Vörður


Vörður - 25.09.1926, Qupperneq 1

Vörður - 25.09.1926, Qupperneq 1
Útgeíandi: MiÖstjórn íhaldsflokksins. IV. ár. Reykjavite 85. 1026. 40. blað. Vextirnir og viöreisnin. i. í tveim síðustu blöðum Tím- ans hefir ritstjórinn gert nokkra tilraun til að rökræða það mál, sem hjer hefir verið gcrt að um- talsefni undanfarið, en það er afstaða flokkanna til landbún- aðarins. Tilraun þessi er allrar virðingar verð og skulu nu rök- in athuguð lítið eitt. Ritstjóri Tímans hefir altaf verið að reyna að hamra þeirri skoðun inn í bændur, að vextirn- ir, sem þeir eiga við að búa um Ján til húsabóta og jarðræktar- framkvæmda væru óhæfilega há- ir. En ástæðan til þess, að vext- irnir væri svona háir, væri sú, að sjávarútvegurinn hefði liðið svo mikinn halla á undanförn- um árum. Nú yrði bændurnir að gjalda þess, hve „spekúlantarn- ir“ og „svindlararnir“, sem hann svo kallar, hefði farið ó- hyggilega og illa að ráði sínu. Ritstjórinn segir: „En af hverju stafa háu vext- irnir? Þeir stafa fyrst og fremst af miljónatöpum kaupstaðabú- anna. Það þarf háa vexti,. sem einnig þurfa að haldast langa lengi, til þess að vinna upp töp, sem vafalaust eru nær tuttugu miljónum króna en tíu. Nálega ekki einn eyrir af þess- um miljónatöpum hefir tapast á landbúnaði. Kr það rjettlátt að landbúnað- urinn borgi okurvexti vegna þessara tapa?“ „Nei, það er ekki rjettlátt“ heldur ritstjórinn áfram. Og undir það munu allir taka með honum. Það er ékki rjettlátt, að landbúnaðurinn greiði „okur- vexti“ vegna tapa sem honum eru óviðkomandi. Þetta er viðurkent af öllum og þessvegna var stofnuð sjer- stök lánstofnun handa landbún- aðinum á þinginu 1925 með sam- eiginlegum tilstyrk íhaldsflokks- ins og Framsóknarflokksins. Lánsstofnun þessi, Ræktunar- sjóðurinn, er veðlánastofnun og' lánsfjárins aflað með verðbrjefa- sölu. Salan á þessum brjefum stendur ekki í neinu beinu sam- bandi við útlánsvexti bankanna. Vextirnir hljóta aftur á móti að miðast við innlánsvexti bank- anna. Verðbrjefavextir eru ávalt í samræmi við sparisjóðsvextina, þótt þeir scu ávalt nokkru hærri. Þegar menn leggja fje á vöxtu á sparisjóð geta menn fengið það útborgað hvenær sem er. Ef menn hinsvegar leggja sparifje sitt í verðbrjefakaup fá menn eklci höfuðstólinn greiddan fyr en brjefin eru dregin út. Vegna þessara annmarka leggja menn ekki fje í verðbrjefakaup nema vextir brjefanna sjeu eitthvað liærri en venjulegir innlánsvext- ir. Ef vextirnir eru jafnir, eða aðeins örlítið hærri eða brjefin ekki talin nægilega trygð, kem- ur það niður í afföllum á brjefa- sölunni. Þegar Ræktunarsjóðurinn var stofnaður var þetta tvent haft i huga, að vextirnir færu ekki ó- þarflega mikið fram úr spari- sjóðsvöxtum og að verðbrjefin væru svo trygð að ekki væri hætta á afföllum. Brjefavextirnir eru nú 5y2% en útlánsvextir stofnunarinnar 6%. í frumvarpi Búnaðarfjelags- nefndarinnar var gert rað fyrir 6% brjefavöxtum og hefðu þá litlánsvextirnir orðið Cty2%. Þetta frumvarp bar ritstjóri Tímans fram óbreytt. Sami mað- urinn, sem nú hefir mánuðum saman tönnlast á því, að vextir Ræktunarsjóðsins væru „okur- vextir“, Ræktunarsjóðurinn þar með „okurstofnun“ og starfs- menn hans „ökrarar . í síðasta blaði birtist mjög gliigg grein um vexti af fast- eignalánum og vaxtakjör sam- bærilegra danskra lánsstofnana. Var þar sýnt l'ram á, að Danir verða að greiða liærri raunveru- lega vexti af lánum þessum en vér, vegna affallanna sem á þeiin eru, þótt nafnvextir brjef- anna sjeu örlítið lægri en hjer. Skipulag fasteignalana í Dan- mörku er gamalt og þaulreynt og Danir eru meðal þeirra þjóða sem hagstæðasta kjara njóta til fasteignaveðlána sinna. Hef- ir þá heldur ekki heyrst, að fremstu stjórnmálamenn þeirra bendluðu fasteignalánsstofnanir sinar við „okur“. Varla er yið þvi að búast, að almenningur hjer á landi hafi gert sjer grein fyrir þessum eðl- ismun á verðbrjefavöxtum og almennum útlánsvöxtum bankanna til viðskiftalána. Menn eru óvanir