Vörður


Vörður - 09.10.1926, Qupperneq 1

Vörður - 09.10.1926, Qupperneq 1
0 Utgefandi IV. ár. Áburöarmáliö og afsetningin. Fyrir fáum vikum síðan birti stjórn Búnaðarfjelags íslands greinargerð um „áburðarmálið" og frávikningu búnaðarmála- stjóra. Hafði formaður Búnaðar- fjelagsins samið greinargerðina að mestu og var hún prentuð Jjaiði i Tímanum og hjer í blað- inu. Segir svo í inngangi grein- argerðarinnar að Búnaðarfje- lagsstjórnin muni ekki taka þátt i frekari umræðum um málið, heldur leggja gögn sin fyrir bún- aðarþingið og landbúnaðar- nefndir Alþingis. Nú hefir sannleikspostulinn frá Hriílu notað sjer fjarveru ritstjórans og hafið umræður um málið. Er hætt við að formaður Búnaðarfjelagsins sem jáfn- framt er ritstjóri Tímans, kunni honum litlar þakkir fyrir til- tækið. Grein þessi er með þeim endemum að jónasareðlið nýtur sín þar til fullnustu. Öllu snú- ið öfugt, alt rangfært, hvergi satt orð í allri greininni. Ekki er tilætlunin með linuin þessum að sundra öllum þeim snjáða vef rógs og blekkinga. Aðallega verð- ur lijer stuttlega minst á ásak- anir greinarhpfundarins á með- ferð landbúnaðarnefndár, á í- haldsflokkinn og þann er þetta ritar. v Postulinn skrifar, að Jón Þor- láksson og Magnús Guðmunds- son hafi notað „hin ósjálfstæðu verkfæri sin í landbúnaðar- nefnd“ okkur Jón á Reynistað til að óvirða Sigurð forseta sem mest í þingskjali, en Framsókn- armönnum hafi tekist að draga ; nokkuð úr ákafa okkar. Þegar áburðarmálið var til | meðferðar í landbúnaðarnefnd Neðri deildar, var kosin undir- nefnd til þess að semja nefnd- arálit og koma fram með tillög- ur. í þessari undirnefnd áttu sæti, Jón á Rcijnistað, sem kos- inn var framsögumaður nefnd- arinnar og Jörundur Brynjólfs- son. Þeir höfðu gert uppkast að nefndaráliti, sem þannig var orðað að jeg' vildi ekki skrifa undir það. Raunar var þar ekk- ert annað tilfært en það, sem bygðist á upplýsingum frá Bún- aðarfjelagsstjórninni og fyrst og fremst Trijggva Þórhallssyni. Mjer fanst samt sem áður óvið- kunnanlegt og óþarft að hafa slík unnnæli í þingskjali og í sama strenginn tók samþingis- maður minn, Halldór Sicfáns- son. Á þenna hátt tókst okkur „að draga nokkuð úr ákafa“ þeirra, sem uppkastið gerðu að nefndarálitinu. Hjer er satl og rjett frá þessu atriði skýrt, og .IeS get óhræddur skotið þessuin ummæluin mínum til samnefnd- armanna minna, sem lijer eiga hlut að máli í fullri vissu þess, að þeir muni staðfesta þau. Jeg' skora á Jónas frá Hriflu að fá yf- irlýsingu flokksmanna sinna, Jörundar Brynjólfssonar og Halldórs Stcfánssonar viðvíkj- andi þessu atriði. Ef þeir bera það, að jeg fari hjer með rangt inál verð jeg að sætta mig við að'vera nefndur það, sem Jónas frá Hriflu hefir verið kallaður, bæði í blöðum og á Alþingi. Næst talar Jónas um kosningu stjórnarnefndarmannsins í Bún- aðarfjelagsstjprnina. Er þar alt á sömu bókina lært. Fyrst segir hann að Jón Þorláksson og Mag- nús Guðmundsson hafi rekið Valtý Stefánsson