Vörður


Vörður - 06.11.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 06.11.1926, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgð- armaður Krístján Albertson Tungötu 18. Afgreiðslu- og inn- heimtumaður Ásgeir Magnússoti kennarí. Utg:efandi : MEidstjórn Íhalcisfioklisins. IV. ár. Reykjavík 6. nóv. 193«. 46. blaö. Bifreiðin, sem þessi mynd er af, er síst fegurri eða merkilegri en aðrar bifreiðar, en þó hafa örlög hennar orðið nokkur önn- ur en þau, er bíða flestra ann- ara farartækja. Hún var notuð af frönskum foringjum í hinni frægu orustu við Marne, þar sem innrás Þjóðverja í Frakk- land var stöðvuð i ófriðarbyrj- un og nú hafa Ameríkumenn keypt hana dýru verði og ætla að geyma hana um aldur og æfi i hergagnasafninu í Phila- delfia. Foch marskálkur hjelt' kveðjuræðu yfir henni fyrir skemstu og eftir nokkra daga verður henni ekið við mikla við- höfn fríi New York til Phila- delphia. Banatilræði viö Mussolini. Fyrir nokkrum dögum var enn á ný reynt að ráða Mussolini af dögum, og munaði aftur minstu að það tækist. Var hann staddur í Bologna er unglings- piltur skaut á hann. Segja skeyti að Mussolini hafi borið orðu á brjóstiun og hafi það bjargað lífi hans, því kúlan hafi skollið af henni. Mannfjöldinn rjeðist þegar á piltinn og drap hann. Síðari fregn hermir að sum- ir telji að pilturinn hafi verið saklaus og að illræðismaðurinn hafi komist á brott. En löreglan i Bologna mótmælir þessu. Miklar æsingar hafa orðið viða um Italíu síðustu daga. 2000 manna hafa verið handteknir og sakaðir um þátttöku í fjörráð- unum við Mussolini. Víða hafa Fascistar ráðist inn á skrifstofur andstæðingablaðanna, misþyrmt þeim sem fyrir voru og eyðilagt alt se mfyrir varð. Hafa þeir birt lista yfir fjölda andstæð- inga sinna, sem þeir hóta að skuli teknir af lífi, ef Musso- lini verði myrtur. Þá hefir og Frakka-hatrið blossað upp að nýju eftir þetta síðasta banatilræði. Hafa Fasc- istar í'áðist inn á skrifstofur franska ræðismannsins í Tripo- lia, eyðilagt húsgögn og skjöl og alt sem hendi lá næst. Blöðin í Frakklandi eru ítölum stórreið og gefa i skyn að til styrjaldar geti leitt ef ítalska stjórnin láti slíkar aðfarir viðgangast. Blöðin óska að fyrirhuguðum fundi Briands og Mussolini verði hraðað sem mest má verða, til þess að afstaðan milli ítala og Frakka skírist. Þjóðverjar. Símað er að ósennilegt sje talið að Þjóðverjar vilji gera samninga er tryggi að óbreytt haldist núgildandi austurlanda- máéri. Þýskalands. Er það enn von margra Þjóðverja að takast megi að fá landamærum milli Póllands og Þýskalands breytt á friðsamlegan hátt. Þá er það og mikið áhugamál Þjóðverja að Austurríki sameinist Þýska- landi. Þjóðverjar vona að hægt verði að bjóða annað endurgjald fyrir heimkölhm setuliðsins í Bínar- löndunum, en öryggissamninga um austurlandamærin. Spánn. Símað er 4. þ .m., að frakk- neska lögreglan á landamærum Spánar og Frakklands hafi hand- samað 90 Spánverja, sem ætluðu að komast með leynd yfir landa- mærin inn á Spán, í þeim til- gangi að koma af stað byltingu þar í landi og myrða Bivera. Þjóðmál. I. Frjáíslyndi flokkurinn. Visir flutti fyrir skemstu flokk greina sem nefndist „fsland fyr- ir íslendinga", og var þar enn gerð tilraun til þess að marka stefnu nýjum flokki, frjáls- lynda flokknum. Blaðið heldur því fram, að sjálfstæðismálið eigi að vera