Vörður


Vörður - 02.10.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 02.10.1926, Blaðsíða 4
V Ö R Ð U R Ivarsson var þá Önnum kafinn í kafbátahernaði á hendur mjer ©g þessi verslun í Stykkishólmi var ekki sem arðvænlegust, for- stöðukonan var illa haldin af á- standinu og gat lítið greitt. Jeg var krafinn um greiðslu mjög alvarlega og það sem ein- kennilegra var, að þessi skuld var færð á K. B. Þar með mynd- aðist því ennþá meiri mismun- ur á viðskiftareikningum K. B. og þessa firma, Fleming & Co. í Glasgow, sem varan var frá. Það varð þvi að jafna þetta á einhvern hátt, og það tók jeg að mjer persónulega. Þannig varð hann til þessi reikningsmismun- ur og alt það voðalega, sem J. J. vill koma af stað í minn garð. Er leitt, að einmitt hans fjelag og nánustu vinir hafa beinlinis orðið orsök þessa. Það hefur á einhvern hátt at- vikast svo, að jeg hefi á síðari tímum átt viðskifti við ýmsa menn, sem hafa þekt J. J. og þessir menn hafa tjáð mjer að J. J. hafi sjerstaklega varað þá við mjer, þessum voðalega hrekkjalóm, og hafa látið undr- un sína í Ijósi við mig yfir þess- um hamförum, — en svona er nú Jónas. Hann var ekki ánægð- ur með að flæma mig frá Kaup- fjelagí Borgfirðinga; þegar hann sá að jeg gat unnið fyrir mjer og mínum með sjálfstæðri at- vinnu, vildi hann endilega reyna að ganga alveg af mjer dauð- um, eða sVo að jeg ætti ekki við- reisnar von framar, og öll stafa þessi læti J. J. af því að jeg vildi ekki vera skósveinn hans með- an jeg var kaupfjelagsstjóri í Borgarnesi. Það er vorkunn þótt menn í lengstu lög veigri sjer við að ganga í berhögg við svona mann, sem verður því ægilegri sem meira er hlaðið undir hann, alt þar til hann tryllist. Svo hef- ur mjer og farið hingað til, en lengur hefi jeg ekki getað þolað dylgjur og sakargiftir J. J., jafn- vel þótt jeg sjái fram á að hann muni ærast að mjer fyrir að bera hönd fyrir höfuð mjer. Sig. B. Runólfsson. FrambjóÖendurnir og Spánarmálið. í síðasta blaði Tímans er J. J. að reyna að koma því inn hjá kjósendum að Jón í Ysta-Felli sje meirí og einlægari bannmað- ur en Jónas læknir á Sauðár- króki. Færir hann þar til, að Jón hafi verið á móti undanþágunni frá bannlögunum, sem veitt var með Spánarsamningnum. Er svo að heyra sem þetta álit Jóns sje í fullu samræmi við skoðanir Framsóknarflokksins á þessu ' máli. Þykir rjett að rif ja þetta mál upp nú að nýju, svo að kjós- endur geti dæmt um, hvers virði þessi meðmæli eru. Eins og kunnugt er, kom Spánarmálið fyrst til umræðu á þinginu 1922 og var borið fram af viðskiftamálanefndum beggja deilda sameiginlega. Spánverjar voru þá að endurskoða alla tollalöggjöf sína og höfðu sagt upp verslunarsamningum við aðrar þjóðir. Samkvæmt nýju tollalöggjöfinni voru settar tvær gjáldskrár fyrir innfluttar toll- vörur, önnur gagnvart þeim ríkj- um, sem samning gerðu um í- vilnanir á spönskum vörum, hin gagnvart þeim sem engan samn- ing gerðu. Fisktollurinn var hækkaður samkvæmt fyrri skránni úr 24 pesetum upp í 32 á hver 100 kílo, en samkvæmt síðari skránni fjórfaldaðist hann þ. a. s. varð 96 pesetar á hver 100 kílo. Gengið á peseta var þá kr. 1.15 og innflutningur a íslensk- um saltfiski