Vörður


Vörður - 23.10.1926, Blaðsíða 2

Vörður - 23.10.1926, Blaðsíða 2
2 V O R Ð U R ekki yrði gengið að kaupkröf- uniim. Þessa bragðs hefir verið neytt einu sinni áður, í kolaverk- fallinu 1921. Þeir sem vinna við dælurnar, sem tæma vatnið úr námunum, gengu þá frá vinnu í Suður-Wales, á Skotlandi og víðar. En sjálfboðaliðar og há- setar á hreska llotanum björg- uðu námunum frá eyðilegg- ingu, og nutu til þess verndar af herliði. Nokkrar námur fylt- ust þó af vatni. Tók langan tima að dæma þær og bæta ailar skemdir, sem af höfðu hlotist. Urðu nániamenn að bíða þess atvinnulausir, að ,hægt yrði að starfrækja námurnar að nýju, og mun það hafa sannfært þá um, að það er tvíeggjað vopn, j að stofna til ^eyðileggingar á námunum. Síðustu fregnir lierma, að tal- ið sje vafasamt að þeir náma- manna, sem vinna við dæl- urnar (en þeir hafa með sjer sjerstakan fjelagsskap), hlýðn- Hvar er innstæðan? Þeir hafa þá aðíerð, Tíma- ritstjórarnir, bæði í blaðadeil- uin og á mannfundum, að reyna að hafa allaf síðasta orðið. Þeg- ar þeir eru komnir í algert öng- þveiti með kenningar sinar, þegar búið er að hrekfa allar staðhæfingar þeirra, svo að ekki stendur þar steinn yfir steini, er gripið til þess ráðs, ,að hafa að endingu upp aftur marg- hraktar fuliyrðingar, í þeirri von, að andstæðingarnir endist ekki til að reka þær ofan i þá jafnharðan. Eða þá að gripið er til hins.'að láta svo sem þetta og þetta hafi þeir aldrei talað. Nú fyrir skemstu setur rit- stjórinn, Tr. Þ., upp mesta sak- leysissvip og lætur svo sem hann hafi ekki Iátið falla eitt niðrandi orð um Ræktunar- sjóðinn í deilu þeirri, sem milli okkar hefir staðið undanfarið. Jeg get vel skilið það, að Tryggva Þórhallssyni sje ekk'i geðfelt að lesa það, sem hann lætur blað sitt flytja. En væri nú svo að hann gæti unnið bug á þessuin skiljanlega viðbjóði sínum og hefði jafnframt þá drenglund, að kannast við það, sem hann hefir sagt, þá yrði hann að játa, að það sem jeg hefi sagt um eðli ummæla hans er satt og rjett. Frá því að hann kom heini úr yfirreið sinni í sumar hefir varla komið svo út blað af Tim- anum, að ekki hafi verið stag- ast þar á „okurvöxtum" í sam- bandi við Ræktunarsjóðinn, að ekki hafi verið hamrað á því, að bændur væru að greiða hall- ann sem orðið hefði á „miljóna- kaupstaðabúanna“ með því að taka lán úr Ræktunar- sjóði. Hjer i blaðinu hefir verið sýnt fam á, að vextir Ræktunarsjóðsins eru síst hærri en vextir veð- lánsstofnana í nágrannalönd- unum, að vextirnir miðast við inn- lánsvexti bankanna, en eklci út- lánsvcxti, og að kenning Thnans, að þeir scu ofvaxnir islenskum rækt- unarskilyrðum, fer í hág við skoðun þeirra manna, sem best eru bærir að dæma um slíka hluti. v Jafnframt hefir verið drepið á helstu bjargráð þeirra Jónas- ar og Tryggva, „fjárnámssjóð- inn“ og Búnaðarlánadeildina. Um fyrra bjargráðið er það að segja, að það var þannig hugs- að og flutt á þinginu 1925. að ist tilskipun l'jelaga sinna um verkfall. löpum Ferðasaga ; III. Uppeldismál. Menn kvarta yfir því á fjörð- unum, hve erfitt sé að tjónka við krakkana. Þeir ganga sjálf- ala i fjörunni og læra mest af ósiðum. Feðurnir eru í vinnu út og suður, og mæðumar hafa engan tíma til að líta eftir þeim úr þvi þau komast af höndum, því þær komast ekki frá hvitvoð- ungnum né grautnum. Eg hefi