Vörður


Vörður - 04.09.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 04.09.1926, Blaðsíða 1
Afgreiðslu- 03 inn- heimtumaður Ásgeir Magnússoit kennari. fe-----------------51 "CJt^ef&iacli s MiÖétj'dfii ífisaldsfloUlísiiis. IV. áj% Reykjavíí* 4. »«pt, 1020. 37. folað. Hvað skiíur? IV. Tvö eru þau mál, sem Fram- sóknar-forkólfarnir hafa borið fram á Alþingi og enginn I- haldsmaður getað fylgt. Þessi tvö mál eru frunrvarpið um Bygginga- og landnámssjóð, sem J. J. bar fyrst fram á þinginu 1925 og svo aftur í vetur, og frv. um sölu á tilbúnum áburði, sem Tr. Þ. bar fram á báðum þess- um þingum. Að vísu var síðara frumvarpið samþykt til Efri- deildar i vetur, að nafninu til, en til þess láu alveg sjerstakar ástæður, sem ekkert áttu skylt við aðalhugsun frv. Framsókn- armenn hafa mjög hampaí þessum málum, og notað afdrii þeirra til árása á Ihaldsflokkinn. Aðalefni frv. um Bygginga- og landnámssjóð var það, að stofna skyldi sjerstakan sjóð, er veitti lán til húsabóta og ræktunar í sveitum og nágrenni kauptúna. Var tilgangurinn þvi hinn sami og með Bæktunar- sjóðnum, sem samtímis var til umræðu í þinginu. Fje sjóðsins skyldi fengið á þann hátt, að árlega yrði jafnað niður 500 þús. krónum á alla þá menn og þau fjelög, sem hefðu 20 þús kr. skattskyldar tekjur, eða 30. þús. kr. skattskylda eign. Fje þétta skyldi síðan lána út vaxtalaust til 55 ára og af- borgunarlaust fyrstu 5 árin. Leit þetta mjög glæsilega út. Vitanlega átti útgerðinni fyrst og fremst að blæða. Fór flutn- ingsmaður mörgum orðum um hinn mikla auð, sem safnaðist hendur þeirra manna, sem út- gerð stunda. Þeir hefðu breiðu bökin, sem óhætt væri að tylla byrðunum á. Hinsvegar væri bændurnir svo illa komnir, að þeir gætu litla björg sjer veitt. Þeir gætu enga vexti greitt af lánum. Eina viðreisnarvonin væri þessi styrkur frá útgerð- inni. Borgi nú ríki bróðir, sagði J. J. Er fróðlegt mjög að bera saman þessa röksemdaleiðslu J. J. við ýms ummæli í Tíman- um um útgerðina, bæði fyr og síðar. Hjer eru línurnar dregnar að því skipulagi, sem J. J. taldi við- reisn landbúnaðarins byggjast á. Var ekki annað að heyra en flutningsmaður teldi tilhögun þessa þrauthugsaða og í alla staði góða og gilda. Hefir held- ur ekki síðar sjest, að hann hafi hvarflað frá þeirri skoðun, þótt oft hafi honum verið bent á annmarka þessa fyrirkomulags. Það er þá fyrst við smíð þessa að athuga, að þessum 500 þús. kr. skyldi jafnað niður al- veg án tillits til árferðis. Alveg án tillits til þess hvort 100 menn í landinu hefðu þessar á- kveðnu lágmarkstekjur, eða bara 1 eða 2. Altaf mátti ganga á eignirnar, meðan nokkur var til, sem átti 30 þús. króna skatt- skylda eign. Ef um slæmt árferði yrði að ræða ár eftir ár gat vel farið svo, að tekjur sjóðsins yrði að- allega að takast af eignum manna. — Sjá þá allir að um hreint eignarnám er að ræða. Það var þvi næsta eðlilegt, að sjóður þessi væri manna á milli k'allaður fjárnámssjóðurinn, meðan um hann var talað. Aldrei hefur nokkur maður