Vörður - 13.11.1926, Blaðsíða 4
V Ö R Ð U R
VORÐUR
kemur út á laugardögum.
Ritstjórinn :
Kris tján A Ibertson,
Túngötu 18. — Sími: 1961.
Afgreiðslan:
Hverfisgötu 21.
Opin 10—12 árd. — Simi: 1432.
Verð: 8 kr. árg.
Gjalddagi 1. júlL
Góð bók.
Hundrað hugvekjur til kvöld-
lestra eftir ísleiiska kennimenn.
Otg. Prestafjelag Islands, Rvík.
Þa5 var sannarlega þörf á
slíkri bók sem þessari og raun-
ar undarlegt, að eigi skuli fyrir
löngu hafa verið bætt út þeim
tilfinnanlega skorti á kveld-
lestrabók, sem svo lengi hefir
verið í landinu. Hugvekjur Pjet-
urs biskups þóttu góðar á sinni
tíð, en falla fólki nú eigi sem best
í geð. Svo komu „Prestahugvekj-
urnar" 1883 og urðu mjög vin-
sælar, en þær hafa lengi verið
ófáanlegar. Seinna (1913), gaf
Sigurbjörn Á. Gislason út hug-
vekjusafn sitt „Góðar stundir",
sem eru aðeins 30 að tölu, og að
mestu þýðingar úr erlendum
málum. Það er ágætt safn, en nær
of skammt. Það sem veldur
drættinum með nýtt hugvekju-
safn, er líklega einkum það, að
menn vissu að húslestrar (eða
heimilisguðsdýrkun) voru svo
víða lagðir niður, en mín skoð-
un er, að vöntun á hentugri bók
hafi enn meira stutt að niður-
lagningu kveldlestranna, því að
þótt fólki sje sagt, og það með
rjettu, að nota megi kafla úr
ritningunni sjálfri til heimaguðs-
þjónustu, þá eru íslendingar, þvi
miður, óvanir iðulegum lestri
hennar, svo að þeirri góðu venju
þarf að koma inn hjá þeim, áður
en búast megi við að biblían
verði alment notuð til slíkra
hluta. Þrátt fyrir alt þetta, eru
þó enn til fjölda margir menn,
sem vilja halda uppi húslestrum
og þá kemur þessi nýja bók
sannarlega í góðar þarfir, og hún
getur orðið til þess, að glæða á ný
hugann á heimilisguðsdýrkun í
landi voru.
Enn sem komið er, hefi jeg eigi
lesið alt þetta nýja hugvekjusafn
spjalda á milli, en f jöldamargar
hugvekjur til og frá um bókina
hefi jeg lesið með athygli og get
gefið þeim yfirleitt þann vitnis-
burð, að þær sjeu allar uppbyggi-
legar. Að vísu eru þær alls eigi
allar jafnar að gæðum, sem eng-
in von er heldur til, en góðar eru
þær allar og guðrækilegar. Þótt
eigi sjeu þær hver og ein jafnt
hálúterskar í anda, þá virðast
mjer þær allar vel kristilegar og
vekjandi. Ágætt er það, að við
hverja hugvekju er bent á sálma
þá í Sálmabókinni, sem eiga við
efnið. Yfirleitt eru hugvekjurnar
hæfilega langar og lausar við ó-
þarfamælgi. En á því undrar
mig, hve fáir prestar hafa orðið
til þess að senda hugvekjur í
safn þetta. Einungis 58 talsins.
Það sýnir daufan áhuga á mál-
inu. Af öllu safninu á biskupinn
sjídfur 10 hugvekjur, eða tíunda
hlutann af allri heiklinni.
Málið á bókinni er yfirleitt
gott og íslenskt, en samt er það
eigi jafngott á öllum hugvekjun-
um. Hla kann jeg og margir
fleiri með mjer, við það, hjá
sumum, einkum yngri höfundun-
um, að nota jafnan tvítöluorðin
„við", „okkur" o. s. frv., fyrir
„vjer" og „oss". Það er vitleysa
að segja, að forna fleirtalan sje
aldauða í nýíslenkri tungu. Eigi
einu sinni úr talmáli er þetta
horfið að fullu þannig, að tví-
talan gamla sje alfarið komin í
stað fleirtölu. En svo eru orðin
„vjer", „oss", „vor" o. m. þeirra
algeng í bókmálinu og því
með góðu lífi þar. Málið verður
of hversdagslegt og tapar stór-
lega í hátíðleik sínum, í hverri
ræðu, við þessa nýtísku. Nokkuð
líkt er að segja um þá rittísku
sumra hööfundanna, að hafa nú-
tíðarhluttaksorð jafnan beyging-
arlaust, t. d. „í brennandi á-
huga" f. „í brennandi áhuga";
„á hverfandi hveli" f. „á hverf-
anda hveli". Málið verður tign-
arfyllra með því, að haldið sje
að fullu rjettum hneigingum, eft-
ir því sem frekast er unt. Þetta
er enginn hjegömi úr mjer ein-
um, og þótt svo væri, að jgg einn
segði þetta, þá gæti það verið
rjett fyrir þvi. En suma menn
vantar skilning á þessu.
