Vörður


Vörður - 25.09.1926, Blaðsíða 3

Vörður - 25.09.1926, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R blöðia vera Socialista, af þvi sjáið þi8 að Socialistarnir eru ekki hættulegir menn. En þetta er að eins einfeldn- Isleg tilraun til þess að leiða at- hygli frá aðalatriði málsins, og aðalatriðið er það, að bænda- ílokkurinn, sem svo kallar sig, er í bandalagi um kosninguna við Socialista og Kommunista. Auk þess er það algerlega ó- satt, að Ihaldsblöðin hafi nokkru sinni sagt, að bændur þeir, sem Tíminn nefnir í því sambandi, væru Socialistar. En það hefir oft verið sagt og verð- ur áreiðanlega oft sagt enn, að foringi Framsóknarflokksins, Jónas frá Hriflu, er Socialisti og það er hann og aðrir Tírna- socialistar í Reykjavík, sem ráða stefnu Framsókhar. Hverj- um dettur í hug að halda það, að þingbændur Tímaflokksins hafi verið kvaddir ráða um hvort samband skyldi gert við umrótsmenn þjóðfjelagsins eða ekki? Engum dettur það í hug. Slíkt er afgert af fámennri klíku í Reykjavík, eftir að um það hefir verið ráðgast við Jón- as frá Hriflu, sitjandi í Parísar- borg með fjölskyldu sinni fyrir Sambandslaun. Það skiftir því engu máli, þótt tilteknir bændur í Fram- sóknarflokknum sjeu ekki So- cialistar, því að þeir ráða engu og verða að sætta sig við gerðir foringjanna eða segja sig úr flokknum, og er ekki ólíklegt að ýmsir þeirra geri það, er augu þeirra opnast fyrir því hvað fram hefir farið, og til hvers er starfað. 1 Verði hefir áður verið bent á hvers konar flokkur það er, sem Tímamenn hafa gert sam- band við. Það eru menn sem vilja umturna núverandi þjóð- skipulagi og innleiða ríkis- rekstur á allri atvinnu. Bændur eiga samkvæmt þessu að af- henda ríkinu jarðir sínar, ekki vitað væru þessi slys alveg jðfn i rjettu hlutfalli við mannfjölda i hverjum flokki". Að sjálfsögðu væri fjarstæða að taka ekki tillit til þess, hve margir menn hefðu stundaðveið- ar i hverjum flokki, enda var það auðvitað gert í skýrslum þeim, sem bygt var á í þessu efni. En það væri líka jafnmikil fjarstæða, að taka ekkert tillit til þess, hve langan tíma veiðar væru stundaðar. Ef mótorbát- arnir í dæminu hjer á undan hefðu að eins stundað veiðar í 1 mánuð, en togararnir í 10 mán- uði, þá breytir það alveg út- komunni. Þá er áhættan ekki lengur jöfn, heldur er hún tí- föld á mótorbátunum i saman- burði við togarana. Og þetta var auðvitað líka tekið með í reikninginn í skýrslum þeim, sem iðgjaldaflokkunin var oygð á, því að 'taldar voru tryggingarvikur í hverjum flokki. En tryggingarvika er eins manns trygging i eina viku. Hvort sem 1 maður var trygður í . 10 vikur eða 10 menn í 1 viku, var það hvort- tveggja 10 tryggingarvikur. Saman við tölur tryggingar- vikna í hverjum flokki síðast- liðin 7 ár (1919—'25) var bor- inn kostnaðurinn við trygg- gegn andurgjaldi, heldur gefins, þvi að einstaklingar mega ekki eiga neitt, ríkið á að eiga alt. En getur þetta samrýmst stefnu Framsóknar? Hingað til hafa margir álitið, að svo væri ekki, en nú, þegar pólitiskt samband er komið á milli þess- ara tveggja flokka, er ekki nema eðlilegt, að betur sje að því gáð, hvort ekki sje merki til þess að Framsóknin sje að færast nær Socialistunum en verið hefir. Flokksblöðin ættu að geta gefið þar einhverjar upplýsingar, og vill svo vel til, að ekki þarf lengi að leita. Á