Vörður


Vörður - 11.09.1926, Blaðsíða 3

Vörður - 11.09.1926, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R 3 V Ö R Ð U R kemur út á laugardögum. Ritstjórinn: Kvistján Albertson, Túngötu 18. Sími: 1961. Afgreiðslan: Laufásveg 25. Opin 5—7 síðdegis. — Simi 1432. Ve r ð: 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. Terið“, en tillaga þeirra Ivrist- jáns á Brúsastöðum „styttri og að því er þeim fanst gagnorð- ari“, Þegar gengið var til atkvæða um tillögu meirihlutans greiddu að eins þrír menn atkvæði á móti henni, bændurnir Jón Jóns- on í Stóradal og Þorsteinn Kon- ráðsson á Eyjólfsstöðum og sjera Björn. En með henni greiddu atkvæði ault prófasts- ins í Steinness- og Breiðaból- staðar-prestaköllum, hreppstjör- arnir Björn Árnason á Syðriey, Eggert Leví á Ásum, sýslunefnd armennirnir Hafsteinn Pjeturs- son á Gunnsteinsstöðum, Jóna: Björnsson á Hólabaki og bænd- urnir Jón Sigurðsson á Hofi, Jón Stefánsson á Kagaðarhóli, Jónas Illugason í Brattahlíð — alt mætir menn,-sem falin hafa verið margsltonar trúnaðarstörf hjer í hjeraðinu. Hvernig keinur nú sjera Birni til hugar að hann fái talið almenningi trú um, að þessir menn hafi daglangt rætt tvær tillögur sama efnis, og svo loks kosið þá sem lengri var og ver orðuð? Miklu fleiri menn voru boð- aðir á þenna funa, er átt gátu atkvæðisrjett sem fulltrúar. Minnihlutamennirnir voru ó- ánægðir yfir þessu; munu þeir hafa gert sjer von um betri byr utanlijeraðsfundar. Það varð því að samkomulagi, að pró- fastur sleit fundi um stund, svo í«ð þeir gætu leitað atkvæða við- Sem hún hafði eignast við „aft- urhvarfið".— Aftur á móti varð hún víst fyrir miklum vonbrigð- um af starfi sínu hjer heima síðast. Á eftir sjálfri æfisögunni eru ýmsir smákaflar prentaðir, bæði eftir Ólafíu, útgefandann o. II. Bókin er ekki sinekkleg eða skemtileg að ytra frágangi. Pappír og brot fremur leiðinlegt og villur margar. Jón Pjeturs- son yfirdómari heitir Jens Pjet- ursson, Rangheiður ólafsdóttir í Engey er sögð Pjetursdóttir, Gharles Fermaud er kallaður Charles Fermand og vafalaust er fleira skakt, og alt er þetta tekið vel og vandlega upp í reg- istrið aftan við bókina eins og til þess að sýna, að þetta sjeu ekki prentvillur, heldur hrein- nr og ósviknar vitleysur! Er leitt til þess að vita, að góðri bók sje spilt með slíku. En hvað sem því líður þá er bókin fyrir það jafn merkileg og talsvert sjerstök í okkar bók- mentum. Magnús Jónsson. staddra manna um það, hvor tillagan væri almenningi nær skapi. Þetta gerðu þeir sjera Björn. Þorri manna vildi ekki greiða atkvæði. Af þeim tólf sem það gerðu, urðu átta með til- lögu meirihlutans. Þannig hafnaði þá líka al- menningur þeirri tillögunni, sem Björn segir að hafi verið „styttri og gagnorðari“! Tillagan, sem fundurinn sain- þykti, fer kurteisum orðum um kver sjera Helga Hálfdánarson- ar, og telur það hafa ýmsa góða kosti. Þó sjeu ekki ástæðulaus- ar þær raddir, sem fundið hafi að því. Það sje nokkuð langt. f því sem barnabók sje of mikil áhersla lögð á trúfræði og guð- fræðilegar sundurliðanir o. s. frv. Þess vegna leggur fundurinn það til, að nýtt kver verði samið. Þetta stingur mjög í stúf við ummæli og tillögur sjera Björns. Hann segir að kver þetta sje „algerlega ónothæft öðrum en góðum kristindómsfræðara“. Hann segir að það flytji „dauða- dæmd