Vörður


Vörður - 25.09.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 25.09.1926, Blaðsíða 4
4 V Ö R Ð U R Klæðaverksmiðfan „Gefjun“ Akureyri. Það tilkynnist heiðruðum aimenningi í Reykjavík og Hafnafirði, að vjer höfum í dag sett á fót útsölu í Reykjavík á öllum framleiðsluvörum vorum, og verð- ur hún rekin af hr. kaupmanni SIG. SIGURZ (fyrst um sinn í Ingólfsstræti 23, áður verslunin Björg). Þar verður ávalt til, sölu, með verksmiðjuverði voru, allskonar fataefni handa körlum, konum og börn- um, frakkaefni, kápuefni, nærfatadúkar, hvítir og „nor- mal“-litir, dúkar í dyratjöld og húsgagnafóður, rúm- teppi, spítalateppi, dívanteppi o. fl. Togaradúkar. Alls- konar band, o. s. frv. Vjer væntum þess, að heiðraður almenningur láti oss verða aðnjótandi viðskifta sinna á þessum vörum, að svo miklu leyti, sem kostur er á. Enda eru dúk- ar vorir þjóðkunnir, smekklegir, haldgóðir og ódýrir. Styðjið ísl. iðnað, með því eflið þjer íslenskt sjálfstæði. pr. Klæðaverksmiðjan Gefjun. Verksmiðjufjelagið á Akureyri. JÓNAS ÞÓR. Eins og að undanförnu hefir verið ákveðið að halda hjer í Reykjavík námskeið í prjónavjelakenslu Byrjar það 20. nóvember. Kenslukona frú Vaígerður Gísladóttir frá Mosfelli. Einnig verður námskeið haldið að Vík í Mýrdal, sem byrjar 1. október. Kenslugjald kr. 50.00 fyrir þær konur er eiga vjel- ar frá mjer, eða hugsa sjer að kaupa þær. Hver nemandi fær 120 tíma kenslu. Leggur til verkefnið og á vinnu sína sjálfur. Hinar velþektu og viðurkendu ágætis „Claes“- prjónavjellar nú fyrirliggjandi i þremur stærðum. Sjer- lega vel lagaðar fyrir íslenskt band. Verð og gæði þola allan samanburð. Nánari upplýsingar um námskeiðið og prjónavjel- arnar fást í verslun undirritaðs. HawMmjfl/mabwi Gjalddagi „Varöar“ var 1. júlí og eru umboðsmenn blaðsins vinsamlega beðnir að minnast þess, og gera skil við fyrstu hentug- leika, einkum þeir, sem eigi hafa enn gert skil fyrir eldri árgöngum blaðsins. — Sömuleiðis eru einstakir kaupend- ur, sem eigi vita af neinum umboðsmanni í nánd við sig, vinsamlega beðnir að gera oss skil hið fyrsta, sjerstak- lega þeir, sem eiga ógreidda marga árganga. Nokkrir menn, sem hafa verið beðnir að annast inn- heimtu á andvirði blaðsins í sinni sveit, hafa enn eigi svarað brjefum vorum er þar að lúta, og er þess vænst, að þeir geri það hið allra fyrsta. Öllum fyrirspurnum, sem lúta að greiðslu eldri ár- ganga blaðsins er svarað viðstöðulaust. Sömuleiðis er bætt úr vanskilum og er æskilegt að menn tilkynni þau;; einkum ef mikil brögð eru að. AFGREIÐSLAN. J3e5tu sherry o£ port- víp eru frá firmariu GOSZÁLEZ BYÁSS & Co. Jerez & Oportö. Biðiið ætíð um þau. Ihaldið í Þinseyjarsýslu og Laugaskólinn. Jónas Jónsson kemst svo að , orði m. a. í Eimreiðargrein sinni „Framsóknarstefnan": „Alþýðuskólar eiga ekki uppá pallborið hjá Ihaldsmönnum. . . . Þegar Suður-Þingeyingar söfnuðu fje í hjeraðsskóla sinn, beittust íhaldsmenn í sýslunni eindregið gegn málinu". Beinast horfir við að skilja þessi ummæli svo, að íhalds- menn hafi amast við samskot- um til þessarar stofnunar, eða öllu heldur staðið gegn þeim með oddi og egg. En ekkert þess háttar átti sjer stað. Látum nú það vera, að íhaldsflokkurinn var ófæddur, þegar Arnór Sigur- jónsson hóf forgöngu þessa máls. J. J kann að klóra sig út úr því með þeim vörnum, að menn með íhaldsinnræti hafi verið þá til i sýslunni og kann það að vera nærri sanni. — Arnór og ' Þórólfur báru þetta mál fram í sýslunefnd S.