Þá ættu prestar og að temja
sjer rjettan framburð í ræðum,
enda er það auðgert í voru máli;
hætta alveg t. d. að segja
„habbði" f. „hafði", „kvítur" f.
„hvitur" o. s. frv., sem nú óprýð-
ir alt málfar sumra manna.
Stafsetningin á hugvekjusafni
þessu, er heldur góð eftir því,
sem nú gerist, en gæti í sumum
atfiðum betri verið og rjettari.
Guðsorði hæfir fágað málfar i
öllum efnum.
Guðræknu fólki og trúuðu er
fagnaðarefni að þessari góðu
kveldlestrabók, og eflaust fær
hún góðar viðtökur hjá þjóðinni.
Helst vildi jeg að slík hugvekju-
söfn' yrðu þrjú að tölu, því að
eiginlega ætti húsleslrar að tíðk-
ast hjá kristnu fólki alla virka
daga árið um kring, en kirkju-
ferðir eða prjedikanalestur að
vera sjálfsagður hlutur á öllum
helgidögum.
Jóhanncs L. L. Jóhannsson.
Dýrtíðin.
Hagtíðindin birta skýrslu um
það, hvað allar nauðsynjar 5
manna fjölskyldu í Reykjavík
hafi kostað fyrir stríð og hvað
þær koíti nú. Fyrir stríð er tal-
ið, að þær hafi kostað 1800 kr.,
í okt. 1925 5088 kr. en á þessu
hausti 4453 kr. Síðastliðið ár hef-
ir m. a. orðið 15% lækkun á mat-
vöruverði, er talið að byggingar-
kostnaður hafi hækkað um
6%% á sama tima en 6% árið
þar áður.
Nefnd
sú, sem skipa átti samkvæmt
lögum frá síðasta þingi, til að
gera tillögur um, hver mann-
virki skuli gera á Flóaáveitu-
svæðinu er nú skipuð. Hefir at-
vinnumálaráðun. skipað 2 nefnd-
armenn í þessa Flóanefnd, þá
Geir G. Zoega, vegamálastj., og
Valty Stefánsson, en Magnús
Þorláksson bóndi á Blikastöð-
um, var valinn i nefndina af
stjórn Búnaðarfjelags íslands.
Nefndin fer innan skamms aus't-
ur yfir fjall.
Símabilanir
hafa orðið óvenjumiklar í
störmviðrunum um og eftir síð-
ustu helgi, sjerstaklega á Norð-
urlandi, þar sem fannkyngi hefir
verið mikið. A Láheiði í Ólafs-
firði fjell snjóflóð og tók síma-
línuna á allstóru svæði. Víða hef-
ir ísing lagst á símaþráðinn og
valdið skemdum. Þannig fjellu
niður allar línur frá Sauðárkrók
austur að Hjeraðsvatnaós, og
brotnuðu margir staurar.
Mjólkurniðusuðuverksmiðjan
Snjóflóð.
Frá ísafirði er símað 9. þ. m.:
Afarmiklum snjó hefir hlaðið
niður á Vesturlandi. Snjóflóð
hafa fallið í Hnífsdal innanverð-
um og tekið símalínuna á milli
Hnífsdal og Bolungavíkur á
kafla. Fimm hestar fórust i sama
flóði. Rekið hefir bryggjutimb-
ur í Alftafirði og vita menn ekki
hvaðan það muni komið, en
giska á, að snjóflóð hafi grand-
að bryggju á Hesteyri.
Vetrarferða-bíl
einn mikinn, hefir vegamála-
stjóri pantað nýlega, og er von á
honum hingað innan skams. BíII-
inn hefir afarsterka vjel. Er
hjólaútbúnaður hans lítt frá-
brugðinn venjulegra bíla. En bíll-
inn er þannig útbúinn, að hægt
er að hafa snjóplóg framan við
hann, til að ryðja mestu mjöll-
inni frá honum og annan plóg
aftan i, til þess að jafna veginn
fyrir aðra bíla.
