Vörður - 02.10.1926, Blaðsíða 3
V Ö R Ð U R
stofnun landbúnaðarins. Þetta
álit byggist á samviskusamlegri
yfirvegun og ítarlegri rannsókn
þeirra manna, sem öllum kemur
saman um, að best hafi verið
i'allnir til þess að leysa af hendi
það hlutverk sem þeim var feng-
ið. Trú þessara manna á fram-
tíð landbúnaðarins er trú
regnslunnar. Traust þeirra á
stofnUninni, sem um er að
xæða, traust þekkingarinnar.
III.
Ræktunarsjóðurinn hefur
starfað nú í eitt ár. Flestir bera
fult traust til stofnunarinnar.
Reynslan. hefur ekkert gefið til
kynna í þá átt, að ekki megi
fullkomlega byggja á ummælum
beim, sem tilfærð eru hjer að
framan. Meðan ekki er fengin
frekari reynsla á starfsemi stofn-
unarinnar, verða ummæli, sem
ganga í þá átt að veikja traust
á henni að engu höfð, nema þau
komi frá mönnum, sem viður-
kent er að hafi meiri þekkingu
og reynslu á sviði landbúnaðar-
ins, en þeir menn, sem sæti áttu
i Búnaðarfjelagsnefndinni. Að-
kastið að Ræktunarsjóðnum hef-
ur aðeins komið úr einni átt, frá
Tímanum. Ritstjórar Tímans, J.
J. og Tr. Þ., hafa ekkert tæki-
færi látið ónotað til þess að
sverta stofnunina bæði í ræðu og
riti. Ranglæti væri að bendla
Framsóknarflokkinn i heild
sinni við árásir þessara manna.
Að vísu hafa flokksmenn Fram-
sóknar ekki mótmælt aðgerðum
þeirra opinberlega, en þeir hafa
hinsvegar ekki á neinn hátt tek-
ið þátt í árásunum. Það verður
því að teljast mjög vafasamt,
að ritstjórarnir hafi flokkinn að
baki sjer í þessu athæfi. Því
verður tæplega trúað að óreyndu.
Varla verður svo blað opnað
af Tímanum, að ekki sje verið
að tala um okurvexti í sambandi
Ræktunarsjóðinn, að ekki sjé
verið að telja bændum trú um
að verið sje húðfletta þá til þess
að jafna töpin, sem orðið hafi
af völdum annara atvinnuvega,
að ekki sje talið úr þvi, að
bændur færi sjer í nyt hlunn-
indi þau, sem stofnunin býður.
Þessi leiði sónn kjökurs og bar-
lóms er sífelt sönglaður í eyru
bændanna, en undirröddin er
ófagnaðarboðskapur rígs og
rógs, öfundar og illkvitni.
Menn skyldu ætla, að þeir sem
setja sig á þann háa hest, að
dæma dauð og ómerk ummæli
þeirra manna, sem best skilyrði
hafa til þess að ráða fram
úr vandarnálum landbúnaðar-
ins, gætu flaggað einhverri
'þekkingu og reynslu fram yfir
allan almenning. En því er ekki
að heilsa. Hvorugur þeirra
manna, sem þykjast bærir um
íi ð knjesetja þá, sem viðtækasta
hafa þekkinguna og reynsluna,
brígsla þeim mönnum um skiln-
ingsskort á þörfum landbúnað-
arins, sem byggja vilja á
þekkingu og reynslu, hvorugur
þessara manna hefur nokkra
þekkingu á því máli sem um er
rætt, fram yfir allan almenning.
IV.
Ályktun sú, sem dregin verð-
ur af þvi, sem sagt er hjer að
framan, hlýtur að verða bænd-
um einlægt gleðiefni. Annars-
-vegar von og traust þekkingar-
innar. Hinsvegar úrtölur og trú-
leysi vanþekkingarinnar.
Þekkingin ber höfuð hátt og
horfir sigurglöð til framtíðar-
innar. Vanþekkingin stendur í
höm og ber Ióminn. Þekkingin
hvetur til starfs og framkvæmda.
Vanþekkingin dregur úr.
Hverjum eiga bændur að trúa?
Þeim scm byggja traustið
á þekkingunni, eða þeim
sem byggja v antraustið á
vunþekkingunni?
Svar
til Jónasar Jónssonar
frá Hriflu.
Jónas Jónsson frá Hriflu rit-
ar á sinn venjulega hátt, svar
til Guðmundar Jónssonar á
Skeljabrekku, eins af stjórnend-
um Kaupfjelags Borgfirðinga, í
tímaritið „Samvinnan", XIV.
árg., og þolir þar ekki að G. J.
skýri satt og rjett frá um K. B.
