Vörður


Vörður - 28.08.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 28.08.1926, Blaðsíða 4
4 V O R Ð U R Gjalddagi ,Varöar‘ var 1. júlí og eru umboðsmenn blaðsins vinsamlega beðnir að minnast þess, og gera oss skil við fyrstu hentug- leika, einkum þeir, sem eigi hafa enn gert skil fyrir eldri árgöngum blaðsins. —- Sömuleiðis eru einstakir kaupend- ur, sem eigi vita af neinum umboðsmanni í nánd við sig, vinsamlega beðnir að gera oss skil hið fyrsta, sjerstak- lega þeir, sem eiga ógreidda marga árganga. Nokkrir menn, sem hafa verið beðnir að annast inn- heimtu á andvirði blaðsins í sinni sveit, hafa enn eigi svarað brjefum vorum er þar að lúta, og er þess vænst að þeir geri það hið allra fyrsta. Öllum fyrirspurnum, sem lúta að greiðslu eldri ár- ganga blaðsins er svarað viðstöðulaust. Sömuleiðis er bætt úr vanskilum og er æskilegt að menn tilkynni þau; einkum ef mildl brögð eru að. AFGREIÐSLAN. Söðlasmíðabúðin S L E I P N I R. Agætir erfiðisvagnar, ásamt vönduðum aktýgjum, ódýrara en áður. Hin margeftirspurðu handvagnahjól komin aftur. Reiðtýgi og alt tilheyrandi. Lækkað verð. Pantanir afgreiddar út um land. — Beislisstangir, ístöð keyrslumjel og reiðbeislamjel (gúmmí og selst ódýrt í heildsölu og smásölu. Símnefni: „SLEIPNIR“. Laugaveg 74. Sími 646. Tilkynning. Neðangreindir menn og fjelag hafa fengið leyfi til þess að selja útvarpsviðtæki: — Martinius Simson, ljósmyndari, Isafirði. Sigurður DaA'íðsson, Hvammstanga. Gunnar Bachmann, símritari, Reykjavík. Elektro Co., Akureyri. Almenningur er hjer með varaður við, að kaupa útvarpsvið- tæki annarsstaðar en á ofangreinduin sölustöðum, eða hjá okkur, og jafnframt að gæta þess, að áhöldin beri stofngjaldsmiða fjelagsins með áletruninni: H/F. Útvarp — Stofngjald greitt; að öðrum kosti verða eigendurnir sjálfir krafðir um stofngjaldið. Reykjavik, 13. ágúst 1926. H/F. ÚTVARP. Gagnfræðakenslu hefja undirritaðir aptur 1. október í haust og verður að þessu sinni kent í tveimur bekkjum, fyrsta og öðrum. Námsgreinar og stundafjöldi hinn sami og í sömu bekkjum hins Almenna mentaskóla (íslenska, danska, enska, sagnfræði, stærðfræði, landafræði, náttúrusaga, dráttlist og eðlisfræði) og verður alt miðað við það, að nemendurnir verði færir um að ná gagnfræðaprófi við þann skóla. Kensla stendur til 30. maí, og verða próf haldin um miðjan vetur og í lok kenslutímans. Til kenslu verða teknir piltar og stúlkur á hæfilegum aldri, sem hafa venjulega barnaskólaþekkingu, eru heilbrigð, og setja tryggingu fyrir greiðslu kenslukaupsins kr. 35.00 á mánuði er greiðist fyrir fram við hver mánaðamót. Þeir, sem kynnu að vilja setjast í annan bekk sýni auk þess, að þeir hafi næga þekkingu í fyrsta bekkjar námsgreinum. Menn gefi sig fram við meðundirritaðann Guðbrand Jónsson, Lindargötu 20 B. Guðbr. Jónsson. Sigfús Sigurhjartarson. kvæmt ályktun Búnaðarþings, að Búnaðarfjelagið fengi einkasölu á Noregssaltpjetri árið 1926 og óskaði eftir tilboði í 400 smá- lestir. Svar við því skeyti var það að þetta gæti Búnaðarfjelagið ekki fengið því að firmað Nathan & Olsen væri orðið einkasali á áburðinum og bæri að snúa sjer til þess. I)t af þessum tíðindum voru gerðar eftirfarandi ráðstafanir. 1. í samráÍii við aðra stjórnar- nefndarmenn ritaði formaður Norsk Hydro rækilegt brjef um málið. Sagði sögu málsins og á- lyktanir Búnaðarþings. Lýsti að- stöðu Búnaðarfjelags íslands. Gat þess að fulltrúi kæmi frá fje- laginu til viðtals um málið og nýrra samninga ef unt væri. 2. Það kom mjög til tals að ein- hver stjórnarnefndarmanna færi utan til þess ef unt væri að kippa málinu í lag, en það gat þó ekki orðið. í stað þess var á- kveðið að Pálmi Einarsson ráðu- nautur, sem var á förum utan í öðrum erindum rannsakaði málið jafnframt, með því að tala við Norsk Hydro og gæfi skýrslu um það. Jafnframt fjekk hann umboð til að reyna að ná samböndum um áþurð af fje- lagsins hálfu. 