höfuðstefnumál hins nýja flokks. En hvers vegna var þá horfið frá hinu gamla Sjálfstæðisflokks-heiti? Þegar þeir Sig. Eggerz, Bene- dikt Sveinsson og Jakob Möller hófust handa um stofnun frj'álslynds flokks í stað Sjálf- stæðisflokksins — þá hjeldu menn að þar með væri fengin viðurkenning þessara manna á því, að flokkarnir gætu ekki lengur skiftst um sjálfstæðis- málið, það væri til lykta leitt í bili. En nú kemur Vísir og seg- ir að það sje „í meira lagi kyn- legt, að til skuli vera íslenskir menn, sem láta sjer detta í hug, að stjórnmálabaráttu vorri við Dani sje lokið með sambands- sáttmálanum frá 1918"! Um hvað ætlar þá hinn nýi flokkur að hefja deilur við Dani, þegar hann er kominn til valda? „íslenskur sjálfstæðisflokkur hefir aldrei verið nauðsynlegri en nú, og sjaldan átt s.tærri vérkéfhi fyrir höndum", segir Vísir. En þegar vjer í greinum blaðsins leitum svars við þeirri spurningu, hver þessi verkefni sjeu, þá er ekki öðru til að dré.ifa én almennum hugleið- ingum um þær hættur sem efna- Jegu og andlegu sjálfstæði voru sjeu búnar. Er þar margt rjetti- lega l'ram tekið, en fátt sem ekki hefir áður verið bent á. Og hvergi er með einu orði vik- ið að neinu ákveðnu og sjer- stöku, sem hinn nýji flokkur myndi beita sjer fyrir. „Efna- legt og andlegt sjálfstæði" — er ekki stuðlað að því af öllum flokkum, stofnunum, fjelögum og emstaklingum, sem vinna að bættum hag eða aukinni menn- ingu þjóðarinnar? Má ekki svo að orði kveða, að öll nýtileg starfsemi. þjóðarinnar miði að því, að tryggja efnalegt og and- legt sjálfstæði hennar? Hvar eru nýmæli frjálslynda flokksins, hver eru hin nýju verkefni, sem hann hefir bent á, og svo eru mikilvæg, að hægt sje að stofna flokk um þau? Greinar Vísis færa svo gildar sönnur, sem frekast. má verða, á hugsjóna-örbirgð og algert stefnuskrárleysi hins nýja flokks. Kjarnann i hugleiðing- um blaðsins mun helst að finna í þessum orðum: „Flokkurinn nýi á göfugt starf fyrir höndum. Hann á að gæta þess, sem áunnist hefir í frelsismálum þjóðarinnar og sækja lengra á brattann (þetta virðist þurfa að orða skírar!). Hann á að fegra hið gamla, kenna mönnum þjóðlega for- sjálni, ryðja hollum hugsunum braut til þjóðarinnar, en kveða niður skaðlegar kenningar og hleypidóma, hvort sem það dót er gamalt eða nýtt". Hver fer nær um það, eftir slíkar upplýsingar, hvers muni mega vænta af frjálslynda flokknum? Hann ætlar að vera ineð „hollum hugsunum" og á móti „skaðlegum kenningum", hann ætlar að „fegra hið gamla", þó ekki gamla hleypi- dóma, o. s. frv. Hver treystir sjer til þess að sjá votta fyrir stefnuskrá i þess- um og þvílíkum loforðum? II. Tvennskonar rjettur. Svo heitir forustugrein í síð- asta tbl: Tímans, þar sem þvi er haldið fram, að hjer á landi gildi annar rjettur fyrir ríka en l'átæka, að hart sje tekið á af- brotum alþýðumanna en hylm- að yfir með hinum meiri mátt- ar. Kennir blaðið íhaldsflokkn- um um þetta ranglæti. Fullyrðingar af þessu tagi hafa jafnan verið tilvalið efni handa sorpblöðum, sem lifa á þvi, að slá á lága strengi öfund- ar og tortrygni og æsa til haturs. Þær geta líka verið engu miður lilvalið umtalsefni alvarlegra og sæmilegra blaða. En slik blöð myndu aldrei leyfa sjer að gaspra út í bláinn um ranglæti, þeirrar legundar, sem hjer um ræðir. Þau myndu rökstyðja með eins mörgum dæmum og þau frekast gætu — þau