auglýst vantrú sína ál íslensk- um iandbúnaði jafn átakanlega og J. J. í umræðunum um þetta mál. Aldrei hefur verið sýnt meira metnaðarleysi fyrir bænd- anna hönd. Aldrei gerð jafn hamröm tilraun til þess að gera islenska bændur að ómögum og ölmusulýð. Þegar um hefir verið að ræða lánsstofnanir handa land- búnaðinum, hefir aðaláherslan verið á það lögð, að fjármagn- ið beindist meira til sveitanna en verið hefir. Jafnframt hefir verið fyrir þvi sjeð að landbún- aðurinn eigi við miklu lægri vexti að búa en sjávarútvegur- inn. Á þetta var lögð aðal- áherslan af þeim mönnum, sem samkv. tillögum Búnaðarfje- lagsins undirbjuggu frumvarp- ið um Bæktunarsjóðinn. Þeir menn, sem að því störfuðu höfðu allir langa reynslu að baki sjer og víðtæka þekkingu. Þeir höfðu þá trú, að landbún- aðinum mundi vegna vel, ef hann færði sjer í nyt þau híunn- indi, sem Bæktunarsjóðurinn býður. En J. J. vissi betur. Hann knjesetur þessa menn og telur fyrirkomulag það, sem þeir bentu á einskis nýtt og kák eitt. Ekkert nema ölmusur útgerðar- innar gat komið bændum að notum. Allir þeir, sem ekki að- hyltust frumvarp hans, voru andvígir landbúnaði. Allir þeir, sem hærra stefndu, og trúðu því að islenskur landbúnaður gæti staðist af eigin rammleik, fóru með fals og dár. Samkvæmt kenningu hans hlaut það að vera hin mesta villa að land- búnaðurinn hefði verið aðalat- vinnuvegur landsmanna í 1000 ár, því allan þann tíma hefur hann orðið að standa af eigin rammleik. Sannleikurinn er sá, að þetta fjárnámsfrumvarp er eitthvert versta og vanhugsaðasta mál, sem nokkurn tíma hefur fram verið borið á Alþingi. Með stór- lega þyngdum sköttum eða eign- arnámi var verið að drepa fram- takssemina úr útgerðarmönnum. Með betli og öhnusugjöfum sog- inn metnaður "og þróttur úr bændunum. Hugsjónin virðist vera metnaðar- og -ábyrgðar- laus ölmösulýður í sveitum landsins, trúlaus a, atvinnuveg sinn og afkomu, berjandi lóm- inn og nauðandi um styrk frá öðrum. Og hvernig er svo þessi hjálp- arhella, sjávarútvegurinn? Best er að spyrja Tímann og Tr. Þ. að því. Menn hafa kynst skoð- unum Tr. Þ. á þessum atvinnu- vegi, bæði í blaðinu og á fund- um í sumar. Þessi at- vinnuvegur er að dómi Tr. Þ. svo stopull að til þjóðarógæfu getur leitt hvenær sem er. Á þessum atvinnuvegi eiga bænd- ur að byggja velferð sína. Að dómi J. J. fer landbúnaðurinn í kaldakol, ef hann fær ekki öl- musufje frá sjávarútveginum. Að dómi Tr. Þ. er sjávarútveg- urinn á heljarþröm, og alls ekki aflögu fær. Samtaka eru þessir forkólfar um það, að níða einu stofnun- ina, sem veitt getur bændum heppilega úílausn í málum þeirra. Enginn bóndi má taka lán til nauðsynlegustu umbóta. Hanii á að bíða þess að hann fái gefins „lán" úr fjárnáms- sjóði. í greinargerðinni fyrir þessu umrædda frumvarpi J. J. eru þessi eftirtektarverðu orð: „Fullorðinn, vinnandi maður er mikill höfuðstóll. Þennan höfuðstól hefir sveitin lagt fram til atvinnurek'strar við sjóinn. Nú er kominn tími til að greidd- ir sjeu vextir og