Vörður


Vörður - 30.10.1926, Blaðsíða 4

Vörður - 30.10.1926, Blaðsíða 4
V Ö R Ð U R •r einn þeirra minjagripa, sem allir ferðamenn skoða er til Osló koma. Víkingaskip þetta fanst 1904 í haugi í Vesturfold í Nor- egi. Hefir það til þessa staðið í Ósbergs-skipiö blikkskúr bak við háskólann, en nú hefir það verið flutt í þjóð- minjasafnið í Bygðey. Myndin fyrir ofan þessar lín- ur var tekin þegar skipið var l'lutt yfir Tordenskjold-torgið, og hefir ljósmyndarinn hagað myndtökunni þannig, að lik- neski sjógarpsins fræga sýnist standa upp í skipinu. verið ásáttir um og starfa svo saman í bróðerni að útbreiðslu guðsríkisins. Þetta er mönnum að skiljast betur og betur. Það er eins og síra Luðvíg haldi, að við sjeum að koma hjer fram með eitthvað nýtt. Hann virðist ekki hafa fylgst vel með og ekki lesið vel rit þau, sem hann segir, að biskupinn hafi gefið sjer, ef hann veit ekki að þessi stefna er nú á tímum mjög að ryðja sjer til rúms í hinum kristna heimi. í þá átt fara m. a. hin miklu kirkjuþing, sem nú eru haldin árlega, þar serh mæta fulltrúar allra mögulegra kirkjudeilda og trúflokka og rjetta hver öðrum höndina í einni trú, einni von og einum kærleika. Þar er ekki verið að spyrja: f hverju greinist nú þín trú frá minni, svo jeg geti sparkað í þig ef okkur greinir á, heldur er þar leitað að hinum breiða sameigin- lega grundvelli. Af þessum grunni viljum yið láta hina islensku þjóðkirkju rísa og sniða kenslu- bókina í kristnum fræðum handa börnunum þar eftir. Við teljum að kennararnir væru þá i minni vanda settir við kensluna í kristmlm fræðum og færri ásteit- ingarsteinar fyrir börnin þegar þau fara að læra meira og þegar þau fara sjálf að kryfja til mergjar það, sem þeim hefir verið kent og þau tekið við í „góðri trú". Frh. Björn Stefánsson. Kosningarnar í Reykjavík fóru svo, að A-list- inn fjekk 2557 atkv. en B-listinn 3877. Voru þannig kosnir báðir efstu menn listanna, Hjeðinn Valdimarsson og Jón ólafsson. I Rangárvallasýslu var kosinn Einar Jónsson bóndi á Geldinga- læk með 611 atkkv., Jakob Lár- usson fjekk 361 atkv. í Dalasýslu var kosinn Jón Guðnason prestur á Kvenna- brekku með 271 atkv., Sigurður Eggerz fjekk 238 atkv., Árni Árnason læknir 117 atkv. Fjalla-Eyvind er nú verið að sýna á Allé- leikhúsinu (áður Betty Nansen- leikhúsinu) í Khöfn. Gunnar Tollnes leikur Eyvind. Sýningin þykir hafa tekist vel. Meðal annara orða —. Úr náttúrunnar riki. Um fátt var Jónasi frá Hriflu tíðræddara nú fyrir kosningarn- ar, bæði í Tímanum og á mann- fundum, en Estrup og Mussolini. Hann kvað Estrup hafa stjórnað Danmörku árum saman „með ofsa og ofbeldi" og hrifsað fje „úr ríkissjóði í herbúnað, þvert ofan í vilja þjóðarinnar." En flokksmenn Mussolini á ítalíu hafa „í þjónustu sinna Mbl. kaupmanna, brent og rænt búðir kaupfjelaganna í gjörvöllu land- inu". „Þeir hafa drepið menn svo þúsundum skiftir fyrir að hafa aðra skoðun á landsmálum", segir J. J. ennfremur. „Þeir myrtu einn þingmann á leið til þinghússins" o. s. frv. Hvað kemur þetta landkjörinu við? mun margur spyrja í sak- lausri undrun. Og það stendur ekki á svörum hjá Jónasi: Hann segir, að íslensku ihaldsblöðin hafi lofað og tignað „ofbeldið, manndrápin, ránin og brennurn- ar" á ítalíu. Og ennfremur segir hann: „Jón. Þorláksson hefir í orði og verki sýnt, að hann lang- ar