í minni tíð. J. J. er í þessu svari
sínu með æði miklar dylgjur i
minn garð um bókhald K. B. o."
fl., sem gefur mjer sjerstakt til-
efni til að andmæla níðinu. Ann-
ars þætti mjer ekki ósennilegt, að
endurskoðendum K. B., sem
voru á þeim árum, þætti sneitt
að sjer, svo það er ekki mig ein-
an, sem J. J. reynir að svívirða
með dylgjum sínum.
Það er nú ekki neitt nýtt, þótt
J. J. clti mig þannig, það hefir
hann gert leynt og Ijóst í mörg
ár, — ásamt nokkrum aðstoðar
kafbátum sínum. Auk mín, tek-
ur hann fýfíf ýmsa sóma bænd-
ur í Borgarfirði, eins og t. d.
Sigurð Fjeldsteð, alkunnan
mann að því að leggja hið besta
til hvers máls og fylgja því fast
fram, er hann hefir sannfærst
um að er bændastjett landsins til
góðs. Hann er einn þeirra bænda,
sem alls ekki þola framferði
Jónasar. Hann lætur ekki ó-
vandaða uppivöðsluseggi einoka
hugsun sína eða framkvæmdir
og honum er það ljóst, að mesta
bölvun sem K. B. hefir hent, eru
skrif J. J. og þau áhrif, sem
hann hefir reynt að hafa á f je-
lagsmál Borgfirðinga, fyrir til-
styrk moldvarpna hans innan
hjeraðsins.
J. J. reynir að sverta Sigurð
Fjeldsteð í augum_ bænda með
því að kalla hann „borgfirskan
kaupmanns sinna", en segir þó á
næstu blaðsíðu, að hann hafi
stofnað pöntunarfjelag um leið
og hann sagði sig úr K. B. —
svona er samræmið í skrifum J.
J., þegar lesið er ofan i kjölinn.
— Rógburður Jónasar um menn
og málefni, er honum virðast
vera í andstöðu við sig, getur
náð tilgangi hans i svip, því mað-
urinn er vel ritfær, en allt mun
það áður en lýkur koma honum
sjálfum í koll. Því vita má hann
það, að íslenskir bændur láta
ekki óhlutvanda lýðskrumara og
ófjetismenn leiða sig til lengdar.
J. J. byrjar svar sitt gegn mót-
mælum Guðmundar Jónssonar
með því að fara mörgum og
fjálglegum orðum um hæfileika
sina og þekkingu og reynslu í
kaupfélagsmálum og benda
þeim, sem „miður kunna til
verka" á sviði Kaupfjelagsmál-
anna. Hann mun þar eiga við
þekkingu sina og reynslu, er
hann öðlaðist er hann var
stjórnandi í Kaupfjelagi Reyk-
víkinga, enda hefir hann þá
sjálfsagt ráðið mestu um rekst-
ur þess og hinar stórfeldu at-
hafnir þess fjelags, er það réðist
í að kaupa fisk í skipsförmum
og verslaði með erlendan gjald-
eyri o. s. frv. Þar sýndi J. J. í
verkinu hver maður hann var og
á hvern hátt hann hugsaði sjer
að kaupfjelag skyldi reka. Sjón
hefir þar orðið sögu ríkari um
árangurinn. Þar var þó sam-
ábyrgð og þar var kaupfjelags-
stjórinn valinn eftir tillögum J.
J. og hann hefir vitanlega
sem stjórnarnefndarmaður ráðið
mestu um aðalframkvæmdir.
En J. J. hefir ef til vill verið bú-
inn að smokka sjer úr stjórn
og ábyrgð, þegar upp var gert. J.
J. fínnör ekkert nýtilegt í starfi
mínu fyrir Kaupfjelag Borgf. og
hann átelur harðlega þegar Guð-
mundur Jónsson skýrir satt og
rjett frá um það. Og þá er eins
og ekkert Kaupfjelag á landinu
hafi orðið fja-ir tjóni á hinum
erfiðu árum, nema K. B. eitt og
auðvitað á jeg alla sökina og
sjálfsagt líka á snjóavetrinum
voðalega er orsakaði mestar
skuldir bæhda Við f jelagið. Sann-
leikurinn er þó sá, að „Svölu"-
strandið og óáranin olli mestu
um erfiðleika fjelagsins. Mjer
dettur ekki í hug að halda því
fram, að jeg hafi verið fullkom-
inn sem kaupfjelagsstjóri og jeg
játa fúslega að mörg mistök hafi
átt sjer stað, enda er jeg ekki
lærisveinn J. J., en þó er mjer
nær að haída, að margir af fje-
lagsmönnum K. B. sjeu nú
þeirrar skoðunar að hollast
hefði verið að jeg væri enn kaup-
fjelagsstjóri þar, þrátt fyrir
mína galla. En það er vitanlegt
að undirróður J. J. og skjólstæð-
inga hans kveikti þann eld er
varð orsök þess, að jeg fór frá
fjelaginu.
