Vörður


Vörður - 09.10.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 09.10.1926, Blaðsíða 4
V Ö R Ð U R Hjer í blaðinu hefur ekkert verið að því gert að gylla fram- bjóðendur íhaldsflokksirts. Til þess liggja líka eðlilegar ástæð- ur. Báðir frambjóðendur íhalds- flokksins eru löngu þjóðkunnir ágætismenn. Hvert mannsbarn, svo að segja, þekkir þá, og hefur heyrt þeirra aðeins að góðu get- ið. Báðir eru þeir af góðu bergi brotnir en það út af fyrir sig verður ekki fyrst og fremst tal- ið þeim til ágætis. Munurinn á frambjóðendum íhalds og Framsóknar er þessi; íhaldsmennirnir verða kosnir vegna sinna eigin afreka. Fram- sóknarmennirnir vegna afreka feðra sinna og afa. íhaldsmennirnir eru reyndir. Framsóknarmennirnir óreyndir. íhaldsmennirnir eiga með- mæli sín i löngu og heillaríku starfi í þágu þjóðfjelagsins. Framsóknarmennirnir leita með- mælanna til Jónasar frá Hriflu. Kjósendur íhaldsflokksins miða atkvæði sin við fengna reynslu af mönnunum sjálfum. Kjósendur Framsóknar byggja á meðmælum Jónasar. Hvort er viturlegra? Pjetur' Á. Jónsson. Eftir að hafa dvalist sjer til heilsubótar í sumar suður í Bay- ern, er Pjetur orðinn alfrískur aftur eftir veikindin (afleiðingar af blóðeitrun er hann fjekk í vor) og kominn aftur til Bremen, en þar söng hann síðastliðinn vetur og er ráðinn áí'ram aðal- söngvarinn við operuna þar í næstu 2 ár.. Fóru blöðin mjög lofsamlegum orðum um Pjetur er hann kom aftur til borgarinn- ar, og er hann söng þar i fyrsta sinn á þessu leikári, var honum tekið með kostum og kynjum. Söng hann hlutverk Richards í „Die Maskenball", og hæla blöð- in honum á hvert reipi fyrir leik hans og söng. Segja að hann hafi verið dásamlegur í þessu hlutverki, og hin undurfagra rödd hans, sem gerð sje af g'ulli og silki, hafi notið sín skinandi vel. Var honum fagnað með taumlausu lófataki alt kvöldið. Að leikslokum var honum hald- in yeisja í stærsta veitingahúsi þprgarínnar, PJCÍJír hefir sungið mörg hlut- verk þenna síðasta mánuð, t. d. Siegfried, Bajacco o. fl., og nú síðast Nureddin i „Die Barbier von Bagdad". Lofa blöðin hann mikið fyrir meðferðina á þvi erfiða hlutverki, og segja, að al- drei hafi það verið sungið eða leikið jafn vel við operuna þar. Rafstöð Reykjavíkur er verið að auka um þessar mundir með 100 hestafla vjel, sem á að komast í gang um ára- mót. Enn er runninn út samningur milli atvinnurek- enda og verkakvenna hjer i bænum, og liggur því fyrir að semja að nýju. Skólarnir eru nú settir: Mentaskólinn, Landskjöriö. Þannig lítur kjörseðillinn út áður en kosið er: Kjörseðill við hlutbundna kosning til alþingis fyrsta vetrardag (23. okt.) 1926. A- li sti Jón Sigurðsson, bóndi, YstafeHi. Jón Guðmundsson, endurskoðandi, Reykjavík., B-listi Jónas Kristjánsson, hjeraðslæknir, Sauðárkróki. Einar Helgason, garðyrkjufræðingur, Reykjavík. Þannig á hann að líta út eftir aö kjósandi hefur greitt atkvæði: \ Kjörseðill við hlutbundna kosning til alþingis fyrsta vetrardag (23. okt.) 1926. A-l i s ti X B-listi - Jón Sigurðsson, bóndi, Ystafelli. Jónas Kristjánsson, hjeraðslæknir, Sauðárkróki. Jón Guðmundsson, endurskoðandi, Reykjavík. Einar Helgason, • garðyrkjufræðingur, Reykjavík. Kjósið B-listann. nemendur 270—280, Kennara- skólin, nemendur 52, Iðnskólin, nemendur 160 og von á fleiri, Kvennaskólinn, nemendur að minsta kosti 130, auk 12 í hús- stjórnardeild, Stýrimannaskól- inn, nemendur milli 20 og 30 Vjelstjóraskolinn, nemendur 20 Verslunarskólinn, en nemenda- talan er ekki ákveðin* enn. Prestafundur á Austurlandi. Hann var haldinn dagana 4.