Vörður - 02.10.1926, Blaðsíða 1
Ritstióri og ábyrgð-
srmaður
Kristján Albertson
Túngötu 18.
Hfe______:_______ð!
Afgreiðslur og inn-
heimtumaður
Ásgeir Magnússoti
kennari,
Ife—_..-—á!
Ucgeíandi : BHOstjórn IhaldsaokLrsiiia.
IV. ár.
lífyRfavífet S. okt. l»2ö.
41. blað.
jón Magnússon f orsætisráðherra
Dáinn á Jónsmessu 1926.
Höfuðbiskup Hólastaðar
lielgar tíðir söng í vor. -
Messu Jóns frá vík og vogi
vordís flutti hnjúk og skor.
tJti fyrir Iandi í logni
Ijósar nætur héldu vörð,
meðan knerir konungshjóna
köfuðu rjómalygnan fjörð.
Dröfnin þá í dúnalogni
dúði undir konungsskeið.
Drotning stóð á þiljum þögul,
þernu guðs á norðurleið
sá og dáði, er sækonungi
silki sneið og geislalín.
Frá sér numin frú úr Hleiðru
féll í stafi aí þeirri sýn.
Hleiðru gylfa sigursúlur
sóttu flug um Látraröst,
horfðu norður, herjum glaðar,
hver og ein var stefnuföst.
Öðling veittist óskaleiði;
enginn garri i lúður blés;
óðu ljómann alt frá Horni,
aiistur fyrir Langanes.
Féll um sillur fuglabjarga
fagurofinn rauður, blár
vefur guðs er vordís hefir
viðrað glöð í þúsund ár.
Líf og gleði í f jaðrafok'
fyrir bar um dýrðarnátt,
undir mildings ægishjálmi,
augu snör, sem litu hátt.
Fyrirmaður Fróns hinn efsti
fylki veitti, á skip er sté,
brautargengi, en byrjarleiði
báruvættir létu í té.
Ægisdætur léku í logni
listir margar, tóku bað,
mjúkum haddi og menjum skreyttar
miðnótt bjartri hændar að.
o o o
Höfðingi sem friðar-Fróða
fylgdi þetta bjarmaskeið
var frá sinni verlíð numinn
vonum fyrri, — öxin reið
meiðs að rót á miðjum aftni.
Mörgum gerði í brjósti heitt.
Messu Jóns í skúr og skruggu
skapanornin svo fékk breytt.
Þessum farna þjóðhöfðingja
það er ekki mælt í vil
að hann hlaut að vera á verði
viðsjálft háska timabil.
Örlagaþræði í snurður snéru
snerru-skottur norðurheims;
gamla Fróns og álfu allrar
eyddu gæðum hjarta og seims.
tílfar sóttu að yfirmanni
„ilbleikir með strengdan kvið".
Fyrirliðum þeirra þytur
þeygi býður setugrið.
Að því skapi, er ábyrgð þyngdi
yfirmanna 'ins dreifða liðs:
hárbragð varga óðum ýfðist
undir múrum borgarhliðs.
Eftir greinum höfðingsháttar
honum ant um lögberg var;
grandvar jafnan gekk til dóma,
greiddi úr vandamálum þar.
Hrökk við lítt, þó högg af beinum
hlyti af þeim, sem rufu grið.
Altaf stóð með hjörfi hreinum,
hann fékk hvergi á sig ryð.
Ríkti Jón með heiðum hjálmi,
hvíta skjöldinn mat hann æ — ,
merki friðar, menn sem kasta
mikillátir oft á glæ.
Aldrei mælti æðru á hólmi,
orðum beitti síst til hnjóðs;
aldrei vildi að úthelt væri
einmn dropa hjartablóðs.
Tíginn dreng er gott að gráta,
göfgan mann og vitran þegn;
höfðihgja sem hóf' og máta
hampaði syrju og rosta gegn — ,
konungmann, er sólarsinnis
sótti fram og þannig hvarf;
móður sina mundi jafnan,
mikils virti föðurarf.
Fjalls og hlíðar flosi ofin
fagur-röggvuð blasir við
hekla, þar sem höfuðsmaður
hlaut 'in skjótu loka-grið.
Hulinsskeyti hjartarætur
hitti þess, er smáði raup.
Gyðjur buðu góðar nætur
göfugmenni. En þjóðin draup.
Guðmundur Friðjónsson.
Skaftamálin.
Þegar „Tíminn" tíundar „höf-
uösyndir" íhaldsflokksins, verð-
nr blaðinu að jafnaði tíðrætt
um „harðsmina stefnu íhaldsins
í skattamálum'". Beri það við
að blaðið reyni að færa orðum
sínum stað, eru rökin altaf þau
sömu, að íhaldsflokkurinn haldi
hlífiskildi yfir ríkustu mönnun-
um, en íþyngi fátækum bændum
með þungum álögum. Þessu til
sönnunar nefnir blaðið frum-
varp það, er stjórnin flutti á
þinginu 1925, um ívilnun til
handa hlutafjelögum á tekju-
skatti.