verðbrjefa- lcaupum hjer á landi. En í þessu sambandi er vert að benda mönnum á það, að sparifje þeirra verður ekki varið á ann- an hátt tryggilegar en til kaupa á Ræktunarsjóðsbrjéfuin. En hvað verður /sagt um rit- stjóra Tímans, sem hefir riðið uni þvert og endilangt landið til þess að prédika þá kenningu, að vextir Ræktunarsjóðsins væru okurvextir og stöfuðu af töpum sjávarútvegsins? Dómurinn yfir honúin fyrir þetta athæfi verður ekki mildari við það, að hann er formaður Búnaðarfjelags ís- lands, og auk þess ekki óná- kominn „okurstofnuninni", sem hann er stöðugt að sverta. Hjer er aðeins um tvent að gera, visvitandi blekkingar, eða ófgrirgefanlega fávisku. II. í siðasta blaði Tímans gefur ritstjórinn fróðlegt yfirlit yfir bjargráð nágrannaþjóða vorra til viðréisnar landbúnaðinum. Er yfirlit þetta sjerstaklega fróð- legt þegar það er borið sainan við frumvarp J. ,1. um Bygginga- og Landnámssjóð. Allsstaðar annarsstaðar hafa lánin verið veitt beint úr ríkissjóði og tekn- anna þá auðvitað aflað með til- styrk allra gjaldþegna landsins. Hvergi er gert ráð fyrir vaxta- lausum lánum. Hjer var um það að ræða, að skattleggja annan atvinnuveginn stórlega fram úr því, sem er, til þess að veita hin- uin vaxtalaus lan og auk þess hlaut þessi tilhögun að leiða til hreins og beins eignarnáms. Hjer i blaðinu hefir oftlega verið sýnt fram á það, að sjáv- arútvegurinn ber þyngri skatt- byrðar en sambærilegir atvinnu- vegir annarstaðar. Birtist grein um þetta efni hjer í blaðinu nú að nýju. Það er viðurkent af ölluin að skattarnir á útgerð- inni sjeu nii svo háir, að elcki geti til mála komið að hækka þá fram úr þvi sem er. Útlitið er þannig, að alt skraf um slíka hællkun verður að teljast ein- bert óvitahjal. Ef bæta ætti á ríkissjóðinn miklum útgjöldum, yrði það að fást inn með auknum álögum í einhverri mynd. Allir tekjustofn- ar ríkissjóðsins hvíla beint og ó- beint á framleiðslunni, þ. e. a. s. sjávarútvegi og landbúnaði. Sjávarútvegurinn verður ekki skattlagður fram úr því sem er. Er landbúnaðurinn aflögufær? Engum sem til þekkir mundi detta í hug að lialda því fram í alvöru, að rjettmætt væri að skattleggja hann fremur en orð- ið er. Þegar um ríkisstyrk er að ræða til viðreisnar landbúnað- inum, er á tvent að líta. Annars- vegar geiu Ríkissjóðsins. Hins- vegar þörf landbúnaðarins. Ef ríkissjóðuririn getur styrkt og landbúnaðurinn þarf styrk, er sjálfsagt að styrkja hann. Geti ríkið ekki styrkt landbúnaðinn fram úr því sein orðið er og þurfi landbúnaðurinn ekki frek- ari styrk, væri um beint „metn- aðarmorð“ að ræða, ef betlifarir væru farnar fyrir landbúnaðinn. Nú er það svo, að ríkið styrk- ir landbúnaðinn, má þar meðal annars tilnefna styrkinn til Bún- aðarfjelags íslands, styrkinn til búnaðarf jelaga víðsvegar um land, framlag samkvæmt jarð- ræktarlögunum o. s. frv. Auk þess hefir verið veitt fje úr rík- issjóði til þess að ábyrgjast halla af nýjum tilraunum um sölu landbúnaðarafurða, fje til mark- aðsleita, að ógleymdu framlag- inu til kæliskipskaupa á síðasta þingi. Þessar fjárveitingar skulu ekki éftirtaldar. Þær eru í alla staði rjettinætar og sjálfsagðar. Og þær hafa aldrei verið hærri en i stjórnartið íhaldsflokksins. Á þetta er bent til þess, að mönn- um gleymist ekki, að ríkið hefir ekki látið landbúnaðinn afskift- an. Hjer eru ekki tök á að gera samanburð á því, sem hjer er lagt fram til styrktar landbún- aðinum og því, sem önnur ríki leggja af mörkum í því skyni. En# ef efnahagur og allar ástæður væru rannsakaðar til hlítar, er vafasamt, að vjer sjeum þar eft- irbátar annara. Þegar talað er um getu vora og getu annara, verður vjer á- valt að minnast þess, hve mikið er hjer ógert. í verklegum fram- kvæmdum öllum stöndum vjer öðrum þjóðum langt að baki. Samgöngurnar á landi eru hjer enn með miðaldasniði, vegir og símar ólagðir, vatnsföll óbrúuð. Alt þetta bíður úrlausnar og til þess þarf mikið fje. Ekkert út- lit er á því, að tekjur ríkisins geti aukist á