fræði“. Engar ástæður eru færðar fyrir þessum fullyrðing- um. Þær eru sleggjudómur. — Höfuðgallinn á kristindómsbók- um vorum er, að Björns dómi, aldurinn. Helga kver er meira en 40 ára, Klaveness 20 ára, sálmabókin fertug. Þetta eru sannanir hans fyrir ónothæfi þeirra! Það er merkilegur rit- dómur. Passíusálmarnir eru þá ekki mikils virði, svo gamlir sem þeir eru orðnir. Efnismunur tillagnanna var mikill, enda margt og mikið, sem meiri og minni hluta fund- armanna bar á milli. Jeg skal til þess að sýna þetta tilfæra hjer eina litla smágrein úr tillögum þeirra sjera Björns. Leturbreytingin er mín; greinin svona; „Síðast í bólc þessari sje prent- nð einfþld og skýr trúarjátning á breiðum kristilequm qrund- vclli“. Frá því frelsarinn sjálfur tal- aði um það efni, og fram á þenn- an dag, hafa allir byggingameist- arar lagt aðaláhersluna á það, að grundvöllurinn væri traustur, að bygt væri á hjargi, en ekki á sandi. Nú koma þeir sjera Björn og f jelagar hans og leggja áhersl- una á að hann sje breiður, og og náttúrlega langur að sama skapi. Þá iná á hann koma nógu mörgum hreysum. Þá getur hver og einn bygt þar sinn kofa og kumbalda og verið sinn eiginn byggingameistari um leið. Þetta sýnist mjög frjálslega talað, og máske eru refarnir til þess skornir. En hvernig halda menn að þessi „borg“ líti út, og hve vistlegt mundi þar inni verða? Þetta var einmitt það sem á milli bar á Blönduós-fundin»m. Um það snerust umræðurnar aðallega. Minni hlutinn vildi helst enga kverkenslu hafa, engan ákveðinn kristindóm láta innræta börnunum framar. — Kennurum átti að vera í sjálfs vald sett, hvernig þeir skildu heilaga ritningu og skýrðu hana. Það áttu, með öðrum orðum, að vera jafnmargar trúarskoðanir á boðstólum og margir væru kennararnir. — Grundvöllurinn svo breiður, að hver gæti bygt sinn kofa. — Þetta fyrirkomu- lag væri, ef ekki ókristilegt þá að minsta kosti ókirkjulegt. Og það væri ómögulegt og óhafandi. Þarf eklci annað en minna menn á að börnin hafa oft sinn kenn- ara hvert ár. Og hver á að búa til þessa „einföldu og skýru trúarjátn- ingu“ sem sjera Björn talar um. Og hvar á að talca efnið í hana úr því að biblían er, að hans dómi: „Bók eins og Korvins postilla, löngu týnd og tröllum gefin“. Biblían er trúarbók allra krist- inna þjóða. Það er bókin sem geymir kenningu og lífssögu frelsarans. Samt leyfir prestur sjer að fara um hana þessum orðum. Að eins hugsunarsnauð- ir og þroskalausir vantrúar- gasprarar geta lesið það án gremju og fyrirlitningar. Það er ekki vegsauki fyrir þetta land, í augum kristins heims, að slíkt skuli koma úr penna eins af þjónum íslenskrar kirkju. Síðast í grein sinni snýr sjera Björn máli sínu að biskupi landsins. Sá kafli er allur skrif- aður í þeim „tón“ að hann er óboðlegur og ómaklegur. Ekki að eins sem skyldurækinn og röggsamur kirkjuhöfðingi, held- ur og sem ágætur vísindamaður og rithöfundur á dr. Jón Helga- son heimtingu á því, að vera á- varpaður kurteyslega, þó ekki væri um undirmann hans að ræða. — Sjera Björn er með dylgjur um utanferðir biskups, og að hann hlusti þar á margt vel hugsað og viturlegt, og mæl- ist til að hann geri okkur, sem heima sitjum, „eitthvað af því arðberandi". Sjera Björn veit vel, að biskup hefir skrifað fróðlegar greinar um ferðir sín- ar erlendis, að hann hefir flutt þar mörg