Vörður


Vörður - 28.08.1926, Page 1

Vörður - 28.08.1926, Page 1
IV. ár. Reykjavíb 21. ágúst 1026. 3». blaö. Hvaö skilur? Blaðamannamótið í Málmey. Mynd þessi er af nokkrum helstu fundarmönnunum, sem sátu norræna blaðainannafundiim i Málmey í öndverðum þessum mán- uði. Frá vinstri til hægri: Kristján Albertson, ritstjóri „Varðar“, Per Wendelho, Osló, Sohlman, Stokkhólmi, Frankel, Helsingfors, Kristian Dahl, Khöfn. Af erlendum blöðum, sem hingað hafa borist, er sýnilegt, að mikið hefir þótt koma til islenska fulltrúans, Kristjáns Albert- sonar. Þannig skýrir danska blaðið „Nationaltidende" frá því, að ræða Kristjáns Albertsonar hafi hlotið mikið lof. Ræðu þessa hjelt Ivristján daginn sem mótið hófst og flutti frændþjóðunum kveðju íslendinga. Um ræðu þessa fer Svenska Dagbladet svofeldum orðum: „Största succé gjorde Islands ende delegat, redaktör Kristjan Albertson frán Reykjavik, vars briljanta anförande áhördes under djupaste tystnað.“ Á íslensku: .„Mest þótti koma til eina islenska fulltrúans, Kristjáns Albert- sonar, ritstjóra frá Reykjavík. Var hlýtt á hið snjalla erindi hans í dýpstu þögn“. Þetta er i fyrsta skifti, sem Islendingar og Finnar taka þátt i norræna blaðamannamóti. Nánari frjettir af móti þessu munu birt- ast hjer i hlaðinu þegar Kristján Albertson kemur heim. III. Áður en lengra verður haldið i því að telja upp ágreinings- efni íhalds og Framsóknar, verður að gera örlítinn útúrdúr til þess að svara andmælum Tr. Þ. i síðasta blaði Timans. Tr. Þ. segir að jeg fari með rangt mál, þar sem jeg læt get- ið þeirrar yfirlýsingar hans, að þingið, eins og það var skipað 1925, hafi verið sjerstaklega vel fallið til þess, að koma fram á- hugamálum landbúnaðarins, og dró af því þá ályktun, að Tr. Þ. bæri ekki eins lítið traust til íhaldsmanna eins og hann vill nú vera láta. Nú segist Tryggvi aðeins hafa sagt þetta vegna þeirra tíðinda, sem áður hefðu gerst um útvegun lánsfjár handa landbúnaðinum. Og tíðindin voru þau — að því er Tryggva segist frá —, að Jón Þorláksson „'jhafði op- inberlega lýst gfir þcirri óhegri- iegu lífsskoðun sinni“, að ekki væri hægt að stofna Búnaðar- lánadeildina á tilsettum tíina. Er ekki úr vegi, að rifja nú að uýju upp gang þess máls, svo að menn geti gert sjer grein fyrir hvaða „lífsskoðun“ rjeði þvi að Búnaðarlándeildin var ekki stofnuð þegar til stóð sam- kvæmt lögunum. Samkvæmt lögunum átti Bún— aðarlánadeildin að taka til stari'a 1. júlí 1924 og átti Lands- bankinn að leggja til „alt. að -50.000 kr.“ lil Búnaðarlána- deildarinnar það ár. Lands- tjórninni var ekki falin nein for- ganga í málinu, heldur var á- hveðið að Búnaðarfjelag ís- lands gerði tillögur um reglu- gjörð um starfsemi deildarinn- ar. Gat því Landsbankinn ekki stofnað deildina fyr en tillögur þessar voru komnar honum i hendur. Nú er það svo, að Tr. Þ. hafði allra manna hesta aðstöðu til þess að hrinda þessu máli fram. Hann var flutningsmaður þess á þingi og hefði því, öðrum fremur, átt að halda trygð við Það. Hann var endurskoðandi hankans og því handgenginn hankastjórninni. Hann var for- uaaður Búnaðarfjelags Islands °g álti því sjersiaklega hægt um vik að sú stofnun afgreiddi scm fyrsf eitt undirstöðuatriði máls- ins, en það var reglugerðin. En hvað skeður? I stað þess að Búnaðarfjelag- ið átti að hafa gert tillögur um reglugerðina, í