Vörður


Vörður - 13.11.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 13.11.1926, Blaðsíða 1
Ritstióri og ábyfgð- armaður Krístján Albertson Túngötu 18. Afgreiðslu- og inn- heimtuntaður Ásgeir Magnússott kennari. Útgefandi : BJLiÖstiörm íhaJcisfloUlfSix&s. IV. ár. Keykjavílc a:$. i\6v, 1930. 47. folað. egi. Vjer höfum áður birt úrslit atkvESðagreiðsIunnar um bannið i Noregi. Var afnám þess sam- þykt með 115 þús. atkvæða rneirihiuta, og hafa um 250 þús. kjósenda snúist gegn banni síðan síðast var greitt þjóðarat- kvæði um málið. Norska stjórnin hefir nú lagt fyrir þingið frv. um afnám ba'nnsins. Er talið víst að það verði samþykt í einu hljóði, eft- ir þann dóm er þjóðin hefir kveðið upp. Ástæðan til skoðanaskifta norsku þjóðarinnar í bannmál- inu var sívaxandi smygl og heimabruggun og öll sú óhæfa og spilling, sem því fylgdi. Myndin fyrir ofan þessar lín- ur er frá þeim bæjarhluta í Osló, er Grænland nefnist. Eru þau hverfi hans er að höfninni liggja, illræmd sem höfuðstöðv- ar smyglara og bruggara. IÞIngrof í Fyrir skemstu flutti Jafnaðar- mannast.jórnin danska frv. til kreppuvarnarlaga og var þar farið fram á að varið yrði rúm- um 100 milj. kr. til ýmsra ráð- stafana, er miða að því að Ijetta kreppu þá, sem nú er í Dan- mörku. Miklum upphæðum átti að verja til styrktar illa stödd- um atvinnufyrirtækjum, til land- búriaðarframkvæmda, atvinnu- bóta o. s. frv. — ýmist með bein- um styrkjum eða lánvéitinguni. En fje þetta átti að fá inn með útgáfu ríkisskuldabrjefa og aukn- um -eignaskatti. Harðar deilur hafa undanfarið staðið um frv. stjórnarinnar. Andstæðingaflokkarnir og annar stuðningsflokkur ráðuneytisins, róttæki flokkurinn, lögðust gegn frv., feldu mörg ákvæði þeirra en breyttu öðrum. Stjórnin hefir nú svarað með því að rjúfa þing og fara nýjar kosningar fram 2. des. ' Koladeiian. Talið er víst, að sarnningar niuni fullgerðir einhvern næstu dagana milli námaeigenda og námamanna í Englandi. Yfir 300 þús. eru nú aftur gengnir til vinnu sinnar í námunum. Kola- verð hefir lækkað lítið eitt síð- *stu daga. Áælað er að beint tjón af vi.Hnustöðvuninni nemi 250—300 1)Jilj. ster.punda, en hið óbeina aþ sem verslun, iðnaður og út- S^ð hefir beðið, verður ekki i töl«m talið. María droíning í Rúmeníu fór í síðastl. .mánuði til Ame- ríku til þess að safna fje handa fátækum heimilislausum rúm- enskum börnum. Mjög þótti orka tvímælis, hvort allar að- ferðir drotningarinnar til fjár- öflunar hefðu verið samboðnar hennar hátign. Hún ljet t. d. blöðin borga sjer "riflega fyrir öll þau viðtöl við sig, er hún leyfði að birta — og mun það hafa varpað nokkrum skugga á gleði Bandaríkjamanna yfir öll- um þeim loflegu orðum, er hún viðhai'ði um land þeirra. Yfiiv leitt þótti allmikill fjáröflunar- oog auglýsingakeimur að allri framkomu hennar, og er sagt að Rúmeníukonungur hafi af þeim ástæðum kvatt hana heim fyr en til stóð. í opinberum tilkynn- ingum var sagt, að hún hefði íengið illkynjað kvef og því hraðað heimför sinni. Myndin sýnir drotninguna við gröf hins ókunna hermanns i Washington. Japaih Mælt er, að japanska stjórnin hafi gert áætlun um nýja flota- aukningu og eigi að veita til þess 261 milj. yen á næstu fimm ár- um. Á að smíða fjóra 10 þús. smálesta bryndreka, fimtán stóra tundurspilla, fjóra kafbáta og fjögur hjálparbeitiskip. eyminn o. I grein Jónasar Jónssonar al- þm. „Aflaklær og skattabetlar- ar", eru að eins tvö atriði er snerta deilu okkar um tekju- og eignaskattinn og skattsvika- brigslin. Þótt Jónas þjóti úr eiriu í aniiað, læt jeg mig það engu skifta. Hann þarf að leiða, athygli les- andans frá sjálfum deiluefnunum. Fyrir mjer vakir að leggja þau sem skýrast- fram til dóms. Jeg get svo siðar ef mjer sýnist vik- ið að fljótfærni og ósannsögli Jónasar í hinum málunum sem hann víkur að. Áður en jeg minnist á það tvent, er jeg tel máli skifta, verð jeg að gera þá játningu, að jeg fer nú að þreytast á að reka of- an í