um 17.000 smá- lestir. Var því mismunurinn á bestu og lökustu tollkjörum fyr- ir oss eins og þá stóð á um 12% miljónir króna. Alt var gert sem í voru valdi stóð til þess að fá Spánverja til þess að falla frá þessum kröf- um sínum. Meðal annars voru þeir sendir til Spánar Einar H. Kvaran fyrverandi stórtemplari og Sveinn Björnsson, til móts við fulltrúa vorn á Spáni Gunn- ar Egilson. Dettur engum í hpg að væna þá menn þess, að þeir hafi legið á liði sínu. En alt kom fyrir ekki. Spánverjar vildu hvergi slaka til á aðalkröfum sínum. Vjer vorum heldur ekki þeir einu, sem áttu í höggi við Spánverja um þessar mundir. Norðmenn höfðu nákvæmlega sömu söguna að segja og fór þar á sömu leið og hjer. En hjer stóð svo á að í hlut átti sá atvinnu- vegur, sem langmest lagði af mörkum til opinberra þarfa. Þessum atvinnuvegi var beinlin- is stefnt í opinn dauðann með þvi að neita að semja við Spán- verja. Þetta gerðu þingmenn sjer líka ljóst og greiddu allir at- kvæði með undanþágunni án nokkurs tillits til skoðana þeirra i bannmálinu, að undanteknum þingmanni jafnaðarmanna, Jóni Balldvinssyni. Allir þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði með undanþágunni, þar á meðal Sigurður heitinn ráð- herra, faðir Jóns í Ysta-Felli. J. J. varpar ómaklega skugga á flokksbræður sína með því, að gefa í skyn að þeir sjeu svo á- býrgðarlausir, að þeir hafi vilj- að stofna aðalatvinnuvegi lands- ins í voða á neyðartímum. Að- eins einn þingmaður Framsókn- arflokksins greiddi atkvæði á móti Spánarsamningunum þegar þeir voru samþyktir endanlega á þinginu 1923. Það var Jónas frá Hriflu. Þeir jafnaðarmenn- irnir Jón Baldvinssbn og Jónas eru einu mennirnir, sem með at- kvæði sinu hafa sýnt, hve lítils þeir meta efnalega afkomu þjóðarinnar, og jafnvel þeim verður sagt það til afsökunar, að atkvæði þeirra gerðu hvorki til eða frá. Það er ekki góðgjarn- legt af J. J. að láta í veðri vaka að Jón frá Ysta-Felli hefði með atkvæði sínu á Alþingi viljað stuðla að því að aðalatvinnuveg- ur vor legðist í rústir. Þegar lit- ið er á ástandið eins og það er nú, verða þessi „meðmæli" hreint og beint að illgirnisleg- ustu getsökum. Því hvar ætli við stæðum ef við þyrftum að greiða 10—12 miljónum meira í toll af fiskinum en við gerum nú. Svarið verður á þá leið, að það eru hin óttalegustu „meðmæli" með þingmannsefni, ef honum væri talið það til ágætis, að hann hefði með atkvæði sínu stuðlað að því ástandi. J. J. segir að Jón líkist föður sínum um skoðanir og áhuga- mál. Ef svo er mundi hann al- drei hafa greitt atkvæði móti Spánar samningnum. Öll lýsing J. J. á Jóni í Felli minnir á hestaprangara sem er að reyna að kóma út óreyndum fola. Meðmæli hans vegna skoð- ana frambjóðandans í Spánar- málinu eru raunar þvi likust, að einhver teldi það sjerstakt ágæti á hesti að hann bæði ysi og prjónaði. Og þegar Jóni er sjer- staklega hælt fyrir það, að hann sje meiri bindindisfrömuður en Jónas læknir, er það líkast sem prangarinn væ'ri að telja vænt- anlegum kaupanda trú um, að klárhesturinn, sem hann hefði á boðstólum, væri vakrari en skeiðhcstur keppinautsins. Hvað sem annars er um Jón í Felli að segja verður það aldrei