erindi til þess að auka þekkingu Norðurlanda á landi voru og þjóð, og að hann yfir- leitt leggur fram mikilsverða krafta sína og starfsþol sitt, til þess að vinna að veg og sóma íslendinga. Hann veit líka, að biskup hefir sent okkur prest- um, hvað eftir annað, ókeypis, útlend blöð og tímarit, sem í eru, auk margvíslegs annars fróð- leiks, erindi sem hann hefir flutt þar. Beiðni .sjera Björns er því ekki hægt að skoða öðru- vísi en sem „útbrot'Y skrifað móti betri vitund. Seinast í grein sinni kemst sjera Björn svo að orði: „Við vitum eins vel og biskup hvar skórinn kreppir að“. Þetta eru ekki hógværleg ummæli. Hver veit best hvar skórinn kreppir að í kirkjunnar málum. Eru lík- ur til að einstakir prestar viti það betur en biskup landsins? I trúarlífi þjóðarinnar eru al- varleg tímamót. Efans, leitar- innar, fálmsins tímar standa yfir. Öll verðum vjer að vona það, að hún komist ósködduð yfir þá tíma. En ekki styður grein sjera Björns að því, að það megi verða. Brciðabólstað i Vesturhópi 23. ág. 1926. Ludvig Knudsen. Norskir veiðimenn á Jan Mayen. Um miðjan ágústmánuð fóru þrír Norðmenn frá Álasundi til Jan Mayen og ætla að vera þar í vetur við veiðiskap. Eru það aðallega pólarrefir og ísbirnir sem veiðast þar á vetrum. Launakjör embættismanna. Á jafn strjálbygðu landi og hjer er má naumast búast við því, að laun embættismanna sjeu mjög há, eða svipuð og hjá öðr- um þjóðum, en hitt er líka var- hugavert þegar þau fara að verða svo lág, að nýtustu menn þjóðarinnar ekki vilja líta við embættunum heldur leita sjer annarar atvinnu, og verst er þó þegar þau samanborin hvort við annað,< eru svo ranglát að það hlýtur að vekja gremju allra rjettsýnna manna. Þá er nú fyrst að nefna ráð- herralaunin 12 þús. lcrónur og engar aukatekjur, nema smá- sporstlur til ferðalaga. Ráðherr- arnir eru æðstu embættismenn ríkisins og sem mest riður á að sjeu reglulega duglegir og ráð- vandir menn í öllu, þeir fá lika mest laun allra embættismanno — en þó eru laun þeirra svo lág að ósæmilegt er, þegar litið er til ýmsra annara starfsmanna, sem hafa máske tvöföld þessi laun eða þreföld t. d. banka- stjóra með 20—30 þús. króna laun eða meira, forstjóra vin- verzlunarinnar með 18 þús. kr. fyrir utan aukatekjur o. s. frv. Það er rangt að launa ýmsa starfsmenn ríkisins, þó í trún- aðarstöðum sjeu, með hærri launum en æðstu embættismenn þess. Annaðhvort verður að hækka laun ráðherranna eða lækka laun margra starfsmanna ríkisins. Svo skulum við líta á launa- kjör hinna föstu, gömlu embættismanna: sýslumanna, lækna og presta, sem þurfa mjög svipaðan tíma til náms 10—12 ár. Föst laun' þessara embættis- manna, að meðaltali, með dýr- tiðaruppbót munu vera nálægt. þessu: sýslumanna . . kr. 7500.00 lækna .........—. 6000.00 presta......... — 4000.00 Aukatekjur sýslumanna eru litlar en þeir fá aftur skrif- stofukostnað greiddan að með- altali alt að 5000 kr. Aukatekjur lækna mun vera að meðaltali nálægt kr. 4000.00 en presta tæpar 500.00 kr. Sýslumenn fá þá í laun og rekstrarkostnað embættisins kr. 12500,00, læknar nálægt kr. 10000.00 og prestar kr. 4500.00. Nú mun kostnaður sýslu- manna vera langmestur við em- bættisfærsluna, svo líklega verða laun þeirra sjálfra ekki meiri en sem svara kr. 8000.00 að meðal- tali. Kostnaður lækna er nokkur t. d. fyrning á meðulum, en