J. J. fárast nú sem fyr yfir þvi,
að jeg hafi farið að versla er jeg
fór frá K. B. og það í Borgarnesi;
ekkert lá þá nær, þar sem jeg
hafði fengist við verslun í svo
mörg ár og var þar kunnugastur
og varð að reyna að vinna fyrir
mjer og mínum. Ef til vill hefir
J. J. búist við að jeg tæki mjer
jörð og færi að búa, en satt að
segja hafði jeg ekki trú á mjer
sem búmanni, jeg var hálf-
hræddur um, að jeg mundi
flosna upp; þetta veit jeg að J.
J. skilur, eftir þá reynslu, sem
hann hefir af búskap. Strax og
jeg gat sjeð mjer fyrir annari at-
vinnu, hætti jeg verslunarrekstri
í Borgarnesi og J. J. veit þetta
vel, þó hann í grein sinni kalli
mig „núverandi kaupmann í
Borgarnesi". En þetta lítilfjör-
lega atriði, er talandi tákn þessa
manns, hann getur ekki skýrt
rjett frá, ef sannleikurinn „pass-
ar ekki í hans kram". Mjer dett-
ur í hug í sambandi við þetta,
nýtt fyrirbrigði í Borgarnesi.
Jón nokkur Guðmundsson,
hefir undanfarin ár verið starfs-
maður K. B. Hann er úr sam-
vinnuskólanum og hefir hlotið
alla þá mentuh, sem þar er veitt,
hefir unnið og talað í anda sam-
vinnunnar, lofað Guð hástöfum
fyrir að vera ekki kaupmaður
og notað þessi þektu slagorð J.
J. úr Tímanum um þá stjett
manna. Hann fer frá K. B. og set-
ur á fót verslun samstundis í
Borgarnesi, við hliðina á K. B.
og er ekki neitt smár í sam-
keppnirini við fjelagið.
Svona eru nú mennirnir, og J.
J. líka; þegar hann verður rek-
inn úr Framsóknarflokknum,
sem ekki mun langt að bíða,
spýr hann ólyfjan á bændur, sem
oflengi hafa alið þennan snakk,
og að sögn þegar gert hann rík-
an.
Á bls. 267 í nefndu tímariti,
er J. J með dylgjur um ullar-
peninga og sterlingspund. Mjer
hefir verið sagt, að J. J. beri í
vasanum, og hafi jafnvel gert
svo í nokkur ár, brjef, eða afrit
af brjefi, er Jón nokkur ívars-
son, sem nú er orðinn kaupfje-
lagsstjóri í Hornafirði, en þá var
starfsmaður K. B. og dyggur
kafbátur J. J., hafi sent honum,
og' hafi Jón þessi náð í brjef frá
C. Sæmundsen til mín og sent
Jónasi afrit af því. Hversu mik-
ið jeg á eða hefi átt í þessum
ullarpeningum, getur hann og
allur almenningur nú sjeð af eft-
irfarandi vottorði, sem jeg er bú-
inn að eiga siðan 1922 og er svo-
hljóðandi:
, í "¦-''. i ' '-'". ¦':' -' i
¦ ¦ .: .,.¦ v ,
Undertegnede, autoriseret Re-
visor, som i sin Tid for Centra-
lanstalten for Revision og
Driftsorgansation har revideret
Firmaet Carl Sæmundsen & Co's.
Böger for Aarene 1917—18—19,
bevidner herved, at den i Brev af
22./4. 1920 fra Herr Sæmund-
sen til Herr Sig. B. Runolfsson,
Borgarnes nævnte Sum Kr. 52.-
258.45 ikke tilhörer Herr Run-
olfsson, Kaupfjelag Borgfirdinga
eller Herr Sæmundsen men en
Trediemand, hvilket fremgaar af
Firmaets Papirer og Korrespon-
dance samt andre Bevismateri-
aler.
Herr Runolfssons og Herr Sæ-
mundsens Stilling drejer sig kun
om Tillidshverv for ommeldte
Trediemand.
Köbenhavn, den 27. Marts. 1922.
M. Green.
«
At M. Green er beskikket
som autoriseret Revisor i Hen-
hold til Lov. Nr. 117 af 14. Maj
1909 om autoriserede Revisorer
attesteres herved med tilföjende,
at en autoriseret Revisor í Med-
för af Bestemmelsen i Paragraf
3 i fornævnte Lov med offentlig
Troværdighed kan afgive Erk-
læring vedrörende forretnings-
mæssig Regnskabsförelse til
Brug i retslige Forhold.