Er áfonnað, að reyna með bil
þessum, að halda Hellisheiðar-.
veginUm bílfærum í allan vet-
ur. Gerir vegamálastjóri sjer
góðar vonir um, að þetta megi
takast. Hafa bílar ,sem þessi,
reynst nothæfir til þess að halda
vegum akfærum víða í Noregi
og Svíþjóð, þar sem snjóþyngsli
eru að jafnaði fult eins mikil og
hjer. (Morgunbl.)
Brúarfoss
á hið nýja skip Eimskipafje-
lagsins að heita, eftir Brúarfossi
í Hítará á Mýrum. Hefir þá fje-
lagið skýrt skip eftir fossum í
öllum landsfjórðungum.
Sala Oddeyrinnar.
Svohljóðandi skeyti barst
frjettastofunni um það ínál frá
Akureyrarblöðunum Degi og
íslendingi 5. þ. m.:
Fjölmennur borgarafundur
var haldinn í gærkveldi um sölu
Oddeyrar. — Kaupandinn er
Ragnar ÓIafss,on. Það upplýstist
á fundinum, að sölunni hafði
verið haldið Ieyndri, en samn-
ingum haldið áfram við bæinn í
tvo mánuði eftir að sala til Ragn-
ars var um garð gengin. Eftir
hvassar umræður var feld með
108 atkvæðum gegn 91 svofeld
tillaga:
„Þar sem Harald Westergaard
málaflutningsmaður virðist nú
um nokkurn tíma hafa haft
bæjastjórnína eða bæjarstjórann
að leiksoppi með því að látast
vera að semja við bæinn um
kaup á Oddeyrinni eftir að sala
til annars var fyrir nokkru full-
gerð, lítur almennur borgara-
fundur á Akureyri þannig á, að
eftir svo ósæmilega framkomú
gagnvart bæjarfjelaginu ætti
tjeður Westergaard ekki að hafa
aðsetur í Akureyrarbæ og skorar
á tiann íiK hverfa bnrtn hjeðan
hið skjótasta".
Samþykt var í einu hljóði
svofeld tillaga:
„Almennur borgarafundur á
Akureyri telur bæjarfjelaginu
bakað ómetanlegt tjón með því
að Oddeyrin skuli hafa gengið
úr greipum bæjarins við síðustu
eigendaskifti.—Lýsir fundurinn
megnri gremju yfir úrslitum
þessa máls og þeim brögðum,
er beitt hefir verið til þess að
koma í veg fyrir, að Akureyrar-
kaupstaður gæti gert kauptilboð
í eignina. — Skorar fundurinn
á bæjarstjórn, að víta fyrir fyr-
verandi eigendum og umráða-
mönnum Oddeyrar söluaðferð
þá, er beitt hefir verið og reyna
af fremsta megni, ef nokkur leið
er fyrir hendi, að fá kaupunum
rift í þeim tilgangi, að bæjaf-
fjelaginu geti gefist kostur á að
gera kauptilboð í eignina".
Skýiing: Oddeyri er eign Sam-
einuðu ísl. verslananna. Wester-
gaard er umboðsmaður Dis-
konto- og Revisionsbanken í K-
höfn, sem selur eignina.
Vínsalar teknir fastir.
Lögreglan hefir nýlega kært 5
menn fyrir ólöglega vínsölu.
Voru þeir þessir: Ólafur Lárus-
son Fjeldstéd, Örtröð' í Mos-
fellssveit (sumarbiistaður í Ár-
túnsbrekku), Axel Dalsted veit-
ingasali á Fjallkonunni, Guðrún
Jónsdóttir, þjónustustúlka á
kaffihúsinu „Aldan", Jósef Kle-
mens Sigurðsson, býr á veitinga-
húsinu „Hekla" og Sigurður
Berndsen, Bergstaðastræti 8 A.
— A. Dalsted var kærður fyrir ó-
löglega vínsölu og smyglun, en
hin öll fyrir ólöglega sölu. Öll
voru hin ákærðu sett í varðhald
og er mál þeirra kömið í hendur
rannsóknardómarans.
Nýjar bækur.
Eftirmáli heitir nýtt rit (90
bls.) eftir Sigurð Þórðarson
fyrrum sýslumann. Er ritið í
tveim höfuðköflum og fjallar
hin fyrri um varnir þær, er Jóh.
Jóhannesson bæjarfógeti og Mag-
nús Magnússon ritstjóri hafa
fært gegn þeim kafla „Nýja
sáttmála", er ræddi um rjettar-
rannsóknina út af hvarfi Guð-
jóns Finnssonar. Síðari kaflinn
er um umræðurnar um „Nýja
sáttmála" í Efri deild á síðasta
þingi.
