Vörður


Vörður - 27.11.1926, Blaðsíða 1

Vörður - 27.11.1926, Blaðsíða 1
Ritstjóri og ábyrgð- armaður Kristján Albertson Túngötu 18. Afgreiðslu- og inn- heimtumaður Ásgeir Magnússoti kennari. \h-----------------——^s Útgg'efa.ndi: BCiOstfórn ínaid@fiokÍ£Sin&. FV. 4r. ReyltjaviH 27. nóv, 1036. 46. íííbö. Trotskv, fyrv. hermálaráöherra, ávarpar liðsveit. Rússland. Meðan slórveldin i Mið- og Vestur-Evrópu hafa unnið að því að efla Þjóðabandalagið, tryggja með samningum varan- legan frið með sjer og undirbúa þannig almenna afvopnun, hefir rússneska ráðsstjórnin á síðari úrum reynt að veikja bandalag- Stalin. ið á allan hátt og jafnframt lagt tnikið kajip á að auka vígbúnað sinn til lands og sjávar. Hundr- uð liðsforingja útskrifast árlega úr herskólum Bolsjevikanna og í rili og ræðu láta þeir við öll tæki- færi mikið af herstyrk sinum. í haust hjelt rússneski flotinn miklar æfingar í Eystrarsalti. Var því lýst yfir á eftir, að sann- ast hefði að flotinn væri þess íullfær að verja Leningrad og aðrai- hafnir Rússlands gegn nvaða stórveW? sem væri. Jafn- framt tilkyntu stjórnmálamenn Bolsjevika heiminum enn á ný, hver vaeri ástæða til vígbúnaðar Rússa — þejr vissu að Englend- ingar og Frakkar biðu með ó- þreyju tækifæris til þess að ráð- ast á Rússland. Það má vel vera að Bolsjevikarnir trúi því í ein- lægni að svo sje, en hitt er víst, að hvergi um heim nema í Rúss- landi er talið að því stafi nokk- ur hætfa af fransk-enskum ó- friðar-fyrirætlunum. Allar þær þjóðir, sem á síð- ustu mannsöldrum hafa farið geystast í vígbúnaði j&g þar með stofnað heiminum í voða, hafa afsakað sig með því, að þeim stafaði hætta af öðrum ríkjum. Engin hefir þótst vilja í'jand- skapast við aðrar þjóðir að fyrra bragði. Þeir sem ekki trúa á einlægni Bolsjevikanna, þegar þeir tala um fransk-ensku hætt- una, hljóta að spyrja, hverjar muni vera hinar sönnu ástæður til herbúnaðar Rússa. Eru þeir að undirbúa landvinninga í Asíu, eða ætla þeir að ná sjer niðri á Finnum, Pólverjum eða Eystra- saltsríkjunum nýju? Eða er leikurinn aðeins til þess gerður, að blekkja rússnesku þjóðina sjálfa á tímum sundur- lyndis og innri valdabaráttu? Á slíkum tímum hefir oft verið til þess gripið að reyha að hvetja til einingar og samtaka með því að gera aðrar þjóðir tortryggilegar og bregða upp ægilegum mynd- um af þeirri hættu, sem af þeim stafi. Á síðustu árum hefir ósam- lyndið milli leiðtoga Bolsjevika mjög færst í aukana. í fyrra var Trotsky flæmdur frá völdum til fulls, og vita menn ekki með vissu hvað valdið hafi. Nú í sum- ar var annar af höfuðleiðtogum Lok vinnudeiíunnar á Englandi. Frá London er síinað 21. þ. m., að fuíltrúafundur kolanáma- manna hafi samþykt að fela námamönnum í öllum hjeruðum að reyna að gera jjjersamninga við vinnuveitendur. Sama dag i tókust slíkir samningar í Nott- inghamshir. Er búist við þvi að öllum samningum verði lokið fyr- ir þessa helgi. Hátt á 5. hundrað þús. manna er m'i aftur komið til vinnu. Myndin yfir þessum linum er af kröfugöngu námamanna í einni af iðnaðarborgum Englands nú fyrir skemstu. Á fánana eru rituð eggjunarorð um samheldni og úthald. Bolsjcvika, Sinovjcf rekinn frá stöðu sinni sem höfuðleiðtogi III. Internationalc, sem er al- þjóðasamband byltingasinnaðra sameignarmanna, er hefir skrif- stofur sinar í Moskva. Hafa Rúss- ar óspart veitt sambandinu fje til útbreiðslustarfsemi og undir- róðurs um heim