3. Út af yfirlýsingu búnaðar- málastjóra, að hann hefði prívat haft viðskiftin við Norsk Hydro, sendi Vigfús Einarson fyrir- spurnarskeyti um það og fjekk 31. des. eftirfarandi svar: „Kun Búnaðarfjelag íslands indehadde vor eneforhandling indtil Nathan—Olsen overtok agenturet februar 1925“. (Á íslensku: Aðeins Búnaðarfjelag íslands hafði á hendi einkasölu fyrir oss, hangað til Nathan & Olsen tóku við umboðinu í febrúar 1925). 4. Loks skrifaði formaður, og ljet hina stjórnarnefndarmenn- ina og búnaðarmálastjóra vita um það, öllum búnaðarþings- mönnum um málið, þeim, er hann náði til og gerði ekki ráð fyrir að ná til munnlega, og beiddist umsagna þeirra og til- lagna. Frh. Nýtískuheimili í Lundúnum. Nýtískuheimili í Lundúnum. Það er víðar en á íslandi, sem heimilin eru orðin „manneskju- Iaust“. Bretar hafa jafnan sótst eftir mörgum þjónum sjer til handa, bæði körlum og konum, en styrjöldin mikla, með öllum sinum margþættu afleiðingum, hefir fært þeim heim sanninn um að nýir timar krefjast þess að breyting verði gerð. Fjölskyldur hinnar nýju stefnu leggja alla stund á að efla sjálfstæði sitt. En til þess þarf húsalag og alt heimilishald að gerhreytast frá því sem er. Lundúnaborg hefir öld eftir öld lagt undir sig lönd á lönd ofan og ekkert hefir staðist við. Skógar, akrar og engi: alt hefir farið sömu leið. Alt hefir lagst í auðn, en múrsteinn og jarðbik hefir komið þess í stað. Götur á þessum stöðvum bera svip af djúpum gjám. Botninn er steinmóða, svört og sljett, en beggja vegna háir hamraveggir. Það eru húsabákn hinna miklu byggingarfjelaga, og þar hafast við miljónir leigenda, sem al- drei geta hugsað svo hátt að eignast þak yfir höfuð sitt. Nú byggjast aftur á móti stór hverfi á útjöðrum Lundúna- borgar, sem hafa alt annað skipulag. Þar standa húsin eigi í beinum fylkingum, líkt og áð- ur var. Styrjöldin gerði menn leiða á þeim. Sambyggingar eru engar, heldur garðar og grasflet- ir húsa í milum. Hús þessi eru lítil og hvert með sínum svip. Eyðimeijtursvipurinn og stór- iðjusvipurinn er horfinn, en hugvit og geðþótti mannanna sjálfra hefir fengið lausan taum. Húsin fá því margvísleg einstak- lings einkenni, sem stórgróða- fjelögin ná eigi og hirða eigi um að ná. Hús þessi keppast menn við að eignasts jálfir og vilja þá hafa alt sem minst: húsin, fjölskylduna og kostnaðinn. Heimilisstörf öll eru gerð svo óbrotin sem mest má verða, svo að hvorki þurfi þjóna, vinnu- konur nje barnfóstrur. Ibúðin er að eins 2—3 herbergi, og hef- ir mikið verið til þess reynt, að sameina eldhús og borðstofu, en þó eigi tekist. Alt sem útheimtir mikla hreinsun, alt skraut og allur hjegómi er útilokaður. Stig- ar eru steinlagðir og gólfin dúk- lögð. Baðklefi er í hverju húsi og þvottaáhöld öll í honum. Klæðaskápur er múraður í vegg og jafnvel fleiri húsgögn. Hag- lega gerð barnarúm koma í stað barnfóstru. Rafmagn er alstaðar og maturinn geymir sin, svo eigi þurfi að standa yfir pottinum. ÖIl áhöld eru svo handhæg sem unt er, en öllum óþarfa, sem kostar fje og umhirðu, er varp- að burt. Gestastofur, gestarúm og silf- urkönnur fara sömu leiðina. En „radio“ er í hverju húsi, og er það sagt í góðu lagi. Konan tel- ur það heimili fullkomnast sem krefur minstrar vinnu, og hún hefir komist á þá skoðun, að dauðir hlutir, þó skrautlegir sjeu, veiti mönnum litla lífsgleði. Heimili þessi telja margir hina mestu fyrirmynd. Þau eru út af fyrir sig. Þau hafa öll þægindi. Störfin eru lítil og ljett. Ekkert er gert til að sýn- ast. Alt er gert til að lifa ekki um efni fram, en njóta þó gæða lífsins. Eigi þykir þó minst um vert, að mörg hundruð ára stríð millum frúa og vinnukvenna, hafa heimili þessi til lykta leitt, og endar það með skilnaði. Þyk- ir báðum sú úrlausn góð. Á. M. Kirkjudeilan í Mexico. I Meksikó er nú sem stendur háð harðvítug barátta milli kirkjunnar og veraldlega valds- ins. Á baráttan rót sína að rekja til þess, að katólskir menn þar í landi hafa ekki viljað viður- kenna stjórnarskrá ríkisins. En í stjórnarskránni eru meðal