Vörður


Vörður - 11.09.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 11.09.1926, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R Minning. Það hefur dregist lengur en skyldi að geta fráfalls merkis- bóndans Lárusar Skúlasonar, og valda því ýmsar ástæður; en nú skulu lítil skil á þvi gerð, þótt hann að vísu væri einn þeirra manna, sem verkin geyma best. Lárus Skúlason var fæddur 23. ágúst 1844, í Gvendareyjum á Skógarströnd. — Á 1. aldurs- ári fluttist hann með foreldrum sínum til Fagureyjar í Stykkis- hólmshreppi, og dvaldist þar á- samt þeim til ársins 1882, en þaðan fluttust foreldrar hans búferlum að Hallsbæ á Landi; en um haustið druknaði faðir hans, frá 6 börnum, og var hið elsta 10 ára að aldri. Má getum að leiða að þröngt hafa verið í búi ekkjunnar, en næsta vorið, árið 1853, tóku þau Brokeyjarhjón, Jón Bergsson og Hildur Vigfúsdóttir, Lárus litla til fósturs, og hjá þeim góðu hjónum ólst hann upp, þar til hann giftist fyrri konu sinni, Guðrúnu Oddsdóttur, árið 1878. Fluttist hann þá um vorið þetta sama ár að eignarjörð sinni Hálsi á Skógarströnd, og bjó þar til ársins 1883, en þá fluttist hann til Sands, og þar dvaldi hann, uns hann andað- ist 27. mars 1925. Fyrri konu sína misti Lárus eftir 17 ára sambúð, og áttu þau ekki börn saman, en tvö fóstur- börn tóku þau og ólu upp sem sín eigin. Árið 1911 giftist hann síðari konu sinni, Hólmfríði Sigurðar- dóttur, ættaðri af Landi, og lifðu þau 9 ár saman; en árið 1920 misti hann hana, — þau eign- uðust tvö börn, sem tekin voru af fósturbörnum hans, er hann dó. Lárus heitinn var hinn mesti nytsemdarmaður sveit sinni og í ýmsu á undan samtíð sinni. Var hann maður prýðilega að sjer í forníslenskum fræðum og unni alþýðufróðleik. Stofnandi var hann barnaskólans á Sandi, og um 13 ára skeið var hann hreppstjóri í Neshreppi utan Ennis, og sýslunefndarmaður var hann lengi. — Gegndi hann þessum störfum með aliíð og trúmensku. Orðlagður dugnaðarmaður var Lárus heitinn, og þótti æ með bestu formönnum á Sandi. Lárus var alvörumaður, stefnufastur í skoðunum og at- hugull um alt, en gleðimaður var hann í kunningjahóp, enda vel látinn af öllum, er best þektu hann. Hjer hefur í stuttu máli og mjög ófullkomnu verið rakinn ytri æfiferill þessa merkismanns, en með því er í raun og veru minst sagt um hvern og einn sem vel hefir lifað. — Og það gerði þessi maður. — Hann var trúr sjálfum sjer og vann ætt- jörð sinni eftir því, sem efni og kraftar leyfðu. Kunnugur. Skrifað af Skagaströnd: Frjettir eru hjeðan engar. Heyskapartíð hefur verið hjer mjög óhagstæð, töður hröklust á- kaflega, en grasspretta var ágæt. Hljómleikar. Páll ísólfsson hefir nú lokið þriðju kirkjuhljómleikum sín- um, í þetta sinn með aðstoð celloleikara Axels Vold. Fyrsta viðfangsefnið var; J. S. Bach: Fantasía í G-dúr fyrir orgel, sem er eitt af feg- urstu og mestu verkum Bachs. Hefst það á stuttum, ljettum og heillandi forleik, en þvínæst tek- ur við langur, þungur, alvarleg- ur og sterkur miðþáttur, líkast- urur brimgný við sjávarströnd eða fossafalli margra vatna. Endar svo aftur á Ijettum leik sem fer víða um hljóðfærið. Þvi næst tók við: Henry Eccles: Air og Henry Purcell: Air fyrir cello og orgel eru þetta hvorttveggja gömul ensk lög, frá þeim tíma er söng- list stóð