fært honum til ágætis fram yfir and- stæðing hans, að hann fari hon- um fremur á kostum í bindindis- málunum. Eflaust er Jón i Felli svo mik- ill smekkmaður og greindur, að honum þykir Iitill slægur í hlægilegu oflofi og raupi. En ýmislegt í lýsingum Jónasar er af þvi tægi. T. d. er furðulegur reyfarablær á frásögunni af fundi einum fyrir norðan, þeg- ar Jón á að hafa lagt tíu „kaup- mannasinna" að velli í einni lotu. Slík ummæli vekja bros allra, sem þau sjá, nema mannsins, sem fyrir þeim verður. Sleikir Jónas hnífinn? Jónas frá Hriflu semur sig mjög að háttum heldri manna upp á síðkastið. í fyrra sumar dvaldi hann í Noregi i sumar- fríi sínu. Nii í sumar dvaldi hann í Frakklandi. Við þessum ferðalögum er ekki nema gott eitt að segja. Þjóðin getur vel sjeð af honum nokkurra vikna tíma og flokksmenn hans gera sjer vonir um, að algerð hvíld frá erli og illindum stjórnmálanna, muni hafa góð áhrif á skaps- muni hans og hugarfar. Jónas er nýkominn heim frá Frakklandi og tekinn að rita i Tímann. Ein greinin i síðasta blaði er um íhald og sparnað og undirrituð „bóndi". Greinin tal- ar meðal annars um híbýli í- haldsmanna, „þar eru stórar stofur, mörg svefnherbergi, raf- magnsljós og mörg þægindi, sem okkur vantar heima á sveitabæj- unum, og einnig eru þarna gljá- andi gólfdúkar, flossetur, glæst glugga- og dyratjöld, hljóðfæri málverk og gull- og silfirrlitað- ir munir, sem við varla þekkjum nöfn á." Ætlunin með þessu skrifi er víst sú, að koma því inn hjá bændum, að engir nema Ihalds- menn búi í góðum húsakynnum við mikil þægindi. Jónas og fje- lagar hans verði hinsvegar að hafast við í jarðhúsum eða hæsta Iagi rakri kjallaraholu, blessaðir öðlingarnir. Aumingja Jónas, sem altaf sveitist blóðinu fyrir bændurna verður að húka bein- AFGREIÐSLA VARÐAR er futt á Hverfisgötu 21 (hús Jóns sál. Magnússonar forsætisráðherra). Inngangur um norðaustur dyr. Afgreiðslan er eftirleiðis opin kl. 10—12 f. h. alla daga. Kaupendur blaðsins eru beðnir að tilkynna bústaðaskifti N Y B Ó K VETRARBRAUT eftir Ásgeir Magnússon, alþýðlegt rit um nýjar uppgötvaPir og kenningar í stjörnufræði, fæst hjá bóksölum. Ioppinn á gamla koffortinu sínu í karbrettum buxnagörmum, með sultarband um kviðinn, ask- inn í kjöltunni, sleikjandi hníf- inn og þurkandi sjer um munn- inn á handarbakinu. Laun heimsins er vanþakklæti. Þetta ber hann þá úr býtum fyrir alt sitt óeigingjarna og guðsþakka- verða starf í þágu bændastjett- arinnar. Þannig er bændunum ætlað að hugsa þegar þeir lesa hugvekjuna. Og eflaust fyllast þeir áhyggjum um tímanlega vel- ferð foringjans. En ástvinirnir um borg og bygð geta huggast látið. Parísar- farinn er ékki svo mjög illa hald- inn. Hann býr i einhverri bestu íbúðinni í höfuðstaðnum, hefir miðstöðvarhitun og rafmagns- ljós og á góða húsmuni. Kunnug- ur maður hefir sagt, að þessi lýsing í Tímanum á húsakynn- um höfðingjanna væri ágæt lýs- ing á íbúð Jónasar og taldi ekki ósennilegt, að „bóndi" hefði haft þ£ íbúð fyrir augum þegar hann skrifaði greinina. Hann sagðist samt ekki muna hvort nokkurt hljóðfæri yæri þar, en að öðru leyti væri lýs- ingin hin nákvæmas]ta. Böse Menschen haben keine Lieder — segja