myndu kosta kapps um að hlaða traust- um sönnunum undir staðhæfing- ar sinar. Og þetta myndu þau ekki einasta gera til þess að árás þeirra hefði sem mest áhrif, þannig að ógjörningur væri að láta hana sem vind um eyru þjóta. Þau myndu líka gera það vegna sjálfs síns, vegna sæmd- ar sinnar. Þau myndu búa svo út sakagiftir sínar, að enginn vafi gæti á því leikið, að þær væru fram bornar af heiðarlegu blaði í heiðarlegum tilgangi. En hvað gerir nú Timinn? Það er skemst af aðferð hans að segja, að hann ber ekki við að rökstyðja með einu einasta dæmi þær sakir, sem hann ber á fhaldsflokkinn. Blaðið reynir heldur ekki að sýna fram á, að þau ráðuneyti, sem flokkur þess átti ítök i, hafi verið aðgjörða- harðari en núverandi stjórn við embættismenn, sem sekir urðu um afglöp, gjaldþrota fjesýslu- menn eða lækna, sem brjóta bannlögin. Það reynir heldur ekki að færa rök að þvi, að slikir menn hafi haft meira aðhald, en þeir nú hafa, hin mörgu ár sem forsætisráðherraefni Framsókn- arflokksins, Klcmens Jónsson, var landritari. En Tíminn lætur sjer ekki nægja að fullyrða, að íhaldið hylmi yfir með öllum af- brotamönnum í þjóðfjelaginu, — blaðið skírir líka frá því, hvers vegna það' láti sjer svo ant um þá. Það er af því, „að þetta eru drykkjubræður og vinir vald- haf anna"! „Embættismennirnir sem fá yfirhylmingu og jafnvel feitara embætti fyrir afglöp sín, brenni- vínslæknarnir, og mennirnir sem auðga sig á annara kostnað með því að verða gjaldþrota — allir eru þessir menn nálega öldungis undantekningarlaust öruggir flokksmenn i Ihaldsflokknum, á- hrifamiklir „agitatorar", eða stöðugt borgandi fjelagar til flokkssjóðanna. Fyrir þetta heimta þeir sjer til handa æðri rjett en þann sem bóndanum, sjómanninum, smiðn um og verkamanninum er veitt- ur. — Það er íhaldsflokkurinn sem ber alla ábyrgðina á að hjer á Islandi ríkir tvennskonar rjett- læti: annað fyrir hinn meir eðá minna háttsetta Ihalds- mann, hitt fyrir allan almúga". Það er auðvitað ógjörningur að cltast við þá fullyrðingu blaðsins, að „allir" þessir menn sjeu „nálega öldungis undan- tekningarlaust"(!) fylgjandi í- haldsflokknum. Það getur hver sem vill talið sig Ihaldsmann, Framsóknarmann eða Jafnað- armann — enginn flokkanna get ur haft nein afskifti af því þótt vandræða- eða misindismenn fylgi honum að málum. Tímanum er gjarnara á það en nokkru öðru íslensku blaði, að halda á lof ti óvirðingum um ein- staklinga og leggja þá í einelti með skensi og brígsli. Jafnfr*mt því að blaðið læst trúa þvi, að aldrei hafi fallið skuggi á mann- orð nokkurs Framsóknarmanns, þá lýsir það íhaldsflokknum að staðaldri sem samsafni af alls- konar úrþvætti. Felst i því harð- ur dómu um íslensku þjóðina, að lýsa svo langstærsta flokknum. En allar þessar ofsóknir blaðsins eru framdar í þvi ör- ugga trausti, að blöðum fhalds- manna stjórni sæmilegri nienn og ógjarnari á brígsl og níð, en þeir eru, sem Tímann rita. Því ef svo væri ekki — hvað væri þá eðlilegra en að íhaldsblöðin svöruðu í sama tón og auðvirtu alla þá Framsóknarmenn, sem einhverjar persónulegar ávirð- ingar mætti upp á herma — og gerðu þannig sitt til þess að stjórnmálalífið á fslandi yrði að látlausu aurkasti á sem flesta þeirra manna, er fást við opin- ber mál? fhaldsblöðin islensku hafa veist að foringjum Fram-

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.