annars ákvæði, sem banna guðsþjónustur undir berum himni. Nýlega hafi katólskir menn sagt stjórninni stríð á hendur. En stjórnin svaraði með því að fylgja miklu fast- ar enn áður fram ákvæðum lag- anna gegn kirkjunni. Er talið að forsetinn, Calles, hafa alla stjórnmálaflokka í landinu á sínu bandi gegn kirkjunni. All- ar guðsþjónustur undir berum himni voru nú stranglega bann- aðar og aðskilnaður ríkis og kirkju framkvæmdur með harðri hendi. Meðal annars var ákvæði því, sem bannar kirkjunni að eiga jarðeignir, beitt vægðar- laust. Kirkjan svaraði með því, að lýsa Mesíkó í bann og með því að sneiða hjá viðskiRum við alla þá, sem ekki játuðu katólska trú. Ekkert vopn bítur eins á sanntrúaðan katólskan mann eins og bannfæringin. Hún þýðir, að ekkert prestsverk verð- ur framkvæmt, ekkert barn skírt, engin hjón gefin saman af presti, ekkert lík jarðað í vígð- um reit. Vitanlega stendur hin æðri klerkastjett, erkibiskupar og biskupar, fremst í deilunni gegn veraldlega 1 valdinu og fylgir þeim að málum heill herskari af prestum og munkum. Eru í Mesíkó 30 biskupar og 7 af þeim erkibiskupar. Erkibiskup- inn í Meksikóborg er foringi klerkastjettarinnar. Brjefkafli úr Rangárvallasýslu 24. þ. mán. Mikill söknuður finnst okkur hjer að fráfalli hinna þjóðkunnu og þjóðnýtu starfsmanna, hins fámenna rikis vors, þeirra Jóns Magnússonar forsætisráðherra, Kristjáns Jónssonar dómstjóra, Jóns Þórarinssonar fræðslumála- stjóra, Bjarna Jónsson frá Vogi og síðast en ekki síst, að fráfalli sira Eggerts Pálssonar, sem eins og kunnugt er, hefur um langan aldur verið hjer sannkallaður hjeraðshöfðingi. Var hann um langt skeið alþingismaður okkar, prófastur, auk ýmsra annara starfa, sem á hann hlóðust, og hann rækti með hinni mestu samviskusemi og gætni, svo sem kunnugt er. Er hjer því skarð fyrir skildi í ýmsum greinum, þar sem hann áður sat, og er það skarð vandfylt. En sýslubúar munu undir slíkum kringum- stæðum taka sjer í munn þessi þjóðfrægu orð: „Grátum ekki — söfnum heldur Iiði“, með það fyr- ir augum að skipa sæti hins fallna höfðingja vors, nýtum og góðum mönnum með jafn notasælar skoðanir á hjeraðsmál- um og þjóðmálum og hann hafði. Vonum við margir hjer, að sýslubúar beri gæfu til þess, nú á næstkomandi hausti, við val sitt í hið auða þingsæti. Margir eru hjer ungir efnilegir menn innan sýslu, og líklegir til þess að verða sýslunni til sóma ef hún sendi þá á þing. Mætti meðal máske margra annara nefna þá bændurna Skúla Thor- arensen á Móeiðarhvoli og Guð- mund Erlendsson á Núpi, sem báðir virðast mjög efnilegir til þingsstarfa, ekki síst við fengna frekari lifsreynslu. Þó munu þeir enn ekki hafa nærri eins mikið fylgi og hinn gamli og vin- sæli þingmaður okkar, Einar bóndi á Geldingalæk, því svo virðist, sem hann hafi fylgi yfir- gnæfandi meirihluta sýslubúa, enda er nú sagt að hann, ætli að gefa kost á sjer til þingsetu við kosningu þá er í hönd fer. Er það gleðiefni, öllum þeim er kunna að meta góðan dreng og stefnu- fastan samfara bestu greind. Mikla óánægju vakti það hjer um slóðir, er landlæknir Guðm. Björnsson reið hjer um og tók með sjer hjeraðslækni okkar í 8 daga ferðalag án þess, að mönn- um va?ri á nokkurn hátt gert að- vart um slíkt, eða annar fenginn til þess að, gegna embættinu á meðan. Ekki svo mikið gert, sem það, að biðja Ólaf lækni ísleifs- son í Þjórsártúni að fresta ferð sinni í Jökulgil á ineðan. Grasspretta er hjer með besta móti og heyfengur mikill, en ]iví miður ekki að sama skapi góður, því töður skemdust all víða áður þerri gerði. En óhætt mun að fullyrða, að verði tíð góð, það sem eftir er sláttarins, þá verði þetta sumar eitthvert hið hesta sem hjer hefur komið, hvað heyafla snertir. — Máske meira bráðlega. Síðasta vetrardag. Tr. Þ. vill að aukakosningarn- ar fari fram siðasta vetrardag. Heimtar jafnframt, að þær sjeu auglýstar strax. Ekki er ráð nema i „Tíma“ sje tekið. Prenlsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.