Að vísu hefir „Tíminn" og
einkum þó Jónas frá Hriflu, ver-
ið staðinn að margföldum vís-
vitandi ósannindum i þessu
rnáli., Sumum kann þvi að> virð-
ast óþarft að ræða það frekar,
'en þar eð „Tíminn" enn sýnir
það blygðunarleysi, að halda
skömm sinni á lofti, með ítrek-
uðum ósönnum marghröktum
fullyrðingum, er rjett enn á ný
að sýna nekt andstæðingannli*.
I.
Al nýmælum þeim, er fólust
í nefndu stjórnarfrumvarpi, hef-
ir stjórnin ekki þótt ámælisverð
fyrir annað en það, að hún lagði
til, að innlendum hlutafjelög-
um með innborgað stofnfje,
skyldi reiknaður tekjuskatur eft-
ir meðaltali tekna viðkomandi
fjelags 3 næstu árin fyrir álagn-
ingarárið, i stað þess, að áður
hafði skatturinn að eins miðast
við afkomu hvers einstaks árs
fyrir sig. Þetta er hin svonefnda
þriggja ára meðaltalsregla, og
átti hún að vera tilraun til jafn-
aðar á því, hve afkoma íslenskra
atvinnurekenda er misjöfn frá
ári til árs.
Hvort nokkur ástæða hefir
verið til þessarar lagabreyting-
ar, fer að sjálfsögðu mjög eftir
því tvennu:
A. Hver kjör hlutaðeigandi að-
ili átti við að búa um skatt-
gjald.
B. Hver áhrif breytingin hafði
á hagi hans.
Hjer á landi gilda þrjár regl-
ur um skattstiga hlutafjelaga:
a. Samvinnufjelögin, er greiða
6% af árlegum arði.
b. Fjelög án innborgaðs stofn-
fjár og erlend hlutafjelög, er
greiða sama skatt og einstak-
lingar. Er skattstigi sá mikið
hærri en samvinnufjelaga, en
talsvert lægri en
c. Innlendra hlutafjelaga með
innborguðu stofnfje, en þeim
til handa var ívilnunaruppá-
stunga stjórnarinnar.
Svo að mönuum verði þessi
munur sem Ijósastur, skal til-
fært hjer dæmi, er áður hefir
verið nefnt í „Verði":
Ef um 20 þús. árlegar tekjur
er að ræða, greiðir:
a. Samvinnufjelag í
skatt........ 1200 kr.
b. Fjelag án innborg-
aðs hlutaf jár og
erlend fjelög ----- 1920 —
c. Innl. fjelag með
innb. 100 þús. kr.
stofnf je...... 2350 —
d. Innl . fjelag með
innb. stofnfé 10
þús. kr....... 5445 —.
Af þessu er það bert, að inn-
Iendu hlutafjelögin með inn-
borgað stofnfje eru lang þyngst
sköttuð, en allsstaðar annars-
staðar er skattskali einstaklinga
hærri en slikra fjelaga. Bendir
það til þess, að oss hafi skot-
ist i þeim efnum, enda er það
svo.
Til þess að varpa gleggra ljósi
yfir skattþyngsli þessara fjelaga,
skal gera nokkurn samanburð á
skatti þeirra og hlutafjelaga er-
lendis.
Er þá fyrst frá því að segja,
að skattskali sá, er með oss
gildir, er yfirleitt 50% hærri en
hjá flestum nágrannaþjóðunum,
en auk þess eru þessi fjelög
hjer í hæsta skattskala, en ann-
arsstaðar ekki. Það má því á-
ætla, að skattskali þeirra sje
75% hærri en hlutafjelaga er-
lendis. Virðist það ærið nóg til
að sanna, að hjer eigi þau við
þung kjör að búa, en verður þó
berara, þegar öll aðstaða er at-
huguð.
Það er kunnugra en frá þurfi
að segja, að atvinnurekstur fs-
lendinga er með afbrigðum stop-
ull, og er afkoman mjög misjöfn
frá ári til árs. Allverulegur
hagnaður og stórtap skiftast á.
Allvíðast annarsstaðar er hitt
tíðast, að afkoma flestra fjelag-
anna er jöfn frá ári til árs, en ef
bera á saman, hve háan skatt-
skala íslensk hlutafjelög þoli, i
hlutfalli við slík fjelög erlendis,
verður að hafa þetta hugfast,
og athuga hverjar afleiðingar
það hefir á skattgjald fjelag-
anna, ef sami skattskali og
sami gróði á vissu árabili er
lagður til grundvallar.
Slíkan útreikning gefur að
líta í Alþingistíðindunum 1925,
og skal hjer tilfærður:
Menn hugsi sjer tvö fjelög.
Annað erlent (jöfn afkoma) hitt
islenskt (misjöfn afkoma). Bæði
hafa 100 þús. kr. höfuðstól,
starfa í 4 ár og græða á þeim
tíma 60 þús. kr. hvort um sig.
Erlenda fjelagið græðir fyrst
18. þús., svo 18. þús., 3. árið 14
og loks 10 þús., eða samtals 60
þús. á 4 árum.
Innlenda fjelagið tapar fyrst
75 þús. kr., græðir síðan tvö
næstu árin 80 þús. kr. hvort ár-