úr stjórn Bún- aðarfjelagsins. Þetta eru helber ósannindi. Snenuna á þingi komu báðir þingkjörnu fulltrúarnir, Tryggvi Þórhallsson og Valtýr Stefáns- son á fund landbúnaðarnefndar og tilkyntu henni, að vegna breytinga á lögum Búnaðarfje- lagsins teldu þeir kjörtímabil sitt útrunnið og vildu leggja um- boð sitt í hendur landbúnaðar- nefndar. Lá mál þetta svo niðri alt þar til komið var að þingíok- um. Þá kom kpsningin aftur á dagskrá. Eins og kunnugt er, eru þing- kjörnu fulltrúarnir í stjórn Bún- aðarfjelagsins kosnir af land- búnaðarnefndum beggja deihla sameiginlega. í landbúnaðar- nefnd neðri deildar eiga fimm menn sæti, en í efri deildar nefndinni þrír. Þessir áttu sæti í landbúnaðarnefnd neðri deild- ar: Árni Jónsson, Hákon Kristó- fcrsson og Jón Sigurðsson kosn- ir af Ihaldsfloltknum og Halldór Stefánsson og Jörundur Bryn- jólfsson kosnir af Framsóknar- flokknum. I efri deildar nefnd- inni áttu sæti: Ágúst Helgason, kosinn af Framsóknarflokknum, Eggert Pálsson og G'unnar Úl- afsson, kosnir af íhaldsflokkn- um. A1 þessum átta mönnum sem fjalla áttu um kosninguna hafði íhaldsflokkurinn þannig finnn fulltrúa, en Framsóknarflokkur- inn þrjá. Postulinn skrifar: „Og í stað- inn (þ. e. a. s. fyrir V. St.) setti stjórnarfloklcurinn mann, sem allir vissu að bar sjerstakan ó- vildarhug til Sigurðar forseta“. Þegar til kosninga kom, varð það Ijóst, að ihaldsflokkurinn var skiftur. Þrir íhaldsmenn, Á. J„ E. P. og G. Ó. vildu endur- kjósa Valtý Stefánsson. En tveir vildu heldur Magnús Þorláksson á Blikastöðum. íhaldsmennirnir þrír sem nefndir voru, fóru fram : Miðstjórn íhaldsflokksins. Reykjavík ». okt. 11)2«. á að höfð væri lilutfallskosning eins og tíðkast hafði. Var gengið tii atkvæða um það og tillagan feld með 4 atkv. gegn 3. Einn nefndannannanna H. St. greiddi ekki atkvæði. Var síðan gengið til skriflegrar kosningar. Á. J. og E. P. viku þá af fundi, en þriðji maðurinn, G. Ó., skilaði auðum seðli. Síðan var Magnús á Blika- stöðum kosinn í stjórnina með finnn sainhlj. atkvæðum, Fram- sóknarfulltrúanna þriggja og í- haldsfulltrúanna tveggja. Jónas fullyrðir, að Magnús hafi verið kosinn í stjórnina til þess að koma Sigurði búnaðar- málastjóra frá. Ekkerl get jeg um það sagt, hvað fyrir þeim vakti, sem að kosningu hans stóðu. En hafi svo verið þá getur Jónas fyrst og fremst kent það fulltrúum Framsóknarflokksins í landbúnaðarnefndum. Þeir stóðu þar allir sem einn maður. Með þeim var kosningin hreint flokksmál. Hinsvegar studdu aö- eins tveir íhaldsmenn af fimm kosningu þessa manns, sem Jónas segir að allir hafi vitað, að borið hafi „sjerstakan óvild- arhug“ til búnaðarmálastjóra. En hvað er um Tryggva Þór- hallsson? Hann er kosinn af öll- um sömu mönnum og Magnús á Blikastöðum. Ef þessir menn hafa viljað Sigurð feigan í stöð- unni og kosið Magnús til þess að koma frain vilja sínum, er þá Hklegt að þeir hafi í sömu and- ránni kosið Tr. Þ. í stjórnina til þess að halda hlífiskildi yfir