Vörður


Vörður - 11.09.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 11.09.1926, Blaðsíða 2
V O R Ð U R ]ón Þórarinsson fræöslumaöur. 2 allir hafa gengið í Ihaldsflokk- inn, en það gerðu miklu fleiri síðan og sjest það best á at- kvæðamagninu við landskjörin 1922 og 1926. Samanburðurinn við kosningarnar 1922 er því al- veg rangur og villandi, enda sjálf- sagt gerðar í þeiin tilgangi. Ef reikna á út hversu marga lands- kjörna menn íhaldsflokkurinn eigi að eiga á þingi nú, þá er ekki unt að fara eftir öðru en at- kvæðamagni flokksins við lands- kjörið í sumar og samkv. því og reglunum um hlutfallskosningar á hann að eiga 3 af 6, ef allir væru kosnir í einu. Annars er gersamlega þýðingarlaust að fást við þetta, því að enginn er í vafa um, að nú þegar kjósa á aðeins einn, hlýtur hann að verða í- haldsmaður og það jafnvel þótt öllum hinuin flokkunuin yrði hrært saman eins og graut í potti, því að svo margir skerast áreið- anlega úr leik og neita að hlýða flokksaga, þar sem útilokað virð- ist að hægt sje að finna þá þrí- eining, sem fullnægi kröfum allra andstöðuflokka íhaldsins. Hið allra eftirtektaverðasta við þessa aðstöðu „Tírnans" er þó það, að hann býður socíalistum bæjanna samvinnu við bændur sveitanna. Þeim sem best þekkja til kemur þetta þó ekki á óvart, því að samvinna þeirra hefur hingað til verið mjög náin og er Jónas frá Hriflu þar tengiliður- inn. „Tíminn“ hefur áður við ó- tal tækifæri haldið því fram, að hann vildi ekkert samneyti eiga við öfgaflokkana til beggja hliða og hefur hann þar átt við íhalds- menn og Socíalista. En nú býður hann socíalistum í faðm sjer og vill láta eitt yfir báða ganga. Sannast hjer það sem oft hefur verið haldið fram af halfu íhalds- manna, að í raun og veru eru eigi til í landinu að eðlilegum hætti nema tveir flokkar, íhaldsmenn þ. e.: menn, sem vilja halda í hið núverandi þjóðskipulag og Socíalistar, sem vilja sundra því. En Framsóknarflokkurinn stend- ur í vegi fyrir þessari eðlilegu flokkaskiftingu meðal annars af því, að í honum eru bæði í- haldsmenn og Socíalistar, en það eru hinir siðastnefndu sem ráða. Ef svo fer í haust, að lands- kjör þurfi fram að fara, þá vita landsmenn allir, að það er af því, að Framsóknarmenn og Socíal- istar hafa gengið í eina sæng. Sameinaðir eiga þeir þá að styðja mann til landskjörs, sem verður að vera beggja vinur og báðum trúr. Hann verður að vera helm- ingamaður flokkanna og ekki er ólíklegt, að Socíalistar vilji eiga „stærri helminginn“, ef reikna á á „Tíma“-vísu. Af hálfu íhaldsmanna er ekki ástæða til þess að líta illu auga samruna og samdrátt Framsókn- ar og Socíalista, því að er stund- ir líða verður þetta til þess að losa fjölda sveitamanna úr tengslum við Framsóknina, því að samleið með Soc.íalistum geta þeir aldrei átt. Fari landskjör fram í haust eru það áreiðanlega Framsóknar- menn og engir aðrir, sem því valda. íhaldsflokkurinn, lang- stærsti flokkur landsins, lætur þar vitaskuld ekki undan síga. Hann rennur ekki af hólmi og hann biður, ef til kemur, alla hina mörgu fylgismenn sína bæði til sjávar og sveita að sækja kjörfund og kjósa sinn lista. Með því er á viðeigandi hátt svar- að hinni pólitísku trúlofunar- opinberun Tímamanna og Socí- alista. Civis. íþróttanámskeið í. S. í. og U. M. F. í. á að byrja hjer 1. nóvember n. k. ef næg þátttaka fæst. Um- sóknarfrestur hefir verið fram- lengdur til 15. október, og er þess vænst að sem flest fjelög sendi menn á þetta námskeið. Einn sit ég úti á andnessgjögri; seiða mig sólhvörf sumar dægra; út í eilífð augum stari eftir alförnunx úrvals mönnum. Margur