sildar. Bjarni segir sjávarhita liafa verið óvenjumik- inn fyr.ri hluta mánaðarins, svo nam alt að 4—5° frá því sem venja er til. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.