afborganir af láni sveitanna." Menn hafa lengi vitað að J. J. þættist geta smalað bændum eins og sauðum. Áður hefir ekki sjest að hann metti þá til fjár eins og búpening. Aburðarfrumvarp Tr. Þ. er nauða ómerkilegt. Hugsunin er þessi: Til þess að koma ræktun landsins áleiðis er nauðsynlegt að nota tilbúinn áburð. Notkun áburðarins gefur ágætan arð. Samt eiga bændur ekki að nota hann nema þeir' fái nokkuð af verðinu gefins. Sama metnaðar- morðið og hjá hinum bændafor- kólfinum. Sama vantraustið, sama gjafapólitíkin, sama smjaðrið og sami yfirdrepsskap- urinn. Það er viðurkent af öllum, að notkun tilbúins áburðar er mik- ilvægur og arðberandi þáttur í ræktun landsins. Formaður Bún- aðarfjelagsins ætti að telja það hlutverk sitt að behdabændum á, að þeir hafi hagnað af notkun áburðarins. Hann gæti gengist fyrir samvinnufjelagsskap til þess að hafa verslun áburðarins með höndum svo sem tíðkast með Dönum. En hann gerir þetta ekki. Nei, bændur mega ekki njóta hagnaðarins af áburðar- notkuninni, fyr en hann sjer um, að ríkissjóði gefist um leið tæki- færi til að tapa nokkrum tugum eða hundruðum þúsunda á f lutningnum. Boðorðið er: Gerðu ekkert hversu arðvænlegt sem það er, néma þú fáir til þess styrk úr ríkissjóði. Slik er bjartsýni fóstbræðr- anna og trú á íslenskan land- búnað. Hornafiörður. Mjer þótti vænt um að sjá grein Jóns Kjartanssonar rit- stjóra með þessari fyrirsögn í Morgunblaðinu 22. f. m. Hann hefir á fljótri yfirreið kynst á- standinu furðu vel. Hornafjörð- ur, eða rjettara sagt Austur- Skaftafellssýsla, hefir sorglega orðið útundan með aðstoð til aðdrátta og samband við um- heiminn. Hjer eíu fagrar, gras- gefnar og búsældarlegar sveitir, sem ekki fá að njóta sín og taka eðlilegum framförum, þrátt fyrir atorku og áhuga margra sýslubúa, vegna þess, að ilimögulegt er að ná til þeirra nema á ærnum tíma og með mikilli fyrirhöfn, og flutninga- ferðir til og frá bæði strjálar og dýrar. Síminn nær að eins um tvær austustu sveitirnar, en á því mun eiga að ráða bót bráð- lega, því ráðgert er að símalína frá Vík í Mýrdal að Hornafirði verði fullgerð árið 1930. Jeg dvaldi um tíma í Suðursveit í sumar, og þangað frjettust stundum lát merkísmanna og aðrir mikilsverðir atburðir ekki fyr en 2-^3 vikum eftir að þeir skeðu, og margt ekki fyr en blöð- in bárust. Lítil leið er því að ná til Beykjavíkur eða annað út um land í fljótu bragði, þótt mikið lægi við um viðskifti eða önnur atriði. En aðalmeinið er samgöngu- leysið. Skipahöfn er að eins ein í sýslunni, Höfn í Hornafirði. Hún er erfið að því leyti, að innsigling er mjög þröng og straumhörð og ófær nema nokk- uð litlum skipum og um straumaskifti, og auk þess er innsigling þessi alveg ófær ef nokkuð verulega er að sjó af hafi. Siglingar eru því erfiðar til sýslunnar, enda af mjög skornum skamti, en flutningar á landi frá betri höfnum útilok- aðir. Flutningaferðir þær, sem sýsl- an á við að búa, eru þessar: 1. Esja í 6 af 18 ferðum á ári, að- allega fyrir póst og farþega, því flutning getur hún lítinn tekið. 