í blóma á Englandi. Þá kom: Mendelsohn: Sonata í A-dúr fyrir orgel — er sónata þessi veigamest af sónötum Mendel- sohns og telst til sígildra verka. Þá var leikið: Edv. Grieg: Den saarede og Vaaren — bæði þekt lög. Síðast var leikið: Lizt og Straube: Præludium og Fuge úber den Namen BACH fyrir orgel. Útheimtir þetta síðasta feikna kunnáttu og leikni og er tilkomumikið á að hlusta. Af öllu því sem á skránni stóð bar hið fyrista lag af að fegurð. Mundi margur óska að heyra það aftur. Nú fer haust og vetur í hönd. Hinir útlendu farfuglar fara nú sem óðast og er mál manna að hvergi í víðri veröld muni hafa verið meiri sönglist en hjer í þessari borg á yfirstandandi sumri. Fyrst í vetur fá hinir ís- lensku listamenn að njóta sín. Er óneitanlegt, að þó gott sje að hlust á marga þessa aðkomu- menn, þá stafar listamönnum vorum ekki svo lítil hætta af samkeppni þeirra. Hljómleikum þessum verður nú haldið áfram, og er það hafið yfir allan efa, að þar er sönn list á ferðum, flutt af vitsmunum þeim og andagift sem fáum er gefin. Tveir útlendir listamenn, ann- ar danskur organleikari, N. O. Raasted, en hinn þýslcur fiðlu- leikari, Hermann Diener, hafa dvalið hjer um tíma og haldið tvo kirkjuhjómleika í Fríkirkj- unni. Kirkjuleg tónverk frá 17. öld — blómaöld kirkjutónlistarinn- ar — voru eingöngu leikin á fyrri hljómleikunum, en á hin- um síðari voru öll verkin eftir Bach, og hafa flest eða öll ver- ið flutt hjer áður. Hjómleikar þessir hafa hlotið alment lof, end a var að öllu leyti til þeirra vandað og báðir þessir listamenn standa frain- arlega, hver á sínu sviði. Má af einstökum verkum frá fyrri hljórnleiknum nefna: La folia eftir Corelli (fiðla) og Preludium og fuga í G-dúr eftir Nicolaus Bruhns (orgel) og frá síðari hljómleiknum: Preludi- um og fuga í Es-dúr eftir Bach (orgel) og Chaconne eftir Bach (fiðla) er alt vakti mjög athygli manna og aðdáun. Að afstöðnum hljómleikum þessum fór hr. Raasted heim til sín, en hr. Diener hjelt nokkra fiðluhljómleika, síðast alveg án undirleiks, og fjell mönnum vel í geð, en aðsókn þó lítil. — Diener er nú farinn til Þýska- lands. Jón Leifs og kona hans eru einnig farin til Þýskalands eftir nokkurra mánaða dvöl. Dálítið hefir hann fengist við þjóðlaga- söfnun, en þó miklu minna en hann vildi, því engu fje var yfir að ráða. íslensku þjóðlögin geymast vonadi enn um stund á tungu þjóðarinnar. Fyr eða síðar kemur þeirra tími. Hanna Granfelt er nú einnig alfarin hjeðan. Hefir hún hald- ið fjölda hljómleika og oftast hlotið mikið lof. íþróttaleikir. Vafalaust mætti á margan hátt vinna þessari þjóð gagn með í- þróttastarfsemi. Það er alviður- kent að íþróttir gera menn hrausta og sterka. Hitt er ef til vill ekki eins kunnugt, að vel æfðar iþróttir eru vinnuvísindi, þ. e. a. s. við íþróttanámið lær- ist manni að beita kröftunum eins haganlega og unt er. Kem- ur það svo að góðu haldi við hin daglegu störf. Þetta getur verið margra peninga virði fyr- að vinna fleira en þetta með í- ir þjóðfjelagið. En það er hægt þróttastarfseminni. íþróttir vekja gleði, auka starfshug og glæða íjelagsanda. — Æskulýður sveitanna streym- ir þaðan burt frá heilnæmu starfi, tæru lofti og grænum grösum. Leitar til kaupstað- anna, úrkynjast þar og deyr. — Þennan straum fólksins þarf að