Útgáfufjelagið „Lijðmcntun"
á Akureyri, sem í fyrra gaf út
bók Einars Olgeirssonar um
Rousseau, hefir liú sent nýja
bók á markaðinn: Himingeim-
inn (188 bls.) eftir Ágúst
Bjarnason prófessor. Er þetta
fyrsta bindi af ritverki, sem höf.
áætlar að verða muni fjögur
bindi, og verður þar sögð saga
vísindanna. Ræðir þetta fyrsta
bindi um himingeiminn Og
lýsir því, hvers menn hafa orðið
áskynja um alheiminn frá fyrstu
tíð og fram til vorra claga. Hin
bindin eiga að ræða um það,
hvað menn vita um myndun
jarðarinnar og þróun jurta og
dýra á jörðu hjer, um upptök
og þróun mannlífsins, um helstu
mannfjelagshreyfingar og stefn-
ur, er gert hafa vart við sig fyr
og síðar", segir höf. í formáia.
Bókin er 'ljóst og alþýðlega
skrifuð og flytur mikinn og;
merkilegan fróðleik.
Vonandi verður lýðmentunar-
ritunum vel tekið, svo ágæöega
sem þetta fyrirtæki hefur af stað
farið og svo mikið hlutverk
sem það virðist eiga. Næstu rit
þessarar útgáfu verða saga Vil-
hjálms Stefánssonar eftir Guð-
mund Finnbogason og Viðreisn
íslendinga eftir Ágúst Bjarna-
ason.
Vetrarbraut, stjörnufræði Ás~
geirs Magnússonar kennara, sem
birst hefur neðanmáls ¦ hjer í
blaðinu, er mi út komin í bókar-
formi (166 bls.). Hefur höf .í hví-
vetna stuðst við nýjustu rit og
rannsóknir. Er bók hans fróðleg„
vel rituð og í alla staði þess verð,
að menn láti sjer ekki nægja, að
haf lesið hana slitrótt meðan hún
var að koma út i Verði, heldur
eignist hana og rifji hana upp í
samhengi.
Síra Séanley Mclax hefur gefið
út tvær sögur og nefnist bókin
Astir (312 bls.)
Gunnlaugur Blöndal
málari hjelt í síðasta mánuði
sýningu í París og hlaut loflega
dóma, m. a. frá einum af fræg-
ustu listdómurum Frakka.
Kirkjuhljómleikar.
Páll Isólfsson hjelt 5. kirkju-
hljómleik sinn i Fríkirkjunni 10.
þ. m.
Efni þessa hljómleiks var:
Toccata í F-dúr eftir Seb. Bach
fyrir orgel. — Sóneta i G-molI
eftir "G. Tartini, fyrir fiðlu og
orgel. — Ghoral í E-dúr eftir
Cesar Franck, fyrir orgel. '•—
Gavotta eftir J. S. Bach, fyrir
fiðlu og Melodie eftir Gluck
Kreisler, fyrir "fiðlu og orgel.—
Adagio í As-dúr eftir Mendels-
sohn fyrir orgel og að lokum
Preludium og fuga yfir nafnið
B A C H eftir Liszt-Straube. Þetta
síðasta fjell þó niður vegna las-
leika P. I. en það hefir verið flutt
hjer áður á hljómleikum þessum.
ran pd. unui gBAU. go anjæqo als
Sjerstaklega stórfengleg og
fögur þótti Toccata Bachs og
mun alinent óskað eftir að hún
verði endurtekin. Georg Takács
ljek á fiðluna. Einleikur hans í
Gavotte Bachs Ijet mjög vel í eyr-
um mjer, og fanst mjer tónn hans
þá hreinn og lifandi, en ekki að
sama skapi hreinn eða fagur í
Sónötu Mendelsohns. — Einhver
sarghljóð komu þar við og við
fram, sem raunar hafa heyrst
hjá öllum fiðluleikurum, sem
hjer hafa spilað, að undanlekn-
um Telmányi.
Hljómleikur þessi var mjög vel
sóttur, enda eru Reykvíkingar
orðnir þess fyrir löngu vísir, að
hljómleikar þessir flytja oss mik-
il verðmæti. En utanbæjarfólki,
sem dvelur hjer, skal sjerstak-
lega bent á að kynnast þeim,
jafnvel þó eitthvað sje í fyrstu
torskilið. Hljómleikar þessir
standa ekkert að baki þvi sem
stærri þjóðir hafa fram að færa í
sömu grein. Á. M.
Sex verur leita höfundar,
hinn nýi sjónleikur Leikfje-
lagsins, er mikilfengíegt og ein-
kennilegt verk og ágætlega Ieik-
inn. Nánar í næsta blaði.
Prentsmiðjan Gutenberg.