2. Vöruskip Kaupfjelags Aust- ur-Skaftfellinga einu sinni á ári á miðju sumri. Flytur það aðallega nauðsynlegustu pönt- unarvörur kaupfjelagsmanna, einkum til fæðis og klæðis, til sýslunnar, en ekkert út aftur. 3. Hreifilskip vor og haust, leigð til flutninga af Þórhalli kaup- manni Danielssyni og kaupfje- laginu til skiftis. Þessar samgöngur eru sann- arlega allskostar ófullnægjandi, bæði fyrir landbúnaðinn, sem ef aðalatvinna sýslubúa, og eins fyrir hinn álitlega sjávarútveg, sem risið hefir þar upp á síð- ari árum við hinar ötulu at- gerðir Þórhalls Daníelssonar. • Við slíkar samgöngur er fyrst og fremst útilokað að reka smjörbú eða stór kúabú í sýsl- unni, svo að aðaláhersluna hefir orðið að leggja á sauðfjárrækt- ina, jafnvel þótt sýslan sje bet- ur fallin til nautgriparæktar en sauðfjárræktar. Þetta er einnig óheppilegt fyrir þær sakir, að bæði virðist útlitið á smjör- og ostamarkaðinum fult eins glæsi- legt og á kjötmarkaðinum, og svo eru það fáar jarðir í sýsl- unni, sem hafa land og aðstpðu til þess að reka góð sauðfjárbú. Til þess að auka framleiðsl- una og hafa eitthvað fleira að selja en sauðfje, hafa sýslubúar reynt að ala upp hross og naut- gripi, bæði mjólkurkýr og geld- neyti, til sölu. Hrossamarkaðinn þekkja flestir og vita, að sú rækt er ekki álitleg, að minsta kosti nú' orðið. Með nautgripa- söluna hefir og gengið erfiðlega, ekki vegna markaðsvöntunar, heldur vegna .þess, að ekki er hægt að koma þeim frá sjer. Esja hefir enga möguleika til þess að flytja lifandi stórgripi, og hreifilbátar þeir, sem leigðir eru til flutninga, ganga ekki nema vor og haust og geta að eins tekið gripina á þilfar. Þeir verða því að sæta góðu veðri til milliferðanna. T. d. varð hreifil- bátur þessi i vor að bíða töluvert á aðra viku eftir veðri til þess að geta komið 10 nautgripum frá Hornafirði til Austfjarða, svo að kostnaður útgerðarmanns varð margfalt flutningsgjald gripanna. Svipað er um aðrar ferðir þessara báta að segja. Þeir eru dýrir í rekstri og hafa of takmarkað siglingasvið. Flutningsgjöldin eru há og tvö- föld á öllum vörum, sem með bátunum þarf að flytja, og þó er halli á rekstrinum, eins og áður er getið. Hvorki landbún- aðurinn eða útgerðin þola þessi tvöföldu flutningsgjöld á að- og út-flutningi sínum, bæði með hreifilskipunum milli Horna- fjarðar og Austfjarða, og með stærri skipum milli Austfjarða og útlanda eða Beykjavíkur. Sjerstaklega er það erfitt fyrir bændur, þegar gætt er hinnar fyrnefndu aðstöðu þeirra til bú- skaparins, og styrkur sá, sem hið opinbera Ieggur sýslunni til bátaferðanna, nægir hvergi nærri til þess að bæta henni þennan mismun. Hvað Esju snertir, þá er ekki nóg með það, að hún 'komi sjaldan á Hornafjörð, heldur ber það við í þeim ferðum, að hana verði að afgreiða utan- fjarðar og að hún sje svo hlað- in vörum fyrir stóru hafnirnar, sem hafa nægan annan skipa- kost, miðað við Hornafjörð, að

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.