Sig- urði? khiguin heilvita manni dettur það í hug. Tr. Þ. hafði búið þær ákærur á hendur Sig., sem landbúnaðar- nefnd bygði álit sitt á. Allar þessar úkærur hefir Tr. Þ. end- urtekið í greinargerð Búnaðar- fjelagsstjórnarinnar. Ákærurnar uin ofsókn á hendur búnaðar- málastjóranum lenda þessvegna fyrst og fremst á Tr. Þ. Annað mál eu það, að Tr. Þ. var í sumar orðið kunnugt um, að málið mundi mælast illa fyr- ir. Þá gerir hann tilraun til þess að hlaupa frá afleiðingum gerða sinna, með því að skjóta máli sínu lil Búnaðarþings. Með þessum undanbrögðum bregst Tr. Þ. umboði, sein meiri- hluti landbúnaðarnefnda Al- þingis höfðu falið honum í stjórn Búnaðarfjelagsins. Með jarð- ræktarræktarlögunum var gert ráð fyrir stórlega auknum fram- lögum úr ríkissjóði til landbún- aðarins. Vegna þessarar auknu framlaga vildi Alþingi tryggja sjer meiri áhrif í stjórn Búnað- arfjelagsins. Þessvegna var það ákveðið, að framvegis skyldu tveir af stjórnendum fjelagsins skipaðir samkvæmt, tillögum landbúnaðarnefnda Álþingis. Meðan lögin voru til meðferðar í neðri deild var Búnaðarþing haldið. Stóð þá í nokkru stappi milli Búnaðarþingsins og land- búnaðarnefndar um veitingavald búnaðarmálastjórastöðunnar. Búnaðarþingið vildi fá veitinga- valdið í sinar hendur í stað þess að jarðræktarlögin mæla svo fyr- ir, að stjórn Búnaðarfjelagsins veiti stöðuna. Þetta atriði var ítarlega rætt á fundum Búnað- arþingsins og var landbúnaðar- nefndin kvödd til þeirra funda. En nefndin slóð íost á því, að slaka ekki til í þessu atriði. Varð það loks að samkomulagi að á- kvæði þetta skyldi standa ó- breytt. Siðan hefir ekki verið við því haggað. Með því að skjóta máli sínu til búnaðar- þings fer Tr. Þ. því í bág við vf- irlýstan vilja umbjóðanda síns, Alþingis, og afsalar þeim rjett- indum sem Alþingi hefir áskil- ið sjer til íhlutunar um málefni Búnaðarfjelagsins. Það er fáheyrt ódrengskapar- bragð af Jónasi að nota sjer það, að honum er trúað fyrir bíaðinu í fjarveru ritstjórans til þess að koma með ákærur sem honum er vitanlegt um, að fyrst og fremst hlutu að lenda á ritstjór- anuni sjálfum. Menn bíða þess með óþreyju að Tr. Þ. taki af- stöðu til þessarar greinar Jón- asar. Honum gefst óvenjulega gott tækifæri til að sýna hver manndómur er eftir með honum. Á. J. ........ Stýfing. Það er alkunna, að ritstjóri Tímans, Tryggvi Þórhallsson, bar á síðasta þingi injög fyrir brjósti stýfing hinnar íslensku krónu. Hann lýsti því þá yfir oft og hátíðlega, að stýfingin væri aðalmál þingsins og að alt ann- að, sem fyrir þinginu lægi væri hjegómamál i samanburði við þetta meginmál. Honuin hepnað- ist að fá með sjer allan Fram- sóknarflokkinn í þessu máli, að undanskildum tengdaföður sín- uin, Klemens Jónssyni, og Sveinn í Firði mun hafa verið veikur í trúnni. Skoðun sína í stýfingármálinu kvaðst ritstjórinn einkum byggja á áliti eiiendra þjóðmegunar- fræðinga, fyrst og fremst Cassels hins sænska. En hann varaðist eins og heitan eld að