einhverju leyti að stöðva, ef kynstofninn á að haldast við. Um það eru víst allir sammála. En hvernig það á að gerast, er gátan. Heimilisiðnaður og í- þróttastarfsemi gætu án efa gert kraftaverk í þessu efni, ef slcynsamlega væri unnið að því að koma slíkri starfsemi á í öllum sveitum landsins. At- vinnuþörf og leiðindi valda jöfn- um höndum þessum fólks- straum. Iðnaður og íþróttir eru lækning við hvorutveggju. Hingað til hefir starfsemi í- þróttamanna hjer á landi verið mjög á ringulreið og því litinn árangur borið. Hafa sveitirnar sjerstaklega verið vanræktar. Stutt íþróttanámskeið hafa að visu verið haldin hjer og þar út um sveitir, en það sem hefir verið kent á þeim hefir bæði ver- ið fátt og ófullkomið. Sjálfsagt er ekki heppilegt á svona stuttum námskeiðum að eyða eins mikl- um tima og gert hefir verið í það að kenna þessar örðugu ein- mennings iþróttir eins og t. d. köstin. Þau hljóta að Iærast illa, og verður það til þess, að iþróttasmekkur þjóðarinnar spillist. Auk þess eru einmenn- ingsíþróttir ekki eins vel falln- ar til þess að auka fjelagslíf og glaðværð, eins og hópíþróttir eða íþróttaleikir, en það er nauð- synlegt að íþróttirnar geri það í sveitunum svo sem unt er. Af slíkum hópiþróttum höfum við ekki annað en bændaglím- una og knattspyrnuna. Bænda- glíman er altaf í góðu gildi fyrir pilta. Knattspyrnan er það líka, einungis er erfitt til sveita að ná saman eins mörgum og þarf í þann leik. En það vantar hjer alveg leiki fyrir stúlkur, eða leiki, sem þær geti tekið þátt í jöfnum höndum við pilta. Slíkir leikir eru þó til og það í mjög miklu úrvali. Hafa þeir nú um langt skeið verið mjög mikið iðkaðir i Svíþjóð, Dan- mörku og víðar. Mest hafa þeir verið iðkaðir til sveita og alls- staðar þótt töfralyf til þess að hæna fólkið að þeim. Það skemt- ir sjer svo vel að það hefir ekki von um að gera það betur í borg- unum. Stjórnarvöldin hafa veitt þessu athygli, því Danir og SvÍt ar veita árlega stórfje til nám- skeiða í þessum leikjum ein- göngu. Leikir þessir eru með ýmsum hætti. Mjög mikið er af allskon- ar knattleikjum, bæði með einum knetti og mörgum og eins stór- um og smáum. Má t. d. nefna: Hundknattleik, körfuknattleik, kronknattleik, hnefaknattleik, margskonar baðknattleiki o. fl. Allir hafa þessir leikir mjög mikið iþróttagildi og eru bráð- skemtilegir. Piltar og stúlkur taka jöfnum höndum þátt í þeim. Hægt er að koma þeim við á hvaða tún- bala sem er, Þátttakendur í mörgum þeirra mega vera fleiri eða færri eftir vild, án þess að leikurinn tapi sjer nokkuð. Þetta eru alt mikilsverðir kost- ir, þegar tekið er tillit til þeirra aðstæðna, sem eru i sveitinni. Eins og áður er getið eru þessir leikir lítt þektir hjer á landi; þó hef jeg kent nokkra þeirra á fjórum stuttum íþróttanáms- skeiðum úti á landi, þar sem jeg hef verið kennari. Hefur þeim allsstaðar verið mjög vel tekið og get jeg illa hugsað mjer í- þróttanámsskeið, þar sem ekk- ert væri af slíkum leikjum, svo mikið hefur mjer fundist þeir lífga og fjörga alla starfssemina. í sambandi við sundkenslu eru þeir að mínu áliti hreint og beint nauðsynlegir til að hita nemendunum á milli þess að þeir fara í vatnið, og er alveg sjálfsagt að velja sundstæði með það fyrir augum. Það gleður mig því að íþróttasamband ís- lands