Akureyri er gefið út blað eitt er styður Tímamenn. Venju- lega er það nefnt Tímakálfur, en heitir að rjettu lagi Dagur. Samband ísl. Samvinnufjelaga kostar það að nokkru leyti, og því er ætlað að miðla Norð- lendingum andlegri fæðu. í þessu blaði stendur (sjá 38. tbl. þ. á.) þessi klausa: „Samvinnumönnum og Jafnaðarmönnum ber að vísu á milli margt. En ágrein- ingur þeirra er að mestu ris- inn af togstreytu um stund- arhagsmuni og úrslit dægur- mála. Þegar horft er fram og litið með víðsýni yfir málin og þjóðmálastefnurnar, sjest að þá greinir ekki á um markmið". Þegar Dagur talar um sam- vinnumenn þá hlýtur hann að eiga við samvinnumenn Fram- sóknarflokksins, því að hann hefir ekkert umboð til þess að tala fyrir hönd samvinnumanna íhaldsflokksins. Hvort hann hef- ir umboð til þess að tala fyrir munn samvinnumanna Jafnað- armannaflokksins skal ósagt látið, en þykir líklegt. En þetta er ekki það, sem máli skiftir i hinni tilfærðu klausu. Það sem niáli skiftir eru sjerstaklega niðurlagsorðin, um að Fram- sóknarmenn og Socialista inguna (dánar- og örorkubæt- ur*) í sama flokki þessi ár að viðbættum rekstrarkostnaði og áætluðum sjúkrakostnaði, sem reynslu vantaði um og því var talin með sömu hundraðstölu i öllum flokkum. Breytingin á iðgjöldunum var þó ekki gerð nærri eins mikil eins og tölur þessar bentu til, að rjett væri. Ef farið hefði verið fyllilega eft- ir þeim, hefði iðgjald mótorbáta orðið um 140 au. um vikuna, seglskipa um 85 aura og gufu- skipa og róðrarbáta um 65 aura. En bæði þótti þessi árafjöldi helst til lítill til að byggja al- veg á honum og svo var hugs- anlegt, að skiftingin á sjúkra- kostnaðinum milli flokkanna mundi verða önnur heldur en skifting dánar- og örorkubóta, ef til vill alveg öfug. Fyrir því var svo' ákveðið að láta ekki reynsluna undanfarin ár ráða alveg nú, heldur hafa hana til hliðsjónar við iðgjaldaflokkun- ina. Miðað eingöngu við reynslu fyrri ára, þá eru mótorbátarnir enn styrktir að nokkru með ið- gjöldum hinna flokkanna. En iðgjaldaflokkunin á að endur- *) Þ. e. bæturnar eins og þær hefðu verið, ef þær hefðu verið eins háar 3 fyrstu árin eins og 4 siðari árin. „greini ekki á um markmið". Þeir eru sammála um hið end- anlega mark. En hvert er þá „markmið" Socialistanna? Það er ekkert efamál. Það er hin svonefnda þjóðnýting atvinnu- veganna, sem áður er vikið að, og að þvi er bændur snertir þýðir að taka af þeim jafðir þeirra. Þetta er meginatriði, þungamiðja og markmið Socia- listanna. Og Dagur segir skýrt og greinilega að hið sama sje markmið Framsóknarinnar. Þegar Dagur talar um„ tog- streytu um stundarhagsmuni" á hann líklega við kaupgjalds- málið, þar sem bændur og So- cialistar hljóta jafnan að vera á öndverðum meiði. Og rjett er það orðað, þegar tillit er tekið til „markmiðsins", að ágrein- ingur um kaupgjald eru stund- arhagsmunir, því að þegar „markmiðinu" er náð verða allir verkamenn ríkisins, og pá er ekki hætt við, að allir verði ekki sammála um nógu háar kaupkröfur. Hitt er meira vafa- mál hvernig veslings rikið á að uppfylla allar þær kröfur. Það verður ekki annað sagt, en að þessi yfirlýsing Dags sjeu talsverð tíðindi, ekki síst þegar þau koma um það bil sem kosningabandalagið er stofnað. Með þessu er því alveg skýrt lýst yfir^ af hálfu flokksblaðs Framsóknarinnar, að kosninga- bandalagið eigi