Þjóðverjar, svo þetta get- ur alt til sanns vegar færst. Kl. Minningarit, Landssimi íslands hefir gefið út rit til minningar um 20 ára starfsemi simans. Hafði lands- simastjóri skipað 3ja manna nefnd til þess að sjá um útgáfu ritsins og áttu sæti í henni Gisli J. Ólafsson símastjóri, Andrés G. Þormar, aðalgjaldkeri Lands- símans og Guðmundur J. Heið- dal verkfr. Efni ritsins er: Simamálið og símasamningur- inn eldri, eftir Klemens Jónsson fyrverandi ráðherra. Simalagningarnar 1906 og síð- ari símalagningar eftir O. For- berg landssímastjóra. Starfræksla landssimans eftir Gísla J. ólafsson, símstjóra. Bæjarsimi Reykjavíkur eftir Guðmund J. Hliðdal verkfræð- ing. Saga loftskeytanna á íslandi eftir Friðbjörn Aðalsteinsson lof tskey tast j ór a. Starfsfólk símans og fjelags- skapur eftir Andrés G. Þormar, aðalgjaldkera. Simasamningurinn nýi eftir Magnús Guðmundsson ráðherra. Aldamót eftir Árna Pálsson bókavörð. Ritið er hið vandaðasta að öll- um frágangi og verður nánar minst hjer í blaðinu síðar. Sláturf jelag Suðurlands. Það fyllir 20. starfsár sitt um næstu áramót. Fjelag þetta hefir verið mjög affarasælt. Það hefir reist frystihús, haft með hðnd- um niðursuðu o. fl. auk hinn- ar venjulegu starfsemi slátur- húsa. Ágús í Birtingaholti hefir verið formaður fjelagsins frá byrjun og alla tíð síðan. Atvinnuleysi í Reykjavík. Svonefnd atvínnuleysisnefnd var kosin af bæjarstjórn. Reykjavíkur, til þess að skrá- setja atvinnulausa menn. Hafa 408 menn tjáð sig atvinnulausa en engin kona. Búist er þó við að innan skamms muni tala þessi aukast að miklum mun, því margir eru ókomnir heim til sín og ýms útistörf takast af með vetrinum. — Til samanburðar má geta þess að atvinnulausir menn voru rúmlega 600 þegar mest var árið 1923. Barnaskóli Reykjavíkur byrjar störf sín þessa dagana. Nemendum fjölgar með ári hverju og fer nú tala þeirra að komast upp í 2000 — ef til vill á þessum vetri. Húsrúm skólans er altaf hið sama og þarf all- mikla hagsýni af hálfu skóla- stjóra til þess að ekkert rekist á i öllum þeim deildafjölda, sem nú hefir kenslu í einu og sama húsi. Bæjarstjórn Reykjavikur hefir tekið þann kost að safna til hinnar nýju byggingar i stað þess að byggja alt í skuld, eins og verið hefir tiska hjer í landi. Kartöflusýki hefir gert allmikið vart við sig á Suðurlandi í sumar, einkum þó í Vík í Mýrdal. Þar hefir upp- skera brugðist algerlega í sumum görðum, einkum moldargörðum og er hinum miklu votviðrum kent um þetta. Ragnar Ásgeirs- son telur ensku kartöflurnar „Kerrs Pink", sem nýfarin er að flytjast hingað, ómóttækilega fyrir sýki þessa. Þingmálafundir í Dalasýslu. Um síðustu helgi fóru þeir vestur í Dali Jón Þorláksson, forsætisráðherra, Sigurður Egg- erz, bankastjóri og Tryggvi Þór- hallson, ritstjóri og hafa verið þar á nokkrum fundum nú í vikunni. Bráðapest. Nú í vikunni var stór rekstur sláturfjár á leið hingað austan úr sýslum. Kom þá upp bráða- pest í hópnum og drápust 50 kindur af 2000. Grænlandsveiðarnar. Útgerðarmenn hafa tekið það mál til meðferðar og haldið um það tvo fundi. Ökunnugt er hvaða tillögur þeir gera i málinu. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.