stað þess að reglugerðin átti að hafa öðl- ast staðfestingu hankastjórnar Landsbankans, i stað þess að 1) Leturbr. Tr. I>. Búnaðarlánadeildin átti að hafa tekið til starfa 1. júlí 1924, læt- ur stjórn Búnaðarfjelags ís- lands það dragast fram í októ- bermánuð að gera tillögur sinar um tilhögun stofnunarinnar til Landsbankastjórnarinnar. Var það „lífsskoðun“ Tr. Þ. að ekkert lægi á stofnuninni þegar til kom? Var eitthvað til í þeim orðasveim sem gekk á þingi 1924, að Tr. Þ. hefði haft orð á því við stjórn Landsbank- ans, að tilgangur sinn með frum- varpinu um Biinaðarlánadeild- ina væri fyrst og fremst sá, að sýna bændum áhuga sinn, hvað sem lánsstofnuninni liði? Þegar hjer var komið sögu, kom fyrst til kasta Landsbank- ans. Og Landsbankinn lýsti því yfir, að hann hefði ekki fje til að stofna Búnaðarlánadeildina. Á- kærur Tr. Þ. á hendur fjármála- ráðherra í þessu máli, fyr og síð- ar, eru því á móti betri vitund gerðar. Það sem fjármálaráð- herrann hefir verið ákærður fyr- ir, er ekki annað en það, að hann lagði trúnað á gfirlýsingar Landsbankastjórnarinnar. Er það „lífsskoðun“ Tr. Þ., að „lífsskoðun“ bankastjórnarinn- ar um fjeleysi bankans, hafi ver- ið fyrirsláttur. Nei, Tr. Þ. ætti ekki að vera að klóra yfir það, þótt hann láti andstæðinga sína stöku sinnum njóta sannmælis. Honum verð- ur það ekki svo oft á. Yfirlýs- ing hans á því að þingið 1925 væri sjerstaklega vel til þess fall- ið að hrinda fram áhugamálum landbúnaðarins, bygðist ekki á því að þingmönnum „rynni blóðið til skyldunnar af ótta við kjósendur“( !!) einsog Tr. orð- ar það, heldur á því, _að hann þekti hug þingmanna í garð landbúnaðarins frá því á þing- inu 1924, og vissi, að frá íhalds- flokknum var ekki andstöðu að vænta gegn því, sem stefndi til viðreisnar landbúnaðinum. Tryggvi heldur víst að það komi svartur blettur á tunguna á sjer ef hann segir satt. Hjer liefir nú verið sýnt að það’var ekki landsstjórnin held- ur Landsbankastjórnin, sem færðist undan að stofna Búnað- arlánadeildina. Það var öllum kunnugt, enda yfirlýst af sjálf- um Tr. Þ. í þingræðu 1924, að Landsbankastjórnin liefði verið andvíg stofnun Búnaðarlána- deildarinnar. Þegar þar við bæt- ist að öll fúkyrði Tr. Þ. útúr því, að deildin var ekki stofnuð þeg- ar til stóð, hljóta fyrst og fremst að bitna á stjórn Landshankans, verður manni erfitt að skilja hversvegna ýmsir Framsóknar- menn skyldu berjast fyrir því með oddi og egg á þinginu 1925, að stjórn Ræktunarsjóðsins skyldi falin Landsbankanum. I greinargerðinni fyrir frumvarpi því um Ræktunarsjóð hinn nýja, er Tr. Þ. bar fram á þessu þingi, leggur Búnaðarfjelagsnefndin ríka áherslu á að stofnað sje sjerstök lánsstofnun fyrir land- húnaðinn. Hið sama álit kemur fram i umsögn Búnaðarþingsins um frumvarpið. Þrátt fyrir það greiðir Tr. Þ. atkvæði tillögunni um að fela Landsbankanum stjórn Ræktunarsjóðsins. Og þegar sú tillaga er fcld, ber hann sjálfur fram aðra tillögu þess efnis, að Ræktunarsjóðurinn skuli sameinast Ríkisveðbank- anum, þegar hann verði stofn- aður. Svo mikla áherslu lagði Tryggvi á að koma í veg fyrir að landbúnaðurinn fengi' sína sjerstöku lánsstofnun, að hann hikaði ekki við að stofna málinu í voða á elleftu stundu af þeirri orsök. En fróðlegt væri að vita hvernig þessi ,,Iífsskoðun“ Tr. Þ. er tilkomin. Tr. Þ. segir að við íhaldsmenn