sjer rætur svo djúpar, að ekkert sýnist lengur vera þvi til fyrirstöðu, að Fram- sóknin verði strykuð út og á hana línit vörumerki Socialist- anna. Það er talið Vörufals að hafa mismunandi merki á samskonar vöru, og þá hlýtur það að vera flokkafals að halda uppi mismunandi nöfnum, þeg- ar „markmiðið" er hið sama. Næsta spurningin verður hvernig tíðindum þessum verð- ur tekið, er þau berast út um landið og bændur þeir, sem skoðast við og við, og ef það skyldi koma í ljós, að slysfarir á mótorbátum minkuðu mikið í nánustu framtíð, þá mundi einnig iðgjaldið verða lækkað niður í það, sem nægilegt væri til þess að standa straum af slysabótunum. Greinarhöf. kvartar yfir því, að undanþága frá tryggingar- skyldu skuli veitt vjelbátum og róðrarbátum, sem ekki stunda fiskiveiðar 1 mánuð í senn, og ennfremur, að ýms hættuleg störf á landi, svo sem bjargsig og fjárhirðing á vetrum sjeu eigi tryggingarskyld. Þetta get jeg fyllilega fallist á, en áður voru bátar undanþegnir tryggingar- skyldu, ef þeir stunduðu eigi fiskiveiðar heila vertíð, svo að heldur hefur þó þokast i rjetta átt, og sjálfsagt má vænta þess, að tryggingarskylda verði smám saman færð út til fleiri og fleiri atvinnugreina og starfa, En vonandi verður haldið áfram á þeirri sömu braut, sem hafin hefur verið, að efla og auka at- vinnuslysatryggingua, en eigi horfið að því ráði, að hræra saman allskonar óskildum slys- um í eitt og þurka þar með burtu slysaábyrgð hinna einstöku at- vinnugreina. Framsóknarflokkinn fylla, sjá að þeir eru í raun rjettri i alt öðrum flökki en þeir hafa hing- að til álitið. Nú sjá þeir hvert stefnir og nú verða þeir að velja um hvort þeir vilja heldur fylgja Ihaldsflokknum eða Sócialistum. Við landskjörið í haust eiga þeir að velja um og þeir munu gera það. Til skýringar er rjett að geta þess, að síðan umrædd grein kom út í Degi hafa nokkur blöð af Tímanum komið út. án þess að nokkrar athugasemdir hafi þar verið við þetta gerðar og verður því að líta svo á, að hann sje Degi gersamlega sammála. Er þá stefnan skýr og ljós og bændaumhyggja „hest" klerks- ins gengur í þá átt að gera þá að daglaunamönnum ríkisins. Ego. Ofgarnar mæíasí. I einingu andans og bandi friðarins ganga þeir nú að kjör- borðinu Alþýðu- og Tímaflokk- urinn. Allar væringar eru gleymdar, öll ágreiningsatriði grafin, griman er tekin af í bili. Allir vita það, að mikið af þeim ágreiningi, sem flokksforingj- arnir hafa talið vera með flokk- unum hafa verið látalæti. Fram- sókn veit, að bændum er illa við jafnaðarmannanafnið, að maður ekki nefni sameignar- menn. En nú héfir náðarfaðm- ur forystumanna Framsóknar opnast, ekki að eins fyrir hæg- fara jafnaðarmönnum eins og Jóni Bald. og Héðni, heldur um- lykur hann nú, að því er vitað verður Ólaf Friðriksson og fylgifiska hans, sem eru yfir- lýstir byltingamenn. Þessir sið- astnefndu hafa nýlega lýst þvi yfir, að þeir hafi ekki meira en svo trú á þingræðinu til um- bóta á þjóðfélagsmálunum, það geti því vel komið til að nota þurfi „handaflið". En þó kunnugt sje að í^ram- sókn hafi í ýmsum málum, er talin hafa verið ágreiningsefni, ekki verið eins leitt og hún hef- ir látið, þá er eitt mál, sem allir hafa haft fylstu ástæðu til að halda að flokknum hafi verið full alvara með. Þetta mál er gengismálið. Á síðasta þingi áttust þeir við í því máli