-Þingeyinga á góðu árunum, þ. e. a. s. áður en hagur sýslusjóðs og almenn- ings hallaðist, almennings vegna dýrtíðar og verðfalls vorrar vöru, og sýslusjóðs fyrir þann þunga m. a., sem á hann lagðist frá hálfu berklavarna. íhalds- menn í nefnáinni, sem vildu hafa fjárhag sýslusjóðs á þurru landi, greiddu samt atkvæði með fjárframlagi úr sýslusjóði til skólans, þegar þar að kæmi, að málið kæmist á rekspöl. Það skilyrði setti nefndin, að undir- búningur skólans færi fram með vitorði oddvita. Þetta skilyrði hálsaði Arnór fram af sjer, og þó greiddi nefndin atkvæði að lokum með fjárframlagi til skól- ans og var þá gerbreyttur efna- hagur sýslusjóðs. Sá fundur sýslunefndar, sem þetta sam- þykti, var haldinn að vorlagi í þeim kröggum sýslunnar, að fellir vofði yfir henni. Og á því vori — í hittið fyrra — dóu i sýslunni, suðursýslunni, hart- nær 10000 lömb. Á þessari voða vortíð var gleðilaust að sam- þykkja stóra fjárveitingu til fyrirtækis, sem að vísu var alls ekki lífsnauðsyn og gat vel beð- ið þess tíma, er betur kynni að blása. Saint greiddu Ihaldsmenn í nefndinni atkvæði með fjár- veitingu, en auðvitað ekki orða- laust. Sandsbóndi taldi sig bund- inn við að vera inálinu hlynt- ur, af því að hann hafði áður greitt vilyrðisatkvæði um það. Reyndar vantaði á þenna sýslu- fund þrjá nefndarmenn. Einn þeirra var íhaldsmaður og tveir Framsóknarmenn. Þeir munu hafa verið allir móthverfir skól- anum, eins og sakir stóðu. Tveir greiddu ekki atkvæði, sem við voru, og var annar þeirra harð- skeyttur Framsóknarmaður, hinn gæfur. Mótblásturinn í sýslunefndinni var hlutfallslega ekki minni frá Framsóknar- liðum. í Húsavík var andblást- ur gegn skólanum. Þorpsbúar vildu ekki að hann yrði settur á laggirnar fram til dala. Eng- in pólitík var þess valdandi, heldur sveitadráttur eða þess- háttar. Samskot til þessa skóla komu mest, tiltölulega, frá ung- mennafjelögum. Og svo var leit- að styrks hjá sveitastjórnum. — Á þingmálafundi var skorað á alþingi að leggja fje til skóla- stofnunar þessarar og jafnframt skorað á þingið að fara spar- lega með fje! Slíkur tví-skinn- ungur fjell sumum illa, sem á- byrgðartilfinningu eru gæddir. Og hana hafa íhaldsmenn meiri og betri en liðsmenn hinna. — íhaldsmenn í Þingeyjarsýslu hömluðu móti alþýðuskólamál- inu sökuin þess, að þeir töldu það ekki lífsnauðsynjamál. Og þeim fanst það geta beðið betri tíma, á því líkan hátt, sem framkvæmdir á heimilum: húsabætur og jarða eru látnar bíða eftir sæmilegum tækifær- um ineðal þeirra manna, sem kunna fótuin sínum forráð. Þeir vildu og vera lausir við þá höttóttu pólitík, sem heimtar af landinu og fjárhirslu þess sparnað gagnvart öðrum en