til að beita ofbeldi við stjórn landsins. Hið eina, sem hindrar hann og lið hans frá því, er óttinn við mótstöðuna frá meg- inþorra þjóðarinnar, bæði í sveitunum og við sjóinn". Með öðrum orðum — Jón Þor- láksson og íhaldsflokkinn þyrst- ir i manndráp, rán og brennur — en kjarkinn brestur! í sumar flutti Vörður frjetta- grein um hið svonefnda Berges- mál, og skýrði m. a. frá þeim málsbótum, sem færðar væru fram í Noregi fyrir Iánum Berg- es-stjórnarinnar til Handels- banken í Osló. Vörður skorar á hvern sem getur, að vitna í eina setningu úr þeirri grein, þar sem blaðið leggi dóm á gjörðir þeirrar stjórnar. En út af þess- ari frjettagrein, skrifar ,í. J. í Tímann: „í einni af útgáfum Mbl. gerð- ist Jón Þorláksson svo djarfur, að verja atferli Berge. íslenska lhaldsstjórnin ljet halda því fram, að hjer bryti nauðsyn lög'). Hvers vegna gat Jón Þorl. 1) f grein Varðar stóð: „En fylgis- menn hans (þ. e. Berges) halda bvi komið til hugar, að láta blað stjórnarinnar, tilefnislaust, fara að verja hið vonlausa hneykslis- mál Berge? Engin ástæða sýnist önnur til þess en sú, að Berge framdi ofbeldi í þágu norskra Íhaldsmanna. Jóni dettur í hug, að gott sje að hafa þarna for- dæmi, ef íhaldinu íslenska lægi á að brúka ríkissjóðinn eins og Estrup og Berge, án þess að þing og þjóð leyfði". Það fer að verða varhugarvert fyrir íhaldsblöðin á íslandi að flytja útlendar frjettir. Hvað þóknast herra Jónasi að bjóða þjóðinni mest upp á? Vörður flutti um daginn fregnir af fellibylnum í Florida. Mætti ekki skrifa t. d. eitthvað á þá leið, að Jón Þorláksson hefði nú hlakkað yfir þvi í ein- um af dilkum Mbl., að fellibyl- ur hefði gjöreytt stórum land- spildum í Ameríku — og svo leiða Jikur að því, hvers hann óskaði sínu eigin landi. Þá hefir Vörðnr og öðru hvoru minst á kolaverkfallið í Eng- land. Mætti ekki segja að í- haldið hefði dálæti á verkföll- um, gleddist þegar þröngt væri í búi hjá fátæklingunum o. s. í'rv.? Ef Jónas tæki sig til og ynni vel úr öllum útlendum frjettum, sem íhaldsblöðin flytja — ja, þá yrði margur laglegur kapituli til! Þá væri Framsókn borgið við næstu kosningar. Og færi þá vel á því, að þing- flokkurinn bæri hinn drenglund- aða og sannorða foringja sinn á gullstól inn í þingsalinn í febr. 1928. Því það er heiður fyrir hverja þjóð, að viðurkenna mikilmenni sín í lifandi lífi. Jarðskjálftar. Aðfaranótt mánudags urðu allmiklir jarðskjálftakippir á Reykjanesi og kom allmikil sprunga í vitann þar, en ljósið sloknaði vegna þess að kvika- silfur heltist niður. Annars höfðu ljósatækin ekkert skemst. Sumir kippirnir höfðu verið allsnarpir og ljet svo hátt í húsunum, að ekki heyrðist mannamál, elda- vjelar og ofnar hentust til í her- fram, að hann hafi brotið hana (þ. e. stjórnarskrána) af brýnni nauðsyn og nauðsyn brjóti lög". (Vörður 31. julf). Verðlækkun á bókum. Bókaverslunin Emaus hefir lækkað verð á eftirtöldum forlitgs- bókum sínum: „Saga Abrahams Lincolns" kostaði áður 14 kr. innb. og 1-2 kr. keft; kostar nú 10 kr. innb. og 8 kr. heft. „Vormenn fslands". Æfisögur Skúla fógeta, Jóns Eiríkssonar, Eggerte Ólafssonar, Bjarna Pálssonar landlæknis og sr. Björns Halldéra- sonar í Sauðlauksdal, kostaði áður 10 kr. í bandi og 8 kr. heft; kost- ar nú 8 kr. i bandi og 6 kr. heft. Verksmiðjustúlkan kostaði áður 7 kr. í bandi og 