vikið að því áður, sem öllum er reyndar kunnugt, að al- mennar uppeldiskenningar færu vfirleitt langt fram úr uppeldis- skilyrðum þeim, sem fyrir hendi eru, með allri alþýðu. Á einhverj- tim vissum stað er unnið gegn því, að þorri barna hljóti heil- hrigt og skynsamlegt uppeldi. Þorri manna i kauptúnunum eru fátæklingar, og börn þeirra fara jafnaðarlega á mis við sæmi- Jegt uppeldi og skilyrði til að ná þroska í hlutfalli við hæfi- leika sína. Eg hefi sem sagl vikið að þvi áður, að siðinentað ríki hlyti að gera þær kröfur til uppeldis á uppvaxandi borgurum sinum, sem óvöldu fólki væri ógerning- tir að uppfylln. Barnauppeldi er að austan. vísindagrein, eins og allar starfs- greinar aðrar á vorum dögum. Efnað fók, borgarstéttin yfirleitt, hefir tækifæri til að kenna börn- um sínum allskonar kurteisi, móðirin .gætir þeirra sjáll’, því hún þarf ekki að hafa aðrar sýslur, og getur auk þess kost- að barnfóstrur til að hafa hemil á þeim í forföllum sínum. Þessi börn mega leika scr í skemti- legum stofum, þar sem þeim er kent að vera prúðum, og rnóðir þeirra sér fyrir því að þau standi ekki niður i fjöru, skitug og bölvandi, áður en þau hafa lært að tala. Óðar en þau komast til nokkurs þroska eru þeim fengn- ir góðir kennarar og þau eru send í vandaða skóla. Annan veg horfir við um börn þurrabúðarmannsins. Tvær manneskjur, fátækar og óment- aðar, sem einhvernveginn hafa slysast inn í hjónabandið, hafa fá skilyrði til að ala upp börn sín svo að uppcldi geti heitið. Þeim veitist fullhart að upp- fylla nauðsynlegustu þurftir bai’nanna, svo sem til fæðis og klæðis, en slíkt er fjærri þvi að nefnst geti uppeldi, í þjóðfje- lagi, þar sem gerður er greinar- munur á uppeldi kálfa og barna. jafnvel Tr. Þ. hefði ekki getað greitt því atkvæði sitt, ef til þess hefði komið. Um hið síðara at- riðið liggur fyrir skýlaus játn- ing Tr. Þ. á Alþingi, að hann t teldi frumvarp það, sem hann flutti um „Ræktunarsjóð hinn nýja“ umbót frá Búnaðarlána- deildinni, og var þó gert ráð fyr- ir hærri vöxtuin þar en Rækl- unarsjóðurinn tekur. Jeg hefi aldrei haldið því fram, að það væri rógur um Ræktunarsjóðinn þó krafist sje lægri vaxta handa landbúnað- inum. En þegar Tr. Þ. gefur í skyn, að hann og flokkur hans (je.ti lækkað vextina ofan i 2%% —- ef þeir komast til valda, þá er það blekking ein. Eins og nú standa sakir er slík vaxtalæklc- un óhugsandi. — Hitt er annað mál, að allir menn sem land- búnaði unna, íhaldsinenn jafnt og' aðrir, vilja lækka vextina ef til þess er fundin framkvæman- leg ieið. Meðan slik leið er ó- fundin verður alt tal um okur- vexti Ræktunarsjóðsins og vild- arkjör landbúnaðarins i öðrum löndum að eins til þess að draga úr framkvæmdahug manna. Tr. Þ. hefir nýlega séð nokk- urn ávöxt iðju sinnar. Á fundi, sem haldinn var austanfjalls fyr- ir nokkrum dögum síðan, var frá því sagt í viðurkenningar- skyni við Tr. Þ„ að bóndi nokk- ur hefði hætt við að ráðast í jarðræktarframkvæmdir, af þvi að hann vildi bíða þess, að „vext- ir lækkuðu“. Finst Tr. Þ. til um hyggindi þessa bónda? Þessi bóndi er ekki einsdæmi. Viðsvegar um land standa bænd- ur og hafast ekki að, af þvi að þeir vilja heldur bíða þess, að vextir lækki“. Þelta sannar það, sem.eg hefi haldið fram, að Tr. Þ. liafi dregið úr framkvæmdar- hug manna með kenningum sín- um um „okurvexti“ Rælctunar- arsjóðsins. Almennar kosningar eiga að fara fram að ári liðnu. Allir vita, að Tr. Þ. hefir þá trú, að Fram- sókn komist í meiri hluta. Vill hann nú elcki segja bændum hver vaxtakjör landbúnaðarins verði, þegar Fi'amsókn er komin að völduin. Ef hann hefir þá trú að geta lækkað vextina ofan i t. d. 2 Ys %, getur hann unað því að bændur „biði þess að vextir lækki". En ef hann býst ekki við að vextirnir lækki, eða þú að- eins að sárlitlum mun, hlýtur honum að vera framkvæmda- leysið áhyggjuefni. Hann kemst því ekki hjá að svara þeirri spurningu: Uvcr vcrða lánskjör landbún- aðarins cf Framsókn kcmst i meirihluta? Ef gefin er út ávísun, sem ekki er innstæða fyrir, er það svilc- samlegt athæfi. Ef hampað er kröfum, sem óframkvæmanlegar eru, til þess að afla kjörfylgis, er það svikinn pólitískur gjald- eyrir. Tryggvi Þórhallsson rit- stjóri græddi ekkert þótt eg „krefðist" þess að hann væri eins rikur og Lord Northeliffe var. Jón Jónsson á Hóliværiengu bættari, þótt eg „krefðist" þess, að hann væri eins ríkur og „gósseigandinn“ í Laufási. Is- lenskir hændur verða jafn fátæk- ir, þótt „krafist“ sé að þeir búi við sönui vaxtakjör og stéttar- bræður þeirra í Noregi. Allar þessar „kröfur“ falla um sig sjálfar, ef ekki er jafnframt bent á úrlausnina til fullnæging- ar þeiin. Timinn gefur út ávísanir. Hvar er innstæðan? Á. J. íslensk uppgötvun. Lúðvik Jónsson búfræðingur, hefir sótt uin einkaleyfi hjer á landi fyrir nýju hjólskerakerfi, sem hann hefir smíðað. Kvöldvökurnar. Það hefir löngum verið talið þjóðareinkenni íslendinga, að þeir væru bókhneigðir og nám- fúsir. Saga þjóðarinnar tekur af manni ómakið, að færa rök fyrir þessu. Jafnvel á diminustu svart- nætlistímabiluin þjóðarinnar má alstaðar sjá andlega krafta vera að reyna að brjóta af sjer fjötr- ana, og verða skapandi. Þess vegna hefir hér altaf lifað þjóð- leg, haldgóð alþýðumentun, jafnvel þótt lærðu mennirnir lifðu og hrærðust í latínunni einni saman. Eitt dærni vil eg nefna, sem sýnir hversu nám- fýsin er þjóðinni í brjóst lagin, hversu mikla þörf þjóðin finnus hjá sér til að lifa andlegu lífi, samhliða dægurstritinu, og tíð- ast erfiðri lífsbaráttu. Þetta dæmi eru „kvöldvökurnar". f menningarsögu þjóðanna eru tíðast rakin eingöngu afskifti hins opinbera af mentamáilun- um, rakin saga skólanna o. s. frv. En þeir, sem rita menning- arsögu islensku þjóðarinnar verða enda að heygja sig dýpra en Þorsteinn Vatnsdælagoði, þá er hann gekk undir jarðarmen- ið fyrir Jökul bróður sinn, ef þeir eiga að komast fyrir dýpstu rætur íslenskrar menningar, en þær liggja, eða hafa legið, inn í þröngum sveitabaðstofum, jafnt fram til dala, sem við sjávarsíð- una. Menningarsaga þjóðar olck- ar er ekki hálfsögð ef hún ekki: skygnist inn á baðslofupallinn íslenska, þar sem bæði er lcembí og spunnið, teglt og táið, em haldbesti þátturinn í þessari bað- stofumenningu var þó lcstur og yðkun þjóðlegra lræða. Sá sem sat við lýsislampann, og las hátt alla kvöldvökuna, eða kvað rím- ur, skaraði ósjálfrátt svo dug- lega eldi að arni alþýðumentun- arinnar, að hún býr að því enn. í þessum skála hefir margui og tekið við kaupstaðabörnum að vorinu, strax er þau fara úr skólum, og siðan höfð undir eft- irliti uppeldisvanra manna og kvenna, uns haustar og skólar hefjast á ný. Mætti