allan. Það mun hafa valdið falli Sinovjefs, að ráðstjórninni þótti starfsemi hans koma í bága við tilraunir hennar til að endurnýja verslun- arsambönd Rússa við þær þjóð- ir, er þeiih cr lífsnauðsyn að skií'ta við. 1 haust munu þeíf Trotsky og Sinovjef hafa tekið höndum saman og hafið árás á stjórnina, sjerstaklega á tvo mestu áhrifa- menn hennar, Tjitjerin utan- rikisráðherra og Stalin, sem nú er talinn voldugasti maður Rússlands. En stjórnin bann- i'ærði báða fyrir brot á flokks- aganum, svifti þá rjetti til þess að sækja fundi Bolsjevika og neyddi þá og fylgjendur þeirra til þess að birta ávarp, þar sem þeir játuðu afbrot sin gegn mál- stað flokksins og hjetu stjórninni fylgi sínu til þess að bæla niður allan mótþróa gegn henni. Þykir þetta ávarp þeirfa sánna, að stjórnin sje mjög i'öst í sessi og þess alfær, að ráða nið- urlögum hverrar hreyfingar, er gegn henni rís. Bannið í Noregi verður sennilega afnumið frá 1. apríl næstkomandi. Fjárhagsráðstefna. Simað er frá Genf, að nefnd sú, sem Þjóðbandalagið kaus til þess að undirbúa alþjóðaráðs- stei'nu til þess að ræða fjármál, hafi ákveðið, að ráðstefnuna skuli halda í maimánuði 1927, og verða rædd á henni ýmis iðn- aðar-, landbúnaðar- og verslun- armál. Fjármál Frakka. Símað er 20 þ. m., að leiðtog- um í mörgum iðngreinuin þyki hin stöðuga hækkun frankans varhugaverð og eru þeir. þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sje, að verðfesta frankann mjög bráð- lega. Poincaré er talinn þeirrar skoðunar, að það beri að fresta veðfestingunni, uns frankinn hefir enn hækkað enn meir. Fjár- hagur ríkisins fer sifelt batn- andi Morgan-lánið hefir verið endurgreitt. Verslunarjöfnuður- inn er hagstæður. Af þessum á- slæðum aðallega lítur stjórnin svo á, að ekki saki, þó verðfest- ingin verði látin bíða. Frakkar og ítalir. Símað er frá París, að blaðið Le Tcmps heimti, að öflugar varnarraðstafanir verði gerðar, þar eð Italir láti mikla Hðssöfn- un fara fram að ítölsk-frönsku landamærunum. Segir blaðið, að ítalir ágirnist borgina Nizza, sem má heita varnarlaus. Rússar og Tyrkir. Símað er frá London 22. þ. ni., að samkvæmt skeytum frá Búka- rest hafi Rússar gert hermála- samband við Tyrki á fundinum í Odessa. Hafa Rússar lofað Tyrkjum liðveislu, ef ráðist er á þá. Þýskaland. Símað er 23. þ. m. að jafnað- armenn hafi raðist á stjórnina fyrir að horl'a á það aðgerðalaus, að ríkisvörnin virði að vettugi ákvæði friðarsamninganna um hvern herstyrk Þjóðverjar megi hafa i landi sínu. Telja þeir þetta aðgerðaleysi vítavert eins og sakir standa, þar e'ð nú sje verið að leita samninga um að Þjóðbandalaginu verði falið eft- irlit með þýskum hermálum, en þeir geta hæglega strandað á af- brotum ríkisvarnarinnar. Stresemann svaraði jafnaðar- mönnum þegar í þinginu, kvað ríkisvörninni bannaða alla sam- vinnu við svokallaða þjólöernis- sinna og fullyrti að Þjóðverjar hefðu í öllu fullnægt afvopnun- arákvæðum friðarsamninganna. Formaður sambands Ung-Þjóð- verja hefir skýrt f rá því, að þjóð- ernissinnar hafi síðustu ár unn- ið að undirbúningi stríðs við Frakka og Pólverja — og að rík- isvörnin hafi stutt fyrirætlanir þeirra. Þessu er þverneitað af. yfirstjórn ríkisvarnarinnar. Bernhard Shaw hefir nú sjeð sig um hönd og ætlar að þiggja Nobelsverðlaun- in. Kveðst hann muni verja þeim til styrktar sænskum bókment- um.

x

Vörður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.