næstunni, heldur þvert á móti. Aukin útgjöld rik- isins ,fram yfir það sem er, hljóta því að koma fram i stöðv- un þeirra framkvæmda, sem unnið er að nú, framkvæmda, sem engum dettur í hug að mégi bíða. Þegar hinsvegar er talað um þörf landbúnaðarins, má auk þess sem áður er bent á, sjer- staklega benda á álit alþingis á því efni á næstsíðasta þingi. Þeg- ar lögin um Ræktunarsjóðinn voru undirbúin var gengið að þvi með opnum augum, að um framtiðarskipulag væri að ræða. Því voru valdir til undirbúnings þess máls þeir menn sein víð- tækasta reynslu og þekkingu höfðu í þeim efnum. Tillögur þessara manna gengu fram og var jafnvel rýrnkað til um vaxta- kjörin frá því sem orðið liefði ef þeirra frumvarp hefði verið samþykt óbreytt. Hver sem lesið hefir greinargerð Búnaðarfje- lagsnefndarinnar hlýtur að gleðjast yfir því óbilandi trausti á framtíð landbúnaðarins og ör- uggu sigurvon, sem skín þar út úr hverju orði. Allur Framsókn- arflokkurinn greiddi þá og at- kvæði ineð þeirri tilhögun. Mönnum hefði þá þótt það ótrú- leg spá, að aðalmálsvari þess fl. mundi bendla lánsstofriun land- búnaðarins við okur nokkrum misserum siðar. Hefir verið sýnt fram á hve ómakleg þau ummæli cru, þar sein Ræktunarsjóðurinn veitir langhagstæðustu lánin, sem um er að ræða hjer á landi. Enginn veit hvar óskytja ör geigar, segir gamalt máltæki. Ritstjóri Tímans gætir þess ekki, að þegar hann ræðst á íhalds- flokkinn fyrir skilningsleysi sitt á högum landbúnaðarins, ræðst hann jafnframt á Búnaðar- fjelagsnefndina, þar sem þeir áttu sæti Halldór á Hvanneyri, Sigurður búnaðarmiijlastjóri og Thor Jensen. íhaldsflokkurinn má vel við una, að vera settur á bekk með þessum mönnum þegar um er að ræða skilning á þörfum landbúnaðarins. En hvað er um Framsóknarmennina? Þeim skal sagt það til maklegs lofs, að flestir 'áttu hjer óskilið mál á þinginu 1925. Sá er þetta ritar varð fyrir þeim heiðri, að vera framsögumaður landbún- aðnefndar neðri deildar í þessu máli, og getur um það borið, að aldrei heyrðist þá minst á „okurvexti" í sambandi við stofnunina. Grein ritstjórans í síðasta blaði Tímans verður ekki skil- in á annan veg en þann, að hann lofi fjárframlögum úr ríkissjóði til landbúnaðarins, fram yfir það, sem er, ef flokkur hans kemst i meiri hluta. Má vel vera, að honum takist að afla flokknum nokkurra atkvæða á slíkum loforðum. En eins og högum vorum er komið, verða slík loforð, að rjettu, aðeins tal- in vottur ljettúðar og ábyrgð- arleysis. Skattamál. Meðal bænda hefir það vakið slórkostlega undrun, að Fram- sóknarmenn skuli gera bandalag við Soeíalista. Bændum er það yfirleitt óskiljanlegt, að slikt samkomulag geti átt sér stað. Þeim er vorkun. Þeir hafa flestir aðeins kynst handbrögðum Jón- asar frá Hriflu. í dálkum „Tim- ans“ hafa þeir að stáðaldri les- ið að óbrúanlegt dýpi skilji Framsókn frá Sosíalistum, svo að þessir flokkar geti enga sain- leið átt. En foringjar Socíalista í Rvík þekkja Jónas betur. Þeir vita, að eins og holdið hverfur aftur til jarðar, líður að því, að Jónas hverfi heim til sinna pólitísku föðurhúsa, og með honum sinnu- litlar sálir úr herbúðum Fram- sóknar. Þeir muna enn ungling- inn sein sendur var út af Soci- alista örkinni til þess að telja bændur til fylgis við erlenda öfga- stefnu og hlakka til að bjóða hann velkominn ineð hópinn þegar fylling tímans er komin. Þessvegna eru þeir reiðubún- ir í hverskonar bandalag er styrki fylkingar Jónasar og kjósa með ánægju þann mann er þeir vita honum fylgispak- astan, og þess vegna var það, að þeir höfnuðu öllum uppástung- um Framsóknar um frambjóð- endur er þeiin þótti eigi nægi- lega spakir Jónasi, en tóku þeg- ar í stað Jóni frá Ystafelli tveiin höndum. Það er auðskilið mál, að ekki gefur þá stjórnmálaflokka að þá greini á um alt milli himins og jarðar. Það er þá einnig svo um Framsókn og Sosíalista, að á spoltum gela þeir átt sam- leið á stjórnmálabrautinni, en

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.