6 kr. í kápu; kostar nú 6 kr. i bandi og 4 kr. í kápu. „Fermingargjöfin heitir lítil, falleg bók, ætluð til íermingargjafa. kostar 'bundin í laglegt gylt band kr. 3.00 — Þessar ofantóldu ba^kur geta menn fengið keyptar hjá bóksölum, eða pantað þser beint frá Bókaversluninni Emaus Bergstaðastræti 27 Reykjavík. UNGLINGAKENSLA. Jeg undirritaður hefi áformað, ef nægjanieg þáit- taka fæst, að hafa unglingaskóla í vetur í Tryggvaskála við Ölfusá, og kenna þar allar helstu námsgreinar, sem kendar eru í unglingaskólum hjer á landi. Verður það meðal annars: íslenska (munnleg og skrifieg), reikningur (þar með talið bókfærsla og bú- reikningar) og eitthvert tungumálanna, enska, þýska eða danska, eftir þvi sem nemendur óska. Einnig saga, landa- fræði og náttúrusaga og ef til vill söngur og fimleikai\ eí hægt verður að koma því við. Kenslukraftar fara eftir því, hve þátttakan verður mikil. Kenslan byrjar 20. nóvember n. k. og varir til 15. maí n. ár, eða skemur, eftir því hvað mönnum þykir heppilegt. Væntanlegum nemendum gefst kostur á að fá fæði, húsnæði og þjónustu hjá Guðlaugi Þórðarsyni i Tryggva- skála fyrir sannvirði. Annars ættu þeir, sem heima eiga ekki lengra en alt að klukkustundargang frá kenslustað, að geta sótt kensluna daglega heimanað. Þeir, sem hafa í hyggju að nota sjer kenslu þessa, eííi sig fram við mig, eða ofannefndan Guðlaug hið fyrsta áður en kenslan á að byrja. Tryggvaskála, 23. október 1926. Jón Kristgeirsson. RAUÐI KROSS ÍSLANDS. Rauði krossinn hefir keypt vandaða, nýja sjúkrabifreið, sem rúmar tvo sjúklinga. Auk þess eru sæti fyrir þrjá menn. Bifreiðin fæsttil sjúkraflutninga svo langt sem akfærir vegir ná út frá Reykjavik. Afgreiðslu annast fyrst um sinn Slökkistöð Reykjavíkur. bergjunum, en rúður brotnuðu. Kippirnir hjeldust á mánudag og fram á aðfaranótt þriðjudags, en síðan hefir ekki orðið jarð- skjiílfta vart. ¦ «í (sr* -,- ^f-- >•¦ Suðurlandsskólinn. Atkvæðagreiðslan á Kangár- völlum um skólamálið fór svo, að 329 greiddu atkv. með sam- skóla fyrir suðurláglendið, 260 með sjerskóla fyrir Rangárvalla- sýslu, en 200 gegn því að nokkur skóli yrði reistur. 21 skiluðu auð- um seðli. — Landmannahrepjmr tók eigi þátt í atkvæðagreiðsl- unni, með þvi að hreppsbúar hafa áður með samþykt tjáð sig meðmælta samskólanum. Unglingaskóli í Tryggvaskála. A öðrum stað hjer í blaðinu auglýsir Jón Kristgeirsson að hann hafi í hyggju að halda uppi unglingakenslu í Tryggvaskála í vetur, ef nægileg þátttaka fæst. Hefir J, K. fengist talsvert við kenslu á síðari árum, búið pilta undir gagnfræðapróf, verið heimiliskennari o. s. frv. og get- ið sjer gott orð. Þar eð ekki verður kostur á annari unglinga- kenslu á suðurláglendinu í vetur. má búast við, að skólinn í Tryggvaskála verði vel sóttur. Nýjar bækur: Þrir fijrirlcstrar um samvinnu- mál eftir Axel Gjöres, A.Aulauko og Hall prófessor, þýddir og gef n- ir út af Sigurði Sigurðssyni frá Kálfafelli. Fyrirlestrarnir eru sjerprentaðir úr Lögrjettu og fjalla um samvinnuna í Svíþjóð, Finnlandi og Bretlandi.—Kongs- dóttirin fagra, æfintýri handa börnum eftir Bjama M. Jónsson.. Æfintýrið er prýtt myndum. Ólafur Túbals malari hefir opnað sýningu í húsi K. F. U. M. Verður hún op- in frá kl. 11—5 daglega. l'rcntsiniöjau Gutenberg, X

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.