mannskaði á minni æfi hefir hernumið hjarta mitt. Einn af öðrum úr öndvegi mætur mann-Baldur mér er horfinn. Vertu vel kvaddur, vökuinaður, næsta nákvæmur, notinvirkur. — Vertu velkominn i Væringja sveit handan við hvarfbaug himinskauta. Verður vandfylt rúm vökumanns, auga árvökru, er eigi hlífði. Menta og mannúðar merkisberi, hugsjón heitbundinn, heill og sæll! Vissi ég vökumann vel og lengi hlúa að hugtúnum heim’alninga; veitti viðleitni og vilja manns aðstoð einlæga, ótilkvaddur. Vissi ég vökumann vel á lofti halda og hampa hreinum skildi; hataði herneskju mig langi í hana? Jeg ætla heim!“ — Hún dregur upp skarplegar myndir af mörgu og mörgum. „Frúin min“, sem hún kallar, frú Sigríður Þórðardóttir, ekkja Tómasar Sæmundssonar kona Ólafs Stephensens í Viðey fær ekki leiðinlegt eftirmæli. Jafn- vel vinnukonunni austan úr Skaftafellssýslu er snildarlega lýst með því að segja frá ferð, er hún fór í laugar og lenti í hlind- byl, svo að efldur karlmaður var sendur til þess að hjálpa henni heim með þvottinn. En hann kom einn heiin og þvottlaus, því sú litla sagðist mundi vera eins fær um að bera pokann sinn og hann. Kom hún skömmu siðar heim með þvottinn og spurði, hvort þessi mannrola væri kom- inn til skila. Hún skildi ekki í öðru en hún gæti farið allra sinna ferða fyrir veðrunum í Reykjavík, þau væru ekki svo agaleg. En best er lýsingin á fóstru hennar og móðursystur, Þor- björgu Sveinsdóttur, og á Eng- eyjarheimilinu, sjerstaklegú Kristni í Engey. Sú lýsing er á- gætlega rituð og gerir enginn og hornagný, lúðra látæði og loddarabrag. Vissi ég vökumann vel og lengi þjóna á þingi þjóðfélagsheill, þá voru þverbrestir í þingliðsfari eigi allmargir, ekki stórvægir. Þrifust þá eigi á þingbekkjum málrófsmenn miðlungsháttar. Höfðu handsöl í hávegum lögmenn liðtækir í lögréttu. Líta Iangsýnir landsfrömuðir heimilishamingj u hilta við loft. Litir Ijómandi leika þar yfir og umhverfis óska lendu. Lærdómslista ljúflingar oft sjá milli sælu — svefns og vöku bjargráð barngesku í bættri ment. Vel þér, viðleitni, er vinnu býður. Akur ársáinn umbótíjinanns úrvals ávexti eigi skilar. Þó er þakkaverð þrautseigja öll, sviti sáðmanns og sjálfsafneitun. Oft í andþófi einir sitja með svo einföldu og látlausu móti nema sá sem er skáld. Æfi hennar var, eftir að hún varð fullorðin, nálega látlaus ferðalög bæði hjer á landi í ýms- um erindum og um fjölda mörg lönd. Hefði hún án efa getað gert af því öllu langar sögur, en hún ininnist að eins á stöku at- vik. Og þetta stendur í sambandi við það, að bókin hefir alt ann- an höfuð-tilgang en þann, að segja venjulega æfisögu. Hún er nokkurs konar „confes- siones", játningar. Sjest þetta þegar af því, að hún nær ekki nema til 1903, en það ár telur hún afturhvarf sitt fullkomnað. Nafnið á bókinni bendir og á það sama. Fyrst er hún las biblíusögur varð hún svo hrifin af himna- riki, að hún öfundaði þá sem dóu. En svo tók hún að efast um bókstaflegan sannleika ritn- ingarinnar og fór í stað þess að gagnrýna og Ieitast við að skilja trúarsannindin. í trúarefnum eru menn óend- anlega margvislegir, og Ólafíu reyndist þetta svo, að trúarlíf hennar kulnaði. Um tírna varð hún beinlínis andvíg trúar- garpar gagndrepa, er glúpna seint. Hafa hálfdrætti heim frá borði; lifa á litlum launum frumherjar. Veifar vanmáttug vængjastúfum sál sjóndöpur sólhvarfa nótt. Horfi ég á haf heimabundinn — útsæ alda, áttaviltur. Blundar á beði beggja dægra sveipaður sæmdar- silkivoðum hógvær höfðingi er handlaugar tók ungur og aldinn í óttudöggum. Guðm. Friðjónsson. Hallað rjettu máli. í 35. tbl. „Timans“ 24. júlí þ. á. skrifar sjera Björn Stefáns- son grein, sem hann kallar: „Nýja kverið“. Greinin er frásögn um hjer- aðsfund, sem haldinn var á Blönduósi 18.