fjárveislur hancla sjer. Enn er þess að geta, að í- haldsmenn bjuggust við, að í framtíðinni kynni skóli þessi að verða sýslusjóðnum til vand- ræða og ekki einu sinni víst, hvers handbendi mundi verða. Skynsömum mönnum var ljóst, að kálið var ekki sopið, þótt i ausuna kæmist. íhaldsmenn í Þingeyjarsýslu grunaði enn fremur, að Framsókn skepnan bæri fyrir brjósti skólastofnun þessa og þvílíkar stofnanir, í þeim vænduin að ala þar upp skósveina og liðsþjálfa handa sjer. Hún hugsar um fleira en mentun unglinga. Hún er einn- ig bragðatóa og full innanrifja af lævísi. — Jeg fullyrði, að Ihaldsmenn hjer i sýslu og í öðrum áttum unni mentun eigi síður en Framsóknarmenn. Og mann- gildi metum vjer eigi minna en þeir. íhaldsmenn eru yfirleitt ineiri andlegir höfðingjar og þess vegna skoðuðu þeir þetta alþýðuskólamál á víðtækari grundvelli en hinir. Þeir vildu að eitthvert kerfi væri fyrir stafni í mentamálunum, áður en þessu máli væri til lykta ráðið. — Geta vil jeg þess, að í odda skarst út af skólasetrinu milli síra Helga að Grenjaðarstað oig forgöngumanna alþýðuskólans. Síra Helgi hafði lofað setrinu með skilyrði, sem honum þótti brolið. Sá ágreiningur mun hafa verið að mestu leyti til- finningamál, en ekki pólitískr- ar ættar. Síra Helgi er íhalds- maður og hann varð að vísu þrándur i götu skólans á þann hátt, að húsið handa skólanum var ekki bygt að Grenjaðarstað. En skólastofnun þessari var hann hlyntur í upphafi. Önnur atriði í Eimreiðargrein J. J munu vera við líka grá- bröndótt sem þessi, en þau læt jeg óumrædd. G. Fr. Klæðaverksmiðjan Gefjun á Akureyri hefir sett á fót út- sölu í Reykjavík, og veitir henni forstöðu Sig. Sigurz kaupmaður. Útsalan verður fyrst um sinn í Ingólfsstræti 23. Gefjunardúkar eru mjög áferðarfallegir og hald- góðir og eru yfir 150 tegundir framleiddar. Enn fremur fram- leiðir verksmiðjan fjölbreytt úr- val af bandi og teppum. — Ull er tekin upp í viðskiftin og eru það mikil þægindi fyrir bænd- ur. Framboð í Rangárvallasýslu. Af hálfu Framsóknar verður þar í kjöri sjera Jakob Lárus- son í Holti. Framboð í Reykjavík. Af hálfu íhaldsmanna verða í kjöri: Jón Ólaf sson, framkvæmdar- stjóri og Þórður Sveinsson, geð- veikralæknir. Af hálfu Jafnaðannanna: IJjcðinn Valdimarsson, fram- kvæmdarstjóri og Sigurjón Ól- afsson, afgreiðslumaður. Kæliskip til kjötflutninga hefir S. 1. S. leigt í Englandi. Á það að flytja kjöt frá Akur- eyrir og Ilvammstanga til Eng- lands. Tekur fyrsta farm nyrðra í októbermánuði. AFGREIÐSLA VARÐAR verður flutt 1. október á Hverfisgötu 21 (hús forsætisráðherra Jóns sál. Magnússonar). Inng. um norðausturdyr. 10. TÖLUBLAÐ VARÐAR 1926 óskast endursent Af- greiðslunni, ef einhverjir hafa það umfram þarfir. Sömuleiðis óskast 4. tbl. af I. árg. Ivæmi sjer mjög vel að fá þessi blöð. BYSSUR og RIFFLAR og alskonar SKOTFÆRI seljuin við nteð vel sam- keppnisfæru verði í heild- og símásölu. Ivynnið yður verð og vörur sem fyrst. Sportvöruhús Reykjavíkur (Einar Björnsson) Sínm.: Sportvöruhús, Reykjavík,„ Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.