þó naumast meiri en svo, að hrein- ar aukatekjur neini 3000 Icr. Verða þá árslaun þeirra að með- altali kr. 9000.00. Prestar verða af launum sínum að kosta all- ar embættisferðir sínar, ritföng og annað er þarf til rekstrar síns embættis svo meðaltal launa þeirra að því frádregnú mun naumast ná 4000 kr. Árs- laun lækna verða þá ca. 9000.00 kr., sýslumanna kr. 8000.00 og presta kr. 4000.00 að meðaltali. Af þessum þremur embættis- mannastjettum eru þá læknar best launaðir, og þó var þeim veitt þetta nafnfræga lækna- brennivínsleyfi til enn frekari uppbótar. Annaðhvort eru prestsembætt- in svo lítilsvirði fyrir þjóðina, aS prestum er ekki einu sinni borg- andi 4000 kr. laun, eða þeim er gjört hróplega rangt til, sam- anborið við lækna og sýslumenn, svo rangt, að það liggur nærri að kasta bletti á löggjafarþing þjóð- arinnar. Reyndar er þetta nokk- uð sök prestanna sjálfra, þeir kveinka sjer við að'heimta hærri laun er þeir vita, að sjeð er eftir hverjum eyri sem til þeirra fer, — af gömlum vana, — en gleyma því að það sem þjóðin fær fyrir lítið telur hún lítils- virði fyrir sig, svo þessi gungu- skapur presta verður aftur til þess að kasta rýrð á embætti þeirra og sjálfa þá. Hugðnæmara væri nú þjóð- inni máske að lækka laun lækna og sýslumanna, en hækka laun prestanna, en þegar litið er á fjárlögin fyrir 1927 og þau bera með sjer, að þjóðin getur eytt 300 þús. kr. i ýmsa bitlinga, þarfa og óþarfa, og ætluð eru 217 þús. kr. í ýms gjöld, sem enginn veit hvað er eða verða muni, aðeins fengið stjórninni til útbýtingar eftir þörfum, þá virð- ist ekki bein þörf að fara að klípa af launum þessara gömlu embættismanna, heldur mætti hækka laun prestanna, svo þeir væru fullsæmdir af eða fengju sem svarar þriðjaparti hærri föst laun en þeir fá nú, og mundu þeir þó fá Y3—y4 minni árslaun en lælcnar og sýslumenn, en það munu fæstir þeirra hafa uppúr búskap sínuin nú á dög- um, enda öðrum embættismönn- um heldur ekki ineinað að búa. Laun starfsmanna í stjórnar- ráðinu fara heldur ekki upp úr öllu valdi, væri ekki hyggilegra og hagkvæniara fyrir þá, að lengdur yrði vinnutími þeirra um Vc,—y4 og mönnum fækkað að sama skapi, en laun þeirra sem áfram væru hækkuð sem því svarar, ef ríkið getur ekki borg- að þeim sæmileg laun, sem hægt sje að lifa af. Launakjör kennara, einkum farkennarar barna í sveitum eru mjög bágborin. Að vísu kosta þeir litlu til náms og það er bara veturinn, sem þeir kenna, en það er þó hart fyrir þá, að fá ekki einu sinni 100 kr. á mánuði auk fæðis, er útgerðarmenn borga hverjum óvöldum manni 150—200 kr. á mánuði auk fæð- is fyrir vertíðina. Það væri landinu sæmilegra að skifta sjer ekkert af fræðslu barna þar sem engir skólar eru, en launa kensl- una þar svo ömurlega, heldur láta hvern hrepp hugsa um sig og börn sín. Öll launalögin eru í megnasta ósamræmi og hlýtur það fyr eða síðar að leiða til böls fyrir þjóð- ina, ef ekki er lagfært í tíma, ranglætið hefur áldrei góðar af- leiðingar. Alþingi ætti því að taka þau til yfirvegunar í einni heild og reyna að reisa skorður við óhæfilegri ásælni lækna þeirra, sem hafa óhæfilega mikl- ar tekjur, en bæta laun þeirra embættismanna, sem vanborgað er, eða afnema þau embætti ef þau eru óþörf og engra Iauna verð. Guðmundur Einarsson pr.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.