geta um álit þeirra manna, sem fást við peningamálin í hinu raunveru- lega lífi bankamannanna og stjórnmálamannanna. í Sviþjóð höfðu stjórnmála- mennirnir og bankastjórarnir að engu kenningar Cassels liín stýfingu. Þeir viðurkendu ýmsar atliuganir hans og færðu sjer í nyt sumar aðvaranir hans, en stýfingu vildu þeir alls ekki. Og nú hefir Sviþjóð búið lengi við gullgengi peninga sinna og hrós- ar happi yfir að vera kominn yfir þenna iirðuga en óhjákvæmi- lega lijalla. 43. blaA. Frá Danmörku er svipaða sögu að segja að öðru leyti en því, að það er ekki fyr en fyrir örskömmum tima, að danska krónan hefur náð gullgengi. Þar í landi voru 3 stærstu stjórn- •málaflokkarnir samhuga um hækkun krónunnar í gullgengi. Bændaflokkurinn danski, vinstri mennirnir, sem mest svipar til íhaldsflokksins lijer á landi, stóð sainan um hækkunina, svo að segja sem einn maður með foringja sinn Niels Neergaard i hroddi fylkingar. 1 Noreg'i hefir hugmyndinni um stýfingu verið vísað á búg og aðaláherslan lögð á að forðast stórar sveiflur á genginu, sjer- staklega niður á við. Er þetta gert með það fyrir augum að láta verðlag i landinu ná að laga sig eftir hækkun þeirri á krón- unui sem varð á síðastliðnu ári og undirbúa þannig nýja hækk- un. Á Englandi er gullgildi pen- inga komið á fyrir löngu. Hinn geysimikli íhaldsflokkur þar tók þá mikilsverðu ákvörðun á önd- verðri stjórnartíð sinni, án veru- legra andmæla af hálfu hinna flokkanna. Þeir Baldwin, Cham- berlain og Churchill litu svo á, að hjá þessu yrði ekki komist þrátt fyrir ýmsa örðugleika, sem því mundu fylgja. Á Frakklandi hafa nú flestir stjórnmálaflokkar tekið hönd- um saman og myndað stjórn sjerstaklega með það fyrir aug- um að hefja viðreisn franltans, sem nú er svo fallinn, að nærri lætur, að gullgildi hans sje 1/10 þess er var fyrir stfíð. Stýfing hefir þar engan byr. Svona líta stórþjóðirnar á málið. En hjer úti á íslandi eru s.tjórnvitringar tveir er nefnast Tryggvi og Jónas, og þeir þykj- ast þekkja allt þetta betur en viðurkendustu stjórnmálamenn álfunnar eins og Baldwin, Bri- and, Poincaré, Chamberlain, Churchill o. fl. o. fl. En hvort mundi vera heppilegra, að trúa þeim tveimur eða hinum heims- kunnu stjórnmálamönnum? Um það er varla að efast, að þeir Jónas og Tryggvi verða að lúta þar í lægra haldi, þrátt fyrir guð- fræðisnám óg barnakenslubæk- ur. Einkennilegt er það, að þrátt fyrir allar vfirlýsingar þeirra Tímamanna um mikilvægi stýf- ingarinnar, þá völdu þeir ákveð- inn andstæðing stýfingar, Mag- nús Kristjánsson, efstan á lands- kjörslista sinn í sumar .Vissulega er þetta talandi vottur um stefnufestu og alvöru i stýfing- armálinu. Þeir lýsa því yfir, að stýfingin sje mesta velferðarmál- ið, cn velja svo úr sinum hópi á- kveðinn andstæðing þessa i- myndaða velferðarmáls. Hvilík samkvæmni!! Hvílík alvara!! Það er ekki að furða þó að kjós- endum landsins lítist miður vel

x

Vörður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.