Tr. Þórhallsson og Jón Baldvinsson. Tr. Þórhalls- son gekk þar fram fyrir skjöldu af hálfu framleiðendanna — bæði til lands og sjávar. Fór hann mörgum orðum og þung- um um erfiðleika þá sem fram- undan væru, ef krónan ætti *að hækka upp í upprunalegt gengi sitt. Jón Baldvinsson stóð á móti og varði hagsmuni verka- manna. Ollum kom saman um að gengismálið væri eitthvert mesta vandamálið sejn fyr- ir þinginu lá. Enginn lagði meiri áherslti á mikilvægi þess máls en Tr. Þórhallss.. I grein- argerð fyrir stýfingarfrv. hans segir hann meðal annars, að þeir sem sjeu sömu skoðunar og hann um þýðingu landbún- aðarins fyrir framtíð þjóðar- innar, „þeir muni líta svo á, að áframhaldandi gengishækkun, sje bein banaráð við framtíS þjóðarinnar i heild sinni." Þessi ummæli hefir Tr. Þ. margundirstrykað bæði í blaði sínu, á Alþingi, og á fjölmörg- um fundum út um landið. Hana hefir talið gengismálið „lang- stærsta og þýðingarmesta mál- ið" sem nú sje á dagskrá með þjóðinni, og hann hefir jafnvel haft þau orð um það, að þetta væri þýðingarmesta^ málið sem kornið hefði fyrir á þessari öld. Tr. Þ. hefir í þessu máli tal- að af hendi framleiðendanna. Hann hefir rjettilega ^fundið hvar skórinn krepti að við hækkunina. Jón Baldvinsson hefir aftur á móti rjettilega haldið fram málstað verka- manna. Ekkert mál, sem fyrir Alþingi hefir legið til úrlausnar fyr og síðar, hefir verið betur fallið til að sýna árekstur hagsmuna framleiðenda og verkamanna. Tr. Þ. hefir ábyggilega rjett fyr- ir sjer í því, að atvinnuvegun- um mundi reynast erfið gangan upp í gullgengið. Hitt er annað mál, að bjarstsýmr menn í hópi framleiðenda vildu stefna að þessu endanlega marki. Tr Þ. heimtaði stýfingu með einhliða hagsmuni framleiðenda fyrir augum. Jón Baldvinsson heimtaði hækkun með einhliða hagsmuni verkamanna fyrir augum. Báðir voru sammála um, að þetta væri þýðingarmesta málið sem fyrir þinginu lægi. Báðir börðust af alefli fyrir sínum málstað. Tr. Þ. og Jón Baldvins- son voru höfandstæðingar á Al- þingi í þvi máli, sem Tr. Þ. taldi varða flokk hvors um sig meiru en nokkuð annað mál sem úr- lausnar biði með þjóðinni. Mál þetta fjekk ekki þá úr- lausn, sem Tr. Þ. kaus og hann hefir ekki farið dult með það, að það mundi tekið upp að nýju á næsta þingi. En hvað skeður? Þessir menn, þessir höfuðand- stæðingar í ,stærsta' málinu taka höndum saman um frambjóð- anda til Alþingis. Og þeir lýsa því yfir, að hann muni sjá hags- munum beggja borgið! Tr. Þ. hefir haldið því fram, að „stærsta málið" biði úrlausn- ar næsta þings. Hvernig á fram- bjóðandinn að greiða atkvæði í þvi til þess að sjá hagsmunum beggja borgið? Hefir Framsóknarflokkurinn fallið frá stýfingunni? Eða hafa Jafnaðarmenn fallið frá hækk- uninni? Er hækkunin ekki „bein banaráð við framtíð þjóðarinn- ar í heild sinni"? Er stýfingin ekki „bein banaráð" við hags- muni verkamanna? Ætlar Tr. Þ. að hætta að berjast fyrir „lang- stærsta og þýðingarmesta mál- inu'"? Ætlar Jón Baldvinsson að hætta að verja hagsmuni verka- manna í því máli? Eða—á fram- bjóðandinn ekki að sjá hags- munum beggja borgið? Og ef svo er, hvor „helmingurinn' á þá að ráða? Eru flokkarnir máske alveg vonlausir um að koma manni að, svo að ekki komi til þess að frambjóðandinn lendi milli þess- ara tveggja elda?

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.