-- 7. sept. Sóttu fundinn 11 prestar auk ýmsra annara. Rædd voru á fundinum ýms mál er varða kirkju og kristnihald. Lögfræðingar landsins eru í undirbúnini með fjelags- stofnun í því augnamiði að hafa meiri áhrif á löggjöfina, einkum með setning nýrra lagabálka í stað margra nú úreltra ákvæða. Forgöngumenn fjelagsins hafa í hyggju að halda hjer árlega umræðufundi um löggjafarmál- efni, gera tillögur um ýms ný- mæli í lögum og afnám eldri á- kvæða, auk þess að haldnir verða vísindalegir fyrirlestrar á fund- unum. Prjónanámskeiö Eins og að undanförnu hefir verið ákveðið að halda hjer í Reykjavík námskeið í pr j óna v j elake n sl u Byrjar það 20. nóvember. Kenslukona frú Valgerður Gísladóttir frá Mosfelli. Einnig verður námskeið haldið að Vík i Mýrdal, sem byrjar 1. okt^ber. Kenslugjald kr. 50.00 fyrir þær konur er eiga vjel- ar frá mjer, eða hugsa sjer að kaupa þær. Hver nemandi fær 120 tíma kenslu. Leggur til verkefnið og á vinnu sina sjálfur. Hinar velþektu og viðurkendu ágætis „Claes"- prjónavjellar nú fyrirliggjandi í þremur stærðum. Sjer- lega vel lagaðar fyrir íslenskt band. Verð og gæði þola allan samanburð. Nánari upplýsingar um námskeiðið og prjónavjel- arnar fást í verslun undirritaðs. J Hti/tfrfdm 'SwiatoM VÖRÐUR kemur út á laugardögum. Ritstj órinn : Kristján Albertson, Túngötu 18. — Sími: 1961. Afgreiðslan: Hverfisgötu 21. Opin 10—12 árd. — Sími: 1432. Verð : 8 kr. árg. Gjalddagi 1. júlí. Erlendar símfregnir. 3. okt. Flugslys. Simað er fra London, að ein af stóru farþegaflugvjelunum, er fer áætlunarferðir á milli París og London, hafi steypst niður. Sjö menn biðu bana. 4. okt. Orsakir heimsstyrjaldarinnar. Símað er frá Berlín, að út af nýrri deilu við Poincaré um or- sök heimsstyrjaldarinnar, kveðst Stresemann reiðubúinn til þess að leggja málið fyrir hlutlausan dómstól. 5. okt. Randaríkin á móti fjárhagshjálp Þjóðverja til Frakka. Símað er frá París, að Calvin Coolidge Bandaríkjaforseti hafi tjáð sig mótfallinn því, að þýsk járnbrautaverðbrjef, sem áform- að er að Frakkar fái til yfirráða, verði seld í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru því mótfallin, að Þýskaland hjálpi Frakklandi fjárhagslega. Telja þau, að lán frá Ameríku sjeu hentugri frönskum fjármálum, en skilyrði fyr.ir þvi að Frakkar fái frekari lán vestra eru þau, að Frakkar samþykki samninginn um ófrið- arskuldirnar. Bergemálið. Simað er frá Osló, að ríkis- rjetturinn, sem dæma átti i Ber- gesmálinu hafi verið settur. Hundrað vitni eru leidd í mál- inu. Menn búast tæplega við dómi fyrir áramót. 6. okt. Helge Nissen fremur sjálfsmorð. Kammersanger Helge Nissen hefir skotið sig. Þjóðverjar reyna að ná Danzig. Símað er frá Varsjávu, að sá orðrómur leiki á, að Þjóðverjar sjeu að gera tilraunir til þess að fá aftur yfirráðin yfir Danzig, gegn fjárgreiðslu til Pólverja.— Hvort sem þetta reynist rjett eða ekki, er talið víst, að Pilsud- ski muni nú leggja mikla áherslu á, að ná vináttu Þjóðverja, vegna samnings þess, er Rússland og Lithauen hafa gert sín á milli, og orsakað að deilan um Vilnu er risin að nýju. Er pólsku stjórninni þvi hugleikið að afla vinfengis Þjóðverja og sennilegt að hún sje þess reiðubúin að leggja eitthvað í sölurnar fyrir það. i/ Leiðrjefting. 1 grein Ólafs TJiórs í síðasta blaði er prentvilla. Þar stendur: Hjer á lanch gilda þrjár reglur um skattstiga hlutafjelaga, en á að vera: hjer á landi gilda þrjár reglur um skattstiga fjelaga. PrentsmiíSjan Gutenberg.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.