—19. apríl 1925. En hann skýrir svo rangt frá, að óhjákvæmilegt er að leið- rjetta. Stendur mjer það nærri, þar sem jeg var í „kvernefnd- inni“ og framsögumaður meiri- hluta hennar á fundinum. Að prenta tillöguna sem feld var, og segja rangt frá þeirri, sem samþijkt var, er út af fyrir sig, einkennileg aðferð af frjettaritara. I rauninni mælti ekkert með því að prenta til- lögu ininnihlutans, síst eina, nema þetta gamla, að „hverjum þykir sinn fugl fagur“. Sjera Björn segir að „efnis- munur tillagnanna hafi enginn brögðum. En það varð þó ekki mjög lengi. Hún varð skeyting- arlaus. Síðar komst hún eftir nokkurs konar röksemdaleið, sem hún rekur talsvert ná- | kvæmlega, en þó einnig fyrir einskonar „umvendan“ til trúar á guð og kærleika til Krists, og sáluhjálparvissu eignaðist hún, sem gaf henni himneskan fögnuð. En þetta telur hún þó engan veginn hafa verið það, sem skar úr, heldur hitt, sem hún lýsir nákvæinast, þegar hún öðlaðist hina sterku syndarmeðvitund, sem ætlar að ganga fram af henni, en fær svo fullan frið fyrir sannfæringuna um hjálp- ræðið fyrir „Jesú blóð“. Bókin er í raun og veru skrif- uð fyrir þetta. Alt sjer hún frá þessu sjónarmiði. Fram að því er hún „trúlaus“, að eigin dómi Og þegar hún minnist forns við- burðar, er hún villist í kafalds byl, en bjargaðist fyrir það, at hún rakst á veg, þá varð fögn uður hennar yfir því að finní veginn eins og fyrirboði þesi sama í andlegum efnum. — Mörg ár eftir þetta starfað frk. ólafía í Osló og bar star hennar þar vott um þann krafi Ólafía Jóhannsdóttir: „Frá myrkri til ljóss“. Frá því er jeg las, fyrir nokkr- um árum, safn af sögum eftir frk. Ólafíu Jóhannsdóttur, sem hún ritaði á norsku og kallaði „De elendigste“ (íslensk útgáfa kom síðar: Aumastar allra) hef- ir mig jafnan langað til þess að lesa fleira af því tæi eftir hana. Þar var farið svo fimlega með pennan, að það er mikill skaði, að höf. skyldi ekki rita fleira af slíku. Nú er þessi gáfaða kona látin, og gefur systir henn- ar út þessar endurminningar hennar. Hefir frk. Ólafía frum- ritað þær á norsku og sjálf snú- ið á íslensku fyrri parti þeirra, en síðari partinn hafa aðrir þýtt, sem ekki eru nefndir. Væri ósk- andi að þeir hefðu þýtt alla bók- ina, því frk. Ólafía sýnist ekki hafa góð tök á islenskunni, mál- ið verður fremur lingert og óvið- kunnanlegt, en málið á síðari partinum er kjarnmikið og hreint. Höfundurinn dregur upp skýra og skemtilega mynd af æsku heimili og heimilum sín- um. Hún gengur í harnaskólann hjer og lærir að skrifa illa en annars fremur lítið. Garðurinn við húsið hennar var vel hirtur, og göturnar gerðar svo hreinar og beðin svo sljett, eins og kongurinn ætti að skemta sjer við að horfa á þau. Hún færði fólkinu í mó- gröfunum mat, og skemti sjer þá við að sitjá við Steinkudys og skifta mógrafafólkinu í fylk- ingar og láta það berjast til þess að gefa líkamlega mynd þeim bardaga, sem hún var þá nýbú- in að lesa um í íslendingasögum. — Miklu síðar lýsir hún átak- anlega fögnuði sínum yfir því, að hún átti bráðlega að fara heim til íslands frá Osló, og leiddist henni þó ekki. Hún seg- ir meðal annars: Daginn sem þetta var afráðið, var jeg svo glöð, að fólk staði á mig, þegar jeg gekk upp Albertsgötu .. .. Hvað er þetta? sagði húsmóðir hennar við hana, „hafið þjer ver- ið sæmdar St. Ólafsorðunni?“ — „St. ólafsorðunni? Hvað ætli

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.