i bili nota unglingaskóla fjórðunganna sera tómir standa að sumarlagi, í þessu augnamiði. Þetta er eink- av viturleg hugmynd. En það er annað sem endur- bótár þarf, að minsta kosti ékki siðar en liarnaheimilin verða reist, og helst fyr; en þetta eru skólarnir í kaupstöðunum. Fáar stofnanir eru fjær þvi að ná til- gangi sínum, en þessir svonefndu barnaskólar og ber þar margt til. Þeir standa of stutt, kenslu- lcraftar eru alt of litlir, barna- kennarar alt of mentunarsnauð- ir, og loks eru skólarnir með rammvitlausu sniði. Skólarnir i kaupstöðunum eiga blátt áfram að vera æsku- lieimili barnanna, og koma þannig í stað götunnar og fjör- unnar, heimili, þar sem þau dvelji flestum stundum undir eftirliti, og iai máltiðir sinar sameiginlega. Þeir eiga ekki lengur að vera með þessu liálf- akadeiniska sniði, sem hingað til hefir verið mein þeirra, þar sem mest áherslan er lögð á að troða i börnin einhverjum bók- legum vísdómi, sem er algerJega Þau hafa engin tök á að sjá börn- um sínum fyrir skemtilegri að- búð heimafyrir, því kumbaldi þurrabúðarmannsins er venju- lega óvistlegur og þröngur, og þar er fátt inni sem gleður og örvar barnsaugað; þau kunna sjálf fátt af kurteisum siðum til að miðla börnunum, og móðirin tapar af þeim hendinni áður en þau eru komin nokkuð á legg, þau lenda úti í krakkasollinum; enginn vakir yfir hátterni þeirra né ver þau fyrir skaðleguin á- hrifum og illum félagsskap. Og þannig er móttökuhæfileiki þeirra fyrir göfgandi námi oft jiegar spiltur orðinn er þau koma i skólana, eða gáfur þeirra sljóvgaðar af heimskandi félags- skap og ófögrum leikuni, þjarki og illri aðbúð. Eg get ekki neitað því, að mig l'urðaði dálítið á að kynnast sliku ástandi einmitt á Aust- fjörðum. Eg mintist þess neíni- lega að einhverjar austfirskar konur höfðu látið i ljósi van- þóknun sína i Morgunblaðinu í fyrrasumar, er jeg gát þess í greinarkorni, að uppi væru er- lendis stefnur, m. a. i uppeldis- inálum, er miðuðu einmitt í þú átt að ráða bót á samskonar vandræðum og hér um ræðir, og ráða mundu aldahvörfum. Þegar eg las hið margumraídda þaklc- nrávarp austfirskra kvcnna til Guðrúnar Lárusdóttur, þá hafði cg náttúrlega enga ástæðu til að halda, að hér væri um að ræða alvörulaust hjal einhverra létt- úðugra kvenna, heldur fór eg að halda að barnauppeldi væri í slíku hiinnalagi á Austfjörðum, að þangað gæti allur heimurinn leitað sér fyrirmynd. Nú kemst jeg sem sagt að raun uin hið gagnstæða. Allir hugs- andi menn og alvarlegar konur hér austanlands tala um hætt- una, sem felist í hinu bágborna uppeldi barnanna á fjörðunum og útmála með dapurlegustu lit- um ástandið eins og það er. Seinast tók austfirska presta- stefnan, sem haldin var í Valla- nesi um síðustu helgi, mál þetta til alvarlegrar ihugunar, já, meira að segja: þetta barnaupp- eldismál var að sögn, eitt hið al- varlegasta og vandasamasta úr- lausnarefni, sem fyrir fundinum lá, enda tókst ekki að leysa það, eftir því sem eg hefi frétt. Barnaheimilin eru nú, að þvi mér sögðu klerkar, þær þjóð- heillastofnanir, sem heitast bæri að óska, ef nokkur von væri um viturlegar undirtektir á æðri stöðum. Hugsa menn sér stofn- anir þessar grundaðar til sveita, og sé þar hafður búrekstur á kostnað ríkis eða einstaklinga,

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.