Jónas staðhæfingar hans i sambandi við þær 600 þús. kr., er hann telur að stjórnin hafi ætlað að gefa fáum útgerðar- mönnum. Það er hvorttveggja, að jeg treysti þvi að flestum sje nú orðið ljóst hve ósvífið og ó- satt Jónas segir frá um þetta mál, og eins hitt, að nú fer að líða að þvi, að sjálf reynslan kveður upp dóm í málinu, en úr því á Jónas sjer ekkert griðland. I. Jónas segir rjettilega, að jeg hafi staðhæft, að íslendingar búi við mikið hærri tekjuskatt en títt sje með öðrum þjóðum. Þetta vill hann hrekja og þannig fer hann að því: „Litlu siðar var þessi kenn- ing rekin ofan í yfirmann ólafs, fjármálaráðherrann, á opinber- um fundi i Rvík. Gat ráðherr- ann engri vörn við komið. Reyndin var sú, að beinu skatt- arnir gefa landssjóði íslands ekki nema tíunda hluta af tekj- um hans, en drjúpa ríkissjóði Dana nálega ferfalt betur. Senni- lega hefir Olafur ekki vitað betur en af venjulegri framhleypni byi-jað að vaða elginn til að aug- lýsa sem mest kjánaskap sinn". . Já, ekki er að furða þótt ráð- herra yrði stirt um svarið! Jónas segir, að danski ríkis- sjóðurinn hafi hlutfallslega fjór- faldar tekjur á við ríkissjóð Is- lands af tekju og eignaskatti, og staðhæfir siðan, að þetta sje ó- ræk sönnun þess, að þessum skatti sje beitt miklu væglegar hjer en í Danmörku. En þetta er auðvitað greypileg hugsunarvilla. Tekjuhlutfall ríkissjóðanna hefir að vísu sönn- unargildi í málinu, en þvert öf- ugt við það sem Jónas heldur, og skal jeg skýra það betur. Fyrst vil jeg þó benda honum á, að í deilu okkar um það, hvor- ir eigi við þyngri tekjuskatt að búa, Danir eða Islendingar, sker það úr með hvorri þjóðinni skattstiginn er bærri og hvora þjóðina sami skattstigi leikur harðar. Jeg hefi nú margsagt Jónasi, að skattstigi Islendinga er 50% hærri en Dana og mikið hærri en skattstigi allra þeirra þjóða er við slík lög búa. Þó er hitt verra, að sami skattstigi er oss þungbærar.i en öðrum, einkum vegna misjafns árferðis, svo að hjer er greiddur margfaldur skattur á við það, sem tíðkast annarstaðar af sömu tekjum á vissu árabili. Þetta sannaði jeg með óræk- um tölum hjer i blaðinu 2. októ- ber. Jeg á kröfu á að Jónas við- urkenni þetta, þó að það skifti mig litlu, því allur ahnenning- ur fer nú að sjá þetta og skilja. Jeg lofaði að skýra fyrir Jón- asi hvað vitneskjan um tekjur ríkissjóðs Dana af tekj'u- og eignaskatti sannar. Hún sannar að Danir, sem eru margfalt rik- ari þjóð eii vjer íslendingar, hafa einnig margfaldar tekjur á við oss. Með því einu móti getur hver gjaldþegn reynst tekjusjóði Dana fjórfaldur tekjustofn á við það, er hjer gerist, jafnvel þótt menn hjer greiði mikið hærra c/jald af sömu tekjum. Mjer er þessi sönnun nokkurs virði, en ekki veit jeg hvort sú var ætlun- in. Það er nefnilega viðurkend staðreynd, að því fátækari og tekjuminni sem þjóðin er, því vægar verður að beita beinum sköttum. Fátæk þjóð verður með löggjöfinni að hvetja til sparn- aðar og framtaks. Beinu skatt- arnir miða til hins gagnstæða. Jónas hefir þvi fært fram nýja sönnun máli mínu til stuðnings. Hann hefir sannað, að alveg sjerstök ástæða sje til að tekju- og eignaskattur sje hjer mjög lágur. Jeg hefi hins vegar sann- að að þessi skattur sje hjer al- veg eindæma hár. Sannanir okkar Jónasar færa því að einu marki: lækkun skattsins. Þessi niðurstaða er að vissu leyti sameign okkar Jónasar. Það fer eftir manngildi Jónas- ar hvort leiðrjetting misrjettis- ins, lækkun skattsins, éinnig verður sameign okkar. Úr því sker reynslan. II. I skattsvikabrigslunum er nú málum komið eins og jeg í upp- hafi stefndi að. Annars vegar hefi jeg með Ijósum tilvitnunum í gildandi lög neytt Jónas til að renna frá dylgjimum. Hinsyegar skildi jeg honum eftir opna gildru, sem hann hefir nú geng- ið í. Jeg sagði nefnilega Jónasi að Kveldúlfur gæti átt alt að tveim miljónum króna og hefði getað haft 340 þús. króna tekjur

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.