teljum Ræktunarsjóðinn full- góða stofnun handa landbúnað- inum. Framsóknarmenn telji hann aftur „með öllu óviðun- andi“'). Þarna varð Tryggva það á, að játa það, sem jeg hefi á- sakað hann um, en það er að ferðast um landið til þess að veikja traust manna á þessari stofnun. Og svó er Tr. að bera öðrum á brýn að þeir hafi ekki viljað ætla Ræktunarsjóðnum nægilegt fje. Hvað ætli Ræktunarsjóður- inn hefði með fje að gera ef bændur væru allir svo blindað- ir að þeir tækju mark á úrtöl- um Tr. Þ. ÖIl viðleitni hans gengur i þá átt að koma því inn hjá bænd- um, að þeir geti alls ekki staðist vexti þá, sem Ræktunarsjóður- inn taki. Tr. Þ. er þó í öðru orð- inu mjög kampagleiður yfir þvi, að hafa fengið að bera fram frumvarp Búnaðarfjclagsnefnd- arinnar óbreytt á þinginu 1925. En þar er gert ráð fyrir sömu vöxtum og Ræktunarsjóður tek- ur. Þar er einnig gert ráð fyrir verðbrjefasölu alveg eins og í Ræktunarsjóðslögunum. Og auk þess verður stofnfje sjóðsins ná- lega liið sama hvort sem miðað er við frumvarpið, sem Tryggvi bar fram, eða lögin, eins og þing- ið gekk frá þeiin. Undirbúnings- menn þessa frumvarps, þeir Halldór á Hvanneyri, Sigurður búnaðarmálastjóri, og Thor Jensen framkvæmdarstjóri, fara svofeldum orðum um vextina: ,, . . . . Verið getur, að vext- ir þessir — 6% — Þyki háir, en útlánsvextir bankanna eru nú 8% eða meira, og það, sem fyr- ir nefndinni hefir vakað, er að brjefin geti selst með nafnverði. Þá verða lánin i raun og veru ó- dýrari — þó vextir sjeu háir — 1) Leturbr. Á. J. en ef inikil- afföll eru af brjef- unum.“ Þrátt fyrir þessa vexti gerir nefndin ráð fyrir, „að Ræktun- arsjóðurinn verði eitt af óska- börnum þjóðarinnar". Slík er trú þessara inanna á hlutverki þeirrar stofnunar, sem Tr. Þ. hefir svo megnan imigust á. Tr.Þ. segir að íhaldsmenn telji Rækt- unarsjóðinn fullgóða stofnun handa landbúnaðinum. Hann hefði heldur átt að segja að I- haldsmenn sjeu sömu skoðunar og Halldór á Hvanneyri, Sigurð- ur búnaðarmálastjóri og Thor Jensen urn það, að sú lánsstofn- un, sem ein megnar að veita lán með aðgengilegum kjörum til nauðsynlegra umbóta á sviði landbúnaðarins, eigi . að vera óskabarn þjóðarinnar. Landbúnaðurinn hefir aldrei fyrri átt kost á fje, sem rieinu nam, með tiltölulega jafngóðum kjörum og Ræktunarsjóðurinn veitir. Um vextina helir verið talað en þeir eru ekki nema ann- að aðalatriði þessa máls. Hitt aðalatriðið, sem engu siður er mikilsvert fyrir bændur, er það að lánstíminn er langur, og lán- in afborgunarlaus fyrstu og erf- iðustu árin. Enginn, hvorki Tr. Þ„ Jónas frá Hriflu, nje nokkur annar Framsóknarmaður, hefir getað hent á nein þau úrræði, sem mark væri á takandi og lík- legri væri til viðreisnar landbún- aðinum. Þótt einhverntima kæmi að því, að vextir lækkuðu um % til 1%, mega bændur ekki lála aftra sjer frá því, að nota sjer nú þegar sú hlunnindi, er Ræktunarsjóðurinn veitir. Verk- efnin eru óteljandi. Bæjirnir eru víða að hrynja, túnin ógirt, fjár- hús og hlöður fallið inn. Fólkið flýr sveitirnar. Og Tryggvi riður um landið á mögrum liestum og telur kjark úr bænduin. Síldveiðin. Um síðustu helgi var síldar- aflinn 58 þús. saltaðar og 15y2 þús. kryddsaltaðar tunnur. 75 mál i hræðslu. Tilsvarandi tölur á saina tíma 1925, 190 þús., 22 þús. og 94 þús.

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.