skuli ætla að hafa útileiki á meðal námsgreina á iþrótta- námskeiði því, er það hygst að halda í vetur. Jeg er sannfærður um að þessir leikir, ásamt þjóð- dönsum og vikivökum, verður sú íþrótlastarfsemi, er fyrst mun skapa sýnilegan árangur í þjóð- h'fi voru. Þegar æskulýður sveit- anna um land alt er farinn að eyða fristundum sinum við svona leiki, eða vikivaka, liti á hjarni eða grænum grundum, eftir því sem á stendur, þá er jeg þess fullviss að þeim fækka er flýja sína sveit. Auk þess sem fólkið verður liraustara. Hjer er verkefni handa ungmennafjelög- unum, því áreiðanlega er í þess- um útileikjum frjómagn er verða mætti holl næring íslenskri sveitamenning, ef vel er á haldið. Reykjavík 1. sept. 1926. Vald. Sveinbjörnsson (fimleikakennari). Veðdeildin. Eins og kunnugt er, fór Jón Þorláksson forsætisráðherra ut- an fyrir nokkru. Var erindi hans meðal annars það, að reyna að fá lán til þess að kaupa fyrir bankavaxtabrjef veðdeildarinnar (flokkanna, er samþ. voru á Al- þingi sl. vetur). Hefir ráðherrann nú tekið 2 milj. króna lán í þessu skyni. Er lánið tekið í Danmörku hjá lífs- ábyrgðarfjelagi danska rikisins; vextir 5% og gengi 93. kr. Veðdeildin tekur sennilega til starfa í þessum 'mánuði. Vestur-íslenskar frjettir. Prófessor J. T. Thorson hefir verið kjörinn þingmanns- efni frjálslynda flokksins (liber- ala) suður-mið-Winnipeg A'ið kosningar þær til sambands- þingsins canadiska, er í hönd fara. Blaðið „Lögberg“ telur suður- mið-Winnipeg kjördæmið fjöl- mennasta og áhrifamesta kjör- dæmið í Canada vestan stórvatn- anna. Sje því vandað til vals á þingmannsefni .frekar þar en í öðrum kjördæmum. Um pró- fessor Thorson, sem er íslend- j ingur, segir blaðið: „Hann er út- skirfaður frá háskólanum i Manitoba 1910 og vakti þar al- menna eftirtekt á sjer fyrir frá- bærlega miklar og skarpar náms- gáfur. Þaðan fór hann í Oxford- háskólann á Englandi og útskrif- aðist úr honum með sama lofs- verða vitnisburði. í stríðið fór hann 1916, og var í Frakklandi þangað til í mars 1919. Stundaði hann síðan málafærslu um skeið og fórst það starf skörulega úr hendi, en nú síðustu árin hefir hann haft á hendi forstöðu laga- skóla Manitobafylkis og leysir það vandaverk meistaralega af hendi að allra dómi. Joseph Thorson er fæddur í Winnipeg 1889. Foreldrar hans eru þau Stephan Thorson er ættaður iir | Biskupstungum og kona hans Sigríður Þórarinsdóttir." Blaðið telur Thorson meðal hinn allra efnilegustu þingmannsefna, sem nú eru í kjöri til sambandsþings- ins. Fer blaðið um hann svofeld- um orðuin: „Hann er drengur góður, ágæt- Jega máli farinn, einarður vel, rökviss og skoðanafastur og með hinum ágætum hæfileikum sín- um og víðtæku mentun er hann líklegur til að verða sjer, landi þessu, íslendingum og ættlandi til gagns og sóma hvar sem hann fer og við hverja sem er að etja“. V estur-í slendinga-bók eða Selskinna, sem á að geyma nöfn sem flestra Vestur-íslend- inga u maldur og æfi, lá frammi i tjaldi einu á skemtisvæðinu, sem Winnipeg-íslendingar hjeldu þjóðhátíð sina á þ. 2. f. m. Sel- skinna þessi mun eiga að geym- ast hjer heima með hinni, þeg- ar fólki í öllum íslendingabygð- um vestra hefir verið gefinn. kostur á að skrifa nafn sitt í hana. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.