Det kgl. danske
Handelsministerium.
Köbenhavn, den 31. Marts 1922.
P. M. V.
E. B.
Gustav Armdrup.
Hinsvegar er það ekki min
sök, þótt einhver maður skrifi
mjer brjef, sem er fjarri sann-
leikanum. Væri J. J. ant um að
vita satt og rjett, gat hann vit-
anlega sjeð þetta hjá mjer og
sannfærst um hið rjetta. Nei,
það er alls ekki tilgangur hans,
heldur að nota alt sem hönd á
festir til að mannskemma mig.
Auk vottorðs þess, sem áður er
getið, má taka það fram að það
árið, sem jeg á að hafa stolið
ullarpeningunum fengu bænd-
ur i Borgarfirði, í kaupf jelaginu
hæst verð fyrir ull 'sína, hærra en
nokkursstaðar var greitt ann-
arsstaðar það ár. Vel hefi jeg
hlotið að selja ullina, ef jeg á að
hafa getað stolið svo tugum þús-
unda skifti af andvirðinu og þó
útvegað seljendum hærra verð
en aðrir, að Sambandinu ekki
undanskildu.
Þá er enn, að bókhaldi hafi
verið mjög ábótavant, segir Jó-
nas. Um nokkur ár var bókhald-
ari fjelagsins, Jón kaupfjelags-
stjóri ívarsson, er ljet sjer ant
um að það færi vel úr hendi, og
J. J. hefir mikið traust á, en
hann var hinsvegar mjög þreyt-
andi maður að vinna með, ekki
síst vegna þess, hve hann virt-
ist líkur J. J. og ekki mun hann »
hafa skort áræði til þess að taka
við forstöðu kaupfjelagsins, ef
mjer hefði verið bolað þaðan,
meðan hans naut við.
Næstur honum tekur við Jón
nokkur Guðmundsson, „núver-
andi kaupmaður í Borgarnesi".
Hann var útskrifaður af Sam-
vinnuskólanum, þar sem gera má
ráð fyrir að kensla sé í góðu
lagi, ásamt meðmælum frá J. J.
sjálfum til mín, munnlegum þó.
(Þetta var meðan J. J. talaði við
mig við hvert tækifæri og heils-
aði mjer með vinbragði, hvar
sem við hittumst, en nú er öld-
in önnur).
Þetta voru þá mennirnir, sem
höfðu bókhaldið á hendi, og
hvað sem um mannkosti þessara
manna má segja, tel jeg þá þó
hæfa menn sem bókhaldara.
Jeg efast um að kaupfjelögin út
um land hafi betra eða heppi-
legra bókhald en K. B., annars
er auðvelt að deila um bók-
haldskerfi, en J. J. mun byggja
þessar dylgjur sínar á því, að
viðskiftareikningur K. B. kora
ekki heim við viðskiftareikninga
eins erlends firma er K. B. áttf
viðskifti við, Fleming & Co. í
Glasgow; en nú skulum við at-
huga ástæðurnar, er verða J. J.
alls ekki i vil og heggur hann
mjög nærri sinni eigin göfugu
persónu.
Jeg hafði lofað að kaupa
nokkur hundruð sterlingspund
fyrir K. B. af Kaupfjelagi R.-
víkur. Þetta gerðu fleiri en jeg,
enda átti ekkert að vera athuga-
vert við slikt (J. J. var í stjórn
Kaupfjel. Rvíkur) og ekki gat
þar verið um „svindl" að ræða;
en hvað skeður? Sterlingspundia
eru aldrei greidd, viðkomandi
firma fjekk aldrei pundin, neit-
aði þvi að „creditera" K. B*
fyrir upphæðinni. Jeg hafði
fyrirfram greitt K. R. nokkuð a€
andvirði sterlingspundanna, en
sem betur fór hætti jeg við að
greiða afganginn og neitaði að
greiða alt hið umsamda verð.
Þetta veit J. J. vitanlega vel;
þarna myndaðist mismunur á
viðskiftareikningnum eins og
hver maður getur skilið, nema
ef til vill J. J., eða átti jeg sök
á svikum Kaupfjelags Reykja-
víkur?
Jeg hafði fyrir milligöngu
fyrnefnds Jóns Ivarssonar gert
innkaup á vefnaðarvöru fyrir
verslun eina í Stykkishólmi,
sem kona veitti forstððu; þetta
gekk alt vel, þar til verðfallið
kom yfir yfir og erfiðleikar
mynduðust, þá gat þessi versl-
un ekki staðið í skilum. Jón